Alþýðublaðið - 18.04.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.04.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 »ra. 5® anrau Elephant-cigarettnr LláSfennar og kaldar. Fást alls staðar. f laeildsoln fi|á Tóbaksverzlun Islands h. f. i ! Lög, sem heimila þennan vana enn þann dag í dag, eru. ógeös- leg afstyrmi forneskjunnar og þess, sem úrelt er oröið. Hin fjárhagslega hlið þessa máls er létt, ef rétt er að farið, sem sé þann veg, að þjóðin taki á sig þesisa byrði, sem einstak- lingum eða sveitafélögum er of erfið. Samvinnan á hér við; er hún í þessu sem í svo mörgu öðru eina skynsamlega leiðin. Virðast mótmæli við þessu frum- varpi Jóns og Erlings koma úr þeirri áttinni, sem sízt mátti vænta, þar sem var frú Guðrún Lárusd. Eflaust hefir hún meðal annars hlotið þingsæti fyrir afskifti sín af mannúðarmálum og kristilegri starfsemi. Á hinn bóginn virðast ekki þessi mótmadi hennar af slíkum toga spunnin. Vildi maður rnega vænta þess, að svo bjart væri yfir nýjum tímum og nýjum hugsjónum, að lýst gæti upp í þessu sem öðru hina ýmsu rotnandi aflúroa fé- lagslífsins. Það er fyrsta verk hverrar frjálsrar þjöðar. Magnús. Aí KanfaíPhðfna, Noröaustan á Melrakkasléttu er Raufarhöfn. Höfnin er þar mjög lítii, en ágæt þegar inn er kom- ið. Samt mun Esja ekki hafa komið inn á hana, þó þar sé nóg rúm fyrir ekki stærri skip. Er það nú von þeirra Raufarhafn- arbúa, að Súðin fari nú að venja komur sínar inn á höfnina, þó Esja geri það ekki. Á Raufarhöfn eru nú á þriðja hundrað manns. Stærsta atvinnu- fyrirtækið á Raufarhöfn er síld- arbræðslustöð, sem norskur mað- ur á, er Evanger heitir. í fyrra stofnuðu verkamenn fé- lag með sér. Heitir það „Verk- iýðsféíagið Stefnir“, og eru 60 —70 meðlimir í því. Kom félagið kaupinu upp í 1,00, en lækkuðu sarot haustkaupið aftur niður i 90 aura, en atvinnurekendur vildu lækka það langtum meira. Sum- arkaupið hefir ekki verið á- ákveðið enn þá, en vafalaust verður það ekki undir 1 kr.; og mun það verða ákveðið nú næstu daga. Auk kaupmálanna hefir verk- lýðsfélagið unnið á ýmsan hátt að því að tryggja öryggi verka- manna. Formaður verklýðsfélagsinis er Ögmundur Magnússon, ritari er Friðmundur Jóhannesson og gjaldkeri Friðrik Guðmundsson. Af öðrum félagsmönnum má nefna Árna Jónsson símstjóra, Jón Þ. Jónsson, bónda á Ásmund- arstöðum og Árna Norðfjörð, Reykjauesvitlim. í Morgunblaðinu 6. þessa mán- aðar var fyrirspurn frá sjómanni um það, hvort vitavörðurinn á Reykjanesi eigi ekki að líta eftir skipum, sem eru í kringum nesið og tilkynna það strax, ef hann sér eitthvað athugavert við þau. Þessi sjómaður getur þess, að skip hafi verið fyrir Reykjanesi þann 27. febrúar síðast liðinn með neyðarflaggi og Ijósmerkjum á annað dægur án þess að útlit sé fyrir að vitavörðurinn hafi tekið eftir því eða álitið það þess virði að gera aðvart eða biðja um hjálp, sem er siðferði- leg skylda hans, þótt vitamála- stjórinn hafi kannske gleymt að tilkynna honum það, og munu flestir samvizkusamir vitaverðir finna sjálfir hvaða ábyrgð hvílir á þeim og taka það upp hjá sjálfum sér. Heyrt hefi ég að á síðast liðnu hausti hafi linuveiðarinn Sigríður verið send suður á Reykjanes og komið þangað um kvöld og pípt hvaö eftir ánnað um nótt- ina og lagst á' Kistu með morgninum og beðið þar langt fram á dag eftir vitaverðinum, sem ekki kom., og þó hafði verið sjólaust og ágætis veður til að afgreiða skipið. — Á endanum neyddist skipstjórinn til að senda mann heim á Reykjanes og þá vissi vitavörðurinn ekki af því' að skipið var komiið, — átti þó von á skipinu á hverri stundu, og þá loksins að vitavörðurinn kom var svo spilt veður að það var ekki hægt að afgreiða skip- ið til fullnustu. Af hverju stafar þetta? Ég leyfi mér hér með að leggja nokkrar spurningar fyrir vitamálastjórann og háttvirta landsstjórn: 1. Er það satt, sem sagt er, að núverandi vitavörður sé bilaður á sjón? 2. Er það satt, að hann geti ekki haft nægilegt eftirlit með starfi sínu fyrir húsverkum og barnapössun ? 3. Er það satt, að vitamála- stjórinn hafi leyft honum að sofa á hverri nóttu heima í húsi og láta vitann vera gæzlulausan^ hvernig sem veðurer? Þarfaldrei að líta eftir rúðum vitans nú orðið ? 