Morgunblaðið - 27.08.1980, Page 15

Morgunblaðið - 27.08.1980, Page 15
Falldin feröaðist á puttanum Stokkhólmi. 26. ittúnt. AP. THORBJÖRN Fálldin forsæt- isráðherra Svia varð að ferð- ast á puttanum til þess að ná i tæka tið til Stokkhólms til að vera viðstaddur setningu sér- leBs þinKfundar um efna- hagsmál á mánudag. Fálldin var á leið til höfuð- borgarinnar á sunnudag, er lest hans tafðist vegna járn- brautarslyssins fyrir norðan Stokkhólm. Er Falldin sá að I óefni stefndi, vatt hann sér frá borði og skundaði út á næsta þjóðveg, þar sem hann „húkk- aði“ far til höfuðborgarinnar. Japanir styðja Pólverja Túkýó, 26. ásntat. AP. TALSMAÐUR stærstu verka- lýðssamtaka í Japan (Sohyo) lýsti í dag yfir stuðningi sam- takanna við pólska verk- fallsmenn og hvatti pólsk stjórnvöld til að verða við kröfum þeirra. Hann sagði, að verkalýðsfélög ættu að vera frjáls, jafnvel í sósíölsku þjóð- félagi. Páfi biður fyrir Pólverjum Vatikanlnu. 26. ágúat. AP. JÓHANNES PÁLL páfi sendi í dag skeyti til leiðtoga pólsku kirkjunnar þar sem hann full- vissar þá um að hann sé með öllum löndum sínum „í anda og bæn“. Tilefnið var hátíð madonnunnar frá Czestoch- owa, en þá safnast pólsku biskuparnir saman í klaustr- inu í Jasna Gora, sem eins konar tákn pólskrar kaþólsku. Páfi minntist ekkert á verk- föllin en sagði, að kirkjan þyrfti á styrk að halda, eink- um „á þessum tímum“. Varað við íhlutun WaHhintfton. 26. ágúst. AP. MEIRA en helmingur þing- manna í bandarísku fulltrúa- deildinni hefur lýst stuðningi sínum við tillögu þar sem segir, að erlend ríki eigi ekki að koma í veg fyrir að Pólverj- ar ákveði stofnun frjálsra verkalýðsfélaga og að verka- menn megi efna til verkfalla. Það er repúblikaninn Don Ritter sem að tillögunni stend- ur. Atvinnuleysi eykst Ltuenborg, 26. áffitat. AP. FJÖLDI atvinnulausra innan aöildarlanda Efnahagsbanda- lags Evrópu jókst um 75 i júli sl. Atvinnulausir i löndunum niu eru þvi 6.675.600 manns og er það mesta atvinnuleysi sem skréð hefur verið siðan banda- lagið var stofnað fyrir 23 árum. Frá því t júlí á sl. ári og þar til i sl. mánuði jókst atvinnuleysi í Danmörku, Hollandi og írlandi meira en nokkru sinni áður. í skýrslu frá EBE segir að skýringin á hinni miklu fjölgun atvinnulausra i sl. mánuði kunni að vera sú að þá voru margir nemendur útskrifaðir úr skólum og fóru í fyrsta sinn út á atvinnumarkaðinn. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980 15 Segja að Billy hafi sjálfur beðið um lán Tripoli. 26. ágúst. AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Libýu sagði í dag, að stjórn hans hefði veitt Billy Carter 200.000 dollara lán að hans ósk og að Líbýumenn myndu halda áfram að beita sér fyrir hagsmunum sínum i Bandaríkjunum. Ali Abdolsalam Treiki, utanríkisráðherra Líbýu, vildi ekki gefa frekari upp- lýsingar um viðskipti Líbýu- stjórnar og Billy Carters, bróður Carters forseta, en sagði, að það væri „eðlilegt",. að Líbýumenn reyndu að hafa áhrif á bandarískt al- menningsálit „því að í bandaríska innanríkisráðu- neytinu er skellt á okkur öllum hurðum". Bandarískir öldungadeild- arþingmenn, sem eru að kanna mál