Morgunblaðið - 01.03.1980, Side 23

Morgunblaðið - 01.03.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980 23 Jóel Kr. Jóelsson: Nokkur orð um skattamál Um þetta leyti árs eru framtöl og skattamál mikið til umræðu manna á meðal, í fjölmiðlum og að sjálfsögðu meðal þingmanna og annarra ráðamanna þjóðar- innar. Þó einkennilegt megi virðast eru lög um tekju- og eignaskatt lítt kunn almenningi. Menn láta sér yfirleitt nægja þær upplýs- ingar sem skattstjórar og aðrir sérfræðingar láta frá sér fara. Ætla mætti að lög sem svo mjög snerta hag hvers einstaklings væru til á hverju heimili. En jafnvel þó að svo væri kæmi það ekki að fullum notum vegna þess að skattalögin eru svo torskilin venjulegu fólki að töluverð fyrir- höfn er að öðlast fullan skilning á þeim og þá helst ekki nema með aðstoð sérfróðra manna. Það hlýtur að vera eðlilegt og hagkvæmt, bæði fyrir þegna þjóðfélagsins og yfirvöld, að skattalögin séu til á hverju heimili í landinu, og það sem er ennþá nauðsynlegra, að þau séu einföld og aðgengileg þannig að allur almenningur skilji þau án sérfræðilegra útskýringa. Nú taka gildi ný skattalög, sem samþykkt voru 1978 og breytingar við þau 1980. í þess- um lögum felast miklar breyt- ingar frá fyrri lögum og telja ýmsir að margt sé þar til bóta frá eldri lögum. Aðrir finna á þeim ýmsa annmarka. Hvað sem því líður virðast þau síst að- gengilegri til lestrar fyrir hin almenna skattgreiðanda en þau gömlu. Svo virðist sem skatt- stjórum sé í auknum mæli gefið úrskurðarvald um vafaatriði, þar sem hugkvæmni og úrræði löggjafans þrýtur. í einni grein laganna 59. greininni er ríkis- skattstjóra beinlínis fyrirskipað að ákvarða mönnum tekjur. Til glöggvunar skal hér tilfærður sá kafli þessarar greinar, sem um þetta fjallar: 59. gr. „Ef maður, er starfar við eigin atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi eða hjá aðila honum tengdum, telur sér til tekna af starfi þessu lægri fjárhæð en ætla má að launatekjur hans hefðu orðið ef hann hefði unnið starfið sem launþegi hjá óskyldum aðila, sbr. 2. mgr. l.tl. A-liðs 7. gr., skal ákvarða honum tekjur af starfinu. (undirstrikun mín) Ríkisskattstjóri skal árlega setja skattstjórum viðmiðunarreglur og skal þá gætt aðstöðu viðkom- andi aðila, aldurs hans, heilsu og starfstíma, umfangs starfsins og annarra atriða er máli skipta. Viðmiðunartekjur þeirra er landbúnað stunda skulu miðast við launaþátt í verðlagsgrund- velli landbúnaðarafurða, þó að teknu tilliti til aðstæðna hverju sinni, svo sem því ef bóndi nær ekki heildartekjum grundvallar- bússins vegna afurðaverðs, ár- ferðis eða annarra atriða er máli skipta að mati ríkisskattstjóra. Telji skattyfirvöld að endur- gjald fyrir starf maka manns eða barns hans innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sbr. 2. mgr. 1. tl. A-liðs 7. gr., sé hærra en makinn eða barnið hefði aflað hjá óskyldum eða ótengdum að- ila skulu þau ákvarða tekjur makans eða barnsins af starf- inu.“ Öllum má vera ljóst eftir lestur þessarar greinar að hún brýtur harkalega í- bága við hugmyndir okkar íslendinga um frelsi einstaklingsins og frið- helgi eignaréttarins, og getur haft ófyrirsjáanlegar og jafnvel óbætanlegar afleiðingar komi hún til framkvæmda. Ég vona að þingmenn þjóðar vorrar beiti sér fyrir því, að þessi grein verði afnunim og tryggi þannig áframhaldandi lýðræði á íslandi. