Morgunblaðið - 01.03.1980, Síða 2

Morgunblaðið - 01.03.1980, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980 Tómas Árnason viðskiptaráðherra: Endurkaup afurða- lána verði óbreytt „ÞAÐ cr stcína mín ok ríkis- stjórnarinnar að stcfnan í cndur- kaupum afuróalána vcrði óbrcytt frá því sem var,“ sajíði Tómas Árnason. viðskiptaráðhcrra. scm í Kær átti viðræður við banka- stjórn Seðlabanka íslands. Tóm- as sajjði. að samkomulají hcfði orðið milli sín ok bankastjórnar- innar að málið yrði látið kyrrt lÍKKja að svo stóddu. cn Scðla- bankinn ta“ki nú upp viðræður við viðskiptahankana um það að þeir brúuðu það hil. scm komið hefði upp við 1 '/2% lækkun cndur- kaupanna. Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra sagði: „Á fundinum voru endurkaupin rædd oj{ staða sjáv- arútvegs, iðnaðar oj? landbúnaðar og var ákveðið að láta fyrirhugað- ar lækkanir á endurkaupum Seðlabankans á afurðalánavíxlum kyrrar liggja í bili og að Seðla- bankinn tæki jafnframt upp við- ræður við viðskiptabankana um það, hvort þeir gætu fjármagnað það l’/2%, sem tekið hafði gildi og ákveðið hafði verið áður en núver- andi ríkisstjórn settist að völdum. Síðan er meiningin að taka þessi mál upp í sambandi við gerð fjárfestingar- og lánsfjáráætlunar fyrir árið 1980, en þar er ávallt fjallað um peningamálastefnuna. Verða þá þessi mál tekin upp í einu lagi og mörkuð ákveðin stefna." „Það er mín stefna og ríkis- stjórnarinnar," sagði Tómas, „að þetta verði óbreytt frá því sem það var áður, þ.e.a.s. lánað verði 75% út á afurðir." Kvaðst Tómas von- ast til þess að það gæti orðið. Flokkur Framkvæmda- stofnunarmanna til Eyja SEX starfsmenn Framkvæmda- stofnunar með Sverri Hermanns- son forstjóra Framkvæmdastofn- unar í broddi fylkingar héldu til Vestmannaeyja í gær til skrafs og ráðagerða við fjölmarga aðila í atvinnurekstri Eyjanna. Þá fór Eggert Haukdal stjórnarformað- ur Framkvæmdastofnunar einn- ig með hópnum til Eyja svo og þingmenn úr Suðurlandskjör- dæmi. Yfirmenn Framkvæmda- stofnunar ætiuðu að mæta á © INNLENT Eyjaráðstefnunni, sem var haldin þar i janúarlok. en gátu ekki mætt á síðustu stundu vegna óviðráðanlegra atvika og ákváðu þeir því að fara við fyrsta tæki- færi. Siðan hefur ríkisstjórnin tekið upp málið og fara erindin saman. Starfsmenn Framkvæmdastofn- unar sem fóru til Eyja auk Sverris Hermannssonar eru Karl Bjarna- son og Guðmundur Ólafsson úr lánadeild, Benedikt Antonsson skrifstofustjóri áætlanadeildar og Sigurður Þorsteinsson úr byggða- deild. Auk þess að fara í fyrirtæki munu Framkvæmdastofnunar- menn halda fundi með ýmsum aðilum og bjóða upp á viðtalstíma fyrir þá sem hafa hug á slíku. Ýmsum forsvarsmönnum stjórnvalda voru fyrir skömmu afhent eintök með úrdrætti úr ræðum allra framsögumannanna á Eyjaráðstefnunni. ' : TJALDUR heitir hann og ber einkennisstafina SU 115, en á myndinni rennir báturinn sér meðfram höfninni í Fáskrúðsfirði. Tjaldur er 17 tonn að stærð, smiðaður á Fáskrúðsfirði og sjósettur síðastliðið haust. Hann var afhentur nýjum eigendum í janúarmánuði síðastliðnum og hefur verið á linu undanfarið. Afli hefur verið allgóður þegar gefið hefur, en tið verið rysjótt til sjávarins. Eigandi bátsins er Framfari á Fáskrúðsfirði, en að fyrirtækinu standa þeir Jóhann Árnason og Rúdolf Midjord, báðir af færeysku bergi brotnir, Jóhann er skipstjóri og Rúdolf vélstjóri. (Ljósm. Albert Kemp) Tíu umsókn- ir um stöðu fréttamanns TÍU manns hafa sótt um stöðu fréttamanns við Út- varpið, en sú staða losnaði er Jón Ásgeirsson sagði starfi sínu lausu nú um mánaðamótin. Umsækjendur eru: Agnes G. Bragadóttir, íþrótta- kennari og BA, Álfheiður Ingadóttir blaðamaður, Anna Ólafsdóttir Björns- son BA, Gunnar Bergþór Pálsson nemi, Hallgrímur Thorsteinsson BA, Hrafn- hildur Guðmundsdóttir leikari, Jón Ormur Hall- dórsson BA, Jón Ásgeir Sigurðsson blaðamaður, Magnús Gunnsteinn Haf- steinsson, Þórður Ingvi Guðmundsson, með mast- ers-gráðu í stjórnsýslu. Fréttastofa útvarps hef- ur mælt með Hallgrími Thorsteinssyni í stöðuna, en hann starfaði þar í afleysingum síðastliðið sumar. Utvarpsráð tók ekki afstöðu til umsækjenda á fundi sínum í gær, en gerir það væntanlega á fundi á þriðjudag. Skuldastaða ríkissjóðs við Seðlabankann 32,3 milljarðar HEILDARSKULD ríkissjóðs við Seðlabankann var hinn 26. febrúar síðastliðinn 32,3 milljarðar króna og hafði aukizt frá áramótum um 5,7 „Niðurstöðurnar komu okkur ekki á óvart“ segir