Alþýðublaðið - 20.04.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.04.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐU3LAÐIÐ 3 á þingmenn alþý'ðunnar að halda fast fram þeirri kröfu, að þing héldi áfram og afgreiddi þau mál, er verndað gætu verkalyðinn gegn yfirvofandi atvinnuleysi og sulti, og að stofnað yrði lýðveldi nú þegar. Stúdentar heimtci lýdveldi. í gær hélt Stúdentafélag Reykjavíkur fjölmennan fund til að ræða um þingrofið. Voru um- ræður mjög fjörugar. Ingimar Jónsson skólastjóri bar frarn svohljóðandi ályktim: Þar sem atburðir síðustu daga hafa sýnt það, að hægt er að beita konungsvaldinu gegn meiri hluta alþingis, krefst fundurinn þess, að íslenzka ríkið verði gert lýðveldi nú þegar. íhaldsmenn virtust hálfhræddir við þessa tillögu, og einn þeirra bar fram tillögu um að vísa til- lögimni frá; var sú tillaga feltí. Thor Thors kom fr,am með breyt- ingartillögu um að í stað orð- anna: „nú þegar“ kæmi: „svo fljótt, sem auðið er“. Var sú brt. samþykt og síðan var tillaga Ingimars samþykt með 44 atkv. gegn 9 'atkv. íhaldsmanna, og var Árni Pálsson bókavörður í þeim hópi. Ðm dtaglnn ©n weglma,. ^TUNDÍRWTIöÍH^MaR FRAKMV ÆMDANEFND Stór- stúkunnar heimsækir Framtíd- ina í kvöld. Kaffidrykkja eftir fundinn. STIGSTOKU-fundur verður hald- inn í fundarsalnum í Bröttu- götu í kvöld (mánud. 20/4.) kl. 8V2. Friðrik Björnsson: Reglumál. Jafnaðatmannaféiag íslands heldur fund annað kvöld. Rætt verður um stjórnmálahorfurnar. Félagar eiga að sýna skírteini. ,Alsiða“ í Tímanum stendur þetta: „Það er alsiða, ef stjórn fær vantraust, einkum ef það er í mikilvægu máli, þá biður hún konung um að rjúfa þing.“ Vill ekki Jónas fyrv. dömsmálaráðherra, sem hef- ir stundað nám í Oxford og vel er kunnugur enskum þingræðis- venjum, skýra frá, hvort það sé „alsiða“ að þing sé rofið áður en vantraust er samþykt? Pp. Tíminn segir á laugardaginn, að einn af kaupendum Alþýðublaösins hafi sagt blaðinu upp, og telur hann þetta merka frétt. Það er rétt, að það kom ein Framsóknar- kona á afgreiðsluna og sagði blaðinu upp, af því að Héðinn hefði sagt niöur með konunginn. Maður, sem var staddur á af- gieiðslunni, sagðist þá ætla að gerast kaupandi úr því Héðinn hefði sagt þetta. Tekið npp síðnstn daga: Sumarkápur — Leðurkápur — Gúmmíkápur, Barnakápur — Unglingakápur — Dragtir. Stuttjakkar á telpur. rauðir og bláir. Silkikjólar, ódýrir. — Ullarkjólar — Tricotinekjólar. Biússur. Verð frá 7,50. Puilovers. Matrósahúfur í mörgum litum. Gaidínu- og Storesefni í miklu úrvali. Regnhúfar, einnig fallegar fyrir börn. Herradeildin: Urvai af pokabuxum á drengi. Verð frá 9,50 Úrval af pokabuxum á fulíoiðna. Úrval af Oxfordbuxum — Sportsokkum — Puliovers — Peysum og — Enskum húfum. Alt nýtísku gerðir« Einnig mikið af rúskinnsblússum. Verðið hefir lækkað. Aliar eidri birgðir iækkaðar í samræmi við nýja verðið. 60 þúsundir danskaifkrónur greiðium við íslendingar árlega til konungs. Það er jafnmikið og meðalárslaun 30 verkamanria. Einn af aðalteiðtogum Tímamanna, Hannes á Hvarams- tanga, hefir drukkiö svo í sig burgeisamenningu vinnukaupenda að hann heimtaði að verkamenn legðu niður stéttarsamtök sín, samþyktu að vinna 14 klst. dag hvern hjá honum fyrir þá aura, sem hann skamtaði þeim, og þeir fengju enga eftirvinnu. Tveir ráðherranna töluðu um það á þingi í vetur, að laun verkalýðsins um land alt yrðu að lœkka. Umhyggjan fysir bændunum kemur meðal annars fram í því hjá Tima-forsprökkunum, að þeir pína niður vegavinnu og brúar- smiða-kaupið og istöðva allar vexkljegar framkvæmdir. Timanum segir enginn upp. það er ekki hægt, af því hann er sendur mönnum óbeðið og ó- keypis. Áhugamálin bú n. Fyrir 2 árurn sagði „Tímjnn“, að jafnaðarmenn mættu gjarna Strigaskór, karla, kvenna og barna, fjöldamargar tegundir. GÓÐIR og ODÝRIR. teknir upp í dag. Fyrir- liggjandi. Barna og unglinga Sandalar í öllum stærðum, og margt fleira létt og ódýrt. Alt af eitthvað nýtt með hverri ferð. Skóverzlnn B. Stefánssonar, Langavegi 22A. Frá Bæiirsíianun: Vegna örðugrar innheimtu og að gefnu tilefni er símnotendum hérmeð bent á, að gjalddagi afnotagjalds er byrjun hvers ársfjórðungs fyrirfram. Símnotendur mega því vera við þvi búnir, að símanum verðí lokað án frekari fyrirvara eftir að ein árangurslaus tilraun til innheimtn hefir verið gerð. Bæjarsimastjórinn. Karlmánnaskór Og Karlmannastígvél stórt og ódýrt firval. Hvannbergsbræður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.