Morgunblaðið - 27.08.1980, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980
Dráttur á nýja
mjólkurverðinu
FUNDI þeim, sem vera
átti í sexmannanefnd í gær
um nýtt verð á landbúnað-
arafurðum, var frestað, en
nýr fundur í nefndinni
hefur verið boðaður í dag.
Er nú Ijóst að verð á mjólk
og öðrum nautgripaafurð-
um mun ekki hækka á
mánudag, 1. september, en
nýja verðið gæti í fyrsta
lagi tekið gildi öðru hvoru
megin við aðra helgi.
Fulltrúar bænda í nefndinni
hafa jafnan lagt á það áherslu að
nýtt verð á nautgripaafurðum
tæki gildi 1. september eins og lög
gera ráð fyrir, en nýtt verð á
sauðfjárafurðum tekur yfirleitt
ekki gildi fyrr en um miðjan
september.
Bíða spenntir
eftir smokknum
Flugfreyjur héldu í gær félagsfund þar sem m.a. var rætt um uppsagnir þær sem vofa yfir þeim ásamt
fleiri starfsmönnum Flugieiða. Að sögn Jófriðar Björnsdóttur var á fundinum í gær m.a. rætt um
fyrirhugað pilagrímaflug o.fl., en flugfreyjum hafa enn þá ekki borist upplýsingar frá Flugleiðum um
hversu mörgum flugfreyjum verður sagt upp. Ljósm. Kristján
r *
Samningaviöræður ASI og VSI:
Ljóst í dag hvort
heildarsamningar nást
PatrekNfirði
AÐEINS hefur orðið vart við
smokkfisk hér út af að undan-
förnu og bíða menn spenntir eftir
o
INNLENT
Eiríkur Briem
fjármálastjóri
Rafveitunnar
EIRÍKUR Briem hefur verið ráð-
inn fjármálastjóri Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Var fjallað um ráðn-
ingu fjármálastjóra á fundi borg-
arstjórnar sl. föstudag öðru sinni
og lagt fram bréf stjórnar veitu-
stofnana varðandi ráðninguna.
Var á fundi borgarstjórnar sam-
þykkt með 4 atkvæðum tillaga
stjórnar veitustofnana um að ráða
Eirík Briem.
að sjá hvort ganga kemur af
honum í ár. í fyrra var mjög góð
smokkfiskveiði hér vestra eftir
14 ára hlé, en smokkfiskur er
afbragðsgóð beita.
Skuttogarinn Guðmundur í
Tungu var dreginn til Reykjavíkur
fyrir nokkru vegna bilunar og
hefur nú verið frá veiðum nokkuð
á annan mánuð. Óvíst er hvenær
viðgerð lýkur, en þessi bilun setur
stórt strik í reikninginn hvað
hráefnisöflun áhrærir. Stóru bát-
arnir liggja flestir í höfn og bíða
þess að haustvertíð hefjist. Hins
vegar hefur verið ágætis afli hjá
handfærabátum og á dragnót að
undanförnu. Hafa færabátarnir
komið með allt upp í 9 lestir að
landi eftir 3 sólarhringa, en langt
hefur verið að sækja.
Fréttaritari
Ökklabrotnaði
ÞAÐ slys varð í Kambaseli í
Breiðholti um hálftvöleytið í gær
að sendibíll keyrði yfir fót öku-
manns steypubíls, sem var að
skola af bíl sínum. Maðurinn var
fluttur á slysadeildina og reyndist
vera ökklabrotinn.
EFTIR sáttafund samninga-
nefndar Alþýðusambandsins og
samningaráðs Vinnuveitend-
asambandsins, sem haldinn var í
gær er enn ailt mjög óljóst um
framvindu mála. Vinnuveitendur
munu hafa lagt fram endurskoð-
aðar tillögur sinar um röðun i
launaflokka og krónutölu fyrir
hvern flokk. Þótti ýmsum i hópi
ASÍ-manna lítið bætast við frá
fyrri tillögum og telja útlitið
vera svart. Eitthvað mun staðan
hjá iðnverkafólki hafa batnað og
ákveðnar lagfæringar náðst
fram þar. Ákveðnir hópar innan
ASÍ leggja mikla áherzlu á að ná
fram breytingum á launaflokka-
röðun. Einhverjar hugmyndir
munu hafa komið fram af hálfu
vinnuveitenda til að koma til
móts við láglaunafólkið, ef fallið
verður frá kröfunni um vísitölu-
gólf.
