Morgunblaðið - 01.03.1980, Page 29

Morgunblaðið - 01.03.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980 29 fclk í fréttum + ÞESSI mynd var fyrir nokkru tekin í réttarsal í ítölsku borginni Tórínó. Þá voru þessar fjórar manneskjur, þrír karlar ok ein kona, leidd fyrir rétt. Allt eru þetta hryðjuverkamenn úr Rauðu herdeildunum ok öll hafa þau áður komið við sögu og hlotið dóma fyrir morð og ofbeldisverk. Einn í hópnum er kærður fyrir morðið á ítalska stjórnmálamanninum Aldo Moro. Hryðjuverkamenn þessir heita (frá v.): Attilio Casaletti, Pierluigi Zuffada, þá konan Paola Besuschio og lengst til hægri er Corrado Alunni. í réttarsalnum var mjög ströng öryggisgæzla i höndum varða, sem voru gráir fyrir járnum. + í TILEFNI af því að mikil endurskipulagning hefur farið fram á fólksflutningum með lestum i brezku nýlendunni Hong Kong, austur í Kína, var brezka prinsessan Alexandra send þangað austur fyrir skömmu til þess að vera við hina hátíðlegu athöf nsem fram fór þar. sem sérstakur fulltrúi heimalandsins. Myndin er tekin af prinsessunni en hún kom tii fiskimannabæjarins Tai 0. t>ar var henni fagnað af sólabörnum sem veifuðu brezkum fánum. Hamre hershöfð- ingi og landvarnir + í NORSKUM og dönskum blöðum heíur þessi yfirmaður norska hersins, Sverre Ilamre, verið í fréttum undanfarið í sambandi við landvarnir í löndunum báðum. Lét hann þau orð falla fyrir skömmu, að hernaðarlega trygg staða Dana, einkum á Sjálandi, væri mjög mikilvæg, fyrir landvarn- ir Noregs. Hann sagði ennfremur, að færi svo, að Danir drægju úr landvörnum sínum, hefði það í för með sér, að Norðmenn neyddust til þess að taka til endurskoðunar eigin varnar- ááetlanir. Málari Churchills er látinn + LÁTINN er í Bretlandi brezki listmálarinn Graham Sutherland, en hann varð frægur fyrir málverk það sem hann málaði af forsætisráð- herra Breta Winston Churc- hill. — Þetta málverk olli deilum, og sitt syndist hverj- um. — Churchill sjálfur var ákaflega óánægður með þetta málverk Sutherlands. Listagagnrýnendur töldu það mjög gott verk. Var það málað i tilefni af 80 ára afmæli stjórnmálaskörungs- ins mikla, árið 1954. — Fjöl- skylda Churchills gat aldrei fellt sig við þetta málverk. Svo fór að lokum að ekkja Churchills lét tilkynna að hún hefði látið eyðileggja mál- verkið! Sutherland listmálari sagð- ist aðeins hafa málað það sem hann sá. Ég mála ekki til þess að fá hrós og viðurkenningu. Þess má geta að hann mál- aði einnig þýzka stjórnmála- manninn Konrad Adenauer og rithöfundinn Somerset Maugham. — Þá málaði hann myndir í heimsstyrjöldinni síðai — myndir af brenndum borgum og bæjum í Bretiandi eftir loftárásir Þjóðverja. Stenmark + VIÐ gerðum sænska skíðakónginn Stenmark, að ólympíumeistara í bruni, hér í þessum dálkum nýlega. Okkur er reyndar ekki kunnugt um að hann hafi getið sér orðs í þeirri grein skíðaíþróttanna, enda varð hann ólympíu- meistari í stórsvigi og svigi, blessaður. — Þessi mistök eru hér með leiðrétt. Vegna breytinga sem áttu sér stað á húsnæði Glæsibæjar i des. s.l. er rakarastofan nú flutt i stærra húsnæði. Auk almennrar þjónustu, er Rakarastofan Glæsibæ sú eintT sem býður uppá hið nýja franska Cleo permanent jafnt fyrir dömur sem herra. Rakarastofan er opin alla virka daga frá 9—6, nema föstudaga frá 9—8 og laugardaga frá 9-12. ÚTGARÐUR í Glæsibæ Veislumatur, hvaða nafni sem hann nefnist: Kaldireða heita réttir, Kalt borð, Kabarett, Síldarréttir, Smurt brauð, Snittur o.fl. Sendum í heimahús Leigjum einnig út sali. ÚTGARÐUR í Glæsibæ 86220 Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöið að notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 1. marz veröa til viðtals Pa Gíslason og Bessí Jóhannsdóttir. Páll er í framkvæmdanefnd vegna bygginga- stofnana í þágu aldraðra og heilbrigðismála VIÐTALSTIMI p Alþingismanna og ^ borgarfulltrúa | Sjálfstæöisflokksins ^ I Reykjavík |

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.