Morgunblaðið - 01.03.1980, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980
Sighvatur Björgvinsson alþm.:
Það er eðlilegt, að fólk sé
almennt ánægt með að löng
stjórnarkreppa skuli loksins vera
leyst með stofnun nýrrar meiri-
hlutastjórnar. Fólk er yfirleitt
ánægt með nýja ríkisstjórn og
væntir af Jienni góðs. Hinu hættir
mönnum til að gleyma, að það eitt
út af fyrir sig er ekkert afrek að
mynda ríkisstjórn á Islandi. Það
hefur oft tekizt og á væntanlega
oft eftir að takast. Mergur málsins
er sá, til hvers ríkisstjórn er
mynduð og hvernig hún starfar.
Þótt landsmenn allir sameinist
um að óska nýrri ríkisstjórn góðs
gengis og séu yfirleitt ánægðir
með ríkisstjórnir fyrst eftir að
þær hafa verið myndaðar, þá
dæma menn ríkisstjórnir síðan af
verkum þeirra en ekki tilurðinni.
Sárast við ríkisstjórnir á Islandi á
Framsóknaráratugnum er, að
þeim mun meira, sem þeim hefur
verið hampað í upphafi, þeim mun
meiri vonbrigðum hafa þær vald-
ið.
Fyrstu sporin
Af málefnasamningi ríkis-
stjórnarinnar er ekki meira að
græða en af öðrum slíkum plögg-
um. Svo losaraleg samsuða spáir
litlu um feril ríkisstjórnarinnar
og gefur raunar ekki aðrar
vísbendingar en að í þessari ríkis-
stjórn sitja menn, sem vilja vera í
stjórn. Ríkisstjórnin verður því
ekki dæmd af málefnasamningn-
um frekar en svo margar aðrar
ríkisstjórnir, heldur fyrst og
fremst af verkum sínum.
í grein í Dagblaðinu nýverið
vakti ég athygli á fyrirætlunum
ríkisstjórnarinnar í landbúnað-
armálum, sem kosta munu skatt-
greiðendur í það minnsta 15—20
milljarða í ár til viðbótar því, sem
fyrir er. Auðvitað er hægt að
fresta greiðslu slíks reiknings um
einhvern tíma; t.d. með því að taka
hluta reikningsupphæðarinnar að
láni erlendis frá; en það breytir
vitaskuld ekki því hver reiknings-
upphæðin er, né heldur hverjir —
þ.e.a.s. skattgreiðendur — eiga að
borga.
En það eru fleiri aðgerðir, sem
ríkisstjórnin hefur þegar boðað
eða í vændum eru. Raunar má
segja, að þeirri leiftursókn gegn
verðbólgu, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn boðaði fyrir kosningar, hafi
Gunnar Thoroddsen nú eftir kosn-
ingar snúið í leiftursókn gegn
skattgreiðendum landsins.
Ef skoðað er hvaða aðgerðir í
skattamálum ríkisstjórnin hefur
nú þegar boðað og jafnframt reynt
að spá í spilin miðað við þá
vitneskju, sem fyrir liggur um
framkvæmda- og útgjaldaáform
ríkisstjórnarinnar, þá gætu skatt-
greiðendur átt í vændum aðgerðir
í hátt við það, sem nú greinir:
10% hækkun
útsvara
I gildandi lögum um tekjustofna
sveitarfélaga nemur leyfileg út-
svarsálagning 10% af útsvars-
skyldum tekjum, en sveitarfélög-
um er heimilt að fengnu samþykki
fjármálaráðuneytisins að leggja á
10% aukaútsvar. Hæsta lögleyfða
útsvarsálagning nemur þannig
11%.
í frumvarpi til laga um breyt-
ingu á lögum um tekjustofna
sveitarfélaga, sem nú liggur fyrir
Alþingi, er gert ráð fyrir því, að
„grunnálagningin" í útsvari verði
hækkuð úr 10% í 11%, en heimild-
in til að leggja á aukaútsvar verði
felld niður. Yrði þannig hæsta
lögleyfða útsvarsálagning eftir
sem áður 11%.
