Morgunblaðið - 23.12.1979, Síða 8

Morgunblaðið - 23.12.1979, Síða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1979 Búkarest. — Dr. Mihail Botez og kona hans Mariana, sem er arkitekt, skiluðu nokkur hundruð blaðsíðna hand- riti að bók þeirra um skipulag í þéttbýli til útgefanda síns og þá var þeim gefin fyrirskipun um að bæta tveimur blaðsíðum við hand- ritið með tilvitnunum í forseta landsins. Botez tók þetta ekki í mái. Tilvitnanir í Ceausescu, forseta Rúmeníu, virtust algerlega út í hött í ritverki sem þessu. í næsta nágrenni við Botez- hjónin mátti heyra heimsspeking- Ceausescu: persónudýrkunin magnast enn. RÚMENIAl Æ fleiri mennta- menn forða sér vestur á bóginn inn Titus Mocanu kvarta yfir sífelldum afskiptum yfirvalda af kennslu hans í fagurfræði. Og þúsundir mílna í burtu var rúmenski kvartettinn Athenaeum í hljómleikaferð í Frakklandi. All- ir hljóðfæraleikarar kvartettsins voru að búa sig undir að leita hælis sem flóttamenn. Allir þessir atburðir, sem raktir eru hér að framan, og þótt ólíkir séu, hafa gerzt á undanförnum vikum. Allir eiga þeir eitt sameig- inlegt. Þeir eru allir merki um sívaxandi pólitísk afskipti stjórn- valda í Rúmeníu af starfi lista- manna og vísindamanna. Árangurinn er sá, að stöðugt fleiri menntamenn leita til Vestur- landa, hraktir frá heimalandinu vegna vaxandi örvæntingar. Það er haft eftir embættismanni í sendi- ráði vestræns ríkis í Búkarest, aö áætlað sé að um 8 þúsund Rúmen- ar neiti á ári hverju að snúa heim aftur eftir ferðir til Vesturlanda, sem samþykktar hafa verið af yfirvöldunum. Listamenn kvarta yfir því, að hvers konar fúskarar setji mark sitt á menningu landsins — en það er nokkuð sem sérhver erlendur ferðamaður getur séð með eigin augum ef kveikt er á sjónvarpinu í hótelinu. Gagnrýnendur kerfisins halda því fram, að almenna hnignun lista- og menningarlífs megi merkja af því, að fúskarar komi í stað listamanna. Menntamaður nokkur hefur einnig bent á annað dæmi um hnignunina. Aðeins 2.330 nýjar bækur voru gefnar út á síðasta ári í stað 7 þúsund nýrra bóka árið 1973. Hin opinbera skýring sem gefin er vegna þessarar gagnrýni er sú, að peninga skorti, en mennta- mennirnir hafa aðra skýringu á reiðum höndum. „Sönn menning leiðir af sér frjálsa hugsun,“ segir dr. Mocanu. „Kerfi kommúnismans krefst járnaga. Það er nauðsynlegt að fara með fólk eins og vélar. Iðnvæðing landsins krefst hugsun- arlausrar hlýðni." Hnignun menningarlífs í Rúm- eníu heldur áfram, hver sem skýr- ingin er, og þeim fækkar stöðugt sem eftir eru í landinu til að berjast gegn þessari þróun. Svo vitnað sé til eins menntamannsins í útlegð þá eru nú orðnir fleiri rúmenskir menntamenn sem búa erlendis en þeir sem enn dvelja í landinu. - PETER RISTIC. VEB^LD LEIKF ANGAL AND ■HHHMHMHÍHÍ DÁLÍTIL athugun og réttur skilningur á þeim hugmynd- um, sem lítil börn hafa um skemmtilegan leik, leiddi til þess, að litil leikfangaverk- smiðja í eigu bæheimskrar fjölskyldu hefur á sex árum vaxið í það að verða stærsti leikfangaframleiðandi í V-Þýskalandi. Leyndardóm þessarar vel- gengni má lesa út úr andlit- um herskara smávaxinna geimfara og riddara, drottn- inga og mjaltakvenna, kúreka og indíána, sem streyma af fðeriböndum Geobra- Brandstátter-verksmiðjunnar í Zirndorf, einni útborg Núrn- bergs. Allar litlu Playmobil- dúkkurnar eru jafn sviplaus- ar og allar hafa þær sömu litlu blettina í augna stað. Segja má að þær vanti hvort tveggja líf og liti. Semsagt: sannkölluð guðsgjöf öllum börnum með heilbrigt ímynd- unarafl. Árið 1958 réðst til fyrir- tækisins maður að nafni Hans Beck, ungur flótta- maður frá A-Þýskalandi. Beck byrjaði sem snikkari en hafði þó löngum mestan áhuga og ánægju af að búa til flugmódel. Saga Playmobil- karlanna og -kerlinganna hófst svo árið 1971 þegar forstjóri fyrirtækisins bað Beck að búa til litlar liða- mótalausar dúkkur fyrir yngstu börnin. Beck hafði sínar eigin hug- myndir um það hvernig litla dúkkan ætti að líta út, sem færi með aðalhlutverkið í sögum og leikjum litlu barn- anna. Kalli Bjarna og félagar hans í Smáfólkinu höfðu haft dálítil áhrif á hann og eftir að nokkur fyrstu frumdrögin að dúkkunum höfðu lent í rusla- körfunni litu fyrstu líkönin dagsins ljós. Þau voru í fyrsta sinn sýnd væntanlegum kaup- endum árið 1973 og ári síðar á Barna- gullið er gull- náma alþjóðlegri leikfangasýningu í Núrnberg. Viðbrögð fólks ollu Beck miklum vonbrigðum og sumir voru jafnvel fullir fyrirlitn- ingar. „Margir sögðust ekki sjá að þetta ætti mikla framtíð fyrir sér,“ segir Beck. Ekki voru þó allir á sama