Morgunblaðið - 27.08.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980
5
Skólarnir taka aftur til starfa i næstu viku, og þá er eins gott að
vera búinn að ganga frá skóladótinu og athuga hvort
skólataskan frá i fyrra sé ekki i lagi. — Ef ekki, þá þarf að kaupa
nýja eins og þessi hér var að gera í gaer i miðborg Reykjavíkur.
Grunnskólar hef jast í næstu viku:
3 þúsund kennarar
kenna 38 þús. nem-
endum í 220 skólum
ALLS MUNU um 38 þúsund nemendur verða i grunnskólum
landsins i vetur i 1. til 9. bekk, og þeim munu kenna rösklega 3
þúsund kennarar, að þvi er Sigurður Helgason, deildarstjóri
grunnskóladeildar menntamálaráðuneytisins, tjáði Morgunblað-
inu i gær. Auk þess sagði Sigurður, að liklega yrðu nemendur á
forskólaaldri um 4 þúsund talsins i vetur, eftir því sem best væri
vitað nú.
Sigurður sagði að skólahald
hæfist almennt í næstu viku, það
er í fyrstu viku septembermánað-
ar. Þar er um að ræða alia níu
mánaða grunnskóla landsins, sem
eru á höfuðborgarsvæðinu og í
flestum þéttbýliskjörnum lands-
ins. Átta mánaða skólar, sem eru
víðast hvar í dreifbýli, hefjast svo
ekki fyrr en um miðjan septem-
bermánuð. Sjö mánaða skólar
hefjast síðan i október, en þeir
skólar eru einkum í dreifðum
byggðum Vestfjarða og Austur-
lands, alls um 20 skólar. Starf-
andi grunnskólar á landinu eru
alls 220 talsins.
Fastráðnir kennarar við
grunnskóla eru um 2500, og í
fyrra voru starfandi nálægt 570
stundakennarar, og er búist við
að þeir verði álíka margir í vetur.
Þegar rætt er um fastráðna
kennara er átt við þá sem skipað-
ir eru í stöður, og einnig þá sem
settir eru til eins árs.
Að sögn Sigurðar Helgasonar
deildarstjóra, hefur gengið betur
að fá kennara til starfa nú í haust
en undanfarin ár. Kvaðst hann
einkum þakka því, að minni
hreyfing hefur verið á kennurum
milli skóla en oft áður. Enn sagði
hann óráðið í 30 kennarastöður,
og væri það mun minna en
undanfarin ár. — Tekið skal
fram, að í þeirri tölu eru ekki
kennarastöður við grunnskólann
í Grundarfirði. — Erfiðast kvað
Sigurður að fá kennara til starfa
í fámennum og afskekktum
byggðarlögum, og væru flestar
hinna 30 kennarastaða þar.
Dregur úr flúor-
eitruu norðanlands
VIÐ mælingar á flúoreitrun i
gróðri norðanlands í kjölfar ösku-
falls úr Ueklu, hefur komið i ljós,
að dregið hefur úr eitruninni frá
þvi fyrst eftir gosið, en hún er þó
enn yfir hættumörkum í innsveit-
um i Skagafirði og Eyjafirði og
uppi á afréttunum. Hefur fé viða
verið rekið af afréttum norðan-
lands. Dr. Sturla Friðriksson,
deiidarstjóri hjá Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins. sagði. að
á stærstum hluta öskufallssvæðis-
ins væri flúoreitrunin enn yfir
hættumörkum og væri ástæða
fyrir menn að hafa á sér andvara
vegna þessarar hættu.
Sturla sagði, að menn hefðu verið
uggandi um að með fokösku, sem í
síðustu viku barst yfir hluta af
Fljótshlíð og Austur-Eyjafjöll,
kynni að berast hættulega mikið
magn af flúor. Nú hefðu gróðursýni
af þessum slóðum verið rannsökuð
og væri flúormagn þar undir hættu-
mörkum.
Sýni vegna mælinga á flúoreitrun
eru nú tekin reglulega á föstum
athugunarstöðum á öskufallssvæð-
inu.
Skemmtisamkoma
sjálfstæðisfélag-
anna í Árnessýslu
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Ár-
nessýslu efna til skemmtisam-
komu í Árnesi laugardaginn 30.
ágúst kl. 21. Ávarp flytur Matt-
hías Á. Mathiesen alþingismaður,
hinir landskunnu söngvarar Garð-
ar Cortes og Ólöf K. Harðardóttir
syngja og undirleik annast Jón
Stefánsson. Hljómsveitin Frost-
rósir leikur síðan fyrir dansi.
