Alþýðublaðið - 30.03.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1931, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Merklng á úiflnttnm saltfiski. Engin íslenzk vara, sem send er á erlendan markað, er jafn- mikið sundurgreind og flokkuð ’eins og verka’ður saltfiskur, þar sem greina verður sundur teg- undir, stær'ð, verkunarstig og gæði fiskjarins. Er því nauðsyn- legt, að settar séu fastar reglur um merkingu hans, þar sem hann er nú aÖ heita má allur fluttur út í umbúðum, en þær umbúðir eru nú merktar sitt með hverju móti eftir geðþótta útflytjenda, sem hafa hver sitt merki og ekki ætíð sama merkið ár eftir ár á sömu fisktegundum og baka fisk- seljendum þar með talsverð auk- in útgjöld. Til þess a’ð koma samræmi á merkinguna flytur Erlingur Frið- jónsson frumvarp á alþingi um, að á öllum saltfiski, hvort sem hann er verkaður eða óverkaður, sem fluttur er til útlanda pakk- '(a’ður í umbúðir, skuli rnerkja um- búðirnar með ákveðnu merki, er jafnan sé hið sama fyrir hverja tégund um sig, t. d. fullþurkaðan stórfisk nr. 1 með „1 A 1“, ó- verkaðan smáfisk nr. 2 með „6 E 2“, hálfþurkaðan ufsa nr. 3 með „4 N 3“ o. s. frv. Nafn fs- lands sé þvert yfir pakkanum laust neðan við miðju og merkið ofan við. Otflytjandi hafi rétt til að' setja merki sitt í. efra horn pakkans vinstra megin. Sé annar seljandi en útflytjandi má setja merki seljandans í efra hornið hægra megin.. Ella koini þar merki landsfjórðungs eða útflutn- ingsstaðar. Merkin skulu sett á umbúðirnar áður en þær eru saumaðar utan um pakkann. Með þessu móti verða stutt og greinileg samstæ’ð merki á öll- um fiskihum og hver fiskpakki ber það með sér, að hann er ís- lenzk vara. AlþlBftgi. Á laugardaginn var í efri deild frumvarp Alþýðuflokksfulltrú- anna til framfœrslulaga, er komi í sta’ð hinna illræmdu fátækra- laga, afgreitt til 2.‘umr. og alls- herjarnefndar. Frv. um framleng- ingu dýrtíðaruppbótarákvæðanna var vísað til 3, umr. og frv. um bókasöfn prestakalla endursent ne’ðri deild. í neðri deild var frumvarp AI- þýðuflokksins um forkaupsrstt kaupstada og kauptúna ú hafnar- mannvirkjum og lóoum afgreitt til 2. umr. og allsherjarnefndar og háskólabyggingarfrumvarþið til 2. umr. og mentamálanefndar (bæði í siðari deild) og frv. um skatt af húseignum i Neskaup- stað til 3. umr. VinnndeilDrnar i Frakklamli. Madrid, 27. marz. United Press. — FB. Ventosa fjármálaráðherra og fulltrúar alþjóðabankans í Basel hafa náð samkomulagi um lán handa Spáni að upphæð ca. 60 millj. dollara til þeirrar fjárhags- viðreisnar, sem ætlast er til að fari á undan gengisfestingu pe- setans. Opinber tilkynning um lán þetta hefir ekki verið birt. En ætlað er, að Morgan, ame- ríski bankamaðurinn, og aðrir amerískir bankamenn standi á bak við lánveitinguna. París, 28. marz. UP. FB. Sam- komulag hefir náðst í koladeil- unni og verður því eigi af verk- falli því, sem boðað hafði' verið frá mánudegi að telja, ef sam- komulag næðist ekki. —•, Launa- lækkun nemur 6°'o og fer fram í tvennu lagi. Lækka launin fyrst um 6<>/o, en síðar um 2 . Gengisfestfnnin á Spáni. París, 28. marz. United Press. — FB. Að loknum fundi, sem Laval forsætisráðherra sótti ásamt íull- trúum námueigenda og • kola- námuverkamanna, gaf forsætis- 'ráðherrann í skyn, að miklar lík- ur væri til þess að ekki yrði af verkfalli á mánudag. Einkabraskarar dæmúir á Frakklandi. París, 26. marz. UP. FB. Ein- hverju mesta fjáimálahneyksli, sem fyrir hefir komið í Frakk- landi, lauk í dag, er Madarne Hanau og fyrrverandi eiginmað- ur hennar, Bloch að nafni, fengu dóm sinn. Madame Hanau /var dæmd í tveggja ára fangelsi, en Bloch í átján mánaða fangelsi, en auk