Morgunblaðið - 27.08.1980, Síða 16

Morgunblaðið - 27.08.1980, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980 Útgefandí Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritst jórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. N ýlenduherrarn- ir og Pólland Atburðirnir í Póllandi hljóta að vekja ugg. Ekki vegna þess, að við venjulegar aðstæður hræðist menn verkföll og deilur um kaup og kjör. Að minnsta kosti erum við Islendingar hættir að kippa okkur upp við slík átök og teljum eðlilegt, að þau séu leyst við samningaborðið með eða án verkfalla eftir því hvernig kaupin gerast hverju sinni. Nei, hræðslan vegna verkfallanna í Póllandi á rætur að rekja til þess, að þar takast verkamenn á við kommúnistastjórn í ríki, sem ekki er sjálfstætt heldur lýtur nýlenduvaldi Kremlverja. Skriðdrekasveitir herraþjóðarinnar yrðu sendar á vettvang, ef ráðamenn hennar teldu ógn steðja að yfirráðum sínum. Kennisetningar hafa verið fram settar því til staðfestu, að sósíalísk ríki hafi ekki meira sjálfstæði en Kremlverjar þola. Þessum kennisetningum, sem bera nafn núverandi leiðtoga Sovétríkjanna, Leonid Brezhnevs, hefur verið framfylgt með hervaldi bæði í Tékkóslóvakíu og Afganistan. I Kína, Víetnam, Kambódíu, Kúbu, Eþíópíu, Afganistan og nú síðast Póllandi hefur kommúnisminn með mismunandi blæ- brigðum leitt til efnahagsþrenginga og átaka á þessu ári. Á torgi hins himneska friðar tróna ekki lengur margra mannhæða skilti með myndum af Marx, Engels, Lenín og Stalín. Sjálfur Maó er í hættu vegna uppgjörs nýrra valdhafa við gamlar syndir, sem drýgðar hafa verið í nafni kommúnismans. Flóttamanna- straumurinn frá Víetnam sýnir hug landsmanna til valdhaf- anna, sem sækja nú með hervaldi inn í nágrannaríki sín undir rauðum fánum kommúnismans. Til að hrinda í framkvæmd „vísindalegum" kommúnisma drápu rauðu khmerarnir í Kambó- díu nálægt þremur milljónum manna. Nú segir Khieu Samphan forsætisráðherra rauðu khmeranna: „Kommúnisminn er dauður ... Fyrir Kambódíumenn er kommúnisminn það sama og eymd og volæði." Hvílíkt blygðunarleysi fjöldamorðinga í nafni kommúnismans! Hundrað þúsund manns hafa flúið frá gjaldþrota Kúbu, borgarastyrjöld geysar í Eþíópíu, sem er að komast á framfæri Sovétríkjanna éins og Kúba. Ofbeldi sovéska hersins í Afganistan magnast dag frá degi eftir því sem hann býr betur um sig í landinu. Og nú er röðin komin að Póllandi. Kröfur verkfallsmanna í Póllandi snúast um ýmis grundvall- aratriði, sem við Vesturlandabúar erum hættir að leiða hugann að, svo sjálfsögð er virðingin fyrir þeim í daglegu lífi okkar og starfi. Barátta verkfallsmanna við pólsk stjórnvöld síðustu viku hefur þó ekki nema að litlu leyti snúist um þessa kröfugerð. Hún hefur beinst að því, að samningaviðræður verkfallsmanna og stjórnvalda gætu farið fram á viðunandi grunni að mati verkamanna. Þeir hafa haft viðvaranir stjórnvalda að engu og undir lok síðustu viku kom varaforsætisráðherra landsins til þess staðar, sem verkamenn ákváðu og ræddi við þá á jafnréttisgrunni. Mikilvægum áfanga var náð og um helgina var enn komið til móts við verkamenn, þegar flokksleiðtoginn