Morgunblaðið - 01.03.1980, Page 34

Morgunblaðið - 01.03.1980, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR L MARZ 1980 'M FREKAR gengur brösótt að berja saman vetraríþróttahátíðina á Akureyri, en í gær varð að fresta öllum keppnisgreinunum að einni undanskilinni. Það tókst þó a.m.k. að setja hátíðina formlega i gær- kvöldi. Vonskuveður var á Akur- eyri í gær, norðangarri og ekki fýsilegt að keppa eða dvelja í utandyra. Aðeins var keppt í 500 metra skautahlaupi karla og drengja, voru 6 keppendur í karlaflokki og 3 í drengjaflokki. Keppa átti einnig í 1500 metra skautahlaupi en sökum veðurhæðar varð að aflýsa því í bili. í dag verður reynt að troða inn þeim keppnisgreinum sem ekki tókst að keppa í í gær, auk þess sem reynt verður að halda áætlun, ef veður leyfir... Örn Indriðason sigraði í 500 metra skautahlaupi karla, hljóp á 55,1 sekúndu. Hafði Örn yfirburði, því næsti maður, Sigurgeir Har- aldsson, fékk tímann 59,8 sekúnd- ur. Bæði Örn og Sigurgeir eru úr Skautafélagi Akureyrar. Röð og tími keppendanna var þessi. 1. Örn Indriöason SA 55,1 sek. 2. Sigurgeir Haraldsson SA 59,8 sek. 3. Gunnar Snorrason UBK 60,0 sek. 4. Sigurður Baldursson SA 60,2 sek. 5. Ásgrímur Ágústsson SA 62,1 sek. 6. Skúli Lórenzson SA 65,5 sek. Sem fyrr segir voru keppendur aðeins þrír í drengjaflokki. í fyrsta sæti varð Ágúst Ásgríms- son, SA, fékk tímann 59,2 sekúnd- ur, bróðir hans Bergþór Ásgríms- son varð annar á 61,3 sekúndum. Þriðji varð Jóhann Ævarsson SA á 65,5 sekúndum. sor/gg. Árangur Þórdísar einsdæmi í Kanada „ÞAÐ hefur engin kanadisk kona leikið afrek Þórdísar eftir. Hún hefur sýnt mikinn áhuga og á tvimælalaust mikla framtíð fyrir sér í hástökkinu," sagði Pat Reid landsþjálfari Kanada i frjáls- íþróttum i spjalli við Mbl. i gær er hann var inntur eftir árangri Þórdísar Gísladóttur ÍR og Þráins Hafsteinssonar ÍR á meistaramóti Kanada i frjáls- Þórarinn Ragnarsson blm. Mbl. í Madrid skrifar: „Mikilvægasti leikur Vals fyrr og síðar“ íþróttum innanhúss um helgina, en Þráinn og Þórdis hafa verið gestir Pats frá því í október. Þórdís varð kanadískur meistari í hástökkinu, stökk 1,75 metra og sigraði eftir spennandi og tvísýna keppni. Um fyrri helgi sigraði Þórdís á unglingameistaramóti Óntaríófylkis í sömu grein, stökk 1,80 metra og setti Islandsmet. Skömmu áður vann hún hástökkið á fullorðins-meistaramóti fylkis- ins með 1,78 metra stökki. „Þess- um árangri hefur engin kanadisk kona náð, að vinna tvö meistara- mót í stærsta fylki landsins og kóróna það með því að sigra einnig á sjálfu meistaramóti Kanada," sagði Pat. Þráinn stóð sig einnig vel á mótinu, varð annar í fimmtar- þrautinni á eftir góðum tugþraut- armanni, og skildu innan við 30 stig í lokin. Hlaut Þráinn 3530 stig og er það nýtt íslandsmet, hann átti sjálfur hið fyrra, 3,500 stig. Rafmagnstimataka var sjálfvirk og árangurinn á mótinu því hlut- fallslega betri. Ekki vissi Pat árangur Þráins í einstökum grein- um þrautarinnar, nema að hann hefði náð sínu bezta í hástökki innanhúss. Þau Þórdís og Þráinn héldu í vikunni til Kaliforníu þar sem þau slógust í hópinn með fjölda ann- arra íslenzkra frjálsíþrótta- manna, og sagði Pat að þar yrðu þau við æfingar í hlýju og góðu veðri í a.m.k. einn mánuð, en þar dvelja nú 15 manns við æfingar, og fjórir frjálsíþróttamenn eru í Texas og Alabama. — ágás. Skagamenn réðu George Kirby í gær KLUKKAN 6.30. að íslenskum tíma í dag fer fram fyrri leikur Vals og Atietico Madrid í und- anúrslitum Evrópumeistara- keppninnar i handknattleik i glæsilegri íþróttahöll hér í Madrid. höll sem rúmar 3000 manns, þar af 1500 i sæti. Uppselt er á leikinn og virðist vera mikili áhugi á leiknum hér i Madrid. Töluvert