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK ÞL' AI GLYSIR LM AI.LT LAND ÞEGAR ÞL ALG- LÝSIR í MORGLNBLADIM Afmælis- kveðja Afmæliskveðjan er svolítið sein- búin, en hvaða máli skiptir það í sjálfu sér. Vonandi á vinur minn, Baldur Snæland, eftir að vera lengi enn meðal ættingja sinna og vina. Það er okkur öllum mikil ánægja hve létt hann hefur farið með þau sjötíu ár, sem hann hefur nú lagt að baki. En margt er það í fari hans sem hér hefur hjálpað. Góðvild hans er einstök, drengur er hann hinn bezti og sannur vinur vina sinna. Starfssamur maður hefur Bald- ur alla tíð verið. Hann var einn þeirra sjómanna, sem voru á togurunum á styrjaldarárunum, en þá var hann vélstjóri. Það yar ekki á allra færi að vera þá á sjónum og tíðum í hættulegum millilandasiglingum með aflann. Að þessum áhættusömu störfum gekk Baldur jafnan ótrauður. Oft komzt hann þó í hann krappan á þessum árum. Ég sendi Baldri mínar innileg- ustu heillaóskir, svo og hans ágætu eiginkonu og allri fjölskyld- unni. Tryggð hans við okkur hjón- in verður seint þökkuð. Tryggve Thorsteinsen Ljóðasafn handa unglingum (JT ER komin hjá Ríkisútgáfu náms- bóka Ljóðasafn handa unglingum í samantekt Finns Torfa Hjörleifssonar. Baldur Ragnarsson kennari segir m.a. í aðfaraorðum: „Ljóðasöfn handa skólanemendum geta eflaust verið með ýmsu móti og flest hafa margt til síns ágætis; góður kveðskapur stendur ávallt fyrir sínu og oft vont að fullyrða hvað hentar nemendum og kennurum fremur öðru. Ríkisútgáfa námsbóka hefur áður gefið út nokkur ljóðasöfn, Skólaljóð. Litlu skólaljóðin, Nútimaljóð og Ljóðalest- ur; öll eru þessi söfn góð og gegn þótt ólík séu bæði um ljóðaval og undir- markmið, enda megintilgangur þeirra allra hinn sami: kynning skáldskapar. Slík kynning hlýtur ávallt að krefjast fjölbreytni og könnunar á nýjum möguleikum, nýjum áherslum; því fleira sem hér býðst þeim mun líklegra má telja að þörfum skólanna sé betur fullnægt. Ljóðasafn það, sem hér birtist, er athyglisvert framlag á þessum vett- vangi þar sem nýjar leiðir eru reyndar bæði í vali og meðferð viðfangsefna. Hér er bæði að finna kvæði frumort og þýdd á íslensku, öll eru þau með nútímalegum svip og þó blönduð að formi. Einstakt við þetta safn er þó, að flest ljóðin hafa verið reynd í kennslu áður en þau hlutu þar endanlegan sess. Þá tilraunakennslu önnuðust kennarar í ýmsum skólum veturna 1973—1974 og 1974—1975 á vegum Skólarannsókna- deildar. Verður að telja að þá hafi fengist þær niðurstöður sem eindregið mæltu með þeirri endanlegu útgáfu sem hér birtist. Kennsluleiðbeiningar þær, sem fylgja safninu, eru og að verulegu leyti byggðar á umsögnum og hugmyndum tilraunakennaranna." Nokkrar grafikmyndir (dúkristur) eftir Jón Reykdal eru í bókinni ásamt ítarlegum heimildaskrám. Bókin er 182 bls. Fylgiritið Leiðbeiningar um ljóða- kennslu, eftir Finn Torfa Hjörleifsson, er 48 bls. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar klœöningar Klæöum eldrl húsg. ákl. eöa leöur. Framl. hvíldarstóla og Chesterfieldsett. Bólstr. Laugarnesvegl 52, s. 32023._______________________ Tek aö mér aö leysa út vörur fyrir verzlanir og Innflytjendur. Tllboö sendist augld. Mbl. merkt: „Ú — 4822“. Framtalsþjónusta í Hamarshúsinu viö Tryggva- götu, 5 hæö. Tökum aö okkur útfyllingu skatt- framtala fyrir einstakllnga. Tímapantanir ( síma 15965 frá 9—20 alla daga vikunnar. 