Edward Gierek skýrði frá breytingum á ríkisstjórn sinni og brottrekstri flokksbrodda. Verkfallinu lauk þó ekki þar með. Verkamenn kröfðust frekari aðgerða, áður en þeir ræddu efnisatriði. Símasambandi yrði komið á við Gdansk; sagt yrði frá samningaviðræðum þeirra og stjórnvalda í fjölmiðlum. Þeir vilja, að allir Pólverjar fái að vita hið sanna. Farið hefur verið að þessum kröfum. Þá er komið að efnisatriðunum. Á hvaða atriði leggja verkamenn í „alþýðulýðveldinu" pólska mesta áherslu? Réttinn til að stofna frjáls verkalýðsfélög. Svo er nú komið í Póllandi, þar sem alræði öreiganna á að hafa ríkt um langt árabil, að sósíalíska stjórnkerfinu er ógnað að sögn valdhafanna með kröfunni um frjáls verkalýðsfélög, um að verkamenn fái að ráða málum sínum sjálfir óháðir skipunar- valdi kommúnistaflokksins. Verður sovéskum skriðdrekum beitt til að brjóta þessar óskir á bak aftur? Frelsisbaráttan í Póllandi á rætur að rekja til hreyfingar meðal hins kúgaða fjölda, sem tekur myndir af Jóhannesi Páli páfa, landa sínum, fram yfir andlega feður kommúnismans, og ákallar Guð en ekki Marx eða Lenín. Baráttan fyrir frelsinu í Póllandi nær til réttar manna til að iðka þá trú, sem þeir aðhyllast. Hún snýst einnig um það, að almenningur fái nægan mat og sérréttindi hinnar nýju stéttar kommúnismans verði afnumin. Á það reynir á næstu dögum, hvort stjórnkerfi kommúnismans þoli að viðurkenna réttmæti þessara krafna og valdhafarnir þori að hrinda þeim í framkvæmd. Um úrslitin skal engu spáð. Aðeins eitt er víst, nýlenduherrar nútímans, valdhafarnir í Kreml, horfa ekki aðgerðalausir á það, að kúgaðir þegnar ríkis þeirra fái meiri réttindi en samrýmist hagsmunum Moskvuvaldsins. Pólland Sú andófsalda, sem nú ríður yfir Pólland og kemur fram í hinum víðtæku verkföllum í landinu, er að því leyti frábrugðin fyrri andófsaðgerðum, að í þetta sinn er ekki um að ræða óskipuleg upphlaup einangraðra verkalýðshópa, þar sem eldmóður og tilfinningahiti hafa ráðið. ferðinni, heldur einkennast aðgerðir verkfallsmanna af yfirvegun og hógværð. Þeir eru staðráðnir í að láta ekki endurtaka sig þær ófarir sem bundu enda á verkföllin 1970, þegar andófsaðgerðir voru bældar niður með hervaldi og fjöldi manna lét lífið. Það sem einnig þykir marka tímamót í mannréttindabaráttunni í Póllandi er, að verkamenn og menntamenn standa nú saman, en hingað til hafa verkamenn litið hornauga aðgerðir þeirra síðarnefndu. Þetta kom berlega í ljós 1968, en þá stóð verkalýðurinn aðgerðarlaus meðan andófsmenn úr röðum menntamanna héldu uppi mótmælum. Handtaka verkamannaleiðtog- ans Jacek Kuron og sagnfræðings- ins Adams Michnik, sem var framarlega í flokki andófsmanna ’68 er táknræn fyrir samstöðuna, sem ríkir milli þessara stétta, og er aðeins einn vitnisburður um hve öflug og víðtæk mótmælaald- an í Póllandi er í rauninni. Andófið nær til allra þjóðfélags- hópa og á sér jafnvel málsvara innan forréttindastéttarinnar. „Fyrr á tímum voru byltingarn- ar í Póllandi leiddar af yfirstétt- inni, en nú er frumaflið hjá verkalýðnum," segir andófsmaður frá Varsjá. Háttsettur meðlimur pólska kommúnistaflokksins sagði „ekki