Fyrir nokkrum dögum kynntu
stjórnarsinnar á Alþingi breyt-
ingartillögur stjórnarflokkanna
við þetta frumvarp. Ein af breyt-
ingartillögunum var að veita
heimild til þess að hækka útsvars-
álagninguna um 10% frá ákvæð-
um frumvarpsins þannig, að
hæsta útsvarsálagning, sem lög
leyfðu, yrði 12.1%
Þessi tillaga stjórnarflokkanna
um að hækka heimild til útsvars-
álagningar úr 11% í 12.1% gæti
haft í för með sér aukna skatt-
byrði í útsvari, sem nemur 5.1
milljarði. í stjórnarsáttmálanum
var því hins vegar lofað að lækka
útsvör á launafólki.
Þarna stangast strax á orð og
efndir. Stjórnarsáttmáli þar sem
lofað er lækkun útsvars er birtur í
febrúarbyrjun. Skömmu eftir
miðjan febrúar er hins vegar
tillaga gerð um útsvarshækkun
upp á 5.1 milljarð.
40% hækkun
tekjuskatts
I fjárlagafrumvarpinu, sem
Tómas Arnason lagði fyrir Al-
þingi í október, var gert ráð fyrir
því að tekjuskattur einstaklinga á
árinu 1980 næmi 37.4 milljörðum
króna. Samkvæmt þessum áætl-
unum hefði verið stefnt að aukinni
skattbyrði tekjuskatts á árinu
1980 ofan á aukna skattbyrði í
tekjuskatti sem samþykkt var á
árið 1979, og er þá miðað við beina
skatta í hlutfalli við tekjur á
Sighvatur Björgvinsson
næsta ári yrði síðan tekið til
viðbótar álíka stórt skref til
skattalækkunar og væru þá al-
mennar launatekjur orðnar skatt-
frjálsar.
Fyrsta verk núverandi ríkis-
stjórnar í skattamálum var að
hafna þessum úrræðum. Hún íýsti
því yfir, að hún mundi hverfa
aftur til skattaáforma í frumvarpi
því til fjárlaga, sem Tómas Árna-
son lagði fram — þ.e.a.s. hún
mundi hækka tekjuskatt um 7.2
milljarða frá frumvarpi Alþýðu-
flokksins og auka tekjuskatts-
byrðina á árinu 1980.
En ríkisstjórnin lét ekki þar við
sitja. í sjónvarpsþætti nýlega við-
urkenndi viðskiptaráðherra, Tóm-
as Árnason, að til stæði að auka
enn skattheimtuna með því að
hækka tekjuskatt frá því sem ráð
herra því yfir, að ekki væri
nauðsynlegt að á sama tíma og
ríkisstjórnin sinnti ýmsum öðrum
málum væi hún að berjast við að
endurgreiða skuldir ríkissjóðs við
Seðlabanka íslands. Markmið
hennar væi að gera ráð fyrir
rekstrarjöfnuði á ríkissjóði.
Hvað þýðir þetta?
í fjárlagafrumvarpi Tómasar
Árnasonar frá í haust var gert ráð
fyrir því, að tekjur umfram gjöld
á rekstrarreikningi næmu tæplega
9 milljörðum króna. Þetta fé átti
að ganga til skuldagreiðslna við
Seðlabanka íslands. Hluti af þessu
fé — 4.5 milljarðar króna — er
þegar ákveðið með sérstökum
samningum við Seðlabankann frá
því í sumar að greiða skuli honum
á fyrstu þremur mánuðum ársins
1980 og verður tæplega við því
hreyft. Eftir standa þá 4—4.5
milljarðar af áætluðum rekstrar-
afgangi, sem til ráðstöfunar gætu
verið. Fjármálaráðherra er ekki
hægt að skilja á annan veg en
hann fyrirhugi að auka sérstak-
lega útgjöld ríkisins um slíka
4—4.5 milljarða án tekjuöflunar á
móti þannig að rekstrarreikningur
í fjárlögum verði gerður upp
nánast á núlli.
í fjárlögum ársins 1979 var
áformað að tekjur umfram gjöld á
rekstrarreikningi yrðu 6.6 millj-
arðar kr. Öllum var hins vegar
ljóst — enda staðfesti reynslan
það — að slíkt áform mundi renna
út í sandinn. Rekstrarafgangur
upp á 6.6 milljarða breyttist á
árinu í rekstrartap er nam um 3.0
milljörðum kr. þannig að ef menn
hefðu lagt upp með áætlun um
rekstrarjöfnuð á ríkissjóði — eins
og Lúðvík Jósefsson og Alþýðu-
Ný skatta-
bylgja á
næsta leiti
árinu, sem skatturinn er greiddur.
