Morgunblaðið - 01.03.1980, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980
HVERNIG er að vera fæddur á
þeim degi sem aðeins rennur upp
fjórða hvert ár.
Til að fá svar við þessari
spurningu og fleirum brugðum
við félagarnir undir okkur betri
fætinum og fórum í stutta heim-
sókn til tveggja ungra drengja í
Hafnarfirði, en báðir litu þeir
fyrst dagsins ljós hinn 29.
febrúar fyrir réttum 12 árum
síðan.
Fyrst töluðum við við Sigþór
Árnason og spurðum hann
hvernig honum fyndist að eiga
afmæli 29. febrúar.
„Ekkert öðruvísi," svaraði
hann, „ég á bara afmæli þá.“
Ertu búinn að fá mikið af
gjöfum?
„Já og mest flugmódel og
peninga."
Aðspurður kvað hann miklu
betra að eiga heima í Hafnar-
firði en Reykjavík, — „því að það
eru svo mikil læti þar og mikil
umferð."
Æfirðu einhverjar íþróttir?
Stutt
heimsókn í
Haf narf jörð
Unnið af nemend-
um Menntaskólans
á Akureyri sem
undanfarið hafa
verið í starfskynn-
ingu á Morgun-
blaðinu, þeim
Bárði H. Tryggva-
syni og Jóni
Hjaltasyni.
Já, ég æfi handbolta með F.H.
í fimmta flokki.
Áð svo búnu þökkuðum við
fyrir okkur og héldum á fund
hins afmælis-barnsins, Hauks
Hrafns Gunnarssonar.
Sem fyrr byrjuðum við á því
að spyrja hvernig honum fyndist
að eiga afmæli 29. febrúar.
„Mér finnst það ekkert
skrítið," svaraði Haukur. „Þegar
ekki er hlaupár held ég afmælið
mitt 28 febrúar."
Áttu einhver sérstök áhuga-
mál?
„Já, alvöruflugvélar."
Æfirðu einhverjar íþróttir?
„Nei, en mér þykir gaman að
fara á skíði."
Að lokum tók Haukur það
fram að sér þætti „Mogginn"
fremur áhugavert blað, einkum
vegna þykktar hans.
Um leið og við ljúkum þessu
greinarkorni, viljum við óska
þeim Sigþóri Hauki og öðrum
þeim sem eiga afmæli 29. feb. til
hamingju með daginn.
Afmælisbarnið Sigþór Árnason lengst til vinstri ásamt gestum.
„Að eiga afmæli
f jórða hvert ár“
Boðskapur
páf a til
íslendinga
í GÆR, á hlaupársdaginn, 29.
febrúar, var lesinn í morgun-
pósti Ríkisútvarpsins boðskap-
ur Jóhannesar Páls II. páfa til
islensku þjóðarinnar. Þýðingu
hans gerði óskar Ingimarsson
en Óskar Halldórsson dósent
las.
Kæru vinir, kæru íslendingar,
kæru bræður og systur í trúnni á
Drottin vorn, Jesúm Krist.
Það er mér sönn gleði að mega
þiggja hið ágæta boð um að
flytja íslensku þjóðinni kveðju í
Ríkisútvarpinu.
Boðskapur minn til yðar í dag
er boðskapur vináttu, virðingar
og aðdáunar á Hans hágöfgi,
forseta íslands, á stjórnvöldum
og fólkinu öllu í landinu — landi
sem nær allt að heimskautsbaug.
Verið þess fullviss, að biskup
Rómar lítur á yður í nálægð
sinni og í kærleiksanda Krists.
Mig langar hér og nú til að
votta hollustu frumherjum
kristninnar meðal yðar og þús-
und ára sögu hennar í landinu.
Eg lýsi aðdáun minni á því sem
gert hefur verið í aldanna rás til
að útbreiða nafn Jesú Krists með
þjóðinni og kunngjöra hann sem
„kraft Guðs og speki Guðs“. (I.
Kór. 1:24).
Sérstakar kveðjur flyt ég ka-
þólska söfnuðinum á íslandi:
Frehen biskupi og prestunum
öllum, lærðum og leikum, sem
leitast við að lifa í trú sinni, bera
guðspjöllunum vitni og þjóna
náunga sínum af göfuglyndi og
kærleika. Megi vitneskjan um
tengsl yðar við móðurkirkjuna
verða yður hvatnig og veita yður
nýjan styrk.
