Morgunblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980
11
Leiðbeiningarnar í 12 lengdarmetrum. Vonandi verður sem flestum
hjálp í lesningunni. Ljósm. Mbl. Kristján.
Úr 3 metrum í 12:
Til einföldimar?
Með útkomu nýja skattframtalseyðublaðsins var sagt að nú
yrði ekkert mál fyrir skattborgarana að gera hreint fyrir sínum
dyrum, allt væri einfaldara og auðveldara, meira að segja svo
auðvelt að skattstofurnar myndu nú ekki veita framteljendum
aðstoð. Ríkisskattstjóri hefur gefið út leiðbeiningar sem birtar
voru í Mbl. sl. fimmtudag og þurfti heilar 12 bls. undir
útlistanirnar. Hér áður fyrr, í tíð gamla eyðublaðsins, komust
allar útskýringarnar fyrir á 3—4 bls.
Er starfsmenn Mbl. mældu dálkalengd leiðbeininganna, kom í
ljós að þeir voru 12 metra langir, en hafa í gegnum árin aðeins
náð 3 metra lengd. Hvort þetta þýðir, að skattaálagningin
hækkar í sama hlutfalli og lengdarmetrafjöldinn verður að
koma í ljós, en einum starfsmanni Mbl. varð að orði, er hann sá
dálkana límda upp á vegg: „Þetta kalla ég nú að gera einfalt mál
fjórfalt.“
Helgarviðtalið
Oft hefur því heyrst fleygt, að Noröurlandaráðsþing séu lítiö annað en
„glasaglamursamkundur“ og pappírsframleiðslumaskína og nefndar hafa
verið ævintýralegar háar upphæðir, sem á að hafa verið eytt í veizluhöld
samhliða þingunum. Sú saga var eitt sinn sögð, aö íslenzkur þátttakandi, sem
var aö undirbúa fyrstu för sína á slíkt þing á erlendri grund, hefði hringt í sér
reyndari mann og spurt ráða um undirbúning og hvaö bezt væri að hafa með
í förina af skjölum o.þ.h. Svörin, sem hann átti að hafa fengið, voru þau, að
hann skyldi ekki hafa neinar áhyggjur af málefnalega undirbúningnum — þaö
kæmi allt af sjálfu sér. „Mundu aðeins að hafa með þér allar tegundir
samkvæmisklæðnaðar, þá ertu hólpinn."
Hvaö svo sem rétt er í ofangreindu, þá er það staðreynd, að norræn
samvinna er annað og meira en skálaveizlur og leggja ríkisstjórnir landanna
mikið upp úr þessari samvinnu. Það er þó einnig staðreynd, að á
sameiginiegum fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs og forsætisráöherra
landanna, sem haldinn var í Reykjavík í lok októbermánaðar s.l., var samþykkt
að dregið skyldi verulega úr veizluhöldum þinganna og skyldi sú ákvörðun
fyrst koma til framkvæmda á næsta þingi ráðsins, sem hefst í Reykjavík n.k.
mánudag.
Til að förvitnast svolítiö um
þessa hliö Noröurlandaráös-
þinganna hélt Hlaðvarpinn til
fundar viö Matthías Á. Mat-
hiesen alþingismann og vænt-
anlegan forseta Noröurlanda-
ráðs, en þetta verður fjórtánda
þingið sem hann situr. Við
spuröum hann fyrst, hvort þaö
væri rétt, aö nú yröi stórlega
dregið úr veizlum og hvort
þinggestir fengju e.t.v. engin
veizluboð aö þessu sinni:
„Þaö er rétt hjá þér, aö þaö
hefur oft heyrzt, aö mikiö sé
um veizluhöld og pappírsfram-
leiðslu. Orð eru þó til alls fyrst
og það fylgir slíkum samkom-
um, aö menn hittast utan
venjulegs vinnutíma og ræöa
málin óformlega og menn
þurfa hvort eð er aö snæða.
Þaö er einnig rétt, aö þaö var
samþykkt á sameiginlegum
fundi forsætisnefndarinnar og
forsætisráöherra, aö rétt væri
að draga úr veizluhöldunum.”
— Veröa þá engar veizlur
núna í Reykjavík?
„Þaö veröur ekkert kvöld-
veröarboö. Eina samkoman
sem haldin veröur er þegar
úthlutun bókmennta- og tón-
listarverðlaunanna fer fram og
borgarstjórn Reykjavíkur býð-
ur þingfulltrúm til móttöku á
Kjarvalsstöðum. Einnig reikna
ég meö að stjórnmálaflokkarn-
ir haldi þeirri venju sinni aö
bjóða fulltrúum samstarfs-
flokka sinna til einhvers konar
móttöku.”