Billy Carters, sögðu í gær, að þeir hefðu fengið upplýsingar frá leyni- þjónustumönnum um hryðju- verkastarfsemi Líbýumanna og tilraunir þeirra til að hafa áhrif á bandarísk stjórnvöld. Þeir vildu þó ekki taka of djúpt í árinni þegar þeir voru spurðir hvort Líbýumenn hefðu reynt að hafa áhrif á Billy Carter vegna flugvéla, sem Líbýumenn hafa greitt fyrir, en bandarísk stjórn- völd neita að afhenda. Strom Thurmond, öldungadeildar- þingmaður, sagði, að segja mætti, að „í Ijós hefði komið, að Billy Carter hefði áhuga á flugvélum, þar á meðal C-> 130“, en af þeirri gerð eru vélarnar, sem Líbýumenn hafa greitt fyrir. Billy Carter frammi fyrir rann- sóknarnefnd handarísku öld- ungadeildarinnar. Vilja að Bandaríkjamenn styðji Pólland f járhagslega WashinjUon. 26. ágitat. AP. LEIÐTOGAR Bandaríkjamanna af pólskum ættum áttu sl. mánu- dag fund með embættismönnum innanrikisráðuneytisins, þar sem þeir fóru fram á það, að Banda- rikjastjórn lýsti yfir stuðningi sinum við pólska verkfallsmenn og styddi pólsk stjórnvöld fjár- hagslega. „Við erum ekki að fara fram á íhlutun, en okkur finnst, að Bandaríkjamenn ættu að vera eindregnari í stuðningi sínum," sagði Aloysius Mazewski, forseti samtaka Bandaríkjamanna af pólskum ættum. Mazewksi sagði, að þeim fyndist, að Bandaríkin ættu að hjálpa Pólverjum í þeim efnahagslegu þrengingum sem þeir væru í en þeir verða að borga árlega 7 milljarða dollara í af- borganir og vexti. Ef þessi skulda- baggi yrði gerður þeim léttbærari, SYRLENSKIR ílugmenn, sem háðu loftbardaga við ísraelsmenn yfir Suður-Líb- anon, héidu því fram í dag, að 1 átökunum hefðu ísraels- menn beitt F-15 orrustuþot- um, sem eru þær fullkomn- ustu, sem framleiddar eru í Bandaríkjunum. ísraelsmenn halda því aftur fram, að þeir yrði auðveldara að koma til móts við kröfur pólskra verkamanna, sagði hann. Mazewski hvatti einn- ig til aukinna kornsendinga til Póllands og rýmri veiðikvóta í bandarískri fiskveiðilögsögu. Embættismenn innanríkisráðu- ^ Indlandi. 26. áKÚst. AP. ÁTÖK urðu i dag milli kommún- ista og fylgismanna Indiru Ghandi i bænum West Bengal i austurhluta Indlands. Einn mað- ur lét lífið f átökunum og fjórir særðust að sögn indversku fréttastofunnar. Fréttir herma einnig að átökin milli múhameðstrúarmanna og lögreglu í norðurhluta Indlands hafi blossað upp að nýju í dag eftir viku hlé. Sl. þriðjudag voru 7 hafi aðeins notað ísraelskar Kfir-þotur. Ætlast er til að ísraelsmenn noti bandarísk vopn aðeins í varnarskyni en ekki er neitt sem mælir gegn því að þau séu notuð annars staðar en á ísraelsku landsvæði. ísraels- menn segja, að orrustan hafi hafist með því að sýrlensku neytisins tóku heldur dræmlega í tillögurnar og er haft eftir einum þeirra, að um 10 ára skeið hafi pólsk stjórnvöld tekið lán í þeim tilgangi að kaupa sér frið við pólska verkamenn, en nú sé mál að þeim leik linni. manns drepnir í átökum milli múhameðstrúarmanna og lög- reglu í bænum Allahabad og mun einn maður hafa verið drepinn í dag í sama bæ. Alls hafa um 160 manns látist í átökunum í Norður-Indlandi frá því þau blossuðu upp 13. ágúst sl. Átökin hófust er múhameðstrú- armenn