Morgunblaðið - 23.12.1979, Page 9

Morgunblaðið - 23.12.1979, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1979 41 H Að kynna sér ástamál Mailers er eins og að glugga í afrekaskrá hnefaleikakappa 66 Banastungan: tugir týna lííinu beint eða óbeint. EITURLYF SÆNSKA lögreglan virðist vera að tapa baráttu sinni við alþjóð- lega eiturlyfjahringi. Aðeins 330 lögreglumenn í landi vinna að staðaldri að fíkniefnamálum, og að mati Hans Johanssen starfs- manni fíkniefnadeildar lögregl- unnar í Stokkhólmi er það hvergi nærri nóg. Hann segir: — Stöðugt meira af heróíni kemur inn í landið, og við höfuin alls ekki nægan mannskap til þess að ráða við þetta. A þessum áratug hafa fíkniefnasalar haslað sér völl í Svíþjóð með furðu einföldum hætti. Frá miðjurn áratugnum hefur neysla á heróíni farið fram úr neyslu á amfetamíni og er nú sú tegund af eiturlyfjum, sem menn neyta helst. Samkvæmt opinberum tölum má gera ráð fyrir, að á þessu ári láti 60 manns lífið beinlínis vegna heróínneyslu. Hins vegar er raunverulegur fjöldi þeirra, sem deyja beint eða óbeint af völdum heróínneyslu miklum mun hærri. Eiturlyfjaneytandi finnst með- vitundarlaus í miðborg Stokk- Heróín- ið hellist yf ir Svía hólms. Hann er fluttur á sjúkra- hús og deyr þar nokkrum dögum síðar. — En þá er allt heróínið komið út úr líkamanum, — segir talsmaður rannsóknarstofu ríkis- ins í réttarlæknisfræðum. — Dán- arorsök mannsins er skráð lungnabólga, hjartabilun eða eitt- hvað annað, en hin raunverulega dánarorsök er heróín. í Svíþjóð búa 8,5 milljónir manna, og t.alið er, að þar af séu 20.000-30.000 forfallnir eiturlyfjaneytendur. Þessar tölur véfengir Johansson líka og telur, að þær séu í raun réttri miklu hærri. Hann segir ennfremur: — Það er líka orðið skelfilegt hvað unglingar leiðast mjög út í her- óínneyslu. Aldursmörkin færast stöðugt neðar. Þaö er einkum ungt fólk á aldrinum 15—25 ára, sem ánetjast heróíni. Eldra fólk virðist fremur nota amfetamín. Gangverðið á heróíni er 450— 500 sænskar krónur fyrir 0.2 gramma hylki. Að undanförnu hafa menn orðið varir við nýjar aðferðir hjá eitur- lyfjasölunum, það er sala á kóka- íni í diskótekum og klúbbum í Stokkhólmi. Þar er eitt gramm af kókaíni selt f.vrir 500 sænskar krónur, — sem er undir raunvirði, ef þannig má að orði komast, — segir Johansson. — Við teljum, að hér sé um að ræða kynningarverð í því skyni að skapa eftirspurn. Þegar eftirspurnin er orðin næg mun verðið vafalaust hækka. — Chris Morgensson ÞJÓNUSTAI Bandarískir tölvusmiðir eru nú að reyna nýja tækni fyrir veitingahúsin þar vestra og er tilgangurinn sá að gera við- skiptavininum borðhaldið allt miklu þægilegra — og eigend- unum ábatasamara. Á veitingahúsum framtíðar- innar verður engin ástæða til að bíða fokreiður eftir reikn- ingnum og horfa jafnframt upp á iðjulausa þjóna á kjaftatörn úti í horni. Nei, aldeilis ekki. Borðin verða nefnilega búin alls konar tökkum og ef ýtt er á einn þeirra kemur reikningur- inn sjálfkrafa og þú getur tekið Þaðer flugaí súpunni, tölva! staf þinn og hatt. Annar kallar á þjóninn ef þú vilt kíkja á matseðilinn eða fá næsta rétt, sá þriðji rekur á eftir snún- ingstráknum með meira vatn eða smjör og sá fjórði færir þér sjálfan yfirkokkinn í eigin per- sónu ef þú skyldir nú vilja kvarta yfir