Morgunblaðið - 01.03.1980, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1980
35
9,
Stjórn KKÍ kærir
17 körfuboltamenn
STJÓRN KKÍ sat mikinn fund
og langan í fyrrakvöld. Var
spjaldamáliö umtalaða til um-
ræðu. Til giöggvunar fyrir les-
endur skal það rifjað upp, að
vegna formgalla á meðferð guiu
spjaldanna, var málum nokk-
urra leikmanna visað frá hjá
aganefnd. en leikmenn þessir
áttu annars yfir höfði sér leik-
bann.
Stjórn KKÍ tók 9ig til og kærði
fyrir aganefnd alla þá leikmenn
sem fengið hafa gul 9pjöld í
vetur, 17 manna hóp plÚ9 einn
liðstjóra. Kæran er ekki þannig
sett fram að viðkomandi menn
verði dæmdir í bann, hún hljóð-
ar upp á minni háttar óprúða
framkomu, en refsingin við því
er einungis aðvörun. Reyndar
hafa aðeins þrír úr þessum stóra
hópi fengið fleiri gul spjöld en
eitt, þeir Ríkharður Hrafnkels-
son og Tim Dwyer úr Val og
ÍR-ingurinn Jón Jörundsson.
Það sem eftir er af þessu móti
er líklegt að framkvæmd þessa
máls verði sú, að dómararnir
kæri leikmenn beint.
gg.
íslandsmótiö í handknattleik:
Úrslitaleikir á toppi
og botni um helgina
MIKIÐ fjör færist í 1. deildar-
keppnina i handknattleik um
helgina, en þá verða úrslitaleik-
ir á toppi og botni. Tveir
algerir fallbaráttuleikir fara
fram, HK og KR eigast við að
Varmá og Fram mætir ÍR.
Leikur HK og KR fer fram að
að Varmá í dag klukkan 18.00.
Með því að næla sér í stig,
myndu KR-ingar hífa sig af
mesta hættusvæðinu, en með
sigri myndi HK enn eiga nokkra
möguleika á því að bjarga sér frá
falli. Líklega dugar HK ekkert
minna en sigur, því staða liðsins
er ekki góð eins og sjá má á
töflunni hér að neðan. Leikmenn
HK hafa ekki verið nein lömb að
leika vjð að undanförnu og með
áhorfendur að baki sér á Varmá,
mega KR-ingar hafa sig alla við
ef þeir ætla að fá eitthvað af
stigum.
Leikur Fram og ÍR, sem fer
fram í Laugardalshöllinni á
morgun klukkan 19.00, er ekki
síður mikilvægur. Það lið sem
tapar þeirri viðureign stendur
vægast sagt á heljarþröm. ÍR-
ingar hafa unnið nokkra góða
sigra í vetur, en Framarar hafa
hins vegar sýnt mun meiri fram-
farir. Ekkert skal sagt um sigur-
líkur liðanna.
Þriðji leikur 1. deildar karla er
viðureign FH og Víkings suður í
Hafnarfirði. Hefst leikurinn
klukkan 14.00 í dag. Þetta eru
tvö efstu liðin í deildinni, en
sigri Víkingur er liðið orðið
meistari. Verði jafntefli, eða
sigri FH, á liðið enn möguleika á
því að ná Víkingum að stigum.
Það myndi þó byggjast á því að
Víkingur tapaði síðan fyrir ÍR og
HK í síðustu leikjum sínum. Þó
vonin sé veik, ætla FH-ingar sér
að berjast eins og Ijón til sigurs
og eru Víkingarnir hvergi lík-
legri til þess að tapa stigi eða
stigum en gegn FH í Firðinum.
En lítum skipulega yfir leiki
helgarinnar.
Laugardagur:
Hafnarfjörður kl. 13.00 1. deild kvenna Haukar-Valur
kl. 14.00 1. deild karla FH—Vikingur
Varmá kl. 18.00 1. deild karla HK-KR
Sunnudagur: Varmá kl. 15.15 2. deild kvenna HK—Þróttur
Keílavfk kl. 15.00 3. deild karla fBK—Grótta
Vestmannaeyjar kl. 14.00 2. deild karla Týr—Þór Ve
LaugardalshöII kl. 19.00 1. deild karla Fram—ÍR
kl. 20.15 1. deild kvenna KR—Fram
Ýmsar íþróttir um helgina
NM í sundi.
Tvær íslenskar stúlkur taka þátt I
Norðurlandameistaramóti unglinga í
sundi sem fram fer í Kupio í Finnlandi
um helgina. Hér er um þær Katrínu
Sveinsdóttur að ræða og Þórðnnu
Héðinsdóttur. Báðar keppa þær í 100,
200 metra skriðsundi og 4x200 metra
fjórsundi. Auk þess keppir Katrín í
400 metra skriðsundi og Þóranna
keppir í 100 og 200 metra baksundi.
Júdó
ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í júdó
fer fram um helgina í íþróttahúsi
Kennaraháskólans. í dag verður keppt
í öllum þyngdarflokkum karla. Hefst
keppnin klukkan 17.00. Á morgun
verður hins vegar keppt í opnum flokki
karla, í kvennaflokki og flokkum
unglinga.
