Morgunblaðið - 01.03.1980, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.03.1980, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980 5-4-3-2-1- og nú byrjar þú að afplána dóminn. Ef þú grípur ponnuna getum við tekið einn leik hér við borðið. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Ekki var auðvelt að koma auga1 á moguleika varnarinnar i spili dagsins. En þó má segja, að strax eftir fyrsta slag gæti vestur dregið sinar áiyktanir. Suður gaf, aliir utan hættu. Norður S. KG73 H. 752 T. Á109 L. DG4 Vestur S. 6 H. D8643 T. G762 L. ÁK3 Austur S. Á109542 H. GIO T. 843 L. 75 Suður S. D8 H. ÁK9 T. KD5 L. 109862 COSPER Svona ættir þú að gera! Já, en ég þekki bara stúlkuna ekki neitt. Getum við lært af Svíum? „Þann 29. febr. birtist í Morgun- blaðinu árangur rannsóknar sem sýndi að nýting vinnustunda í skipaviðgerðum komst niður í liðlega fimmtung reiknaðra stunda. Ég átti viðtal við skipasmið sem unnið hafði um tíma í sænskri skipasmiðju. Hann bar saman vinnutilhögun hér og í Svíþjóð og sagði orðrétt: „Við vissum alltaf að kvöldi að hverju skyldi unnið að morgni og gengum að öllum verkfærum á vísum stað. Hér rennum við blint í sjóinn, enginn veit að hverju hann skal ganga. Þegar búið er að tvístíga drykk- langa stund er farið að leita að verkfærum. Þegar því er lokið er oft farið að styttast að kaffitíma." Lokaorð viðmælanda míns þóttu mér næsta athyglisverð. Hann sagði: „Þetta hangs þreytir mig miklu meira en þegar ég gekk hiklaust að vinnu minni í Svíþjóð." Af þessu má ætla að slæm verkstjórn sé undirrót þessara óskapa, ekki vinnusvik iðnaðar- manna. Gætu íslenskar skipasmiðjur ekki lært verkstjórn af Svíum, fetað í fótspor þeirra á þeim sviðum sem vel fer, eða eru íslendingar þeim örlögum háðir að apa einungis það sem úrskeiðis fer svo sem í skólamálum, en í þeim eru Svíar í slíkri úlfakreppu að einkaskólar skjóta upp kollin- um eins og gorkúlur á mykjuskán vegna þess að ríkisskólar hafa brugðist hrapallega. J.Á.G.“ • Leiðrétting Velvakandi harmar myndaval í dálki sínum í gær. Birt var mynd úr miðborg Reykjavíkur af öldruð- um manni og dreng og skal það sérstaklega tekið fram, að mynda- valið á ekkert skylt við efni lesendabréfs, er birt var fyrir ofan myndina. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum blaðsins. SuÖur Vestur Norður Austur 1 Lauf 1 Hjarta 1 Spadi P 1 Grand P 2 GrOnd P 3 Grönd Allir P Pass Varla er hægt að segja, að sögn vesturs hafi verið til neinnar fyrirmyndar með svo lélegan lit. Én gegn gröndunum þrem spilaði hann út hjartafjarka. Tían frá austri og suður tók. Hann spilaði strax laufi, sem vestur tók með kóng og spilaði aftur lágu hjarta. En þegar austur lét gosann fékk hann að eiga slaginn og þar með voru möguleikar varnarinnar úti. Ekki var lengur hægt að fríspila hjartað og suður fékk í ró og næði sína niu slagi. Þegar austur lét hjartatíuna í fyrsta slag vissi vestur strax ýmislegt. Með tíunni neitaði aust- ur níunni og úr því suður tók með kóngnum hlaut austur að eiga gosann. Að þessu athuguðu mátti sjá, að austur varð að eiga spaða- ásinn að auki. Þannig gat vestur af nauðsyn spilað spaða, sem austur tæki með ásnum og spilaði hjartagosanum. Og þá nægði ekki fyrir suður að gefa, þar sem vestur gæti tekið með drottningunni og spilað þriðja hjartanu. Og