Morgunblaðið - 27.08.1980, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980
3
Innvigtunargjald á
mjólk fellt niður
frá 1. sept. nk.
FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnad-
arins hefur ákvedið að frá og með
1. september nk. verði hætt að
innheimta svonefnt innvigtun-
argjald af mjólk, sem nú nemur
28 krónum á hvern mjólkurlitra.
Gjald þetta er dregið frá þvi
verði, sem bændur fá fyrir
mjólkina og er tekjum af því
ætlað að greiða halla af útflutn-
ingi landbúnaðarvara.
Alls er áætlað að innvigtunar-
gjaldið á mjólkinni gefi frá 1.
janúar til ágústloka í ár um 1590
milljónir króna en gjaldið var 16
krónur á hvern lítra á tímabilinu
frá 1. janúar til maíloka en þá var
gjaldið hækkað í 28 krónur.
Gunnar Guðbjartsson, fram-'
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs,
sagði, að þessi ákvörðun um niður-
fellingu gjaldsins hefði verið tekin
í framhaldi af álagningu fóður-
bætisskattsins. Væri reiknað með
Tvær sölur
í Englandi
TVÖ íslenzk fiskiskip lönduðu afla
sínum í Bretlandi í gær. Ýmir GK
seldi 171 lest í Hull fyrir 81,5
milljónir króna, meðalverð á kíló
475 krónur. Suðurey VE seldi 80,8
lestir í Fleetwood fyrir 46,4 millj-
ónir, meðalverð 574 krónur.
að fóðurbætisskatturinn færi að
gefa tekjur, sem nota mætti í stað
innvigtunargjaldsins. Enn hefðu
þó ekki komið inn neinar tekjur af
fóðurbætisskattinum enda hefði
innflytjendum verið veittur
þriggja mánaða gjaldfrestur á
skattinum.
Fjölmenni á
norrænni fiski-
málaráðstefnu
— ÞESSA dagana er haldin í Gauta-
bofg Norræn fiskimálaráðstefna,
en slikar ráðstefnur eru haldnar
annað hvert ár til skiptis á
Norðurlöndunum. Um 300 manns
sækja ráðstefnuna að þessu sinni
og af þeim hópi eru um 25
íslendingar.
Frá íslandi sækja ráðstefnuna
forystumenn í hagsmunasamtök-
um í sjávarútvegi, bæði varðandi
veiðar og vinnslu, en einnig eru
þar embættismenn og vísindam-
enn. Á fundinum verður fjallað
um marga málaflokka, en einkum
þó um síldveiðar. Jakob Jakobsson
fiskifræðingur stjórnar umræðum
á ráðstefnunni um norsk-íslenzku
síldina og heldur fyrirlestur um
þann stofn.
Bónorðsbréf-
in hlaðast upp
„MÚR líður vel og ég er mjög
ánægð,“ sagði Unnur Steinsson
er Mbl. hafði samband við hana i
Manila á Filippseyjum i gær.
Unnur tók sem kunnugt er þátt i
keppninni um titilinn Miss
Young International sem fram
fór á Filippseyjum fyrir
skömmu. Lenti hún þar i fjórða
sæti en hlaut að auki titlana
ungfrú Stundvis og ungfrú Vin-
átta eða Miss Mabuhay eins og
það heitir á máli innfæddra.
Þátttakendurnir sjálfir kjósa
handhafa þeirra titla.
„Ég býst við að koma heim um
miðjan september. Ég fer til
Parísar á mánudaginn þar sem ég
vinn fram að miðjum september
við fyrirsætustörf. Hér á Filipps-
eyjum er ég nú í ýmsum mynda-
tökum í sambandi við keppnina
og er að taka á móti verðlaunum
sem ég hef fengið.
Ég hef t.d. fengið peninga,
snyrtivörur, fatnað, perlufestar,
gullúr og bíl. Einnig fylgir titlin-
um Miss Mabuhay það boð að
ferðast um á vegum Philippine
Airlines í eitt ár og kynna félagið.
Þessi titill er mikils metinn hér, í
raun er hann meira virði en
titillinn Miss Young Internation-
al.“
— Ætlar þú að taka þessu boði
flugfélagsins?
„Já, maður fær ekki svona
tilboð á hverjum degi. Þetta er
mér ennþá meira virði þar sem ég
var valin úr hópi 44 stúlkna."
Unnur Steinsson á nú fyrir
höndum árs ferðalag um allan
heiminn á vegum Philippine
Airlines Ljósm. Mbl. KrlHtinn.
Meðal þess, sem felst í starfi
Unnar hjá flugfélaginu, er að
opna klúbba á þess vegum í
flestum stórborgum heims.
Fyrsta klúbbinn opnar hún á
fimmtudagskvöldið í Manila.
