Morgunblaðið - 27.08.1980, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980
Kjötskorturinn:
30 tonn áttu að
fara til Færeyja
- 12 tonn verða send
I>EGAR tók að bera á skorti á
dilkakjöti í I og II verðflokki i
byrjun mánaðarins átti enn eftir
að flytja um 30 tonn af dilkakjöti
til Færeyja miðað við þá samn-
inxa, sem gerðir höfðu verið við
Færeyinga um kjötsölu þangað
að aflokinni haustslátrun í fyrra.
Jóhann Steinsson hjá Búvöru-
deild Sambandsins, sem annast
útflutning á kjötinu, sagði að
vegna þess ástands, sem skapast
hefði hér heima í kjötmálunum,
hefði verið leitað eftir samkomu-
lagi við færeysku kaupendurna
um að draga úr þessum útflutn-
ingi um rúman helming. Niður-
staðan varð sú að alls verða flutt
út til Færeyja um 12 tonn af
dilkakjöti í stað þeirra 30 sem
samið hafði verið um.
Jóhann sagði, að þessi 12 tonn
væru enn ekki farin frá Seyðis-
firði en þar væri kjötið geymt í
frystigeymslu á vegum umboðsað-
ila Smyrils. Ástæðan væri sú að
mikið hefði verið um farþega og
bíla í síðustu ferðum ferjunnar en
farþegar væru látnir ganga fyrir
vöruflutningum. Ráðgert væri að
kjötið yrði flutt út í þrennu lagi.
Besta berjasprettan
við Isaf jarðardjúp
Utanríkisráðherra Austur-Þýskalands, sem hér var i opinberri heimsókn, hélt utan í gærdag. Átti
hann viðræður í gærmorgun við dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og síðar ólaf Jóhannesson.
Hitti Oskar Fischer einnig forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur að máli og þáði síðan hádegisverð
í boði borgarstjórnar áður en hann hélt af landi brott klukkan 15 i gær. Myndina tók ólafur K.
Magnússon i gær er ráðherrann ræddi við forseta íslands.
BERJASPREiTTA virðist með
minna móti en oft áður viða um
land og virðist sem best berja-
spretta hafi verið á Vestfjörðum
m.a. kringum ísafjarðardjúp, að
þvi er Mbl. hefur verið tjáð.
Talsmenn Blómaskálans í Kópa-
vogi, sem oft hefur haft ber til
sölu síðla sumars, tjáðu Mbl., að á
hefðbundnum berjasvæðum á
Snæfellsnesi væri mun minna um
oer nú en áður og hefðu þeir látið
tína fyrir sig við Isafjarðardjúp til
sölu í Blómaskálanum. Fagranesið
nefur farið hópferð með fólk
vestra til berja í Jökulfirði, en í
Veiðileysufirði er gott berjaland
og vel sprottið í ár. Betur en oft
áður, en þar er að finna bæði
bláber og aðalbláber, og krækiber
fyrir þá sem þau vilja.
Aðalfundur Stéttarsam-
bands bænda haldinn um
næstu helgi á Klaustri
AÐALFUNDUR Stéttarsam-
bands bænda verður haldinn í
Kirkjubæjarklaustri um næstu
helgi. Gert er ráð fyrir að aðal-
mál fundarins verði framhald
stjórnunar á framleiðslumálum
landhúnaðarins og þá einkum
framtið fóðurbætisskattsins og
kvótakerfisins.
Skrifstofu Stéttarsambandsins
eru nú að berast samþykktir
svonefndra kjörmannafunda, sem
haldnir eru til undirbúnings aðal-
fundinum heima í sýslunum.
Gunnar Guðbjartsson, formaður
Stéttarsambandsins, sagði, að í
þessum samþykktum kæmi í flest-
um tilvikum fram stuðningur við
álagningu kjarnfóðurgjaldsins en
í mörgum þeirra væru tillögur
aðalfundar Stéttarsambandsins í
fyrra um að bændur fái ákveðið
magn af kjarnfóðri án skattlagn-
ingar ítrekaðar. Margar athuga-
semdir kæmu fram varðandi
kvótakerfið og einkum væri lögð
áhersla á að létta af skerðingu á
minnstu búunum.
Fundurinn hefst kl. 10. árdegis
á laugardag og þá verða fluttar
skýrslur um starfsemi Stéttar-
sambandsins og eftir hádegi flytja
landbúnaðarráðherra og fleiri
gestir ávörp. Mestur hluti laugar-
dagsins fer þó í almennar umræð-
ur. Um kvöldið og fram eftir
sunnudegi starfa nefndir fundar-
ins en á mánudag fer fram
afgreiðsla mála og gert er ráð
fyrir að fundinum verði slitið
seint á mánudagskvöld.
Fjóshlaða og súg-
þurrkunartækin
skemmdust í eldi
FJÓSHLAÐA á bænum
Lónseyri á Bæjum við ísa-
fjarðardjúp brann fyrir
stuttu og skemmdist all-
mikið, en bjarga tókst
nokkru af heyi, sem komið
var í hloðuna. SKemmdust
einnig af eldinum súg-
þurrkunartæki við hlöð-
una, en tókst að verja fjós
og bæjarhúsin sem áföst
eru.
Jens Guðmundsson bóndi tjáði
Mbl. að milli 30 og 40 menn af
nágrannabæjunum hefði drifið að
og aðstoðað við slökkvistarfið.