vera nokkurn vafa á því að andófið stæði traustum fótum meðal verkalýðsins". Þeir atburðir, sem öðrum frem- ur eru taldir hafa undirbúið jarð- veginn fyrir þessa sameiningu, eru uppþotin blóðugu í úthverfi Var- sjár 1976, en í framhaldi af þeim voru stofnuð Félagsleg varnar- samtök, KOR, þar sem saman eru komnir margir andófsmenn úr hættu þessari dýrmætu tekjulind. Verkföllin 1970 runnu út í sandinn vegna þess að verkamennirnir fóru út á göturnar, lögðu eld að skrifstofum flokksins og kölluðu þannig beinlínis á hernaðarað- gerðir af hálfu stjórnvalda. Þessi mistök sem kostuðu hundruð manna lífið ætla þeir ekki að endurtaka. „Nú ríður á að halda ró sinni og gefa yfirvöldum ekkert tilefni til þess að grípa inn í með hervaldi," sagði einn verkamann- anna. Þessi sami verkamaður hef- ur engar áhyggjur af því að Rússar geri innrás í landið. Nú þegar eru um 40.000 sovéskir hermenn í landinu og 650 rússn- eskir skriðdrekar. „Við þurfum aðeins að fara gætilega og gefa þeim ekki tilefni til þess að auka þennan herafla og setja þannig hernaðarvélina af stað.“ Þessi varkárni og yfirvegun verkfallsmanna er eitt helsta vandamál Giereks og stjórnar hans. í þetta skipti eru engin uppþot og óeirðir, sem bæla má niður, og því stendurallt í járnum. verkamennirnir í Lenín-verk- smiðjunum að hafna tilboðinu og sögðust mundu berjast áfram með starfsbræðrum sínum í hinum verksmiðjunum. Góður andi meðal verkfallsmanna Verkfallsmenn í Lenín-skipa- smíðastöðinni eru bjartsýnir á, að þeir fái kröfum sínum framgengt og baráttuhugurinn er mikill. Öðru hverju leysast fundir í skipa- smíðastöðinni upp í söng og eru þar sungnir sálmar, pólski þjóð- söngurinn eða Internationalinn. Verkamönnunum berast stuðn- ingsyfirlýsingar hvaðanæva að úr landinu og fjölskyldur verkfalls- manna færa þeim matvæli yfir girðingarnar sem umlykja verk- smiðjuna. Nýlega sendu samtök verkfræðinga þeim afrakstur fjár- söfnunar, sem þeir stóðu fyrir til stuðnings verkamönnunum. Sam- Austur-Evróp röðum menntamanna. Kjör erki- biskupsins í Kraká til páfastóls er einnig álitið hafa gefið pólsku þjóðinni aftur stolt sitt og sjálfs- öryggi. en léleg efnahagsafkoma og lítill árangur í þeirri viðleitni verkamanna að bæta kjör sín hafði dregið mjög úr kjarki al- mennings. Þegar fyrstu verkföllin byrjuðu í síðasta mánuði, héldu allir að hér væri um að ræða vanalegar mótmælaaðgerðir almennings sem oftast fylgja í kjölfarið á kjötvöru- hækkunum í landinu. Þegar starfsmenn járnbrautanna í Lubl- in tóku undir mótmælin fór hins vegar að verða ljóst að meirihátt- ar mótmælaalda var hér á ferð- inni. Kröfurnar takmörkuðust ekki lengur við tafarlausar kaup- hækkanir og lægra vöruverð, held- ur snerist baráttan einnig um aukin stjórnmálaleg réttindi. í kjölfar verkfallanna í Varsjá og Lublin komu verkföll í Gdansk, Gdynia og Szczecin. Verkfalls- menn í Lenín-skipasmíðastöðinni í Gdansk létu sér ekki nægja að krefjast bættra lífskjara, heldur fóru þeir nú fram á rétt til þess að stofna verkalýðsfélög óháð flokks- valdinu, að ritskoðun yrði afnum- in, kirkjan fengi aðgang að út- varpi og sjónvarpi og að pólitísk- um