þess voru þau dæmd til þess að greiða 3000 franka sekt hvort um sig. Þau voru ákærð fyrir að hafa með sviksamlegri hlutabréfasölu haft fé af almenn- ingi. Þeir, er urðu gjaldþrota vegna viðskifta við þau, skifta þúsundum. Tíu sjálfsmorð og eitt morð eru rakin til fjárbrallsstarf- semi Madame Hanau og Blochs. Spor í einraeðisátt í ÞMa- landi. Berlín, 28. marz. UP. FB. Með skírskotun til einræðisákvæða 48. greinar stjórnarskrárinnar hefir Hindenburg forseti gefið út bráðabirgðalög, sem innihalda víðtæk ákvæði til þess að koma í veg fyrir og , ef þörf krefur, bæla niður óeirðir, vegna núver- andi stjórnmálaástands. Skíðamótið. ÓlaSar Einarsson stekknr 35 metra efitir métið. Siglufirði, 29/3. Þriðji flokkur —- drengir yngri en 12 ára — keptu í skíðastökki í gær. Tóku 25 þátt í því. Lengst stökk Jón Þorsteinsson, 7 </2 meter. Af stúlkunum (13 þátttakend- um) stökk lengst Nanna Þormóðs 7 metra. í tíu kílómetra kappgöngunni voru 9 keppendur. Fyrstur varð Guðlaugur Gottskálksson, 48 mín. og 58 sek„ annar Meyvant Mey- vantsson var 50 mín. 17 sek., þriðji Jóhann Þorfinnsson, 53 mín. 16 sek. Urslit mótsins urðu: I fyrsía flokki fyrstu verðlaun Jóhann Þorfinnsson, 153 stig. Önnur verðlaun Jón Stefánsson, 15U/2 stig. Þriðju verðlaun Jón Sig- urðsson, Eyri, 144 stig. Næstir voru Ottó Jóakimsson með 1401/2 stig og Gu’ðlaugur Gottskálksson 137Vs stig. í öðrum flokki fékk 1. verðl. Ketill Ólafsson, 2. verðl. Björn Ólafsson, 3. verðl. Kristján Þor- kelsson og óli Fersett. í þriðja flokki fékk 1. verðl. Jón Þorsteinsson, 2. verðl. Ed~ vard Fersett, 3. verðl. Ásgrímur Stefánáson. Af stúlkum fengu 1. verðlaun Unnur Möller (11 ára), 2. verðl. Nanna Þormóðs, 3. verðl. Fjólai Steinsdóttir. Verðlaun fyrir sameinað afnek — stökk og ganga — 1. vérðl. Guðlaugur Gottskálksson 297V» stig. 2. verðl. Jóhann Þorfinns- son, 296 stig. 3 verðl. Jón Stef- ánsson, 293V2 stig. 4 verðl. Jón Sigurðsson, Eyri, 280 stig. 5. verðl. Ottó Jóakimsson, 268V2 stig. Guðmundur Skarphéðinsson út- hlutaði verðlaununum og hélt snjalla ræðu. Eftir mótið setti ólafur Ein- arsson íslenzkt met í skíðastökki og hljóp 35 metra loftstökk. Dýrfjörd. Verðlagsnefnd línuveiðaraeigenda og sjómanna- félaganna hefir ákveðið, að tima- bilið frá kl. 12 á miðnætti að- faranótt 28. marz til kl. 12 á Stórfiskur Smáfiskur Lýsi Samkvæmt þessu ber um þetta áður nefnda tímabil að greiða Af línufiski, stórfiski, —---------smáfisld og öðrum fiski Af netafiski Af hverjum 105 kg. lýsi miðnætti aðfaranótt 7. apríl skulf. verð á fiski og lýsi reiknast sem hér segir: 25 aura kg. 21 eyri — 84Ví ' — — »«» 1 aflaverðlaun á línugufuskipuœ. I ,svq sem hér segir: lágmark, kr. 6,00 af smál. ----— 4,50 - — — 5,00 - — i — 1,40 - — Þoisknrinn síór fyrir norðan. Eins og kunnugt er þá er fisk- urinn, sem veiðist hér fyrir sunn- an nú óvenju smár, en svo er ekki fyrir norðan, svo sem sjá má á skeyti því, er hér fer á eftir: Akureyri, FB., 28. marz. Dá- góður fiskafli er hér á fxrðin- um, mest stær'ðar þorskur, en fremur magur. Bannfénðnr bíða læpi hlnt í Finnlandi, Helsingfors, 27. marz. United Press. — FB. Þingiö hefir felt lög um að auka vinandainnihald bjórs. Uan dagliira ©g ire$gÍM8Se Næturlæknir er í nótt Karl Jónsson, Grund- arstíg 11, sími 2020. ST. FRAMTÍÐIN: Fundur í kvöld kl. 8 Va_ Skuggamyndir verða sýndar. VÍKINGS-fundur í kvöld. Inn- taka. Nýtt, óþekt skemtiatriði að fundi loknum. Auðgun dýrafifsins og ræktun loð- dýra. J smágrein um þetta mál hér í blaðinu á laugardaginn höfðu fallið úr nöfn tveggja forgöngu- manna félagsskapar í þessum til- gangi, Emils Rokstads og Pálma Hannessonar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.