Trimmganga
Trimmganga á skíðum verður hald-
in í Hveradölum í dag og á morgun og
hefst báða dagana klukkan 14.00. Það
er Skíðafélag Reykjavíkur sem sér um
göngu þessa, en allir þátttakendur fá
viðurkenningarskjal frá ÍSÍ.
Lyftingar
Unglingameistaramót íslands í lyft-
ingum verður haldið í anddyri Laugar-
daíshaltar í dag og hefst það klukkan
14.00. Margir bráðefnilegir kraftajötn-
ar verða meðal keppenda og má búast
við því að eitthvað af metum fjúki í
loftið meö lóðunum.
Körfuknattleikur
Tveir leikir verða háðir í úrvals:
deildinni. í dag klukkan 13.00. í
Njarðvík eigast við heimamenn og ÍS.
Á morgun klukkan 13.30 leika síðan
ÍR og Valur í Hagaskólanum. Sam-
kvæmt mótaskrá fara einnig fram 2
leikir í 1. deild. UMFS og UMFG leika
i Borgamesi í dag klukkan 13.00 og á
Akureyri leika Tindastóll og Þór,
einnig í 1. deild. Hefst leikur þeirra
klukkan 15.00.
íslendingarnir
í kröppum dansi
REYKdAVIKUR
Loks kom að því að íslend-
ingarnir á Reykjavikurskákmót-
inu áttu í vök að verjast. Allir
fimm mættu þeir útlendingum í
fimmtu umferð og uppskeran varð
því miður fremur rýr, þrjú jafn-
tefli og tvö töp.
Annars gladdi það hjörtu
margra áhorfenda að flækjukóng-
urinn Kupreichik lagði Miles að
velli með svörtu í bráðskemmti-
legri skák, dæmigerðri fyrir sovét-
búann, sem hefur sýnt afburða
liflega taflmennsku það sem af er
mótinu. Með þessum sigri sinum
náði Kupreichik vinnings forskoti
fram yfir næstu menn, þá Browne,
Miles, Helga Ólafsson, Sosonko og
Torre.
Hin útlendingaviðureignin i
fimmtu umferðinni var á milli
þeirra Schllsslers og Sosonkos.
Svíinn, sem ávallt lætur öryggið
sitja i fyrirrúmi lét snemma af
hendi biskupaparið til þess að
komast út i heldur rýmra enda-
tafl. Eftir Ben-Oni byrjun þeirra
félaga kom upp þessi staða:
Svart: Sosonko
Hvitt: SchUssler
13. f4!? (Júgóslavneski stórmeist-
arinn Bukic, sem hefur dálæti á
þessu afbrigði með hvítu er vanur
að hróka hér og svara síðan 13. —
Dh4 með 14. f4 — Rg4, 15. Bxg4 —
Bxg4, 16. Del, en ókosturinn við
það framhald er að svartur getur
auðveldlega vikið sér undan drottn-
ingakaupum með því að leika 16. —
De7. Hinn gerði leikur hvíts
þvingar hins vegar fram drottn-
ingakaupin.)
— Rg4, 14. Bxg4 — Dh4+, 15. g3
— Dxg4,16. Dxg4 — Bxg4,17. h3
— Bd7, 18. g4 — Bxc3, (Svartur
lætur biskupaparið af hendi, en í
staðinn eru góðar líkur á því að
honum takist að mynda sér frípeð á
drottningarvæng.) 19. bxc3 — Rf6,
20. Kf2 — b5. Svartur reyndist
hafa nægilegt mótspil og um síðir
lauk skákinni með jafntefli.
En víkjum nú að skákum Islend-
inganna. Torre reyndist mun betur
heima í byrjuninni en Margeir og
eftir að þeim síðarnefnda hafði
mistekist snemmborin atlaga stóð
Torre með pálmann i höndunum.
13. Rg5? (Hugmyndin er vitaskuld
ekki að svara 13. — h6 með 14. Rge4
heldur með 14. Rxf7! — Kxf7, 15.
Bxc6 - bxc6, 16. Db3+ - Rd5, 17.
Rxd5 — Bxel, 18. Rxc7+. Torre féll
vitanlega ekki í þessa gildru og
hvítur hefði því betur leikið 13. Bd2
og haldið þannig jafnvæginu.) —
De7,14. Rd5 - Rxd5,15. Bxd5 -
Bh5,16. Bd2 - Bxd2,17. Dxd2 -
Rd4,18. Re4? (Gróf yfirsjón. Nauð-
synlegt var 18. Kg2 þ6 heldur sé
farið að síga á ógæfuhliðina.) — c6,
19. Ba2 - Bxe2!, 20. De3 - Bh5
og svartur var ekki í vandræðum
með úrvinnsluna.
Browne beitir gjarnan Najdorf-
afbrigðinu eins og fyrirmynd hans,
Bobby Fischer, og það kom í hlut
Guðmundar Sigurjónssonar að
kljást við það í fimmtu umferðinni.