Taldi hann að allt að 40 tonnum af
sjó hefðu verið notuð við slökkvi-
starfið. Sagði Jens að tekist hefði
að bjarga nokkru af heyinu og
ynni hann um þessar mundir við
að drífa nýtt þak yfir hlöðuna og
99
Ósvífinn áróð-
’ um Pólland
ur
APN FRÉTTASTOFA Sovét-
stjórnarinnar á íslandi sendi
Morgunblaðinu í gær eftirfar-
andi yfirlýsingu um Pólland
undir fyrirsögninni „ósvífinn
áróður“ og er sagt, að hún hafi
birst í sovéskum bloðum þriðju-
daginn 24. ágúst, þó er ekkert
getið um í hvaða blaði. eins og
venja er í daglegum fréttabréf-
um APN á Íslandi. Yfirlýsingin
er svohljóðandi:
„Það er varla hægt að lýsa
þeim áróðri, sem nú er rekinn á
Vesturlöndum vegna atburðanna
í Póllandi á annan hátt en hér sé
um að ræða tilraun vissra
heimsvaldasinnaðra hópa á
Vesturlöndum til að skipta sér
af innanríkismálefnum hinna
- segir APN
á Islandi
fullvalda sósíalísku ríkja til þess
að snúa rás atburðanna sér í
hag. Það þarf ekki sérfræðing til
að sjá, að erfiðleikarnir eru ekki
meiri en svo, að hægt er að
yfirvinna þá og það er alls ekki
hægt að bera þá saman við þá
hrikalegu kreppu, sem svo oft
hefur ríkt á Vesturlöndum.
Hvers vegna gerir vestrænn
áróður svo mikið úr ímynduðu
efnahagshruni í Póllandi og þeg-
ir um þá staðreynd, að stærsta
og ríkasta landið á Vesturlönd-
um, Bandaríkin, hafa lengi átt
við efnahagslega erfiðleika að
etja, að verkfallsmenn þar
skipta hundruðum þúsunda og
að meira en 26 milljón Banda-
rikjamenn eru neyddir til að
draga fram lífið á upphæð, sem
er fyrir neðan þá upphæð, sem
opinberlega er talið að þurfi til
framfærslu. Hvers vegna hrópar
hinn vestræni áróður ekki yfir
heiminn, að í hinum þróuðu
kapítalísku löndum eru yfir 18
milljónir atvinnuleysingja?
Hvers vegna er það ekki hrun
kapítalismans, þegar vestrænu
löndin eiga í miklum efnahags-
örðugleikum og orkukreppu? Sá
áróður, sem rekinn hefur verið í
þessu sambandi, er síður en svo
til að draga úr slökun spennu í
heiminum."
nýja glugga svo koma mætti
heyinu inn að nýju. Að öðru leyti
kvað Jens góðar fréttir úr hérað-
inu, þar hefði nú ríkt einmunatíð í
langan tíma.
Að lokum kvaðst Jens Guð-
mundsson vilja minna á að nytin í
kúm sínum væri tekin að minnka
með minnkandi kjarnfóðurgjöf og
taldi kaupstaðarfólkið ekki ofsælt
á næstunni þegar þrengjast færi
að með mjólk.
Jón L. tapaði
í tíundu umferð
JÓN L. Árnason tapaði fyrir
Utut frá Indónesiu I tiundu um-
ferð heimsmeistaramóts ungl-
inga i skák i gær. Jón er nú með 5
vinninga. en efstur er Kasparov
með 7,5 vinninga. Sviinn Ákesson
er annar með 7 vinninga og
Rúmeninn Neguleschu þriðji með
6,5 vinninga.
Helgi Ólafsson, aðstoðarmaður
Jóns, sagði í samtali við Mbl., að
Indónesinn hefði haft hvítt gegn
Jóni og teflt beint til jafnteflis.
Jón hefði svo tekið mikla áhættu
og reynt að snúa taflinu sér í hag,
en það mistókst og Jón tapaði
skákinni eftir 37 leiki. í níundu
umferð á sunnudag vann Jón
Skotann McNab í 22 leikjum, en í
áttundu umferð á laugardaginn
tapaði hann fyrir Danailov frá
Búlgaríu og sagði Helgi, að það
tap hefði verið „grátlegt". „Jón var
búinn að pakka honum saman en
lék svo öllu niður í tímahraki,"
sagði Helgi. í tíundu umferðinni í
gær gerði Kasparov jafntefli við
Short frá Englandi, Ákesson vann
Tempone, Argentínu, og Negu-
leschu vann Toro frá Chile.
Að loknu heimsmeistaramóti
unglinga heldur Jón L. Árnason til
Sovétríkjanna, þar sem hann tefl-
ir í minningarmóti Chigorins, en
þangað var Jóni boðið eftir að
Guðmundur Sigurjónsson gat ekki
þegið boð um þátttöku vegna
starfsins sem aðstoðarmaður
Húbners.
Tíu bátar á
síld frá Eyjum
VeHtmannaeyjum, 26. ágÚHt.
REIKNAÐ er með að 10 bátar
geri út á reknetaveiðar héðan í
haust. þar af 7 heimabátar.
Fyrsti háturinn fór á veiðar i
fyrrakvöld, Friðrik Sigurðsson
ÁR, en Ófeigur III er einnig að
verða tilbúinn. Þá er liklegt að
einhverjir af minnstu bátunum
reyni að veiða síld i lagnet á
næstunni. Togararnir Breki og
Klakkur liggja hér við bryggju
með hátt i 200 lestir af fiski hvor.
Skipin eiga soludag i Þýzkalandi
í næstu viku og verður þessum
afla landað þar.
Hjól atvinnulífsins eru nú að
byrja að snúast aftur hér í Eyjum
eftir langt sumarleyfi, en frysti-
húsin hafa ekki tekið á móti fiski
síðan fyrir þjóðhátíð. Tekið verður
á móti síld ef einhver berst næstu
daga og síðan fljótlega á móti
öðrum fiski.
Sigurgeir