Þessum fyrirætlunum mót-
mælti þingflokkur Alþýðuflokks-
ins og neitaði að standa að fjár-
lagafrumvarpi Tómasar Árnason-
ar, m.a. af þessum sökum, en
alkunnugt er, að sú er afstaða
Alþýðuflokksins, að sökum flókins
tekjuskattskerfis og misréttis,
sem það kerfi býður upp á, beri að
stefna að afnámi tekjúskatts af
almennum launatekjum.
í fjárlagafrumvarpi því, sem
minnihlutastjórn Alþýðuflokksins
lagði fram í desembermánuði sl.
og núverandi ríkisstjórn hefur
lagt til hliðar, var tekið á þessum
málum. Ríkisútgjöld voru þar
skorin niður um tæpa 7 milljarða
króna og tekjuskattur lækkaður
um sömu upphæð þannig að í því
framvarpi var áætlun um tekju-
skatt einstaklinga lækkuð í 30.2
milljarða kr. Skömmu fyrir
stjórnarskipti lagði ég svo fram á
Alþingi frumvarp til laga um
skattstiga, þar sem skattstigar
voru ákveðnir þannig að þessi
skattalækkun kæmi fyrst
láglaunafjölskyldum og fólki með
lægri meðaltekjur til góða, en á
hafði verið fyrir gert í frumvarpi
því sem hann flutti á sl. hausti!
Ráðherrann sagði, að skattbyrðin
yrði líklega aukin um það bil eitt
prósentustig — eða úr röskum
20% af tekjum álagningarárs í
rösk 21%. Þetta „sakleysislega“
1% getur þýtt hækkun tekjuskatts
um 4—6 milljarða kr.
Með þessari yfirlýsingu hefur
viðskiptaráðherra sem sé þegar
boðað 40% hækkun á tekjuskött-
um einstaklinga frá þeim tillög-
um, sem minnihlutastjórn Al-
þýðuflokksins lagði fram í des-
ember. Og miðað við
framkvæmdaáform ríkisstjórnar-
innar verður því miður að líta svo
á, að sú skattahækkun sé í algeru
lágmarki. Hún gæti orðið meiri.
Margra
milljarða
skattavíxill.
I Morgunpósti útvarpsins fyrir
fáum dögum lýsti fjármálaráð-
bandalagið heimtuðu — þá hefði
niðurstaðan getað orðið 9—10
milljarða króna fjárvöntun.
Auðvitað verður síðar að afla
fjár til að standa undir slíkum
hallarekstri og það var gert eins
og menn muna með því að hækka
söluskatt og vörugjald á s.l. sumri.
Ef ekkí' hefði verið til sá 6.6
milljarða „varasjóður", sem fólst í
áætlun fjárlaga um rekstraraf-
gang, hefði sú skattahækkun þurft
að verða sem því svarar meiri.
Með því að leggja frá landi í
upphafi árs með áætlun um lítinn
sem engan rekstrarafgang á
ríkissjóði í 40—50% verðbólgu,
eins og fjármálaráðherra hefur nú
boðað, er í raun stefnt að margra
milljarða rekstrarhalla. Slíkt kall-
ar auðvitað á síðari tíma tekjuöfl-
un með hækkuðum sköttum og eru
því fyrirætlanir ríkisstjórnarinn-
ar um að breyta áætluðum
rekstrarafgangi á fjárlögum upp á
9 milljarða í rekstrarjöfnuð ekki
annað en frestun á skattheimtu
sem þeirri upphæð nemur auk
þess sem ríkisfjármálin vinna þá
alls ekki gegn verðbólgunni.
1% sölu-
skattshækkun
Það sem hér að framan hefur
verið sagt byggist á áformum, sem
ráðherrar í ríkisstjórninni, stuðn-
ingsmenn ríkisstjórnarinnar á Al-
þingi eða ríkisstjórnin öll hafa
ýmist þegar gert uppskátt um eða
flutt tillögur um. Hins vegar er
ljóst, að þær skattahækkanir, sem
þegar hefur verið skýrt frá, munu
ekki duga til þess að mæta þeim
útgjaldaáformum, sem ríkis-
stjórnin hefur boðað.