Sáttanefndin er nú farin að
herða að mönnum að komast að
niðurstöðu og hefur hún ákveðið
að ræða einslega við hvert sérsam-
band ASÍ í dag og í kvöld hefur
hún boðað samningaráð VSÍ til
sérstaks fundar. Allt bendir til
þess að dagurinn í dag skeri úr um
það hvort hægt verði að standa að
heildarsamningum eða að hvert
sérsamband ASÍ semji fyrir sig. Á
því er talinn vera talsverður
möguleiki miðað við þróun mála.
Dagsbrún hefur þegar aflað sér
verkfallsheimildar og er búizt við
að fleiri verkalýðsfélög geri það ef
skriður kemst ekki á samningavið-
ræðurnar.
Fyrsti fundur bankamanna með
sáttasemjara verður haldinn fyrir
hádegi í dag, en í gær hélt
sáttasemjari fund með aðilum í
veitingahúsarekstri.
Einar Olgeirsson
Viðtalsbók við
Einar Olgeirsson
BÓKAÚTGÁFA Máls og menn-
ingar hefur nú í undirbúningi
útgáfu á ævisögu Einars Olgeirs-
sonar fyrrum þingmanns og rit-
stjóra. Að sögn Þorleifs Hauks-
sonar útgáfustjóra fyrirtækisins
er hér um að ræða samtalsbók,
sem skráð hefur Jón Guðnason
lektor. Bókin er nú í vinnslu í
prentsmiðju og mun koma út eftir
nokkrar vikur, en fyrstu bækur
útgáfunnar á þessu hausti eru
væntanlegar laust eftir miðjan
september.
Tillögur Efnahagsmálanefndar:
Ríkið semji við bændur
- en ekki um fiskverð
- útlánastjórn í stað Seðlabanka
TILLÖGUR Efnahagsmálanefndar ríkisstjórnarinnar gera ráð
fyrir breyttri skipan mála við ákvörðun verðs á landbúnaðarvörum
og fiski. Lagt er til, að sexmannanefnd verði lögð niður og þess i
stað teknir upp beinir samningar milli ríkis og bænda. Þá leggur
nefndin til. að Verðlagsráð sjávarútvegsins verði afnumið og hætt
að skipa oddamann af hálfu ríkisstjórnarinnar til að taka þátt í
ákvörðun á fiskverði. Samhliða þessum kerfisbreytingum gerir
nefndin, sem skipuö er fulltrúum allra aðila stjórnarsamstarfsins.
ráð fyrir því að við ákvörðun landbúnaðarverðs núna 1. september
fái bændur ekki hækkun á vörur sínar nema sem nemur hækkun á
launalið, en hún er 8,57%. Nefndin miðar einnig við það, að 1.
október hækki fiskverð ekkert, en kauptrygging sjómanna um það
sem nemur visitöluhækkun launa 1. september, 8,57%. Sérstök
stjórn á að samræma útlánastefnu bankanna í stað Seðlahanka
íslands.
Með tillögur Efnahagsmála-
nefndarinnar hefur verið farið
mjög leynt og hið eina, sem
nefndarmenn hafa viljað láta
eftir sér hafa, snertir breytingar
á yfirstjórn Framkvæmdastofn-
unar ríkisins. í nefndarálitinu,
sem ekki hefur að geyma heild-
stæðar tillögur um lausn
aðsteðjandi efnahagsvanda,
munu fulltrúar einstakra aðila
stjórnarsamstarfsins hafa fyrir-
vara á afstöðu sinni til einstakra
þátta og á stundum er látið að
því liggja, að um hugmyndir en
ekki beinar tillögur sé að ræða.
