Morgunblaðið - 01.03.1980, Side 1
36 SÍÐUR OG LESBÓK
51. tbl. 67. árg.
LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Iran:
Óvíst hvort nefndar-
menn hitta gíslana
Tcheran, New York, 29. febrúar. AP.
TALSMAÐUR Sameinuðu þjóð-
anna í New York sagði í dag, að
rannsóknarnefndinni, sem nú
rannsakar feril fyrrum írans-
keisara, hefði verið tjáð, að hún
mundi hitta gíslana i bandariska
sendiráðinu.
Fréttir frá Teheran hermdu í
dag, að nefndarmenn hefðu haldið
kyrru fyrir á hóteli sínu í dag og
engin áform væru uppi um að þeir
hittu gíslana. Óvíst er því, hvort
nefndin fer í sendiráðið að svo
stöddu.
Hundruð bæklaðra manna, sem
segja að þeim hafi verið misþyrmt
á valdatímum keisarans, söfnuð-
ust í dag saman framan við hótel
rannsóknarnefndarinnar til að
bera vitni um ógnarstjórn hans.
Liu Shao-Chi
fær uppreisn
Pckin*:, 29. febrúar. AP.
MIÐSTJÓRN kinverska komm-
únistaflokksins ákvað i dag að
veita Liu Shao-Chi fyrrverandi
forseta uppreisn æru og hreinsa
hann af öllum áburði um að vera
Engin von
um líf Títós
Ljubljana. 29. febrúar. AP.
LÍF Títós Júgóslavíuforseta
hékk í kvöld á bláþræði. í
tilkynningu lækna hans sagði,
að þrátt (yrir að allt hefði
verið gert sem í mannlegu
valdi stæði til að vinna bug á
veikindum hans, væru engin
batamerki sjáanleg. Tilkynn-
ing læknanna var sú stytzta,
sem út hefur verið gefin frá
því Tító lagðist veikur fyrir
sjö vikum síðan. Engin von er
nú talin til þess að hann lifi
veikindin af.
föðurlandssvikari, endurskoðun-
arsinni og óþokki. Liu var svipt-
ur öllum völdum, lítillækkaður
og auðmýktur árið 1969 og er
talið að hann hafi látizt skömmu
síðar.
Jafnhliða því að Liu var veitt
uppreisn æru var fjórum dyggum
fylgismönnum Mao Tse-Tungs
vísað úr stöðum þeirra hjá flokkn-
um, en tveir af nánustu stuðnings-
mönnum Deng Hsiao-Pings vara-
forsætisráðherra voru teknir í mið-
stjórnina. Miðstjórnin ákvað einn-
ig að banna „lýðræðisveggina"
svokölluðu, veggspjöldin, sem
mönnum var um nokkurt skeið
frjálst að skrá skoðanir sínar á.
Þessir atburðir eru taldir benda
til þess, að Kínverjar vilji draga úr
dýrðarljómanum, sem umlykur
Mao, og halda áfram raunsærri
uppbyggingarstefnu í anda Lius.
Þessi ákvörðun miðstjórnarinnar
er á sinn hátt talin mikilvægur
stuðningur við Deng varaforsætis-
ráðherra, sem var tvívegis lítillæk-
kaður á valdatíma Maos.
Afganistan:
(Símamynd AP)
VOPNIN KVÖDD — Skæruliðar úr röðum Roberts Mugabes leggja vopn sín til hliðar undir eftirliti brezks
hermanns, áður en þeir fá að greiða atkvæði i búðunum, þar sem þeir hafa dvalið að undanförnu.
Skæruliðarnir greiddu atkvæði í gær, á síðasta degi kosnipganna í Rhódesíu.
Rhódesía:
Kosningasvik með
aðstoð Coca Cola?
Salisbury. 29. febrúar. AP.
TÓLF blökkumenn voru í dag handteknir í Rhódesíu og sakaðir um að hafa ætlað að
greiða atkvæði tvisvar í kosningunum, sem nú fara þar fram. Höfðu þeir, að því er
talið er, reynt að afmá merki, sem stimplað er á alla þá, sem kosið hafa, með því að
hella yfir það Coca Cola.
Brezki kjörstjórinn í Rhó-
desíu, sir John Boynton, sagð-
ist í dag ætla að ganga alveg
úr skugga um það, hvort hægt
væri að afmá merkið með
Coca Cola, en hann sagðist
ekki telja, að neinn stjórn-
málaflokkanna hefði skipu-
lagt kosningasvik af þessu
tagi.
