Morgunblaðið - 25.06.1980, Síða 25

Morgunblaðið - 25.06.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1980 25 fclk í fréttum Hlýtt á þjóðsöngvana leikna + Þessi fréttamynd er tekin á Krasflótinni við Hvíta Húsið i Washinnton á döKunum, er Hussein JórdaniukónKur kom i opinbera heimsókn tii forsetahjónanna i Bandarikjunum. — Ilér er verið að hlýða á þjoðsonif'a landanna leikna við komu hinna konungloKu gesta. A myndinni eru frá vinstri prinsarnir Faisal ok AbduIIah, þá móðir þeirra Noor drottnig, Rosalyn forsetafrú, kóntfurinn og loks Carter forseti. Páfinn sker afmaelistertuna ♦ Fyrir nokkru átti Jóhannes Páll páfi sextugsafmæli. — Þann dag var mikió um dýrðir á Páturstorginu. — T.d. flutti afmælisbarniö þar messu undir berum himni og voru viðstaddir þá messu um 50.000 stúdentar. Á torginu söfnuðust saman á að giska 150.000 manna, sem kom þangað til að færa páfanum heillaóskir í tilefni af afmælinu. — Hvað eftir annaö hafði mannfjöldinn hrópað einum munni „auguri" — ham- ingjuóskir og „Viva il papa“ — Lifi páfinn. — Frá bökurum í Róm barst honum rúmlega 100 kg. þung afmælisterta sem var um 150 cm. löng og um metri á þverveginn, — meö 60 kertum. — Þaö höföu 10 bakarameistarar lagt hönd á verkið. — En hér á myndinni má sjá hvar afmælisbarniö sker sér sneið af afmælistertunni stóru. Þennan sama dag hafði páfinn vísiterað litla kirkju í Róm, en hann er jafnframt biskup Rómaborgar. + Untfi maðurinn á þessari AP-mynd er hinn heimsfrægi ítalski knattspyrnumaður Paolo Rossi, sem var meðal þeirra italskra knattspyrnumanna. sem var settur í leikbann vegna mesta fótbolta-hneykslismáls á Ítalíu. — Hann sagði nýlega frá þvi í samtali i sjónvarpi suður á ítaliu að hann hefði ekki átt neinn þátt i þessu máli. Rossi var af iþróttadómstóli settur í þrÍKKja ára leikbann. — Hann áfrýjaði leikbanns- dóminum til hæstaréttar íþrótta- dómstólanna á ítaliu ok kvaðst vera vonKÓður. Þar mun mál þetta verða tekið fyrir í sumar. — Vegna þess að erlend knatt- spyrnufélöfí eru sögð hafa ver- ið að kanna möguleikana á því að gera samning við Rossi, hefur ítalska knattspyrnusam- bandið bent á að ekkert land innan alþjóðasamtaka knatt- spyrnufélaga. FIFA, getur haft gagn af þvi að kaupa hina 24 ára Kömlu leikstjörnu, vegna þess að leikbannsdómurinn nær til allra aðildarlanda FIFA. — Hann gæti leikið í S-Afríku eða í Zimbabwe. en þau lönd eru ekki í FIFA, segir í blaða- fregnum. Öllum þeim fjölmörgu fjær og nær, sem sýndu mér hlýhug og glöddu mig meö skeytum, blómum, gjöfum, heimsóknum og traustu handtaki á sextugsafmæli mínu sendi ég mínar innilegustu þakkir og kveðjur. Ég bið guð að blessa ykkur öll og fjölskyldur ykkar, Ottó A. Michelsen, Litlageröi 12, Reykjavík. Býður nokkur betur? Málning — Hraunmálning — Þakmálning — ;. Fúavarnarefni — allar málningavörur. Afsláttur Kaupir þú fyrir 30—50 þúsund veitum viö 10% afslátt Kaupir þú umfram 50 þúsund veitum viö 15% afslátt Veggfóður — veggdúkar 51 cm breiður —Afsláttur----------- Kaupir þú 3—5 rúllur veitum viö 10% afslátt Kaupir þú umfram 5 rúllur veitum viö 15% afslátt Sannkallað Litaverskjörverð Ertu aö byggja, viltu breyta, þarftu að bæta • Líttu við í Lítaver, þvt það hefur ávallt borgað sig .. „ Grensésvegi, Hreyfilshusinu Simi 82444. •j:;• \ • \ %« Sumarbústaður á Hvidbjerg í Danmörku Miðja vegu milli Vejle og Fredericia, er til sölu. Einkar hagstæð fjárfesting á verðbólgutímum. Lóðin er 1200 fm með fallegum trjágróðri. Húsið er 9 ára, byggt úr hvítum kalksandsteini, viðar- klætt. Sérlega skemmtileg baðströnd í aöeins 200 m fjarlægð. Á jarðhæð er forstofa, samliggjandi dagstofa og borðstofa, eldhús og baðherbergi. Á efri hæð er svefnherbergi og 2 gestaherbergi. Húsið er 111 fm. Húsið selt fullbúið húsgögnum. Verð Dkr. 600.000.-. Aðeins áhugasamir kaupendur sem geta greitt háa útborgun eru beðnir að hafa samband við: Hans Lund, Bo-Bedre, Vestergade 11, 7100 Vejle, Danmark.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.