Nefndarálitið hefur verið til
meðferðar hjá ríkisstjórninni, en
einstakir ráðherrar hafa verið
ófáanlegir til að segja álit sitt á
því. Látið hefur verið að því
liggja, að tillögur nefndarinnar
verði birtar í heild í næstu viku.
Ákvörðun landbúnaðarverðs
og fiskverðs eru meðal brýnustu
verkefna á borði ríkisstjórnar-
innar um þessar mundir og í
þeim efnum eru tillögur Efna-
hagsmálanefndarinnar skýrar,
eins og frá er greint hér að ofan.
Skal ekki tekið neitt tillit til
hækkunar á aðföngum bænda
við ákvörðun landbúnaðarvöru-
verðs nú, heldur einungis miða
við verðbótahækkun launa á
hinum almenna markaði. Þá
mun það felast í tillögugerðinni,
að ekki verði gengið frá neinum
samningum um kaup og kjör,
hvorki við ríkisstarfsmenn né á
almenna vinnumarkaðnum fyrr
en eftir 1. september, svo að sú
launahækkun hafi ekki áhrif á
landbúnaðarverð. Atkvæða-
greiðsla BSRB-manna um ný-
gert samkomulag við ríkis-
stjórninna fer fram 4. og 5.
september nk.
Efnahagsmálanefndin gerir
ráð fyrir, að í stað Verðlagsráðs
sjávarútvegsins semji útgerð-
armenn beint við sjómenn og
síðan útgerðarmenn við frysti-
húsaeigendur og aðra fiskkaup-
endur. Ráðgert er, að fiskverð
hækki ekki 1. október og sjó-
menn fái þar af leiðandi enga
hækkun nema á kauptryggingu,
sem svari til 8,57% almennu
hækkunarinnar 1. september.
Efnahagsmálanefndin leggur
til, að horfið verði af braut
samfellds gengissigs og þess í
stað stefnt að ákveðnum gengis-
fellingum öðru hverju, svo sem á
hálfs eða eins árs fresti. Þá er
einnig gert ráð fyrir því að rjúfa
sjálfvirkni verðhækkana með
íhlutun í verðbætur á laun.
Þannig er til dæmis lagt til, að
nýr vísitölugrundvöllur komi til
sögunnar frá og með 1. janúar
1981. Og við þá nýbreytni verði
málum þannig fyrir komið, að sú
hækkun á niðurgreiðslum, sem
ákveðin var frá og með 1. ágúst
sl., verði ónauðsynleg á næsta
ári, því að þá vegi landbúnaðar-
vörur minna í vísitölunni en
Efnahagsmálanefndin gerir
ekki ráð fyrir því, að vextir
hækki frá og með 1. september,
eins og þeir ættu að gera væri
svonefndum Ólafslögum fylgt.
Sparifjáreigendur hafa sjaldan
verið verr settir vegna þess
mikla munar, sem er á innláns-
vöxtum og verðbólgustigi.
Nefndin setur fram tillögu um
það, að horfið verði frá tengingu
afurðalánavaxta við erlenda
mynt, en sú skipan var tekin upp
á síðasta ári að tillögu Lúðvíks
Jósepssonar, að öðru leyti verði
vextir samræmdir. Lagt er til, að
komið verði á fót sérstakri
stjórn til að samræma útlána-
stefnu bankanna, en Seðlabanki
Islands hefur gegnt því verkefni
til þessa. Þá leggur nefndin til að
ríkisbönkum verði fækkað úr
þremur í tvo. Hugmynd nefndar-
innar um útfærslu á þessu atriði
er óljós, þó mun ákveðið að
Útvegsbankinn verði lagður
niður.
í tillögum nefndarinnar er
almennum orðum fjallað um
atvinnumál og þar er að finna
hugleiðingar um aukna hagræð-
ingu í atvinnurekstri, bæði
einkaaðila og ríkisins.