— Hversu margar veiziur
voru þetta áöur og hverjir
héldu þær?
„Þetta hefur nú verið dálítið
misjafnt en gestgjafar hafa
verið ríkisstjórnir landanna,
höfuðborgarstjórnir, þingin og
stjórnmálaflokkarnir auk
sendiráðanna. Þátttakendum
hefur yfirleitt veriö boöiö til
kvöldverðar af þessum aöilum
og á fjögurra til fimm daga
þingum þýðir þaö, aö hvert
kvöld er skipað, og ber því
metra á þessari hliö.“
— Hvaö olli því aö ákveðið
var aö afnema þetta nú?
„Ákvörðunin er í reynd runn-
jn undan rifjum annarra en
íslendinga og aö mínu áliti
heföi þaö átt betur viö, aö
þessi ákvöröun heföi veriö tek-
in á undan þinghaldi í einhverri
hinna stærri höfuöborga. Þaö
er hálfleiöinlegt fyrir okkur,
þegar viö tökum á móti
persónulegum kunningjum
okkar hér í umhleypingasamri
veöráttunni á íslandi um hávet-
ur, aö þá segi aðrir okkur fyrir
um framkvæmd íslenzkrar
gestrisni.”
— Nú hlýtur aö sparast
mikiö fé meö þessu, en eru
aörar hliöar á málinu.
Spjallað við
Matthías Á.
Mathiesen um
samdrátt
í veizluhöld-
um Norður-
landaráðs
Akvörð-
unin
runnin
undan
rifjunt
annarra
enís-
lendinga
„Ég veit ekki hvaöa upp-
hæöir þarna eru á bak við, en
þaö er rétt, auövitað sparast
hér fé. Það má einnig benda á
aöra hlið sem er sú, aö margir
virðast einnig vilja fá meiri tíma
til viöræöna á flokkspólitískum
grundvelli og einhvern veginn
treysta menn sér ekki til aö
ræöa slík mál í opinberum
veizlum.“
— Hver er eftirminnilegasta
veizlan þin af þeim fjölmörgu,
sem þú hlýtur aö hafa setið á
13 þingum?
„Ég á margar góðar minn-
ingar af Noröurlandaráösþing-
unum, en ég er ekki viss um aö
veizlurnar séu þar efstar á
blaði. Veizla á fyrsta þinginu
sem ég sótti veröur mér ævin-
lega minnisstæð. Þaö var 1962
í Finnlandi, en eins og menn
vita gengu Finnar ekki í Norö-
urlandaráð strax viö stofnun
þess vegna aöstæðna þeirra.
Þeir voru og eru yfirmáta
gestrisnir og lögöu þá mikla
áherzlu á virka þátttöku. Einar
Olgeirsson, sem þá sat Norö-
urlandaráðsþingið, kom í þess-
ari veizlu siglandi til mín meö
hinn þekkta finnska þingmann
Herttu Kuusinen upp á arminn
og skenkti mér hana sem
borðdömu. Hertta þessi var
mikill kommúnisti og var faöir
hennar, Otto Kuusinen, m.a. í
Æðstaráði Sovétríkjanna.
Þetta var mjög skemmtilegur
kvöldveröur, enda borðdaman,
þó fulloröin væri, mjög huggu-
leg og kunni góö skil á mörgum
málefnum og var hún óspar á
aö svara því sem spurt var um
finnsk stjórnmál. Fyrrverandi
eiginmaður hennar, Leyno, var
innanríkisráöherra Finna 1948
og haföi, eftir því sem sagt er,
haft afgerandi áhrif á áfram-
haldandi sjáifstæöi Finnlands."
— Hverju vilt þú svara þeirri
gagnrýni á Norðurlandaráð, aö
þaö sé eitt skriffinnskubákn og
afraksturinn ekki í réttu hlutfalli
við umfangiö?
„Ég er þeirrar skoðunar og
ég veit aö víöa um heim er
einnig litiö á Norðurlandaráö
sem tákn um góða fyrirmynd
aö samskiptum þjóöa ! milli.
Sjálfstæöisstefna þjóöanna er
þar virt og menn bera virðingu
fyrir skoöunum hvers annars.
Menningarmálin ber þar hæst
og þó menn hafi kannski ekki
áþreifanlegan árangur aö
benda á, þá er þetta samstarf
enn í þróun og sú þróun getur
tekiö langan tíma. í dag er
þjóöerni íbúa landanna ekki
lengur nein fyrirstaöa fyrir
gagnkvæmum samskiptum og
má þakka þaö störfum ráös-
ins.“