4. Mun það vera forsvaran- legt, að láta vitavörðinn vera ein- ann á þessum afskekta og erfiða og hættulega stað með veiklaða konu og 4 smábörn mest alt ár- ið? Hvernig gæti farið, ef það kæmu eins miklir jarðskjálftar og árið 1926 og oftar? 5. Er það forsvaranlegt, að vitavörðurinn sé í fleiri sólar- hringa í burtu frá vitanum um miðjan veturinn og skilji hann (eftir í gæzlu ómyndugs unglings ? 6. Var það ekki ein burtrekstr- arsök Ólafs Sveinssonar, að hann hefði verið fjarverandi frá vitanum, þótt hann hefði alt af 3 duglega menn til að passa hann, ef hann fór eitthvað; en annars voru vitaverðimir 4, þeg- ar hann var heima. 7. Kann vera, að það hafi verið ein burtrekstrarsök ölafs, hvað hann gerði sér ant um að líta eftir skipúm og bátum. Mér er kunnugt um, að hann gerði sér .mörg ómök og varð fyrir mikl- um hrakningi við það; því eftir að sími kom á Reykjanes var oft spurt eftir skipum, sem nú mun að mestu leyti hætt, og þegar hríðar voru og báta vantaði í næstu veiðistöðvum var simað á Reykjanes og Ólafur fór sjálfur strax og sendi menn sína með sjónum, bæði suður og norður, að líta eftir. Fyrir þetta er mér kunnugt að hann hefir ekki feng- ið neina borgun, nema vanþakk- læti yfirboðara sinna. , Sjómadur. Léndi^garbætllí, á Eyrar~ bakka. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu skiftist sjávar- útvegsnefnd neðri deildar alþing- is þannig um það mál, að fúll- trúi Alþýðuflokksins, Sigurjón Á. Ólafsson, var sá eini af nefndar- mönnum, sem mælti með sám- þykt frumvarpsins, en hinir allir, bæði „Framsóknar“- og ihalds- nefndarmennirnir, vildu iáta vísa því frá meÖ dagskrársamþykt. Á laugardaginn kom málið svo til umræðu og atkvæða. Sigurjón benti á, hver hætta er á ferðum fyrir Suðurláglendis- bygðina, ef aðalhöfnin þar er gerð ófær hafskipum. Síðast nú í vetur hafi einmitt orðið að senda hafskip með vörur til Eyr- arbakka, af því að ekki var hægt að koma þeim yfir Hellisheiði sökum ófærðar. Þannig geti að- flutningar til Suðurláglendis- bygðanna alveg tepst, ef Eyrar- bakkahöfn verður ófær söikum sandburðar. Einnig benti hann á, að míltil nauðsyn er á því fyrir Eyrbekkinga að hafa stóra fiski- báta, sem sótt geta aflann langt til, og þá verður að vera skipa- lega fyrir þá. Svo fór, a ð dagskrártiliagan var feld, en frumvarpið afgneitt til efri deildar. — Einkennileg var afstaða Einars á Geldingalæk til málsins. Talaðí hann fyrst á móti frumvarpinu, en með dagskrártillögunni og greiddi henni atkvæði, en þegar hún var fallin snéri hann við blaðinu .og greiddi þá atkvæði með fruimvarpinu. Eíkísútvarplð og afnotaojðldin. Þann 6. þ. m'. (2. í páskum) las útvarpsstjóri upp nýútgefna reglugerð frá atvinnumálaráðu- neytinu um hagnýting útvarps og innheimtu afnotagjalds útvarps. Skal ég leyfa mér að fara nokkrum orðum um innheimtu af- notagjaldanna. í fyrsta lagi tel ég mjög var. hugavert að ganga eftir gjaldi fyrir útvarp, sem svarar alls ekki þeim kröfum, sem því ber. (Eg á hér ekki við dagskrá útvarps- ins.) Fyrst og fremst er reynslu- tími stöðkrarinnar ekki útrunninn á meðan félagið, sem stöðina byggði, er ekki búið að afhenda, hana ríkinu, og á meðan sú af- hending fer ekki fram, þá hefir ríkið tæplega lagalega heimild til þess að krefjast afnotagjalds af útvarpsnotendum. Islenzka ríkid & ekki stödina fijrr en félagið, sem bgggir lwna, hefir skilað henni í fiillu lagi. í öðru lagi heíir það sýnt sig, og jafnvel mjög áber- andi, að útsending stöðvarinnar hefir nú um hátiðarnar verið stundum svo ófuljjomin, að út- varpsnotendur hafa ekki með góðu móti getað hlustað á sumar guðsþjónusturnar. Söngur og org- elsláttur befir komio bjagaður og sun d urh öggvinn í gjallarhornin, svo margur hefir álitið, sem litla þekkingu hefir á útvarpi, að eitt- hvað væri athugavert við mót- tökutæki sitt. Er því þess ekki að vænta, aö almenningur greiði út- varpsgjaldið fyrir útvarp, sem það hefir ekki full not af. 1 þriðja lagi er gjalddagi þessa skatts — sem er samkværot reglugerð þessari ákveðinn 1. apríl að mínu áliti mjög ó- heppilegur. Því til sönnunar ert að þá er atvinna í byrjun hjá flestum þorra manna eftir aðal- kyrstöðutímabilið, veturinn. Gjalddagi sá, er ákveðinn var með reglugerð 22. nóv. 1930, var 1. júlí. Áiít ég hann mjög heppi-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.