Morgunblaðið - 27.08.1980, Page 1
32 SÍÐUR
192. tbl. 68. árg.
MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Rússar varpa aftur
sprengjum á þorp
Nýju Dehli, 26. ágúst. AP
HEIMILDIR írá Aíganistan hermdu í dag, að þjóðfrelsisöflin í
landinu hafi lokað þjóðveginum frá Kabul til Pakistan á sama
tíma og sovézki herinn var með mikla hergagnaflutninga um
vegina. og að frelsisöflin hafi náð á sitt vald svo til allri borginni |
Jalalahad. sem er ein mikilvægasta borgin í austurhluta
Afganistans.
Þjóðvegurinn er hlekkur í
aðalsamgönguleiðinni frá Evr-
ópu til Suðaustur-Asíu, en hún
liggur m.a. um Khyber-fjalla-
skarðið í Pakistan, er opnað var
fyrr í mánuðinum. Frelsisöflin í
Afganistan lokuðu veginum við
Sorobi, sem er 80 kílómetrum
austan við Kabúl, er hundruð
sovézkra skriðdreka og her-
flutningabíla voru á leið frá
Pul-i-Charkhi herstöðinni við
Kabul til Sorobi. Til átaka kom
í röðum afganskra hermanna í
Sorobi. Sovézkar þyrlur og
orrustuþotur sáust fljúga til
Sorobi.
Fregnir fóru af bardögum á
ýmsum stöðum í landinu, eink-
um í nágrenni Kabúl. Þá herma
fregnir að sovézkar flugvélar
hafi á föstudag byrjað á nýjan
leik að varpa sprengjum á þorp
við þjóðveginn norður af Kabúl,
allt til Charikar, jafnt um nótt
sem bjartan dag.
Áreiðanlegar heimildir
hermdu loks, að a.m.k. fjórir
ráðherrar til viðbótar úr stjórn
Hafizullah Amin hafi verið líf-
látnir á laun í Kabúl fyrir
skömmu.
Þreyttur verkíallsnefndarmaður í Lenín-skipasmíðastöðinni í Gdansk fær sér
blund meðan hann bíður eftir að samninganefnd ríkisvaldsins birtist. Simamynd - AP.
Verkfallsréttur sýnd
veiði en ekki gef in?
Gdan.sk, 2«. á><úst. ap. i við endurskoðun laga um verkalýðsfélög yrði séð til þess að
MIECZYSLAW Jagielski, fyrsti varaforsætisráðherra Pól- I vinnustöðvun yrði heimil ef allar aðrar leiðir til samninga
lands, átti í dag nokkra viðræðufundi með verkfallsmönnum reyndust ófærar. Leiðtogar verkfallsmanna sögðu að verk-
borginni Gdansk, og gaf hann þá m.a. í skyn, að yfirvöld I fallsrétturinn væri sýnd veiði en ekki gefin, engin vissa væri
íynnu að veita verkamönnum verkfallsrétt. Hann sagði að | fyrir því að stjórnvöld efndu þessi loforð.
Á fundinum í dag neitaði
Jagielski hins vegar að láta
undan kröfum verkfallsmanna
um sjálfstæð og frjáls verka-
lýðsfélög og sagði að hlutverk
sitt væri aðeins að semja við
verkfallsmenn í Eystrasalts-
héruðum um kröfur þeirra.
Leiðtogar verkfallsmanna
sögðust hvergi hvika frá kröf-
um sínum um frjáls verkalýðs-
félög, og að fyrr hæfu þeir
ekki störf að nýju en gengið
hefði verið að þeim kröfum.
Gáfu þeir í skyn, að efnt yrði
til allsherjarverkfalls um allt
land, ef ekki yrði orðið hið
fyrsta við kröfunni um verka-
lýðsfélög er væru óháð komm-
únistaflokknum og kosið væri
til leynilegri kosningu. Einnig
neituðu þeir að ræða samn-
inga er aðeins næðu til
Eystrasaltshéraðanna.
Fregnir bárust af frekari
útbreiðslu verkfallanna í dag.
Allar samgöngur lömuðust í
borginni Lodz, næststærstu
borg Póllands, er atvinnubíl-
stjórar þar fóru í verkfall, og
mörg iðjuver í iðnaðarborg-
inni Wroclaw urðu óstarfhæf
er starfsmenn lögðu niður
vinnu. Heimildir herma að
a.m.k. 480 iðnver og verk-
smiðjur séu lamaðar í Eystra-
saltshéruðunum, og að
verkfallsmenn þar séu um
300.000 talsins og um hálf
milljón í landinu öllu. Verk-
fallsleiðtogar í Gdansk kvört-
uðu undan því í dag, að þeim
væri meinað að hafa samband
við stallbræður sína annars
staðar á svæðinu. .
