Morgunblaðið - 27.08.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980
17
Verkfallsmenn i Lenín-skipasmiðastöðinni biðjast fyrir.
Verkföll
í Austur-
Evrópu
í SOVÉTRÍKJUNUM lðgðu
verkamenn nýlega niður vinnu í
hinum miklu Togliatti-bflaverk-
smiðjum vegna vöruskorts í
verslunum, einkum vegna þess
að kjöt og önnur matvara var
illfáanleg. Yfirvöld neituðu því,
að verkföll hefðu átt sér stað.
Tilraunir til að stofna frjáls
verkalýðsfélög og tryggja verka-
mönnum verkfallsrétt hafa verið
kæfðar í fæðingu af sovéskum
stjórnvöldum og upphafs-
mönnum þeirra stranglega refs-
að.
í Austur-Þýskalandi er ekki
vitað um nein meiriháttar verk-
föll síðan 1953, þegar rússneskar
hersveitir bældu niður andóf
verkamanna . Frést hefur þó, að
á síðasta ári hafi verkamenn í
verksmiðju hótað verkfalli ef
þeir fengju ekki laun sín greidd
að hluta í vestrænum gjaldeyri,
sem þeir gætu notað til að kaupa
fyrir lúxusvörur.
í Rúmeníu fóru 30.000 náma-
menn í Jiu-dalnum í verkfall
vegna þess að laun þeirra höfðu
verið skert. Þeir héldu Ilie Ver-
det forsætisráðherra í eins kon-
ar gislingu meðan á samninga-
viðræðunum stóð. Stjórnin varð
að láta undan í fyrstu en hefndi
sín grimmilega síðar. Margir
námamenn voru reknir úr starfi,
um 4000 að því er sumir telja
í Tékkóslóvakiu hefur verið
sagt frá stuttum vinnustöðvun-
um og í ræðu nýlega sagði
tékkneskur verkalýðsleiðtogi,
Ladislav Jasik, að það yrði í
verslununum sem baráttan yrði
háð á næstunni.
í Júgóslavfu, sem er kommún-
ískt riki en óháð Sovétríkjunum,
eru um 100 vinnustöðvanir ár-
lega, en yfirleitt skammvinnar.
Verkföll eru í raun viðurkennd
sem nauðsynleg aðferð við að ýta
við skriffinnskubákninu. Búast
má við því, að verkföllum fjölgi á
komandi mánuðum vegna efna-
hagslegra aðhaldsaðgerða og
meiri krafna, sem verið er að
gera á hendur verkamönnum.
í Ungverjalandi er ekki vitað
um verkföll enda er nokkur
annar háttur hafður á þar í
landi en öðrum A-Evrópuríkjum.
Með því að leyfa tiltölulega
frjálst efnahagslíf hefur verið
komið í veg fyrir verkföll og
samskipti verkamanna og
stjórnenda eru þar óþvingaðri en
annars staðar fyrir austan
járntjald.
uríki á krossg'ötum
Frá fundi sameiginlegrar stjórnar verkfallsmanna, MKS. Verkfallsmenn úr fjölda verksmiðja hafa tekið
sig saman og semja nú sameiginlega við yfirvöld. Lech Walesa, formaður MKS, er þriðji frá hægri.
Kona heimsækir mann sinn i skipasmíðastöðina.
geisa, hafði verið rofið, en nú hafa
verkfallsmenn fengið símann
opnaðan aftur. Þeir hafa engan
aðgang að blöðum en koma skoð-
unum sínum á framfæri í dreifi-
riti, „Robotnink", sem berst hratt
um borgirnar og víðar. Það, sem
verkfallsmenn verða helst að reiða
sig á, er afstaða almennings, sem
yfirleitt talar í hæðnistón um
þennan einhliða málflutning
stjornvalda og þær tilslakanir sem
þau hafa lýst sig reiðubúin til að
gera.
I fyrstu stóðu yfirvöld á því
fastara en fótunum, að ekki yrðu
teknar upp samningaviðræður við
verkfallsmenn, nema hver verk-
smiðja yrði afgreidd sérstaklega.
Nú hafa yfirvöld ekki séð sér
annað fært en að láta undan
kröfum verkfallsmanna um að
semja sameiginlega við starfs-
menn allra verksmiðjanna og í því
felst mikill árangur fyrir verk-
fallsmennina. Ekkert austan-
tjaldsríki hefur látið undan kröf-
um sem þessum og í þessu felst
viss viðurkenning á samtökum
verkamanna óháðum stjórnvöld-
um. Hvort réttur verkamanna til
þess að stofna slík samtök verður
nú formlega viðurkenndur af
stjórnvöldum skiptir í raun litlu
máli. Fordæmið hefur þegar verið
gefið og ekkert hindrar, að verka-
menn geti tekið sig saman síðar
meir við svipaðar aðstæður, hvort
sem er í Póllandi eða öðrum
austantjaldsríkjum. Yfirvöldum
hefur mistekist að takmarka um-
ræðurnar við efnahagsleg atriði
og ljóst er, að verkfallsmenn
munu ekki sætta sig við óbreytt
skipulag verkalýðsmála.
Á sunnudag lofaði Edward Gie-
rek, formaður pólska kommún-
istaflokksins, verkfallsmönnum í
ræðu, sem hann flutti í sjónvarpi,
að lýðræðislegar og leynilegar
kosningar gætu farið fram til
stjórna verkalýðsfélaganna. Verk-
fallsmenn tóku boðinu hins vegar
fálega og sögðust ekki mundu láta
blekkjast af stjórnvöldum. „Að-
eins frjáls verkalýðsfélög geta
fært okkur fuilan sigur og gert
okkur ánægð," sagði Walesa.
Er hætta á rússn-
eskri innrás?
Öllum er ljóst, að þær pólitísku
tilslakanir, sem stjórnin í Póllandi
kann að gera til þess að koma til
móts við verkfallsmenn, verða að
vera innan marka sem Sovétmenn
geta sætt sig við. Ýmsir forystu-
menn KOR-samtakanna telja, að
kröfur um frjáls verkalýðsfélög
séu óraunsæjar og þess í stað ættu
verkamenn að beita sér fyrir því,
að óformlegu lýðræði verði leyft
að þróast innan hinna opinberu
verkalýðsfélaga, líkt ogtíðkaðist á
Spáni í stjórnartíð Francos. En
hver sem framvinda þessa máls
verður, er talið ólíklegt, að Sovét-
menn geri innrás í Pólland. Að-
stæður í Póllandi eru gerólíkar því
sem var í Tékkóslóvakíu 1968,
þegar hinn frjálslyndi Dubcek
komst til valda, en stefna hans var
í veigamiklum atriðum frábrugðin
stefnu Sovétstjórnarinnar og fól
því í sér beina ógnun við völd
Sovétmanna í landinu. Yfirvöld í
Póllandi fylgja hins vegar
Moskvu-línunni í einu og öllu og
það er þeim jafnmikið áhugamál
og Rússum, að kröfum verka-
mannanna um aukið lýðræði verði
haldið niðri.
(Stuðst við L'Express, The
Observer, Now! og Daily
Telegraph.)