er fjallað um hann bæði i biöðum og útvarpi. Þar kemur fram að Spánverjar telja sig alveg örugga um sigur í leiknum, þeir eru fullvissir um að komast í úrslitin. Ölium leiknum verður sjónvarpað beint um ailan Spán og einnig lýst í útvarpi. Þess má geta að Valsmenn fóru út með myndseg- ulbandsspólur frá islenska sjón- várpinu og reynt verður að taka upp leikinn svo hægt verði að sýna hann heima. Ferðin til Madrid var bæði löng og erfið og stóð í 17 klukkustundr. Það var lúinn hópur sem gekk til náða í fyrrakvöld. Allar móttökur hér eru til mikillar fyrirmyndar, hópurinn býr á mjög góðu hóteli í útjaðri Madrid og allt er gert til_þess að mönnum líði sem best. I gærdag hvíldust menn og bjuggu sig undir átökin og slegið var upp miklu skákmóti sem fram fór úti við, þar sem veður er mjög gott, 16 stiga hiti, heiðskírt og sólskin. Dagurinn í gær var heitasti dagurinn sem komið hefur í Madrid á þessu ári. í gærkvöldi var svo tekin klukkustundar löng æfing í Höll- inni sem leikið verður í og leist leikmönnum mjög vel á allar aðstæður. Einna helst væri hægt að kvarta yfir því að áhorfenda- stæðin eru svo til alveg við hliðarlínurnar beggja vegna leikvangsins. Á æfingunni kom í ljós að mikill hugur er í mönnum að standa sig vel í leiknum í kvöld. Stefán Gunnarsson fyrirliði sagði í gær, að þessi leikur væri án efa sá mikilvægasti sem Valur hefði leikið fyrri og síðar. Hilmar þjálfari tók undir þau orð Stefáns. Stefán sagðist vera bjartsýnn á góðan árangur. „Við megum ekki tapa með meira en þremur mörkum í leiknum; tak- ist okkur það, er það sigur fyrir okkur". Lið Atletico Madrid leikur flata vörn og leika þeir ekki kerfisbundinn handknattleik og sagði Hilmar það henta liði Vals vel. Allir leikmenn Atletico Madrid eru atvinnumenn í íþróttinni og hér hefur maður heyrt því fleygt að þeir fái jafnvirði 350.000 íslenskra króna, takist þeim að sigra í þessum eina leik. Hilmar þjálfari hefur miðað allan undirbúning að undan- förnu fyrir þennan eina leik og nú er bara að bíða og sjá hvernig gengur. Allir í hópnum biðja fyrir bestu kveöjur heim. Þórdís Gisladóttir, frjálsíþróttakonan snjalla úr ÍR, hefur staðið sig vel á frjálsíþróttamótum i Kanada að undanförnu, og hápunkturinn var að sjálfsögðu sigur hcnnar á kanadiska meistaramótinu um síðustu helgi. LjÓHm. Mhl. úkús. SKAGAMENN réðu í gærkvöldi George Kirby til að þjálfa 1. deildarlið bæjarins í íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar. Kirby, sem hefur verið framkvæmdastjóri 4. deildar liðsins Halifax í ensku knattspyrnunni, þjálfaði Skagaliðið í fjögur ár með frábærum árangri áður en Vestur-Þjóðverj- inn Klaus Hilpert tók við því, einnig með góðum árangri. • George Kirby — Hilpert komst ekki af persónulegum ástæöum Gunnar Sigurðsson sagði í viðtali við Mbl. í gærkvöldi að Skagamenn hefðu átt viðræður við Hilpert um framhald á störfum hans og tók Hilpert til að byrja með vel í það. í fyrrakvöld skýrði hann hins veg- ar knattspyrnuráði Akraness frá því í símtali að hann gæti ekki komið til íslands í sumar af persónulegum ástæðum og harmaði hann það mjög. Hilpert bauð Skagamönnum mjög hæfan og vel menntaðan. þjálfara í staðinn, en forráðamenn IA kusu heldur að ráða Kirby, sagði Gunnar aðspurður. Kirby er væntanlegur til landsins 1. maí næstkomandi. Skagamenn eru hins vegar byrj- aðir að æfa af fullum krafti undir stjórn Harðar Helgasonar, sem gat sér gott orð í fyrra sem aðstoðarþjálfari Hilperts. Mun Hörður sjá um liðið þar til Kirby kemur. SS/gg. • Klaus Hilpert Mikil veðurhæð spillir íþrótta- hátíðinni á Akureyri — Fresta varö öllum greinum í gær utan 500 m skautahlaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.