Morgunblaðið - 03.10.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.10.1979, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 22 t Eiginmaöur minn, JENS P. HALLGRÍMSSON, frá Vogi ( Skerjafiröi, lézt í Landsspítalanum þann 30. september. Sigríöur Ólafsdóttir. t Faöir okkar ÖGMUNDUR ÓLAFSSON fyrrverandi skipstjóri frá Flatey á Breiöafiröi lézt að morgni 2. október. Guöiaug ögmundsdóttir, Birna ögmundsdóttir, Guömunda ögmundsdóttir. t SIGURÐUR OTTÓ STEINSSON, frá isafiröi, Skólavöröustíg 1, Reykjavík, andaöist á Landakotsspítala 1. október. Vandamenn. t Eiginmaöur minn JÓNAS ÞORBERGUR GUÐMUNDSSON frá Vilborgarstööum í Vestmannaeyjum, Eskihlíö 12 B. Lést í Borgarspítalanum aöfaranótt 1. október. Fyrlr hönd vandamanna Ólafía I. Þorgilsdóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, JON JÓNSSON, klseöskeri frá isafiröi, lést á heimili dóttur sinnar, Heiömörk 58, Hverageröi, 1. október. Útför hans verður gerö frá Hverageröiskirkju laugardaginn 6. október kl. 14. Margrót Jónsdóttir, Skafti Jósefsson, Kristfn Jónsdóttir, Sigmundur Guömundsson, Þórarinn Jónsson, Hanna Bjarnadóttir, Siguröur Albert Jónsson, Sigrún Óskarsdóttir, og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, bróöur míns, föður okkar og tengdafööur ÓLA G. BALDVINSSONAR frá Siglufirði Dómhildur Sveinsdóttir, Málfrföur Baldvinsdóttir, Olga Óladóttir, Gunnar Guðbrandsson, Svanhildur Óladóttir, Pétur Gunnarsson, Kristín Óladóttir, Björn Jónsson, Ólaffa Óladóttir. Minning—Margrét Jónína Jónsdóttir HvaA er hel? öllum lilui sem llfa vel. Knttlll sem til Ijóesins leiðir, ljósmóðir sem hvilu reiðir. Sólarbros er syrta að él. Heitir hel. Þessi orð skáldsins komu mér ósjálfrátt í hug er ég frétti lát Margrétar Jónínu Jónsdóttur frá Fáskrúðsfirði. Hún var fædd á Vopnafirði 22. mars árið 1900. Margrét sest í Ljósmæðraskóla íslands og útskrifast þaðan 1928, var henni þá veitt ljósmóðurstaða á Fáskrúðsfirði og náði umdæmið yfi.r bæði Búða- og Fáskrúðsfjarð- arhrepp. Hún var þar ljósmóðir þar til hún flyst með fjölskyldu sinni suður á Akranes árið 1945. En fjölskyldan flyst aftur heim til Fáskrúðsfjarðar 1958 og átti þar heima upp frá því. Með henni er fallin í valinn ein af eldri ljósmæðrum þessa lands, þær urðu oft að sætta sig við eitt og annað sem ekki þætti gott nú, svo sem fátækleg húsakynni, ljós á litlum lömpum og stundum lítið til að hlúa að móður og barni. Margrét varð að takast 'a við ýmsan vanda eins og fleiri ljós- mæður þessa lands hafa þurft að gera, bæði fyrr og síðar. Hún gekk að verki sínu, ekki alltaf orðmörg en traustvekjandi. Hún var sú er hvílu reiddi hinni verðandi móður sem oft var þreytt í erli og erfiði dagsins og kveið komandi stund. En er Margrét kom að rekkjustokknum, örugg og fumlaus, hvarf kvíðinn á burt. En gleði ljósunnar var ekki minni er barnið kom í hendur henni sem hún svo laugaði og klæddi og lagði hvítvoðunginn að móðurbrjósti. Taldi hún það eitthvað það dásamlegasta í lífinu að leggja nýfætt barn í móðurarma. Margrét kom oft á mitt heimili, við áttum þar góðar stundir sam- an. Fyrir utan það kom hún tvisvar í embættiserindum og fór um mig hlýjum og varfærnum höndum, uns hún lagði barn í fang mér. Hún kom líka þegar sorgin gisti heimili mitt, ekki með orð- skrúð og ónytjumælgi, en það fylgdi henni ró og kyrrð og um- ræður við hana urðu þess valdandi að sorg og söknuður fjarlægðust. Margrét var bókhneigð kona og las allt sem hún náði til, hún hafði mjög gaman af að ræða um bækur og efni þeirra og brjóta það til mergjar. Mat hennar var raun- sætt og rökfast, eins