Morgunblaðið - 23.12.1979, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.12.1979, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1979 47 . SJÓNVARP & ÚTVARP Eitt atriði úr myndinni Konunsur konunganna, sem sýnd verður í sjónvarpi á jóladag; gangan nál^ast Golgata. Sjónvarp annan jóladag: Konungur konunganna, mynd um ævi Jesú frá Nazaret Konungur konunganna neínist bandarísk kvik- mynd sem sýnd verður í sjónvarpinu á jóladag. Sýning myndarinnar heíst klukkan 20.45. Eins og nafn myndarinnar bendir til, þá er hcr fjallað um ævi Jesú Krists, en myndin var gerð árið 1962. Leikstjóri myndarinnar er Nicholas Rey, en með aðalhlutverkin fara Jeffrey Hunter, Robert Ryan og Siobhan McKenna. Ekki er ástæða til að fara út í efni myndarinnar í smáatriðum, svo kunnugt sem það er. En mynd þessi fær því miður ekki góða dóma, og kvikmyndahand- bókin segir leikstjórann einfaldlega ekki hafa verið rétta manninn til að takast þetta verkefni á hendur, og hvetja sérfræðingar bókar- innar fólk til að eyða ekki tíma sínum í að horfa á myndina. Bryndís með stundina okkar á jóladag kl. 18 Stundin okkar, þáttur fyrir sjónvarpsáhorfendur af yngri kynslóðinni er á dagskrá á jóladag, klukkan 18. Umsjónarmaður er Bryndís Schram. Þessi þáttur hefur verið með nokkuð hefðbundnu sniði undanfarin ár, og hefur þátt- urinn eðlilega verið helgaður jólunum. I þessum þætti munu margir góðir gestir líta við, þeirra á meðal verða nokkrir jólasveinar sem kom- ið hafa til byggða í tilefni jólanna. Jólaleikrit útvarpsins: Konan og haf ið FimmtudaKÍnn 27. des. kl. 19.55 verður flutt jólaleikrit útvarpsins, „Konan og hafið" eftir Ilenrik Ibsen. Þýðinguna gerði Torfey Steinsdóttir, en leikstjóri er Gunn- ar Eyjólfsson. Með helztu hlutverk fara Valgerður Dan. Róbert Arn- finnsson. Þorsteinn Gunnarsson or Randver Þorláksson. Andrés Björnsson útvarpsstjóri flytur formálsorð. og svo virðist sem hafið seiði hana á einhvern undarlegan hátt. Er kannski eitthvað í fortíð hennar SEM veldur því? „Konan og hafið" er í hópi síðari leikrita Ibsens eins og „Hedda Gabl- er“ og „Sóíness byggingameistari" o.fl., samið á árinu 1888. Ibsen hafði fyrst valið því nafnið „Hafmeyjan", en breytt því áður en hann sendi það til útgáfu. Leikurinn gerist í litlum strandbæ í Norður-Noregi. Þar býr Wangel læknir með síðari konu sinni Ellidu og tveimur dætrum frá fyrra hjóna- bandi. Sjóböð eru líf og yndi Ellidu Mörg leikrita Ibsens hafa verið flutt hér á sviði, og þó enn fleiri í útvarpinu. Er skemmst að minnast „Konungsefnanna" sem flutt voru á síðasta ári. Frá upptöku á jólaleikriti útvarpsins. Konan og hafið eftir Henrik Ibsen. Gunnar Eyjólfsson leikstjóri fyrir miðri mynd. MÁNUDAGUR 24. desember aðfangadagur jóla 14.00 Fréttir, veður og dagskrárkynning 14.15 Barbapapa 14.20 Pétur Ævintýri um rússneskan strák. Þýðandi Jón 0. Edwald. Þulur Róbert Arnfinns- son. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 14.35 Múnimálfarnir Fyrsta myndin af þrettán um hinar vinsælu teikni- persónur Tove Jansson. Þýðandi Hallveig Thorla- cius. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. 14.45 Æðið i Klisturbæ Teiknisaga um ungmenn- in ólafiu og Jonna sem fella hugi saman. Margt er likt með þessari sögu og efnisþræði kvikmynd- arinnar „Grease“. Þýðandi og þulur Guðni Kolbcinsson. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 15.15 Tobbi túba Hið þekkta tónverk Kleinsingers, flutt af Sin- fóníuhljómsveit Nýja- Sjálands og leikurum. Þýðandi og þulur Guðrún Þ. Stephensen. 15.40 Prúðuleikararnir Það er Roy Rogers sem heimsækir leikbrúðurnar að þessu sinni. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 16.05 Hlé 22.00 Aftansöngur jóla i sjónvarpssal Biskup íslands, herra Sigurhjörn Einarsson, þjónar fyrlr altari og prédikar. Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð syngur undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur. Oreglleikari Haukur Tómasson. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. Aítansöng jóla er sjónvarpað og út- varpað samtimis. 23.00 „Það aldin út er sprungið“ Jólakantata eftir Arthur Ilonegger. Flytjendur kór og sinfóniuhljómsveit sænska útvarpsins og drengjakór dómkirkjunn- ar i Uppsölum. Einsöngvari Jerker Arvidson. Stjórnandi Stig Wester- berg. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 23.25 Dagskrárlok ÞRIÐJUDAGUR 25. desember jóladagur 16.30 Hnotubrjóturinn Hinn sigildi ballett við tónlist Tsjaíkovskýs i sviðsetningu Bolshoi- ieikhússins. Aðalhlutverk Vladimir Vasiliev, Ekaterina Max- imova, Vyacheslav Gor- deyev og Nadia Pavlova. Ballettinn er í tveimur þáttum og gerður eftir sögunni „Hnotubrjótur og músakóngur“ eftir E.T.A. Hoffmann og Alex- andre Dumas. Sagan er um litla stúlku. sem fær m.a. hnotubrjót i jólagjöf. Á jólanótt dreymir hana að hann breytist i prins og heyi orrustu ásamt tindátum sinum gegn músakóngi og hyski hans. 18.00 Stundinokkar Jóiatrésskemmtun i sjón- varpssal. Margir góðir gestir lita við, þeirra á meðal jóla- sveinar. Umsjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir, veður og dagskrárkynning 20.15 Kór Langholtssóknar Kórinn syngur jólalög úr ýmsum áttum. Söngstjóri Jón Stefánsosn. Stjórn upptöku Egill Eðvarðss. 20.45 Konungur konung- anna Bandarisk biómynd um ævi Jesú Krists, gerð árið 1962. Leikstjóri Nicholas Rey. Aðalhlutverk Jeffrey Hunter, Robert Ryan og Siobhan McKenna. 23.20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.