Hreppsnefndin í Grundarfirði:
Þakkar keraiumm við
skólann fyrir að láta
eigin hagsmuni víkja
SKÓLASTJÓRADEILAN við
grunnskólann i Grundarfirði hef-
ur nú verið leyst,,og hefur náðst
samkomulag sem allir aðilar máls-
ins kveðast geta sætt sig við. í
gærkvöldi birti sveitarstjóri Eyr-
arhrepps svohljóðandi yfirlýsingu
um málið, en neitaði að tjá sig um
málsatvik eða samkomulagið að
öðru leyti. Fer yfirlýsing sveitar-
stjórans, Guðmundar Ósvaldsson-
ar, hér á eftir:
„Langvinn deila um stöðu skóla-
stjórans við grunnskólann í Grund-
arfirði hefur verið leyst. Lausnin er
fólgin í samkomulagi á milli kenn-
ara og skólastjóra, í beinu fram-
haldi af fjölmennum foreldrafundi,
sem hreppsnefnd Eyrarsveitar
gekkst fyrir.
an heimamanna, þegar sýnt var að
málið var komið í algjöra sjálf-
heldu, og fyrirsjáanlegt var að
viðkomandi yfirvöld, sem drógu úr
hömlu að taka á því, voru alls ófær
um að leysa umrædda deilu. Heill
nemenda skólans sat í fyrirrúmi
við lausn deilunnar."
Samþykkt hreppsnefndar
Þá samþykkti hreppsnefnd Eyr-
arsveitar einnig svohljóðandi
ályktun í gær á fundi sínum.
Samþykktin var gerð samhljóða:
„I ljpsi þess, að samkomulag
hefur náðst í svonefndri skóla-
stjóradeilu, gerir hreppsnefndin
svohljóðandi samþykkt:
„Hreppsnefnd Eyrarsveitar
fagnar því, að kennarar skuli hafa
farið að óskum hennar og gengið til
samstarfs við Örn Forberg skóla-
stjóra á grundvelli tillögu hrepps-
nefndar. Hreppsnefnd lýsir fullum
og eindregnum stuðningi við kenn-
araliðið og störf þess, og heitir því
að stuðla að traustu og góðu
skólastarfi á vetri komanda.
Hreppsnefnd Eyrarsveitar
harmar það að reynt hefur verið að
gera kennarana og hlut þeirra í
þessari deilu tortryggilegan.
Hreppsnefnd Eyrarsveitar þakkar
kennurum það alveg sérstaklega,
að hafa látið eigin hagsmuni víkja
fyrir hagsmunum nemenda og
skólans.
Að lokum þakkar hreppsnefnd
öllum þeim, sem hafa lagt sitt af
mörkum til að leysa deiluna."
Samkomulagið byggist í fyrsta
lagi á því, að eiginkona skólastjór-
ans lætur af starfi yfirkennara í
hendur þeim kennara, sem gegndi
þeirri stöðu á síðasta vetri, í þeim
tilgangi að fá meiri breidd í stjórn
skólans. í þessari ráðstöfun felst
alls ekki neitt vanmat á störfum
fyrrverandi yfirkennara.
í öðru lagi er um að ræða
samkomulag um innra starf skól-
ans, sem felur í sér að starfshættir
síðastliðins-vetrar muni setja mark
sitt á skólastarfið áTtDmandi vetri.
Samkomulagið er gert að tilhlut-
Margeir teflir í London
MARGEIR Pétursson. alþjóðlegur
meistari i skák, tekur um þessar
mundir þátt i sterku alþjóðlegu
skákmóti i London sem nefnist
Lloyd Bank Open.
Meðal þátttakenda eru þrír
stórmeistarar; Sax, Georghiu og
Samcovich og 14 alþjóðlegir meist-
arar. Eftir 7 umferðir hefur Mar-
geir 4 vinninga og er vel fyrir ofan
miðju. Hann hefur unnið tvær
skákir, tapað einni og gert fjögur
jafntefli. Margeir vann stórmeist-
ara í kvennaflokki, Veröczy frá
Ungverjalandi og Bretann Britton.
Alls verða tefldar 7 umferðir í
mótinu. Að því loknu heldur Mar-
geir til Frakklands, en hann mun
taka þátt í alþjóðlegu skákmóti í
Monaco, sem hefst 13. september
nk.
lyftara
eigendur
Getum útvegaö öryggishús á lyftara frá BoBo í Svíþjóö. Húsin
eru hönnuö meö öryggi og þœgindi í huga. Einangrun fyrir
hita, hljóöi og titringi. Öll ökuljós. Vinnuljós. Rúöuþurrkur
aftan og framan. Rúöur í þaki með öryggisrimlum. Öryggis-
gler. Opnanlegar hliðarrúöur. Aukin þœgindi. Aukin afköst.
Aukiö öryggi. Hagstætt verð.
BÍLABORG HF.
SMIDSHÖFDA 23 <2 81299