Hannibal Valdimarsson sagði
eitt sinn um kommúnista nokk-
urn, að stóri kosturinn við hann
sem andstæðing væri sá, að hon-
um dytti aldrei neitt í hug. Slíkt á
raunar við um Alþýðubandalagið
og efnahagsmálin. Þeir Alþýðu-
bandalagsmenn eru svo fastir í
sínu eigin hjólfari, að það má
næstum alltaf með öruggri vissu
geta sér til um hvað þeir gera.
Verður því hér á eftir bæði í
gamni og alvöru reynt að spá
frekar í spilin miðað við þau
útgjaldaáform, sem þegar hafa
verið boðuð og hefðbundin úrræði
Alþýðubandalagsins.
Mér þykir líklegt að til þess að
ná endum saman í áformum
ríkisstjórnarinnar vanti enn um
tvo tugi milljarða þrátt fyrir þær
auknu álögur og breytingar, sem
að framan voru raktar. Miðað við
að ríkisstjórnin hverfi ekki frá
loforðalistanum strax í upphafi
ferils síns er líklegt,að Alþýðu-
bandalag og Framsóknarflokkur
bregðist við vandanum með þess-
um hætti:
1. Að stórauka erlendar lántökur.
2. Að taka upp þau nýju vinnu-
brögð að leysa útgjaldavanda utan
fjárlaga með nokkurs konar við-
bótarfjárlögum — eða fjárlaga-
kálfum.
3. Að afla „sérstakra viðbótar-
tekna“ með afbrigðilegum hætti.
Tökum fyrst fyrir
viðbótartekjuöflunina.
Líklegt er, að ríkisstjórnin
treystist ekki til öllu meiri hækk-
unar beinna skatta en þegar hefur
verið á minnzt, nema hvað verið
getur að einhverjar hækkanir á
eignasköttum verði ákveðnar; en
þó munu þær ekki gefa umtalsvert
fé í ríkissjóð. Einasta tekjuöflun-
arúrræðið, sem eftir er, virðist
vera hækkun óbeinna skatta,
nema þá menn taki það ráð að
hverfa frá loforðalistanum. Gall-
inn við þá tekjuöflunaraðferð er
hins vegar sá, að öfugt við hækkun
beinna skatta — sem ekki mælist í
vísitölu — koma allar hækkanir á
óbeinum sköttum fram í vísitöl-
unni; hækka hana og auka þar
með verðbólgu í landinu. Þetta
mun mönnum í ríkisstjórn Gunn-
ars Thoroddsens ekki þykja ráð.
Jafnvel þeir munu koma auga á,
að til lítils sé að hækka óbeina
skatta — og þar með vísitöluna —
til þess að afla fjár m.a. til að
greiða niður þessa sömu vísitölu.
Og hvað er þá til ráða?
Hið hefðbundna úrræði Alþýðu-
bandalagsins í þessari stöðu er
mjög einfalt. Boðað er að til standi
að leggja í miklar „félagslegar
framkvæmdir" og til þeirra þurfi
sérstaklega að afla fjár. Það verði
gert með hækkun á óbeinum
sköttum, en auðvitað nái það ekki
nokkurri átt að slík fjáröflun, sem
bara sé framkvæmd „fyrir fólkið",
verði til þess að auka verðbólguna
í landinu. Því beri að taka þessa
„sérstöku fjáröflun" út úr vísitöl-
unni og alls ekki gera þar ráð fyrir
henni, enda eigi að nota peningana
til „félagslegra stórræða".
Sú fjáröflun, sem mér finnst
líklegt að ráðizt verði í með
þessum eða sviðuðum hætti, ef
ekki verður þá horfið frá efndum
loforðanna 1 málefnasamningnum,
gæti verið ígildi söluskattshækk-
unar um svo sem eins og eitt stig.
Síðan gæti auðvitað komið til
greina að taka hana með öðrum
hætti en með hækkun söluskátts
— t.d. með hækkun vörugjalds —
eða með hækkunum annarra