með laufásinn sem örugga innkomu hlyti vestur að sjá vörninni fyrir nægilega mörgum slögum. Maigret og vínkaupmaöurinn Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdótfir sneri á islensku 59 — Það eru nokkur atriði sem enn eru óljós. Maðurinn missti atvinnu sína í lok júní. Að öllum líkindum hefur hann ekkert fagt fyrir. en samt sem áður afhenti hann eiginkonu sinni um næstu tvenn mánaða- mót upphað sem svaraði til mánaðarkaups síns. Yfirmaður hans borgaði honum engin laun. ekki einu sinni fyrir júnímánuð. Það er ekki fyrr en í lok september að hann hverf- ur að heiman og það að hann kom alltaf með peninga heim sem venjulega var til þess að kona hans hafði ekki hugmynd um að hann hefði misst vinnuna á Quai des Charenton. Hann hefur trúlega leitað sér að vinnu en enga fengið. í september hverfur hann. Upp frá því virðist íyrir alvöru hafa farið að síga á ógæfuhlið- ina og hann hefur sýnilega gefizt upp á því að berjast á móti og eins og hann kemur fyrir nú er ekki sennilegt að hann sofi í rúmi né hafi aðgang að hreinlætisaðstöðu. Hann hefur verið tilneyddur að hafa úti allar klær til að fá sér peninga fyrir mat. Það getur verið hann hafi unnið í Hallerne við vöruflutning. Síminn hringdi. — Rannsóknarlögreglan ... Maigret iögregluforingi... Það er aítur þessi maður sem vill endilega tala við yður persónu- lega. — Gefið mér samband. Og við hina sagði hann: — Það er hann. Svo sagði hann i simann: — Maigret lögregluforingi hér... — Þér haíi talað við konuna mína. Það datt mér i hug. Þér voruð drjúga stund hjá henni. en aðstoðarmaður yðar beið á bar í grenndinni. Er hún mjög reið út í mig? — Ég held ails ekki að hún sé reið. — Ekkert óhamingjusöm? — Hún kom mér alls ekki fyrir sjónir sem ólukkuleg kona. — Minntist hún ekkert á peninga? — Nei. — Mér er óskiljanlegt á hverju hún lifir. — Hún fór að hitta Chabut að máli íyrir nokkrum vikum og hann gaf henni þúsund franka. Hæðnishlátur heyrðist í sím- anum. — Og hvað sagði svo faðir minn? Þetta var undravert. Allt virtist hann vita og fylgjast með hverju fótmáli Maigrets. Hann hafði þó ekki yfir neinum bíl að ráða og væntanlega átti hann ekki peninga fyrir leigu- bílum. Hann virtist arka þetta allt saman þótt haltur væri og svo hvarf hann eins og töfra- sprota væri lyft og birtist á næsta stað. — Ekkcrt sérstak. Mér skildist hann væri ekki sérlega hrifinn af konu yðar. — Þér eigið við að hann hefur viðbjóð á henni. Það var þess vegna sem við urðum óvinir. Eg varð að velja milli hennar og hans... Hann hafði óneitanlega veðj- að á vitlausan hest. — Hvers vegna komið þér ekki til min hér á Quai des Orfevres. svo að við getum talað saman undir fjögur augu? Ef þér hafið ekki drepið Chabut farið þér héðan frjáls rnaður. Ef þér hafið á hinn bóginh skotið hann fáið þér snjallan lögfræð- ing sem myndi tryggja að þér fengjuð minnstu hugsaniegu refsingu ... Halló ... halló ... Gilbert Pigou hafði lagt tólið á. — Þið heyrðuð þctta. Hann veit að ég hef verið hjá konu hans og að ég fór síðan að ræða við föður hans. Þetta var eins og spil — og í hvert skipti hafði Pigou yfir. Og þó var hann áreiðanlcga ekkert fluggáfaður. — Ilvar var ég nú? Já. Hall- erne. Ilvernig va'ri að iáta finkemba þá i nótt. Þið getið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.