sögðust hafa komið auga á svín er þeir voru á bæn en í þeirra augum eru svín óhrein dýr. MIG-21 vélarnar hafi flogið í veg fyrir ísraelsku vélarnar, sem hafi verið í eftirlitsflugi yfir S-Líbanon, en Sýrlend- ingar segja, að þeir hafi skor- ist í leikinn þegar ísraels- mennirnir létu sprengjum rigna yfir stöðvar Palestínu- manna og flóttamannabúðir í Suður-Líbanon. Veður víða um heim Akureyri 12 skýjaó Amtterdam 19 heióskírt Aþena 31 heióskfrt Berlin 43 heióskírt Bröááel 25 heióskírt Chicago 30 rigning Feneyjar 23 léttskýjaó Frankfurt 19 heióskirt Fnreyjar 9 skýjað Genf 20 skýjaó Heleinki 17 skýjaó Jerúáalem 29 heíóskírt Kaupmannahöfn 18 ekýjaö Lisaabon 25 skýjaó London 23 heióskírt Los Angeles 29 heióskirt Madríd 28 skýjaó Malaga 28 skýjaó Mallorca 30 léttskýjaó Miami 30 skýjaó Moskva 15 skýjaó New York 34 heióskírt Oslo 15 heióskírt - París 22rigning Rio de Janeiro 34 skýjaó Reykjavík 12. hélfskýjaó Rómaborg 28 heióskírt Stokkhólmur 18 skýjaó Tsi Aviv 30 heióskírt Tókýó 22 rigning Vancouver 24 skýjaó Vinarborg 16 skýjaó Kólerufarald- ur á Indlandi Indlandi, 26. áKÚst. AP. HÁTT á fimmta þúsund manns hafa látist í miklum kóleru- og garnabólgufaraldri sem geysar um miðhluta Indlands, að sögn indversku fréttastofunnar. Sjúk- dómar sem þessir geysa þar sem hreinlæti og heilbrigðisþjónustu er ábótavant. Beittu ísraelsmenn F-15 orrustuþotum? Damaskus, 26. áffúst. AP. Óeirðir á Indlandi Einlífið að verða meiri- háttar vandamál í Kína Peking. 26. ágúst. AP. UNGIR, einmana Kínverjar eru nú farnir að krefjast þess, að komið verði á fót opinberri hjónamiðlun, að því er segir í fréttum kinverska æskulýðs- blaðsins. t blaðinu segir, að þvi hafi borist meira en 100 bréf þar sem farið er fram á svipaða þjónustu og japanskar hjóna- bandsskrifstofur inna af hendi en í blaðinu var nýlega skýrt írá þeirri starfsemi í Japan. Það er einkum fólk um þrí- tugt, sem bréfin skrifar, fólk sem vinnur á afskekktum stöð- um, og foreldrar, sem eiga syni eða dætur, sem ekki hafa gengið út. „Þetta fólk líður fyrir að það hefur ekki getað fundið rnaka," segir í blaðinu. „Ástleysið dregur úr áhuga þess á námi og vinnu og það er ekki hollt fyrir þjóðfé- lagið og það sjálft." Blaðið segir að einlífið sé orðið að meirihátt- ar vandamáli í kínversku samfé- lagi. Einn bréfritaranna segir, að á hans vinnustað séu 12.000 ókvæntir karlar og 4.000 konur og annar, jarðfræðingur að mennt, segir að hann stundi einkum störf sín uppi um fjöll og firnindi og sjái sjaldan nokkra kvenpersónu. „Það er vissulega erfitt fyrir þá að kynnast konu sem fá aðeins frí einu sinni á ári,“ segir blaðið í samúðartón. Ungur maður frá Shanxi- héraði sagði, að hann hefði talið hjónabandsmiðlun „úrkynjað einkenni á kapítalísku þjóðfé- lagi“ en nú væri hann kominn á aðra skoðun og fagnaði hug- myndinni. I blaðinu sagði, að nú væri sums staðar verið að koma upp hjónábandsmiðlun í tilrauna- skyni og í æskulýðsblaðinu í Shanghai er sérstakur dálkur, „Fyrir þig“, sem er ætlað að hjálpa kínverskum sjómönnum, sem eru að leita að hinni einu sönnu ást.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.