Einnig vil ég senda kveðjur
öllu kristnu fólki á Islandi, öllum
þeim sem játa, að „Jesús Kristur
sé Drottinn" (Fil. 2:11), að hann
sé sonur Guðs og frelsari heims-
ins, að hann einn sé „Meðalgang-
arinn milli guðs og manna" (I:
Tím. 2:5). Bæn mín er sú, að
Heilagur andi megi sameina oss
öll í fyllingu þess bræðralags,
sem Kristur ætlar lærisveinum
sínum.
Ég kveð með lotningu allt
velviljað fólk á íslandi — alla þá,
sem eru arftakar göfugrar
menningar, iðjusama íbúa frið-
elskandi þjóðar. Ég kveð yður í
önn og erli dagsins, að þeim
störfum sem yður eru nauðsyn-
leg til lífsframfæris. Héðan
sendi ég kveðju mína heimilum
yðar og kirkjum, sjúkrahúsum
og skólum, verksmiðjum og
bændabýlum — á hvern þann
'stað þar sem fólk kemur saman
til að byggja upp heim friðar og
skapa andrúmsloft kærleika.
Ég flyt sjómönnum á hafi úti
sérstakar kveðjur í anda vináttu
og bróðurlegrar liðsemdar.
Huggunarorð sendi ég sjúkum
og þjáðum, börnum og ungu fólki
votta ég einlæga ást.
Þér, kæru íslendingar, sem
eigið dýra fjársjóði í náttúrunni,
hafið kynnst orku og fegurð
vatnsins. Þér hafið fundið hana í
hverum og jöklum, í ám, vötnum
og fossum. Ég bið þess í dag, að
þér megið finna í orðum Jesú og
varðveita að eilífu þá „lind, er
sprettur upp til eilífs lífs“ (Jóh.
4:14).
Guð blessi land yðar!
Guð blessi sérhyert heimili og
sérhvert hjarta á íslandi!
Póstur, sem á að
hafa forgang skil-
inn eftir í Ósló
NOKKUR brögð hafa verið að
því að undanförnu að bréfapóst-
ur hafi verið skilinn eftir i
borgum erlendis, en siikur póst-
ur á að hafa algjöran forgang. Þá
hefur það einnig gert starfs-
mönnum póstsins erfitt fyrir hve
ferðum hefur verið fækkað.
Árni Þór Jónsson póstvarðstjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að póstur frá Kaupmanna-
höfn hefði í fyrrakvöld verið
tekinn úr flugvél í Ósló. Voru það
5 sendibréfapokar, 2 blaðapokar
og 19 bögglapokar. Pósturinn
hefði verið tekinn úr vélinni senni-
lega vegna farþega, en Árni Þór
sagðist þó ekki hafa fengið það
staðfest.
Hann sagði að bréfapóstur ætti
að hafa algjöran forgang og þá á
undan farþegum. Benti Árni á, að
fyrir 100 kíló af sendibréfapósti
væri greitt hærra verð en næmi
farseðli farþega með farangur.
Nefndi hann sem dæmi, að fyrir
100 kíló af sendibréfapósti til
Bandaríkjanna væri greitt nokkuð
á þriðja hundrað þúsund krónur.
Vegna breyttra flugáætlana til
Bandaríkjanna og færri ferða en
áður, hefði póstur þaðan borizt
verr en áður. Hvað England varð-
aði sagði hann, að mjög slæmur
kafli hefði komið nú um miðjan
febrúar. Þá hefði póstur sem átti
að koma hingað 12. febrúar, síðan
15. febrúar og þá hinn 18. febrúar
ekki borizt til landsins fyrr en 22.
febrúar og þá í sömu ferðinni 10
daga póstur.
Hann sagði póstmenn vera
óánægða með þessa þjónustu og
þá einnig fréttaflutning blaða-
fulltrúa Flugleiða um þessi mál,
en fyrrnefnd dæmi sýndu svart á
hvítu hvernig þetta hefði gengið.
Námskeið í
næringarfræði
og vöruþekkingu
Á VEGUM Náttúrulækningafé-
lags íslands eru að hefjast nám-
skeið í næringarfræði og vöru-
þekkingu.
Fyrsta námskeiðið verður hald-
ið á matstofu Náttúrulækninga-
félagsins að Laugavegi 20B í
Reykjavík næstkomandi laugar-
dag og sunnudag kl. 9.30 til 17.oo
báða dagana.
Leiðbeinendur verða: Jóhannes
Gíslason, Guðfinnur Jakobsson og
Roy Firus.