Kosningaþátttaka var mikil
í dag, síðasta dag kosn-
inganna, eins og fyrri dagana
tvo var búizt við því að um
90% atkvæðisbærra manna
mundu greiða atkvæði. Kosn-
ingaúrslit munu liggja fyrir á
þriðjudag.
Búizt við frekari aðgerð-
um uppreisnarmanna
Kabul, Washington, 29. íebrúar. AP.
HERIR Sovétmanna og stjórnar-
innar í Kabul hafa fengið sér-
stök fyrirmæli um að vera við
öllu búnir og taka af fullri
hörku á öllum mótmælaaðgerð-
um gegn Sovétmönnum í Afgan-
istan. Leiðtogar uppreisnar-
manna hafa hótað að skipu-
leggja víðtækar mótmælaað-
gerðir og árásir nú um helgina.
Vestrænir stjórnarerindrekar í
Kabul efuðust um það í dag, að
uppreisnarmönnum tækist að
skipuleggja jafnvíðtækar aðgerð-
ir og gert var í síðustu viku, en
talið er að þá hafi um 300 farizt í
götubardögum í Kabul og 1000
særzt. Varð mikið manntjón í
röðum uppreisnarmanna, þegar
sovézkir skriðdrekar og þyrlur
skutu á þá og telja stjórnarer-
indrekarnir, að nokkurn tíma
muni taka að þétta raðirnar á ný.
Anatoly Dobrynin sendiherra
Sovétríkjanna í Washington átti í
dag fund með Cyrus Vance utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna og
ræddu þeir m.a. Afganistanmál-
ið. Telja sumir fréttaskýrendur,
að stórveldin tvö séu nú að reyna
að finna grundvöll fyrir samning-
um um tryggingu fyrir hlutleysi
landsins. Bandaríska utanríkis-
ráðuneytið endurtók þó í dag þá
afstöðu Bandaríkjastjórnar, að
Sovétmenn yrðu að verða á brott
með allt lið sitt frá Afganistan
áður en um annað yrði rætt.
Brezka stjórnin afhenti Sovét-
stjórninni formlega í dag tillögu
Efnahagsbandalagsríkjanna níu
um hlutleysi Afganistans sam-
hliða brottflutningi sovézka hers-
ins frá landinu. Að sögn tals-
manna brezka utanríkisráðuneyt-
isins hafa Sovétmenn sýnt þess-
ari hugmynd áhuga.
Ekki er búizt við
því, að neinn þeirra flokka,
sem býður fram, fái hreinan
meirihluta atkvæða og er því
talið líklegast að samsteypu-
stjórn blökkumanna taki við
völdum í landinu. Meðal
þeirra, sem greiddu atkvæði í
dag, voru skæruliðar Muga-
bes og Nkomos, en þeir hafa
dvalið í sérstökum
undanfarnar vikur.
búðum
Konunum sleppt úr
sendiráðinu í Bogota
Bogota, 29. tebrúar. AP.
SKÆRULIÐARNIR, sem halda
tugum manna i gislingu i sendi-
ráði Dóminikanska lýðveldisins i
Bogota létu i dag lausar fimm
konur úr hópi gislanna. í hópi
kvennanna var sendiherra Costa
Rica i borginni. Eftir í sendiráð-
inu cr nú 41 gísl, þeirra á meðal
15 sendiherrar erlendra ríkja.
Skæruliðarnir hafa sleppt öll-
um konunum, sem í sendiráðinu
voru, 15 talsins, og einnig fjórum
mönnum, sem særðust, þegar
sendiráðið var tekið.
Skæruliðarnir hafa krafizt þess
að fá afhentar 50 milljónir
Bandaríkjadala og að 311 fangar,
sem þeir segja að séu hafðir í
haldi af pólitískum ástæðum,
verði látnir lausir. Leiðtogi
skæruliðanna sagði í dag, að hann
og menn hans væru reiðubúnir til
að hafast við í sendiráðinu í einn
eða tvo mánuði gerðist þess þörf
til að fá kröfunum framgengt.
Starfsmenn Rauða krossins í
Bogota komu í dag með matvæli,
teppi og sígarettur í sendiráðið.