máli og einn gestanna á sýningunni, Hollendingur, bað um tveggja tíma frest svo að hann gæti haft smaband við fyrirtæki sitt. Að því búnu gerði hann mikla pöntun. Aður en árið 1974 var horfið í aldanna skaut höfðu verið seldar 3,5 milljónir Plymob- ildúkka og Brandstátter- verksmiðjurnar hafa síðan mátt hafa sig allar við að anna eftirspurninni. Vinsældir dúkkanna hans Becks stafa af því, að mörg börn eru síður en svo ánægð með leikföng, sem eru bara eftirlíkingar af raunveruleik- anum. „Það skiptir miklu að börnin fái að gefa ímyndun- araflinu lausan tauminn, segir Beck. „Þess vegna má aðeins gefa eitt og annað í skyn með leikfanginu en alls ekki hafa það of fullkomið." Playmobil-fólkið getur hreyft sig aðeins mátulega mikið til að geta t.ekið þátt í leikjum barnanna. Það má láta það sitja hest, snúa höfðinu til hliðanna og hreyfa handleggina. Andlitin eru hins vegar svipbrigðalaus og hendurnar bara griplur fyrir spjót, lúðra, luktir og árar. „Mér fannst, að dúkkurnar mínar ættu að líta út eins og börnin sem hafa verið að líkja eftir athöfnum fullorðna fólksins á öllum tímum,“ seg- ir Beck. „Þær eru sælar og ánægðar á svip og það er ekkert ljótt eða óhugnanlegt við þær. Ég vissi líka alltaf að ég var á réttri leið en að þær skyldu slá svona í gegn lét ég mig ekki dreyma um.“ „S-lá í gegn“ er ekki orðum aukið. Playmobil-fólkið er selt í 50 löndum og sums staðar, eins og í Bretlandi og Hollandi, hefur það orðið að nokkurs konar tísku- eða menningarfyrirbrigði. Á sex árum hafa selst 250 milljónir dúkka fyrir 57 millj. dollara og í fyrsta sinn hefur eitt leikfang náð því að vera 5% af öllum leikföngum sem seld eru í V-Þýskalandi. - ROBIN SMYTII Hið maka- lausa ásta- líf Mailers Að kynna sér ástamál rithöfundarins Normans Mailers er eins og að glugga í afrekaskrá hnefaleikakappa í þungavikt og sem stendur standa nú stigin þannig fyrir kappann, að hann hefur getið af sér átta þörn með fjórum eiginkonum og tveimur ástkonum. Þar að auki elur hann svo önn fyrir því níunda, sem fylgdi með í kaupunum þegar hann tók saman við ungfrú Norris Church, sem fyrir hálfu öðru ári ól honum soninn John Buffalo. Ástæðan fyrir því, að einkalíf Mailers er nú á hvers manns vörum vestur í Bandaríkjunum, er sú, að gjaldheimtan þar í landi heldur því fram, að hann hafi ekki staðið sem best í skilum með skattinn sinn og skuldi nú samtals hálfa milljón dollara. Þar að auki stendur eiginkona númer fjögur, Beverly Bent- ley, í ströngu við að skilja við eigin- manninn sinn ástkæra og lætur það svo sem ekki liggja í neinu þagnargildi. „Norman,“ segir Beverly, „er snilling- ur, og ég hef ekkert út á hann að setja sem rithöfund. Hins vegar hef ég ýmislegt við manninn sjálfan að at- huga.“ Lái henni líka hver sem vill. Fáar konur létu líklega bjóða sér að eigin- maðurinn ætti dóttur með einhverri annarri konu og síðan son með ennþá annarri og ætti þó að heita harðgiftur. Dótturina átti Mailer með jazz-söngkon- unni Carol Stevens og Norris Church fæddi honum soninn. „Norris varð þunguð hér á mínu eigin heimili þegar ég var að leika í Hartford sumarið 1977,“ segir frú Beverly. Það var í Russelville í Arkansas sem þau Norris og Mailer hittust þegar hann var að heilsa upp á gamlan stríðsfélaga sinn úr síðari heimsstyrjöldinni. Norris kenndi listasögu við gagnfræðaskóla þar í borg og henni segist svo frá þegar hún minnist fyrsta fundar þeirra: „Eg kom inn í herbergið klædd gallabuxum og Mailer: hann á líka í útistöðum við gjaldheimtuna. með skyrtuna bundna í mittið. Ég er sex fet og tveir þumlungar en Norman, ja, hann er víst einum sex þumlungum lægri. Ég gekk til hans og sagði: „Gott kvöld, hr. Mailer," en hann snerist á hæli og strunsaði út.“ Hvað um það, þau borðuðu saman og það reyndist fara ágætlega á með þeim. Mailer heimsótti ungfrú Norris og son hennar hálfum mánuði síðar og ekki leið á löngu þar til þau mæðginin tóku sig upp með allt sitt hafurtask og settust að á heimili Mailers. Norris Church segist vera hamingju- söm þrátt fyrir dálítið vafasama fortíð Mailers sem ábyggilegs eiginmanns, en þess má t.d. geta, að hans ektavinna nr. 2 var á sínum tíma flutt á sjúkrahús eftir að hann, að því er sagt er, hafði lagt ,hana hnífí í brjóstið og skaddað hjartað. Norman Mailer lifir nú í þeirri voninni, að nýjasta bókin hans, sem segir frá morðingjanum um Gary Gil- more, sem var tekinn af lífi fyrir tveimur árum, hjálpi til við að borga meðlögin með börnunum, konunum og kostnaðinn af skilnaðarstandinu. - PIERS AKERMAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.