Alþýðublaðið - 02.09.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.09.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Aígreid^la blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað tða í Gutenberg í síðasta lagi ki. 10, þann dag, sem þær eiga að feoma í blaðið. á landi í 45 ár, og getur enga óbjagaða setningu sagt á Isienzku. Þá eru „bioin*. Þau gera ekki hvað minst að því — óafvitandi — að spilla málinu. Fyr meir hrópuðu drengirnir sem mynda- skrár selja: „Myndaskrá!" Nú væla þeir „Prógram". Þetta má laga á augabragði, og kostar ekk- ert. Aftur á móti mun það kosta nokkurt fé umfrarn það sem nú er, ef tvennur annar ósiður á „bio" væri lagður niður. Fyrst og fremst er það óverjandi smekkleysa og beiniínis móðgun við ísleadinga — vafalaust ekki með ráði gerð ■— að auglýsa þær tnyndir er sýna á, á dönsku á götunum. Sá siður hefir nýlega verið tekinn upp, að hætta að festa upp mynd- lýsingu á íslenzku. Þær eru allar á Dönsku nú. Og má furðu gegna. Hvað skyldu Kaupmannahafnar- búar segja, ef einhvern morguninn væri búið að festa upp mynda- auglýsingar á íslenzku á hverju götuhorni þar? Ætli þeim brigði ekki i brún? Þá er annað, sem „bioin" ættu sem fyrst að gera að fastri reglu, æn það er að fá íslenzkan texta við allar myndir sem sýndar eru. Það mun að vísu kosta nokkra fyrirhöfn og fé, en vér Islending- ar verðum að gera þær kröfur til kvikmyndahúsanna hér, að þessu verði kipt í lag. Þegar Danir láta sér ekki nægja að hafa textann á Sænsku við sænskar myndir, hvl skyldum við þá ekki krefjast þess, að íslenzkur texti fylgi myndun- um sem hér eru sýndar? Annars væri bezt að hann væri enginn. Það hefir komið fyrir að myndir hafa verið sýndar með íslenzkum texta, og er það vel farið, en markið verður að vera: íslenzkur texti með hverri mynd! Menn þurfa ekki annað en líta í sinn eiginn barm. Ósjálfrátt fer svo, að Danskan, sem stöðugt verður á vegi þeirra, fær t, d. íslenzkar endingar, eða verður af- bökuð Danska, eða grautur úr báðum málunum. „Einn kaffi, takk!" — „Kökur, tak! með „glassu", með „flöde"!" eða hvað þetta nú heitir, eða blátt áfram eins og Siglfirðingar sögðu fyrir stríðið, er þeir spurðu eítir verði á einhverju: „Ka kost- ar ’e 11 “ (sungið á Norsku). Nei, góðir hálsar. Þarna er hættulegasti fjandi íslenzkrar tungu, og hann verður ekki útrekinn með þ jí að svifta landa vora þegnrétti, ef þeir í eitt ár fara út, og verða hvergi skráðir á maantal hér það árið. Fimm ára búsetuskilyrðið hans Bjarna frá Vogi er engin vernd íslenzkri tungu, það er að- eins þeim til skammar er því komu í Iög. Og hafi þeir ævarandi óþökk fyrir 1 Skeytingarleysi ís- lendinga sjálfra og kæruleysi — að iáta bjóða sér alt og þakka fyrir ef móðurmálinu er misboð- ið — er ekkert lamb að leika við og það verður ekki afnumið með lögum. »Hjemdal«, »Dannebrog«, »H. M. Haakon« og hvað þær nú heita húturnar, sem blessuð ís- lenzku börnin bera á höíðinm sér, ár eftir ár, eru tal&ndi vottur uni smekkleysi manna. íslenzku mæður! Skammist þið ykkar ekki í raun og veru, þeg- ar þið athugið þa.ð, fyrir að af- skræma höfuðin á börnum ykkar og stimpla þau, sem útiendinga, með þessum nöfnum. Eru ekki til nóg íslenzk nöfn, og þau fall- eg, ef endilega þarf að setja nöfn á húfurnar. Ef þið viljið skreyta höfuð barnanna, því í ósköpun- um saumið þið þá ekki þeirra eigin nöfn í húfur þeirra. Ekki þyrftuð þið annað en stinga því að einhverjum reglulega séðum verzlunarmanni, að panta borða, sem festa mætti á húfur, með al- gengustu íslenzkum nöfnum, þá mundi hann óðara panta þá, og ef þið nú hættið að kaupa þessi nafnskrípi, þá er engin hætta á, að íslenzk nöfn kæmu ekki f staðinn. ótal margt fleira mætti telja upp, sem ef því heldur áfram, verður að fáum árum liðnum bú- ið að gera íslenzkuna hér í Reykjavík, að minsta kosti, að hreynasta hrognamáli, sem hvorki er fugl né fiskur, hvorki danska né íslenzka. Hvað segja föður- landsvinirnir og frelsishetjurnar um það? Málvinur. Kattspyrnan. Veðrið í gærkvöldi var hagstætt fyrir knattspyrnuna, því nær logn og úrkomulaust, en fulldirnt var orðið undir það síðasta. Vestmanneyingar hófu leikinn og lá knötturinn á K. R. um litla stund og var svo að sjá sem K. V. ætlaði að brjóta keppinaut sinn á bak aftur. En K. R. óx ásmegin við mótstöðuna og fór fyrri hálfleikurinn svo, að knöttur- inn Ienti tvisvar í neti K. V. Síðari hálfleikinn mátti heita, að knötturinn lægi alt af á K. R., en þó setti það enn þrjú mörk hjá andstæðingnum. Vestmanneyingar skutu knettinum hvað eftir annað að marki K. R. en að eins í eitt skifti hepaðist þeim að koma hon- um í mark. Yfirleitt má segja það um leik- inn, að hann hafi verið hinn á- nægjulegast. Eru Vestmanneying- ar hinir röskustu nieca og sumir þeirra ágætir leikmenn, en þá vantar æfingu í því að þvæla knett- inum þegar með þarf, spörkin oft of stór. Það mun sfðar sína sig„ að vígamóðurinn, sem í gær trufl- aði svo mjög hæfni Vmn.eyinga, mun breytast í öryggi og hæfni, er þeir hafa kept nokkrum sinn- um. En þá mega Reykvíkingar vara sig. Jngi. Járnbrautir Austurílíis hafa Frakkar tekið að veði fyrir skuldum. Landkönnunarferð Nordenskjolds. Til borgarinnar Lima í Perú, á vesturströnd Suður-Ameríku, var leiðangur sænska landkönnunar- mannsins Nordenskjold kominn í lok júlímán. Þaðan átti að halda austur yfir Andesfjöll að upP' sprettum ýmsra fljóta er renna í Amazonfljótið, sem talið er vátns- mest allra fljóta í heimi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.