var um þau mál er voru efst á baugi í það og það skiptið, dómar hennar gjör- hugulir. Leit hún á málin frá öllum hliðum áður en hún sagði sitt álit. Margrét var félagslynd og starf- aði í slysavarnadeildinni Hafdísi, átti sæti í stjórn þess félags og var þar einnig formaður. Sat hún oft þing Slysavarnafélags íslands, á meðan hún átti heima á Akranesi. En mjög virkur þátttakandi var hún í leikfélagi Fáskrúðsfjarðar, hún byrjaði þar að leika ung að árum og tók hún aftur upp þráð- inn er hún kom aftur til Fáskrúðs- fjarðar. Einnig mun hún eitthvað hafa starfað að leiklistarmálum á Akranesi. Margrét ræddi oft um eilífðar- málin, hún var þess fullviss að dauðinn væri dyr sem gengið væri inn um til annars lífs. En í þessum málum sem og öðrum var Margrét ekki deilugjörn, hún vissi sem var að menn eru ekki á eitt sáttir og sumir vilja lítt ræða þessi mál. Hún vissi að Alvaldið mikla býr í öllum hlutum og allt sem lifir hvílist í því. Nú var komið haust á ævi hennar, hún var búin að lifa langa ævi, þekkti vel hina eilífu hringrás lífsins, hún var búin að lifa vor og hásumar, og hún þráði frið kvölds- ins. Sjúkrahúsvist hennar varð allt sumarið, hennar var oft vitjað af börnum, barnabörnum, tengda- börnum og öðrum vandamönnum og vinum. En síðari mann sinn, Þórarin Guðmundsson, missti Margrét fyrir mörgum árum. Nú er ævisól hennar til viðar gengin. Haustið fer kaldri hendi um blóm og grös, dauði þeirra er ganga inn til lífsins á ný í vorsins ríki. Líkt er líf okkar mannanna. Ég flyt ástvinum hennar öllum kveðju mína. SS. + BJÖRGVIN V. MAGNÚSSON Frumskógum 13, Hvaragarði vorður jarðsunginn frá Fossvogskirkju flmmtudaglnn 4. október kl 15. Vandamonn. + Dótturdóttir okkar og systir SIGRID ELLA CROCKER, Þingholtsstræti 33, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaglnn 4. október kl. 10.30. Fyrir hönd systkina hinnar látnu Sigurbjörg S. Þorbergadóttir, Sigfried B. Sigurðsson. t Systir mín SIGRÍÐUR ANNA JÓNSDÓTTIR frá Moldnúpi veröur jarösungin frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 6. október kl. 2. Þórey Jónsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og jarðaför ÞORBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR Sléttahrauni 26, Hafnarfirði Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki á deild 3. Vffilstaöaspítala fyrir góöa umönnun. Sigmar Guömundsson Guömundur H. Sigmarsson Hannes Sigmarsson Þór Sigmarsson Hjálmar Baldursson Marfa Óladóttir Baldur S. Baldursson Siggerður Þorvaldsdóttir og barnabörn. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sendill óskast Óskum aö ráöa sendil til starfa háifan daginn. Uppl. á skrifstofunni. Kristján Siggeirsson h/f. Laugaveg 13. Smurstöð Óskum eftir aö ráða mann á smurstöö. Helst vanan. Góö vinnuaöstaða. Uppl. í síma 50330 í hádeginu og 38476 á kvöldin. Garðaskóli Laust starf viö ræstingu. Vinnutími frá kl. 1—5 4 daga vikunnar og 1—6 einn dag. Upplýsingar hjá húsveröi í síma 52194. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar kennsla | bilar fundir — mannfagnaðir Frönskunámskeið á vegum Alliance Francaise Innritun nemenda hefst fimmtudaginn 4. október kl. 18 í Franska bókasafninu Laufás- vegi 12. Allir kennarar eru franskir. Stjórnin. Mercedes Benz — Einkabíll Árgerö 1973 280, sjálfskiptur. Vökvastýri, aflhemlar. Bein sala, skipti á sendibíl eöa station bíl. Upplýsingar í síma 82569 og 83519. Slökkviliðsmenn 7. þing Landssambands slökkviliösmanné veröur haldiö í Festi Grindavík dagana 6. oc 7. október. Stjórnin. '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.