Morgunblaðið - 03.10.1979, Side 25

Morgunblaðið - 03.10.1979, Side 25
’ ffclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 1979 25 Bridge er tómstundagaman skammdegisins Bridgeskólinn Ásinn veitir hópafslætti. Taktu meö þér vini og kunningja. Athugaöu máliö. Kvöldsíminn er 19847. Bridge er tómstundagaman skammdegisins. Systkinum settur lífvörður + Keisarabörnin Reza Pahlavi og prinsessan Farahnaz, börn irönsku keisarahjónanna, eru hæöi komin i bandariskan skóla i assachusett-fylki, Reza prins í Williams CoJlege og Farahnaz í Walker School kvennaskólann, skammt utan við borgina Hart- ford. Lífverðir fylgja systkinun- um jafnan. Prinsessan er á heimavistarskóla og reynt að láta hana búa þar við sömu skilyrði og aðrar telpur á heimavistinni. Isömu slóð og farin var fyrir nunlega2000árum + Fimm Bandarikjamenn með tvo fjölleikahúss-fíla hafa nýlega lokið för sinni um Alpafjöllin. Þræddi hópurinn þá hina sömu leið og Hannibal fór forðum hina frægu herför með her sinn gráan fyrir járnum, studdur 37 herfilum. — Bandarikjamennirnir luku sinni Hannibalsför i fjallabænum Susa i itölsku Ölpunum. Var hópnum vel fagnað af hundruðum ítala er hann reið iígegnum alda gamlan sigurboga „Arco d’ Augosto“ þar í bænum. — Það eru nú 2197 ár iiðin frá þvi Hannibal fór herförina. — Leiðin er æði torsótt og þar sem hún liggur hæst er hún í rúmlega 8100 feta hæð eða nær 2500 m. Ein kona var í hópnum. Einn þátttakenda, 65 ára gamail kaupsýslumaður, borgaði brúsann. í förinni var og maður sá er tamið hafði filana. Á myndinni má sjá tamninga- manninn koma þeim áfram á torsóttum kafia leiðarinnar í námunda við þorpið Susa. Leiðangursstjóri var fyrrum prófessor frá Los Angeles, Jack Wheeler að nafni, 35 ára gamali. Þegar kosningaslagurinn byrjaði + Kosningabaráttan i Japan hófst uppúr miðjurn septembermánuði. Þar eiga að fara fram kosningar til japanska þingsins hinn 7. október næstkomandi. — Foringjar í flokki Masayoshi Ohira forsætisráðherra, Frjálslynda demókrataflokknum, hófu kosningabaráttuna ásamt forsætisráðherranum með því að fara i kosningaleiðangur um götur Tokyoborgar, — á stórum sérsmiðuðum kosningabii. Flokkurinn leitar eftir frekari stuðningi meðal kjósendanna til að geta aukið meirihlutaaðstöðu sina á þinginu. — Þessi mynd er tekin á einum hinna mörgu útifundarstaða forsætisráðherrans og flokksbræðra hans í milljónaborginni í iandi Sólaruppkomunnar. POLAR MOHR Útvegum þessar heimsþekktu pappírs- skurðarvélar beint frá verksmiðju. Sturlaugur Jónsson, & Co s.f. Vesturgötu 16. Reykjavík, sími 14680. NÚTÍMA LjLI verkstjórn KREFST NÚTÍMA FRÆÐSLU Þetta vita þeir 1400 verkstjórar, sem sótt hafa verkstjórnarnámskeiðin á undanförn- um árum. Á almennum 4ra vikna námskeiðum er m.a. lögð áhersla á þessar greinar: Nútíma verkstjórn, vinnusálfræði Öryggi, eldvarnir, heilsufræði Atvinnulöggjöf, rekstrarhagfræði Vinnurannsóknir, skipulagstækni Á framhaldsnámskeiðum gefst fyrri þátttak- endum tækifæri á upprifjun og skiptum á reynslu. KENNSLUSKRA VETRARINS 1979 69. námskeið, fyrri hluti 29. okt. — 10. nóv. 70. námskeið, fyrri hluti 19. nóv. — 1. des. 71. námskeið, Fiskvinnsluskólinn 3. des. — 15. des. 1980 72. námskeið, fyrri hluti 7. jan. — 19. jan. 69. námskeið, siðari hluti 21. jan. — 2. feb. 70. námskeið, siðari hluti 11. feb. — 23. feb. Framhaldsnámskeið 6., 7., 8. mars 72. námskeið, siðari hluti 17. mars — 29. mars 73. námskeið, Stýrimannaskólinn 14. apr. — 26. apr. Innritun og upplýsingar í síma 8-15-33 og 3-90-40, Verkstjórnarfræðslunni, Iðntækni- stofnun íslands, Skipholti 37.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.