Alþýðublaðið - 31.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.08.1920, Blaðsíða 2
2 blaðsins er í Alþýðuhúsinu við lagólfsstræti og Hverfisgötu. Slmi 988. Auglýsingum sé skilað þangað cða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. bæjarins svo það sjálft geti annast að lolca fyrir óþarfa útrás vatns, og uppdráttur af vatnskerfinu sé ávalt til sýnis á brunastöðinni. c. að bifdælurnar séu reyndar með sjó, svo sönnuh fáist fyr- ir því hvort þær þannig geti komið að notum. d. að áhöld séu í lagi og vel hirt, þó bæta þurfi launum við brunaVerði. e. að varaliðinu sé breytt í fasta varalið, samkv. tillögu mitmi. f. að björgunarliðsforingi sé í að- alliðinu og hafi sinn áhalda- vagn. g. að rifrildisíoringi sé einnig í aðalliðinu og hafi sinn áhalda- Vagn. h. að brunastj. hafi ákveðinn skrif- stofutíma, og þá altaf annar til viðtals. Að endingu beini eg athuga- semdum mínum og uppástungum til hæztvirtrar brunamálanefndar bæjarstjórnarinnar, til þess að hún komi þessu velferðarmáli á þann rekspöl sem bæjarfélaginu má verða fyrir beztu. Eg hefi aðeins vald til að benda á gallana, og það nota eg í þeirri von að þeir taki við sem valdið hafa, til að lagfæra þá. Mjólkurverðið og S. Þ. Spámaður mikill er upprisinn meðal vor. S(igurður) Þ(órólfsson) finnur hvöt hjá sér að rita langa grein í Morgunblaðið 25. ágúst um mjólkurverðið. Má nokkuð ráða af greininni hve satt mál fyrver- andi .leiðtogi" æskunnar fer með, þegar þess er gætt, að hann sýni- lega vísvitandi rangfærir orð mín í Alþýðublaðinu 18. ágúst — eg geri ráð fyrir að hann sé læs á ALÞYÐUBLAÐIÐ prent, þó ekki væri meira. — Hann byrjar sem sé greinina með því að segja, að Alþbl. segi, að „mjólkin t Reykjavík sé seld með okurverði.” Þetta hefir aldrei staðið í Alþbl., en í grein rainni setti eg fram þessa spurningu: „er þetta. nauð- synlegt (að selja mjólkurpottinn á 100 aura), er hér ekki um okur að ræða, er ekki Mjólkurfélagið að nota sér neyð mannaf” Og síðar í sömu grein skýt eg því fram, hvort ekki væri nauðsynlegt að athuga verð félagsins á mjólk. Vegna þess, að þessi nýji „spá- maður“ byggir grein sfna að mestu leyti á þessari ramvitlausu forsendu, eru öll ummæli hans til ritstj. Al- þbl. út í hött töluð, og koma S. Þ. sjálfum f koll, því þau sýna, að hann er ekki fær um að sitja þann sess, er hann hefir hlammað sér í. S. Þ. ætlar að sanna það, að mjólkin hér í Reykjavík sé ekki seld með okurverði, með því að taka dæmi af manni í Rvík eða grend, sem hefir 6 kýr og feaupir handa þeim fóður. Þarna fer vesal- ings maðurinn illa með sjálfan sig, því í stað þess að sanna sitt mál, sannar hann það sem eg hélt fram í grein minni, að ehkert vit er í búskafnum, eins og hann nú er rekinn kér; það er að segja, ef nokkuð má treysta á reikning fyrv. skólastjórans. Reikninginn í heild, með þeirri forsendu sem hann er grundvallaður á, læt eg að sinni hlutlausan. Mér er sagt, af einum mjóikur- félagsmanni, að allir þeir sem mest láta af mörkum af mjólk til Mjólkurfélagsins, séu langt frá því að vera jafn lélegir búmenn og bóndinn hans S. Þ., sem ástæða er til að halda að sé hann sjálfur, því eg geri ekki ráð fyrir að reikningur hans sé á engnm rök- um grundvallaður. En ekkert af þessu er aðalat■ riðið í þessu alvörumáli, og ekki einu sinni „mannkærleikur“ þeirra, sem koma hingað frá góðum bú- um til þess að selja oss Reykvfk- ingum mjólk sér í óhagll Gæða- mennirnir! Eg efast eklci um að fyrir geti komið, að einstaka mað- ur tapi sem er í Mjólkurfélaginu, en ef það væri alment er enginn vafi á, að félagið væri ekki leng- ur til. Nei, bændurnir hér í grend, sem heyja sjálfir handa kvikfé sínu, greiða ekki eins hátt verð fyrir heyin sín, og S. Þ. þarf að gera, er hann kaupir það með uppsprengdu verði; hagagangan verður þeim ódýr og kostnaður minni á ýmsan annan hátt. Þar í Iiggur reikningsskekkja S. Þ. og það með, að mjó.lk skuli yfirleitt fást hér í bæ, jafnvel fyrir ekki hærra verð en helmingil meira en t. d. á Akureyri. Þar er þó kaup verkamaima hærra en hér. Hvern- ig víkur þessu viðf Vill S. Þ. svara þvíf Mergurinn málsins er þettaf að búskaparlagið er ótækt og þarf að breytast; að kýmar í nágrenninu eru alt of fáar, og þær fáu sem til eru hér í bæ hafa ónóga og illa haga; að mjóíkin er orðin svo dýr, að fjöldi bsrna, og því nær allir fullorðnir, verða að vera án henn- ar — allir þekkja afleiðingar þess; og að bærinn sjálfur á nóg land- rými, ágætt til kúaræktunar, gnægð áburðar og yfirleitt öll skilyrði betri en einstakir menn til þess að framleiða ódýrari rojólk cn nú fæst. Það sem þarf að gera er því fyrst og fremst að bæjarstjórnin semji við Mjólkurfélagið um sölu á mjólk undir verði til barna, og útbýtt eftir seðlum. Og í öðru lagi, að þegar í stað verði farið að vinna að því, að koma upp öflugu kúabúi, sem rekið sé af sjálfu bæjarfélaginu. Vilji S. Þ. ekki vinna að þessu, í stað þess að „skaðast árlega uffl 118 kr.“ á mjólkursölunni, þá hefði honum verið betra að sitja kyrr- um á Hvítárbakka og láta Reyk- vfkinga sjálfa um rojólkursölumálið- /. J. Notkun rnforfeu í Svíþjóð. Svíar hafa veitt 23 milj. krón* þetta ár í þeim tilgangi að breyta járnbrautinni frá Gautaborg til Stokkhólms þannig, að hún verði rekin með raforku í stað gufu. Þetta er, eins og sjá má af fjár" hæð heirri er til fyrirtækisins hefif verið veitt, geysidýrt, en Svfaf láta sér eigi slíkt í augum vaxa, því þetta er aðeins byrjunin að raforkurekstri allra járnbrauta I Svíþjóð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.