Morgunblaðið - 27.08.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980 43466 Hlógeröi — 2 herb. 70 fm. jarðhæð sér inng. Hamraborg — 3 herb. á 7. haeö, góö eign. Furugrund 6 3 herb. 80 fm. suður svalir. Nýbýlavegur — 3 herb. aukaherb. í kjallara, bílskúr fylgir. Verö 43—45 m. Vesturvallagata 3ja herb. íbúð á jarðhæð, laus fljótlega, bein sala. Kjarrhólmi — 4 herb. suöur svalir. Verð 41 m. Qaukshólar — 3 herb. á 1. hæð. Verð 33 m. Digranesvegur 4ra herb. 110 fm. jaröhæö. Langafit — 4 herb. efri hæð, bílskúrsréttur. Arnarhraun — sérhæð 2 herb. í kjallara, bflskúrsréttur. Austur-Kópavogur 130 fm. efri sérhaeð, bílskúr. Krummahólar — Penthouse 130 fm. á tveimur hæöum, svefnherb. stórar suöur svalir, verulega vönduð eign mikiö útsýni. Verð 58 m. Borgarholtsbraut Einbýli hæð og ris 2x110 fm. þarfnast lagfæringar. Verð 55 m. Hátröð — einbýli hæð og ris, 2x70 fm. Laus ftjótlega. Einkasala. Fatfe ignafokm EK5NABORG sf. Hamraborg 1 200 Kópavogur Sfmar 43466 S 43805 Eldur á Melavelli ELDUR kom upp í áhorf- endastúku Melavallarins gamla viö Suðurgötu að kvöldi s.l. sunnudags. Þeg- ar slökkvilið kom á staðinn logaði glatt í stúkunni en slökkvistarf gekk vel. Tals- vert miklar skemmdir urðu á stúkunni, sem er úr tré og bárujárni. Líklegt er talið að þarna hafi verið um íkveikju að ræða. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU TIL SÖLU Hús P. Stefánsson h/f. aö Hverfisgötu 103. Húsiö er verzlunar-, lager- og skrifstofuhús alls 4418 rúmmetrar. 1604 fm. eignar- lóö. Hentar vel fyrir verzlanir, veitingarrekstur, trésmiöjur, bifreiðverkstæði, bifreiöaumboö, prent- iönaö, heildverzlanir, o.fl. o.fl. Verzlanahús viö Laugaveg Til sölu viö neöanveröan Laugaveg húseign sem er ca 85 fm. aö grunnfleti og er kjallari, verzlanahæö, tvær hæöir og ris. Stækkunarmöguleikar á jaröhæö- inni. Verð: 125.0 millj. Einbýli Vesturbæ Stórt vel staðsett einbýlishús ca 300 fm. í Vesturbæ. Verö: 160.0 millj. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17.’ Sími: 26600. Ragnar Tómasson, lögmaður. Fundur norrænna Rauða kross félaga í Reykjavík: Frá fundi norrænna RauAa krossfélaKa sem nú stendur yfir í Reykjavík. Viðtal við Henrik Beer, framkvæmdastjóra Alþjóða- sambands Rauða kross félaga FUNDUR formanna og fram- kvæmdastjóra IlauÓa krossfélaga á Norðurlöndum var haldinn í Reykjavík dagana 21.—25. ágúst. Þetta er i fjórða skiptið sem slíkur fundur er haldinn hér á landi er Rauði kross íslands hefur tekið þátt í samvinnu Norðuriandanna undanfarin tuttugu ár. Af hálfu Rauða kross íslands sátu fundinn: Ólafur Mixa formaður, Björn Frið- finnsson og Sigurður H. Guð- mundsson úr stjórn RKÍ, og Eggert Ásgeirsson framkvæmda- stjóri. Auk formanna og framkvæmda- stjóra frá hinum Norðurlöndunum sat fundinn Svíinn Henrik Beer, framkvæmdastjóri Alþjóða- sambands Rauða krossfélaga. Beer var áður framkvæmdastjóri sænska Rauða krossins og vann sér ungur frægð sem aðstoðar- maður Folke Bernadotte í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann er mikill íslandsvinur og hefur komið hingað mörgum sinn- um bæði í sambandi við störf sín fyrir Rauða krossinn og einnig ferðast hér um á eigin vegum. Á föstudag ræddi blaðamaður Morgunblaðsins við Beer um þau mál sem voru til afgreiðslu á þessum fundi og sagði hann þá meðal annars: „Á þessum fundi verður fjallað um tvö umfangs- mikil og aðkallandi mál. Annað þessara mála eru hjálparstörf Rauða krossins í Austur-Afríku. Hungursneyð og óáran ríkir nú í Eþíópíu, Sómalíu, Uganda og hluta af Súdan. Þörf er skjótra aðgerða í þessum ríkjum því þar er víða mikill skortur á matvælum og lyfjum. Sendifulltrúar Rauða krossins vinna þarna mjög erfitt starf og taka mikla áhættu við störf sín vegna ófremdarástands sem ríkir í þessum löndum. Við dáumst mjög af þeim fyrir þau störf sem þeir inna nú af hendi. — Sú ákvörðun var tekin á fundinum hér í dag að Rauða krossfélög á Norðurlöndum greiddu þrjár milljónir svissneskra- franka (jafnvirði 1500 millj. íslenzkra króna) til þessa starfs. Annað stórmál, sem rætt verður á þessum fundi, er starfið í Suður-Afríku. Þar hafa á síðustu árum verið stofnuð mörg ný þjóð- ríki, s.s. Angóla, Mózambik, Tan- zanía, Zambía, Zimbabwe o.fl. sem standa höllum fæti. Rauði kross- inn hefur gert fimm ára áætlun um þróunaraðstoð við þessi ríki og hefur nú verið starfað samkvæmt henni um tveggja ára skeið. Grundvallartilgangurinn er að þjálfa þegna þessara ríkja til ýmissa sérhæfðra starfa og veita þeim tækniaðstoð svo þau geti staðið á eigin fótum. Sendifulltrú- ar okkar þarna byggja upp sjálf- stæð Rauða krossfélög með inn- fæddum sem munu vinna að öryggis- og framfaramálum innan þessara landa í framtíðinni. — Þetta starf hefur gefið mjög góða raun og við munum ræða um áframhaid þess á fundinum. Það er mikilvægt að fylgst sé með þessu starfi þannig að fé og fyrirhöfn nýtist vel og sú reynsla sem þarna fæst geti komið að gagni í öðrum heimshlutum. Matsnefnd hefur verið sett til að —£3-------------——» •« Henrik Beer, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands Rauða krossfé- laga. fylgjast með starfinu og starfar Eggert Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Rauða kross Islands í j>ess- ari nefnd. Það er mikil þörf fyrir starf Rauða krossins í heiminum um þessar mundir og margar hjálpar- aðgerðir í gangi á okkar vegum. Þar má sérstaklega nefna hjálpar- starf vegna flóttafólks í Suð- austur-Asíu, aðstoð við afganst flóttafólk í Pakistan og flótta- mannahjálp í ríkjum Mið-Amer- íku. Alþjóðasamband Rauða krossfélaga hefur að undanförnu sent út hjálparbeiðni þriðju hverja viku'. Þó ísland sé lítið land þá hefur það um langt skeið lagt drjúgan skerf til alþjóðlegra hjálparstarfa Rauða krossins. Island er sláandi „Ma starf er mjkils metið og heíur skapað Islandi virðingu á alþjóðavettvangi“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.