Snemma kom í ljós að Guðmundur
sætti sig fyllilega við jafntefli, þó
hann hefði hvítt en Browne reynd-
ist ekki á sama máli. Virtist
bandaríski stórmeistarinn um tíma
standa betur, en í tímaþröng hans
tókst Guðmundi að koma sér upp
feikiöflugum riddara á miðborðinu
og bjargaði þar með skákinni.
Svart: Browne
Hvitt: Guðmundur
19. - Bg5, 20. Bg3 - Bh4,21. Bf4
- Bg5, 22. Bg3 - Bh4, 23. Bf4 -
Bf6, (Ekkert jafntefli, þökk fyrir.)
24. Db4 — Rc6! (Hugmyndin 25.
Dxb7 yrði nú svarað með Rc5 og
dagar drottningarinnar eru taldir.)
Skák
eftir Leif Jósteinsson
og Sævar Bjarnason
25. Da3 - Rde5. 26. Rd5 - Bg5,
27. Bg3 - Ra5, 28. Bd3 - Rac4.
29. Db4 — b5, (Hér var Browne
orðinn mjög naumur á tíma.) 30. b3
- Rb2, 31. Bxe5 - dxe5, 32. Hal
(Hvítur sér fram á það að svartur
kemur hrók niður á c2 og þá er
betra að hafa auga með a-peðinu. í
framhaldinu fær svartur sterkt spil
eftir c-línunni, en riddarinn á d5 og
hin hálfopna f-lína bjarga hvítum.)
- Rxd3. 33. cxd3 - Hc2, 34. Del
- a5, 35. Ddl - Hec6, 36. Df3 -
De8, 37. Hf2 - Hcl+, 38. Hxcl -
Hxcl+, 39. Hfl - Hxfl+. 40. Dxfl
- Dc6, 41. h3 — Dc2. Jafntefli, því
að hvítur leikur 42. Dal.
Helgi Ólafsson og Vasjukov
tefldu afbrigði af Katalan-byrjun
sem mjög er í tízku um þessar
mundir. Sovézka stórmeistaranum
tókst án teljandi erfiðleika að jafna
taflið og síðan var samið eftir
töluverð uppskipti.
Hvftt: Helgi Ólafsson
Svart: Vasjukov
Katalan-byrjun
1. c4 - e6, 2. g3 - d5, 3. Bg2 -
Rf6, 4. d4 - Be7, 5. Rf3 - 0-0, 6.
0-0 — dxc4, 7. Dc2 — a6, 8. Dxc4
(Framhaldið 8. a4 — Bd7! hefur
mjög verið í brennidepli að undan-
förnu. Helgi velur rólegra fram-
hald.) - b5,9. Dc2 - Bb7,10. Bd2
- Ha7!?, 11. a4 - Be4,12. Dcl -
b4, 13. Bg5 - Rbd7, 14. Rbd2 -
Ba8. 15. Rb3 - c5, 16. dxc5 -
Hc7,17. Hdl - Dc8,18. Bf4
- Rxc5!, 19. Rbd4 - Hd7,20. Re5
- Hxd4, 21. Hxd4 - Bxg2, 22.
Kxg2 - Da8+, 23. Kgl - Rb3, 24.
Ddl - Rxdf, 25. Dxd4 - Hd8, 26.
Dc4 - Hc8, 27. Dd3 - Hd8. 28.
Dc4 — Hc8, 29. Dd3. Jafntefli.
Af biðskákunum er það að segja
að Jón L. Árnason stóð mjög
höllum fæti gegn Byrne í biðstöð-
unni, enda fór svo að Jón varð að
lokum að sætta sig við sitt fyrsta
tap á mótinu.
Haukur virtist standa lakar lengi
framan af skák sinni við Helmers,
en eins og Haukur á vanda til
varðist hann af mikilli hörku.
Hann tryggði sér jafntefli með
þráskák.
Elóstig Nafn 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. Vinn.
2540 1. W. Browne (Bandar.) 1 'k 'k 'k 'k 3
2530 2. R. Byrne (Bandar.) 0 , 'k 1 0 1 2'k
2420 3. H. Schussler (Svíþjóö) ’Á 'k 'k 'k 'k 2'k
2435 4. Jón L. Árnason 'k 0 'k 'k 'k 2
2475 5. Guömundur Sigurjónsson 'k 0 'k 'k 0 Vk
2545 6. A. Miles (England) 1 'k 1 'k 0 3
2425 7. Margeir Pétursson 0 1 1 'k 0 2'k
2445 8. Helgi Ólafsson i * 1 'k 0 3
2405 9. K. Helmers (Noregur) 0 0 'k 'k 0 1
2425 10. Haukur Angantýsson 1 'k 0 0 'k 2
2545 11. E. Vasjukov (Sovétr.) 'k 'k 0 'k 'k 2
2520 12. E. Torre (Filippseyjar) 'k 'k 'k 'k 1 3
2535 13. V. Kupreitshik (Sovétr.) 1 'k 'k 1 1 4
2545 14. G. Sosonko (Hollandi) 'k 0 'k 1 1 3