Guðjón Tómasson framkvæmdastjóri Sambands málm- og skipasmiðja „ÞAÐ má segja að við höfum vitað hverjar niðurstöðurnar yrðu að ákveðnu marki. þannig að þetta kemur okkur ekki á óvart,“ sagði Guðjón Tómasson framkvæmda- stjóri Sambands málm- og skipa- smiðja er Mbl. innti hann álits á könnun þeirri er fram hefur farið á nýtingu vinnutíma við skipavið- gerðir, en i niðurstöðum könnun- arinnar kemur fram að nýtingin í þeim verkefnum sem athuguð voru var ekki nema 44,3% og í einstöku verkefni fór nýtingin niður í 21%. „Þrátt fyrir að fræðilega geti nýtingin komist upp í 80% er ekki raunhæft að miða við það, þar sem allar aðstæður hér á landi eru slæmar. Þá er auðvitað ekki hægt að dæma alla iðnaðarmennina af þessum niðurstöðum. Það tekur til að mynda langan tíma að flytja skip milli staða í höfnum og eru dæmi þess að skip hafa verið á sjö stöðum í höfninni í aðeins fimm daga viðgerð. Sem dæmi um það slæma ástand sem ríkir er hægt að nefna það, að aðeins ein viðgerðar- bryggja er til á landinu, þ.e. á Akureyri. Þá kom það fram í samtalinu við Guðjón að boðaður hefur verið fundur með viðkomandi aðilum í næstu viku þar sem málin verða rædd. Það væri hins vegar alveg ljóst að þetta væri langtímaverk- efni, sem ekki yrði leyst í neinni skyndingu. Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri: „Fráleitt að dæma svona heila stétt“ — MÉR FINNST þessar niður- stöður vera byggðar á veikum grunni og fráleitt að dæma heila stétt manna á þessu litla úrtaki, sagði Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri er hann hafði samband við Morgun- blaðið i gær. — Ég þekki ekki til þess hvernig þessi könnun fór fram, að öðru leyti en því sem greint er frá í Morgunblaöinu, sagði Gunnar. — Eðlilega hnaut ég um það, að þarna eru tekin 13 verk, sem í heild tóku 900 vinnustundir, þannig að hvert viðgerðarverkefni hefur að meðaltali tekið innan við 70 vinnu- stundir. Það er ekki hægt að dæma allar skipaviðgerðir eftir þessum dæmum og það er staðreynd að þegar um lítil viðgerðarverkefni er að ræða verður hreinn verktími iðulega minni. —Eg er sannfærður um að ef litla viðgerð þyrfti að framkvæma við bryggju í Kaupmannahöfn til að skip gæti haldið áfram ferð sinni þá yrði útkoman mjög svipuð þessu. Við höfum gert ýmsar mælingar hér hjá okkur og fengið alls konar tölur, en einmitt lágar þegar um lítil og óundirbúin verk- efni er að ræða. Við erum með viðgerðarverkefni, sem tekur 15 þúsund vinnutíma, þar er allt önnur útkoma, sagði Gunnar Ragnars. milljaröa króna. Skuldaaukn- ingin frá áramótum og til jafnlengdar í fyrra var hins vegar 9,8 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum Höskuldar Jónssonar, ráðu- neytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu hefur staðan á þessu tímabili, tæplega tveimur mánuðum, versnað um 4 millj- ónum króna minna en í fyrra og verður þess þó að gæta að verðlag þessara tveggja ára er ekki sambærilegt. Ástæður þessa eru m.a. þær, að fjárlög hafa enn ekki verið afgreidd og er ríkissjóður nú rekinn á greiðsluheimildum. Því innir fjármálaráðuneytið af hendi greiðslur, sem eru í eins miklu lágmarki og frekast er kostur. Höskuldur sagði, að þrátt fyrir það, liti hann svo á að ekki væri mikið um ógreidda reikninga að ræða. Hins vegar hefði kröfuhöfum verið til- kynnt að þeir fengju ekki greiðslur, fyrr en fjárlög hefðu verið samþykkt, nema með þessum takmörkunum, sem áður eru nefndar. Áðurnefndan dag, 26. febrúar var hlaupareikningur ríkissjóðs hjá Seðlabankanum með jákvæða innstæðu, sem nam 373 milljónum króna. Síðan skuldar ríkissjóður um 4 milljarða í ríkissjóðsvíxlum. Stærsta skuldin er ógengis- tryggt lán hjá Seðlabankan- um, en stærsti hluti hennar mun þó vera með verðtrygg- ingu. Stefán Sturla Stefánsson látinn STEFÁN Sturla Stefánsson að- stoðarbankastjóri Útvegsbanka íslands andaðist á sjúkrahúsi hér í Reykjavík s.l. fimmtudagskvöld og var banamein hans hjartaslag. Stefán var fæddur þ. 5. nóvem- ber 1927, sonur Stefáns Sigurðs- sonar, skálds frá Hvítadal og konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1949 og prófi í viðskiptafræðum frá Há- skóla íslands 1954. Ári síðar hóf hann störf í Útvegsbanka íslands, var forstöðumaður Hagdeildar bankans og síðar aðstoðarbanka- stjóri frá ársbyrjun 1971. Stefán Sturla Stefánsson var kvæntur Katrínu Hauksdóttur Thors og eiga þau eina dóttur, Sofíu Erlu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.