4ra herb. 86 fm íbúö á 1. hæö í nýlegu húsi viö Ránargötu. Uppl. í síma 17443 um helgina. Keflavík, nágrenni Slysavarnardeild kvenna heldur basar í Tjarnarlundi laugardag- inn 1. marz kl. 3. Nefndln. Heimatrúboöið Óðinsgötu 6a. Almenn samkoma á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og «533. Sunnudagur 2. marz 1. kl. 10. Göngufarö yfir Svínaskaró. Gengiö frá Hrafnhólum og niöur í Kjós. Fararstjóri Tómas Einarsson. Verið vel búin. 2. kl. 13. Gönguferó á Meóal- fell. Létt fjallganga. Fararstjóri Þórunn Þóröar- dóttlr. 3. Fjöruganga á Hvalfjarðar- eyri. Hugaö aö bakkalútum og öörum skrautsteinum. Fararstjórl Baldur Sveinsson. Verö í allar feröirnar kr. 3000 gr. v/ bílinn. Farið frá Umferöarmiöstööinni aö austan veröu. Feröafélag íslands. □ GIMLI 5980337 — frl. UTIVISTARFERÐIR Laugard. 1. 3. kl. 20 Tunglakinaganga, tunglmyrkvi. stjörnuskoöun, ofan Hafnar- fjaröar, meö Einari Þ Guöjóhn- sen. Verö 2000 kr. Sunnud. 2. 3. Kl. 10.30 Hvalfjaröaratrönd, Saurbær, Kræklingur, Þyrilsnes, Brynjudalur, með Jóni I. Bjarna- syni. Verö 5000 kr. Kl. 13 Fjöruganga á Kjalarnesi með Konráöi Ó. Kristinssyni eöa Esja (Kerhólakambur). Veró 3000 kr. frítt f. börn m. fullorön- um. Fariö frá B.S.Í. bensínsölu. Laugardalur um næstu helgi. Útivlst. | raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar | | þjónusta \ nauóungaruppbod Nauðungaruppboð á húseigninni Borgarheiöi 3 th. Hveragerði. Eign Gunnars Ólafssonar áöur auglýst í 81., 85. og 88. tbl. Lögbirtingablaös 1979. fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. marz 1980 kl. 10.00 skv. kröfu hdl. Jóns G. Zoéga. Sýslumaður Árnessýslu. Húseigendur — hús- byggjendur um land allt Meö nýrri viöurkenndri byggingaraöferö get- um viö lækkaö byggingarkostnaö einbýlis- húss um u.þ.b. 6 millj. Komiö í veg fyrir sprungumyridanir vegna togspennu útveggja. Komiö í veg fyrir alkaliskemmdir í buröar- veggjum og rakaútstreymisskemmdir í út- veggjum. Vinnum alla trésmíöavinnu, mótasmíöi, gler- ísetningar, loft og milliveggi, eldhús og klæöaskápa, parketlögn, þiljun veggja o.fl. Einnig múrverk, þípulögn, raflögn. Vönduö vinna, meistara- og iönaöarmanna. Leitiö upplýsinga. Geymið auglýsinguna. Sími byggingarmeistara 82923. Nauðungaruppboð á húselgnlnni Dynskógum 28, Hverageröl. Eign Siguröar Einarssonar áöur auglýst í 81., 85. og 88. tbl. Lögbirtingablaös 1979, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. marz 1980 kl. 15.15 skv. kröfum Gjaldheimtunnar ( Reykjavík, hrl. Brynjólfs Kjartanssonar, hdl. Steingríms Eiríkssonar og hdl. Ásmundar Jóhannssonar. SýslumaQur Árnessýslu | til sölu | Steypubílar Til sölu tveir góöir og vel útlítandi steypubílar meö 51/z rúmmetra tunnu. Upplýsingar gefa Þorgeir og Helgi h.f., símar 93-1494 og 93-1830. Nauðungaruppboö á húseigninni Kambahrauni 42, Hverageröi. Eign Björgvins Einars- sonar áöur auglýst í 81., 85. og 88. tbl. Lögbirtlngablaös 1979, fer fram á elgninni sjálfri fimmtudaginn 6. marz 1980 kl. 16.30 skv. kröfu veödeildar Landsbankans. Sýslumaöur Árnessýslu. Lyftari Til sölu Steinbock diesel lyftari, 1.5 tonn. í mjög góöu lagi. Einnig Scania 56, árgerö ’66, meö krana. Uppl. í síma 99-3870 oa 3877.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.