föngum yrði sleppt úr haldi. Skipaiðnaðurinn í Póllandi er einn af fáum atvinnuvegum í landinu, sem skila hagnaði. Lang- varandi vinnustöðvun þar kemur sér því mjög illa fyrir þjóðaraf- komuna. Verkamennirnir í skipa- smíðastöðinni treysta því að her- valdi verði ekki beitt gegn þeim ef þeir halda sig innan veggja skipa- smiðjunnar því átök inni á vinnu- svæðinu gætu valdið skemmdum á atvinnutækjunum og því stofnað í Verkfallsmenn standa saman I fyrsta skipti í sögu verkalýðs- baráttu austantjalds hafa verk- fallsmenn í mörgum verksmiðjum tekið sig saman og myndað sam- tök, sem samhæfa aðgerðir verk- fallsmanna. Aðilar að þessu sam- komulagi eru verkfallsmenn í borgunum Gdansk, Gdynia, Sopot og Szczecin og fleiri borgir bætast stöðugt í hópinn. Stjórnin, MSK, er skipuð tveimur fulltrúum úr hverri verksmiðju. Forystumaður samtakanna var kjörinn Lech Walesa, fyrrverandi verkamaður í Lenín-skipasmíðastöðinni, en hann var rekinn í framhaldi af atburðunum 1970. Þegar hann frétti að verkfall væri hafið í skipasmíðastöðinni fór hann á staðinn og var samstundis kjörinn formaður verkfallsnefndar skipa- smiðjunnar. Aðdragandinn að stofnun MSK-samtakanna var sá, að menn Walesa í skipasmíðastöðinni höfðu fengið samningstilboð frá stjórninni, sem þeir höfðu hug á að taka. Þegar Walesa ætlaði að leggja samningsdrögin fyrir starfsmenn skipasmiðjunnar, kváðu við hróp og köll frá full- trúum annarra verksmiðja, sem viðstaddir voru fundinn og báðu þeir Walesa eindregið um að semja ekki við yfirvöld fyrr en aðrar verksmiðjur hefðu einnig náð hagstæðum samningum. Ljóst var, að ef stjórnvöldum tækist að ná samkomulagi við Lenín-verk- smiðjurnar, myndi broddurinn fara úr mótmælaaðgerðunum og aðrar verksmiðjur bera lítið sem ekkert úr býtum. Því ákváðu tök rithöfunda hafa sent þeim stuðningsyfirlýsingu og mennta- skólanemar úr nágrenninu koma upp að girðingunni til þess að votta þeim stuðning sinn. „Við erum öruggari með okkur nú en fyrir tíu árum,“ segir Anna Walentynowicz, fulltrúi í MKS. „Þá voru aðgerðirnar aðeins von- leysislegt neyðaróp, en nú göngum við yfirveguð til verks. Stjórnvöld hafa reynt að lokka okkur út úr verksmiðjunni, með því að beita forystumenn okkar óþægindum utan verksmiðjanna, þeir hafa verið handteknir skyndilega og látnir svo lausir stuttu síðar, „óþekktir aðilar" hafa ráðist á þá o.s.frv., en þeim mun ekki takast að æsa okkur til útgöngu." Wal- entynowicz var rekin frá skipa- smiðjunni í síðasta mánuði og sagt er, að það hafi verið ein af ástæðunum fyrir því að starfs- mennirnir fóru í verkfall. Wal- entynowicz segir, að hennar til- felli hafi aðeins verið til að fylla mælinn, „raunverulega ástæðan er þau svik og lygar, sem yfirvöld beita okkur. Við fáum aldrei að heyra sannleikann." Yfirvöld gefa eftir Tilraunir yfirvalda til þess að halda verkfallsmönnum klofnum og sverta þá í augum almennings bera engan árangur. En möguleik- ar verkfallsmanna til þess að svara fyrir sig eru mjög takmark- aðir þótt nú hafi að nokkru verið bætt þar úr. Allt símasamband í borgunum, þar sem verkföllin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.