Unnur kvaðst vera mjög ánægð
með allar móttökur og sagði að
farið væri með sig sem hún væri
prinsessa. Vinsældir hennar eru
ekki síst meðal karlþjóðarinnar
því bónorðsbréfin streyma til
hennar hvaðanæva að úr heimin-
Samkomulag í sjónmáli á Hafréttarráðstefnunni í Genf:
Islendingar styðja öll
meginatriði sáttmálans
„MIKIL bjartsýni ríkir nú á
Hafréttarráðstefnunni og flestir
gera ráð fyrir að lokatakmark-
ið, gerð hafréttarsáttmála milli
160 þjóða heims, sé skammt
undan,“ sagði Eyjólfur Konráð
Jónsson er Morgunblaðið ræddi
við hann í gær. „Meðal þeirra,
sem iýst hafa ánægju sinni eru
öll stórveldi heims og einna
lengst gekk rússneski fulltrúinn
í gær þegar hann sagði efnis-
lega, að samkomulag væri þegar
orðið um allt það. sem máli
skipti. Nú ætti því engu að
breyta, heidur haga öllum störf-
um og Ijúka lokaafgreiðslu á
fundi í New York í byrjun næsta
árs.“
Eyjólfur sagði, að Hans G.
Andersen hefði flutt ræðu síðari
hluta dags í gær og lýst ánægju
íslenzku sendinefndarinnar og
þeirri skoðun hennar að inn í þá
endurskoðun, sem nú er unnið að
ætti að taka öll þau meginatriði,
sem samkomulag hefur náðst um
nú síðustu daga. Síðan ætti ekki
að opna neitt það málsatriði, sem
þegar hefði verið leyst, því ekki
mætti stefna í hættu þeim mikla
árangri, sem þegar hefði náðst.
Hans sagði, að hafréttarsátt-
máli gerður á grundvelli sam-
komulags væri í sjónmáli, en
fyrir~nöklH>uni. árum hefði slíkt
verið talið nálgasr kraftaverk.
Hann vék einnig að þeim miklu
og langvarandi deilum, sem uppi
hafa verið um skiptingu haf-
svæða og hafsbotnssvæða milli
landa, þar sem menn hafa ýmist
lagt megináherzlu á sanngirnis-
regluna eða miðlínu. Hann sagði,
að lausnir yrðu alltaf að byggjast
á sanngirni og allar aðferðir
Hans G. Andersen
mætti nota til að ná þeirri
niðurstöðu, þ.á m. miðlínu þar
sem það ætti við. Hans kvað
íslenzku sendinefndina telja að
orðalag 74. og 83. greina núver-
andi texta næðu þessum mark-
miðum.
„Eins og áður hefur komið
fram í fréttum komst skriður á
málin þegar loks tóksrsamkomu-
lag í 1. nefnd ráðstefnunnar um
skipan ráðs Alþjóðahafsbotns-
stofnunarinnar og önnur atriði
varðandi alþjóðasvæðið og hag-
nýtingu þess, en þau mál hafa
einmitt verið erfiðust viðureignar
siðastliðin 1-2 ár,“ sagði Eyjólfur
Konráð Jónsson.
„Elliot Richardson, aðalfulltrúi
Bandaríkjanna, var meðal þeirra
fjölmörgu, sem töluðu í dag.
Skoraði hann á þá, sem enn halda
fast fram tillögum, sem útilokað
er að nokkurt samkomulag geti
orðið um að fara sér hægar og
lagði ríka áherzlu á, að nú væru
menn í fyrsta skipti, síðan ráð-
stefnan hófst, mjög nærri mark-
inu og ekkert mætti gera, sem
gæti valdið því, að þessum mikla
árangri yrði spillt.
Nú um kvöldmatarleytið
standa enn sem hæst þær al-
mennu umræður, sem hófust í
gærmorgun og er hugmyndin að
halda þeim áfram fram á nótt ef
þörf krefur, svo að síðustu þrjá
dagana megi nota til að sam-
ræma sjónarmiðin enn frekar en
orðið er. Gert er ráð fyrir að
fulltrúar a.m.k. 70—80 þjóða taki
til máls og því hefur ræðutími
verið skorinn niður í 10 mínútur.
Eins og fram kemur af því, sem
þegar hefur verið sagt, er ekkert
það í farvatninu að dómi okkar
sendinefndar, sem stofnað getur
tslenzkum hagsmunum i voða og
því styðjum við þær endurbætur
textans, sem nú má telja öruggt
að gerðar verði. Hitt er svo annað
mál, að enn er margt óljóst og
umdeilanlegt eins og lög gera ráð
fyrir þegar svo mörg nýmæli eru
á ferðinni. Þá ekki sízt það, sem
okkur skiptir nú mestu, þ.e. ytri
mörk landgrunnsins, og því er
enn mikið verk óunnið, eins og
Hans G, Andersen vék að í
Morgunblaðinu fyrir nokkru,"
sagði Eyjólfur Konráð Jónsson að
lokum.
Nú er einstakt tækifæri til aö eignast fyrsta
flokks fiskibát á hagstæöu veröi.
Faaborg fiskibátar
hafa reynst framúrskarandi vel viö erfiöar aöstæður jafnt viö
Grænland og Færeyjar.
Sýnum 30 feta fullbúinn bát á m m _■
útisvæöi viö Laugardalshöll á lldllllllO
Sölumaður okkar á sýningunni gefur allar upplýsingar um bátana
Einkaumboðsmenn
Víðir Finnbogason hf
Grensásvegur 13, R. — Sími 83315.