Alþýðublaðið - 31.08.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.08.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 €.$, Snðnrlani íer til Borgarness 3. september. Miöillinn. Sálarrannsóknarfélagið hefirhlot- ið þökk margra manna fyrir það, að hafa fengið miðilinn Mr. Pe- ters hingað. Fregnum þeim, sem opinberlega hafa komið fram af fundum hans, ber þó ekki alstað- ar saman, og aðrir en félagar Sálarrannsóknarfélagsins hafa ekki fengið að vera þar viðstaddir. Auðvitað er félagið frjálst að því hverjum það hleypir á fundi sína, en samt er fjöldi manns sem ekki hefir fundið ástæðu til að ganga í Silarrannsóknarfélagið, eins og því er fyrirkomið, en hefir þó áhuga á hlutlausum rannsóknum þessara máia, og mundi því gjarna vilja vera á fundi með Mr. Peters. Og í sjálfu sér verður ekki séð, hvað Sálarrannsóknarfélagið getur haft á móti slíku. — Ekki getur það óttast „vantrúaða". Það ætti ekki að verða til ann- ars en þess, að ennþá fieiri sann- færðust, ef miðillinn er svo ágæt- ur sem af er Iátið. Það væri lika sjálfsagt að á slíkum fundi fengi t. d. nefnd hlutlausra en fróðra manna að gera þær rannsóknir sem þeir álitu nauðsynlegar, til þess að vísinda- leg -nákvæmni væri viðhöfð, og allur efi útilokaður eftir föngum. Mætti fá slíka menn t. d. úr Læknafélaginu og Háskólanum. Ef miðillinn er eins viss í sinni sök og sagt er — um það er ekki ástæða til að efast að svo komnu — ætti honum ekki að vera nema Þægð í því, að fá hæfileika sína staðfesta, einnig af óviðlcomandi utanfélagsmönnum, en sé eitthvað b°gið við alt saman, ætti mönn- Utn sem einlæglega leita sannleik- ans* eins og félagar S. R. F. I. segjast gera, ekki síður að vera þökk á þv/, ag þag værj sannað. ^*lfii ekki einhver félagi S. R, • L stinga upp á þessu á fund- um þeirra svo að það yrði rætt þar, án óviðkomandi íhlutunar, en almenningi gefinn kostur á að heyra svarið. Hér er sem sé bent á þá einu leíð sem altaf er farin í slíkum rannsóknum, og oiörgurn mundi einnig kærkomin hér. Akademicus. Ðm dBjprog vep. Kveikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 8 í kvöld. Sýniug' Ríkarðs Jónssonar er opin kl. n—8 í barnaskólanum; gengið inn um norðurdyr, næst Lækjargötu. Bíóin. Gamla Bio sýnir: „Car- men“. Nýja Bio sýnir: „Blómið blóðrauða" í síðasta sinn. Iínattspyrnan. í kvöld kl. 61/2 hefst knattspyrnumótið um Islands- hornið með því, að Víkingur og Fram eigast við. Má búast þar við góðri skemtun. Af síldveiðuni komu í nótt: „Þórður Kakali“ frá Ingólfsfirði, er hættur veiðum, og „Seagull" frá Siglufirði líka hættur. Síldveiði er enn nyrðra og hafa sumir mót- orbátarnir aflað hátt á 4. þús. tunnur. Gígjan fór á sunnudaginn suð- ur að Vífilsstöðum og Iék þar á lúðra fyrir sjúklingana. Á hún þakkir skyldar fyrir. Skipakomur ; í gær: Mai frá Englandi, Jón Forseti af fiskiveið- um, fór til Englands með ísfisk samdægurs. Equator eistlénzk skonnorta fór tií Canada í gær. . Hjóuaband. Gefin voru saman í hjónaband af síra Ólafi Ólafs- syni Fríkirkjupresti á laugard. var Einar Jónsson og Sigurbjörg Helga- dóttir, Seljalandi. Brauðgerðarhús Björns Sím- onarsonar biður þess getið út af ummælum hér í blaðinu nýlega, að alt brauð frá því sé flutt í lokuðum ílátum. Blaðinu er sönn ánægja að geta þessa, og hins líka, að fleiri brauðgerðarhús geta 1 sem betur fer sagt hið sama. íslandsbanki eða stjórn hans segist ekki halda önnur landslög en þau, sem hún hafi fallist á. Ekki hefir enn þá heyrst að ung- lingarnir í steininum hafi samþykt hegningarlögin; sennilega losna þeir þá við hegningu fyrir gerðir sinar I • | Svala fermir hér fisk, sem senda á til Spánar, tekur viðbót á höfnum austanlands. Dáin. Á laugardagskvöldið lést Sigríður Jónsdóttir Húnfjörð, eftir stutta legu. Hún var kona Jósefs skálds Húnfjörð; dugnaðarkona og vel látin. Af Eyrarbakka er blaðinu 'símað, að rafstöðin þar hafi í fyrsta sinn verið opin til reynslu á föstudaginn var. Mótor rekur aflstöðina. Bílslys: Á sunnudaginn valt bíll um koll í Fossvogi fullur af fólki. Varð það undir bílnum og drógu piltar úr „Gígju" o. fl. er þar komu að fólkið undan vagn- inum, sem var alveg á hvolfi. Meiðsli voru lítil sem engin, nema kona ein gekk úr liði um axlar- liðinn. Ekki er Ijóst hvernig þetta hefir atvikast, en sennilega hefir illur vegur og ónóg stjórn valdið nokkru um, auk afspyrnuveðurs. Veðrið í morgun. Vestm.eyjar Reykjavík . ísafjörður . Akureyri . Grímsstaðir Seyðistjörður Þórsh., Færeyjar Stóru stafirnir Loftvægishæð Færeyjar; loftvog fremur stilt veður. suðaustlæga átt. SA, hiti 8,2» ASA, hiti 9,6. logn, hiti 7,5. logn, hiti 10, logn, hiti 9.0. logn, hiti 9,6. SA, hiti 9,3. inerkja áttina. suðau stan við hægt fallandi; Útlit íyrir hæga Kanpið jk-lþýOublaÖiO I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.