einhverju. Kvartanahnapparnir verða með ýmsu móti, allt frá „súpan er hálfköld" og til „Það er fluga í kaffinu mínu“. í borðunum verða einnig næmir skynjarar, sem geta greint hvort þú hefur diskinn fyrir framan þig, hvort hann er heitur (aðalrétturinn) eða kaldur (eftirrétturinn), hvort diskurinn er fullur (í upphafi máltíðar) eða tómur (að átinu loknu). Þjónar sem hafa meiri áhuga á því að masa saman en að sinna gestunum valda ekki aðeins veitingahúsinu álits- hnekki heldur líka beinu fjár- hagstjóni. Gestirnir neyðast til að sitja lengur en ella og koma þannig í veg fyrir að aðrir geti fengið sér í svanginn. Til að setja fyrir þennan leka verður komið fyrir skynjurum bæði í borðinu og í stólunum, sem gefa þjónunum nákvæmar upplýsingar um ástandið við hvert borð. Sömu upplýsingar munu berast eldhúsinu og yfir- kokkinum svo að hann geti áætlað hvenær hver og einn gestanna hefur lokið sér af og tími til kominn að undirbúa næstu máltíð. Ekki er enn ljóst hvers konar veitingahús það verða sem munu færa sér þessar tækni- nýjungar í nyt en að öllum líkindum ekki þau fínni, sem þykja vönd að virðingu sinni, að því er haft er eftir tals- mönnum þeirra. Þau, sem líklegust eru talin, eru matsölustaðir fyrir venjulegt launafólk, sem hefur ekki efni á því að láta sig verðið engu - HARLOW G: UNGER Málið, sem hæstiréttur fjallaði um fyrir skömmu var að vísu dáiítið annars eðlis. Ungur maður frá L’Aquila tók veiðibyssuna sína og skaut mann til bana. Hafði hann áður sakað hinn um að hafa haft kynferðislegt samneyti við móður sína, sem var ekkja. í héraðsdómi var hann dæmd- ur til að afplána 8 ára fangels- isvist og áfrýjaði til hæsta- réttar. Þótti honum dómurinn næsta þungur, þar sem um hefði verið að ræða „siðferði- lega“ ástæðu til verknaðarins. Hæstiréttur skellti skollaeyr- um við rökum þessum og þyngdi dóminn. Maðurinn verður nú að sitja inni í niú og hálft ár. Dómararnir sögðu, að með suÐRÆNASTSgBiBSSSBB Ástríðuöldurnar lækka á Italíu Frá fornu fari hafa dóms- völd á Ítalíu tekið mildilega á mönnum sem framið hafa morð til þess að bjarga eigin heiðri og fjölskyldunnar. En nú verða þessir skapheitu Suð- urlandubúar að hugsa sig um tvisvar, áður en þeir reiða hönd til höggs í þessu skyni, því að hæstiréttur Ítalíu hefur nýlega kveðið upp dóm, sem fer í berhögg við hina fornu hefð. Kokkálar geta nú ekki lengur búizt við því að sleppa við dóm fyrir að hafa myrt elskhuga kvenna sinna, þó að þeir tönnlist á því fyrir rétti að þeir hafi haft eigin heiður að verja. Né heldur verður þetta pottþétt afsökun fyrir föður, sem kemur fyrir katt- arnef manninum, er nauðgaði dóttur hans. hegðun sinni hefði ekkjan á engan hátt skaðað mannorð sonar síns. Þeir bættu svo við til þess að skýra niðurstöður sínar, að þeir tækju mið af breyttri afstöðu til kynferð- ismála, sem orðið hefði á undanförnum árum. Og með því að hundsa það, að „Svívirtur heiður" sé nægi- leg ástæða til manndráps hef- ur Hæstiréttur Italíu viður- kennt að tímarnir hafi breytzt og mennirnir eigi að breyta samkvæmt því. Og bráðum heyrir hann því sögunni til hinn ástríðufulli ítali, sem grípur til kutans í því skyni að afmá sérhvern blett, er fallið hefur á mann- orð hans. - NORRIS WILLATT.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.