Pólsk stjórnvöld gripu til
þess ráðs í dag, að láta Stefán
Wyszynski kardinála, æðsta
mann kaþólsku kirkjunnar í
Póllandi, ávarpa þjóðina í
sjónvarpi. Var hann látinn
hvetja verkfallsmenn til að
hætta aðgerðum sínum, og að
reglu yrði komið á í landinu
hið fyrsta.
Formælandi sovézka utan-
ríkisráðuneytisins sagði í dag,
að tengsl Sovétríkjanna og
Póllands væru með ágætum,
og að „atburðirnir", sem ættu
sér stað í Póllandi um þessar
mundir, væru mál Pólverja
einna, innanríkismál er þeir
einir ættu að ráða fram úr.
Formælandi bandaríska
varnarmálaráðuneytisins
sagði að ekkert benti til þess,
að verið væri að flytja sovézk-
ar hersveitir í áttina að Pól-
landi.
Brezhnev:
Vill fækka
eldflaugum
Bunn. 26. áiíust. AP.
LEONID Brezhnev, forseti Sov-
étríkjanna, hefur ritað ieiðtog-
um vestrænna ríkisstjórna bréf
þar sem hann segist vilja að
gert verði samkomulag um
fækkun meðaldrægra eldflauga.
að því er vestur-þýzkir embætt-
ismenn skýrðu frá í dag. Meðal
þeirra, er fengið hafa bréf af
þessu tagi frá Brezhnev, eru
Ilelmut Schmidt. kanzlari
V-Þýzkalands, og Odvar
Nordli, forsætisráðherra Nor-
egs.
Talsmaður kanzlaraembættis-
ins sagði einungis, að í bréfinu
ítrekaði Brezhnev áhuga Sovét-
manna á samningum um fækkun
meðaldrægra eldflauga.
í heimsókn Schmidts til Sov-
étríkjanna í sumar sagðist Brez-
hnev vilja semja um fækkun
meðaldrægra eldflauga í heimin-
um, án tillits til þess hvort
vesturveldin hættu við fyrirætl-
anir sínar um að staðsetja slík
vopn í Vestur-Evrópu.
Tékkneskir
bræður flýja
VinarborK, 26. áftúst. AP.
TVÆR skærustu isknattleiksstjðrn-
ur Tékka flýðu land er þær voru á
keppnisferðalagi í Austurriki og
eru þær nú komnar til Kanada þar
sem þær hafa beðið um hæli sem
pólitiskir flóttamenn, að þvi er
kanadíska sendiráðið í Vinarborg
staðfesti i dag.
íþróttamennirnir, sem eru rétt
rúmlega tvítugir bræður, Peter og
Anton Statsny, létu til skarar skríða
á sunnudag eftir kappleiki í Austur-
ríki. Þriðji og elzti bróðirinn, Marian
Statsny, sem er 23 ára, hélt hins
vegar heimleiðis með liðinu að lok-
inni keppni.
Miklar breytingar
í stiórnkerfi Kína
Peking, 26. ágúst. AP.
FASTÁNEFND kínverska þingsins gerði í dag meiriháttar
breytingar í kinverskum ráðuneytum, og segja kunnugir, að enn
frekari breytingar og hreinsanir liggi í loftinu.
Sett var á laggirnar ríkisorku- manni nefndarinnar.
nefnd, er fengið hefur öll meiri-
háttar vandamál á sviði kín-
versks orkubúskapar til úrlausn-
ar, og var Yu Quili, varaforsæt-
isráðherra og forstöðumaður
ríkisskipulagsins, gerður að yfir-
Annar varaforsætisráð-
herra, Yao Yilin, var settur yfir
ríkisskipulagið í stað Quili. Þá
var Wan Li, varaforsætis-
ráðherra, settur yfir ríkisland-
búnaðarnefndina í stað Wang
Renzhong, er vikið var nýlega úr
embætti.
Wu Bo fjármálaráðherra var
vikið úr embætti í dag og í hans
stað tekur við Wang Bingqian, er
eitt sinn var varaforsætis-
ráðherra. Þá samþykkti fasta-
nefndin afsögn Song Zhenming
olíuráðherra, sem sagði af sér að
tilmælum Hua Guo-feng forsæt-
isráðherra.
Á laugardag hefst tveggja
vikna langur fundur kínverska
þjóðþingsins, en búist er við, að
þar verði aðalmálið afsögn Hua
Guo-fengs forsætisráðherra,
Deng Xiao pings aðstoðarforsæt-
isráðherra og fleiri aldraðra
forsprakka í kínverska kommún-
istaflokknum. Því er spáð, að við
taki sveit manna, sem vilhöll er
Deng.