Morgunblaðið - 27.08.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980 19
| JÓN ÁS(«EIRSS()N: _ i
1920 — WinnipeK Falcons:
frá vinstri: Gordon Sigur-
jonsson, þjálfari, H. Axford,
formaður, Wally Byron,
markmaður, Slim Halder-
son, hægri útherji, Frank
Frederickson, fyrirliði, mið-
herji, W.A. Hewitt, ritstjóri
Toronto Star, Connie Jo-
hannesson, hægri bakvörður,
Mike Goodman, vinstri út-
herji, Allan Woodman, vara-
maður, Bobby Benson,
vinstri bakvörður, Chris
Fridfinnsson, varamaður,
William Fridfinnsson, ritari.
IPBh
íslenska íshokkýliðsins
minnst með veglegum hætti
Bandaríkjamenn tóku einnig
þátt í leikunum, og voru þeir
fyrirfram taldir sigurstrangleg-
astir. Þá voru Svíar einu Norð-
urlandabúarnir, sem tóku þátt í
þessari keppni, en af öðrum
Evrópuþjóðum má nefna Belgíu-
menn, Frakka, Svisslendinga og
Tékka.
Fálkarnir kepptu fyrst fyrir
Tékkana og var það ójafn leikur,
sem lyktaði með sigri Fálkanna,
sem skoruðu fimmtán mörk gegn
engu. Mesta burstið var í leik
Bandaríkjamanna og Svisslend-
inga. USA sigraði með tuttugu
og níu mörkum gegn engu. Leik-
tíminn í þá daga var 40 mínútur,
svo Bandaríkjamennirnir hafa
skorað mark að jafnaði á hverj-
um 80 sekúndum, sem er næsta
ótrúlegt í þessari íþrótt.
Kanadíska liðið, bandaríska
og sænska komust áfram í aðra
umferð, og þannig dróst, að
Svíarnir sátu fyrst hjá. Það var
því komið að eiginlegum úrslita-
leik keppninnar, leik Fálkanna
ogUSA.
í Winnipeg Free Press er
meðal annars sagt frá leiknum á
þessa leið:
Bandaríkjamennirnir, sem
höfðu gert sér vonir um sigur í
keppninni, urðu furðu lostnir er
þeir fundu, að Fálkarnir voru
miklu fljótari en þeirra allra
fljótustu menn, og auk þess
gættu þeir andstæðinga sinna
svo vel, að þeir komust nánast
aldrei í skotfæri.
Allir framherjarnir í liði
Fálkanna, sérstaklega Mike
Goodman, sýndu snilldartakta,
hraða og hugkvæmni í öllum leik
sínum.
í vörninni stóðu þeir sem
klettar Benson og Johannesson.
í fyrri hálfleik (20 mín.) var
ekkert mark skorað, en á elleftu
mínútu síðari hálfleiks skoraði
Frank Frederickson, fyrirliði
liðsins, fyrsta mark leiksins.
Frank varð síðar þekktur at-
vinnumaður í íshokký, keppti
meðal annars með Victoria
Cougars í Pacific Coast League,
og Detroit og Boston í National
League. Sjö mínútum síðar skor-
aði Connie Johannesson annað
mark, og þau urðu úrslit leiks-
ins, 2—0.
Nýlega var þess minnst í Winnipeg, Manitoba,
Kanada, að sextíu ár eru liðin írá því kanadíska
landsliðið í íshokký sigraði á ólympíuleikunum í
Antwerpen árið 1920 og hlaut þá um leið heims-
meistaratitil í þessari íþróttagrein.
Það heíur þótt í írásögur færandi, að í þessu
kanadíska landsliði voru allir keppendurnir, utan
einn, af íslenskum ættum. Raunar var hér um að ræða
félagslið, Winnipeg Falcons, oft nefnt Fálkarnir.
þeir félagar tóku þátt í kanadíska meistaramótinu,
Allan Cup, og í úrslitaleiknum sigruðu þeir
frægasta liðið í Kanada um þær mundir, háskólaliðið
frá Toronto.
Kanadíska íshokkýsambandið var því ekki í
neinum vafa um hverja skyldi senda á Olympíuleik-
ana til þess að verja heiður landsins, sem sagt
íslendingana.
Frank Frederickson
Síðasti leikurinn var nánast
formsatriði, Fálkarnir sigruðu
þá Svíana með 12—1 og var sagt,
að Islendingarnir hefðu leyft
Svíunum að gera þetta eina
mark svona rétt fyrir frændsemi
sakir.
Þeir tveir, sem skoruðu mörk-
in í leiknum gegn USA, Frank
Frederickson og Connie Johann-
esson urðu báðir þekktir á ís-
landi, ekki einasta fyrir íþrótta-
afrek, heldur miklu frekar vegna
framlags þeirra til íslenskra
flugmála.
Frank fór beint til íslands
eftir Ólympíuleikana til þess að
ÍS88»8WWW^MtWWM38W5li08ilil!lljaýaai.lOSaji8S»ia>jB8SWSi>B
Mike Goodman
taka við flugvél, sem þá hafði
nýlega verið keypt til landsins.
Hann varð þannig fyrsti islenski
flugmaðurinn, sem flaug hér á
landi.
Sú saga er ítarlega rakin í
Annálum íslenskra flugmála,
sem komu út fyrir fáum árum.
Konni Johannesson rak um
langt skeið flugskóla í Winnipeg,
og hjá honum lærðu margir af
frumherjum Loftleiða og Flugfé-
lags íslands. Enn eru margir af
nemendum Konna í fullu starfi
sem flugstjórar, bæði hérlendis
og erlendis.
Aðrir leikmenn í þessu fræga
íshokkýliði 1920 voru Wally Byr-
on, markmaður, Bobby Benson,
varnarmaður, Slim Halderson,
hægri útherji og Chris Fridfin-
son, varamaður. Harvey Benson,
bróðir Bobbys var einnig í liðinu,
en hann keppti ekki. Eini leik-
maðurinn, sem ekki var af ís-
lenskum ættum var Huck Wood-
Fálkarnir sérstak-
lega heiðraðir
Sem fyrr er getið var þess svo
sérstaklega minnst fyrir
skömmu í Winnipeg, að 60 ár eru
liðin frá því Fálkarnir urðu
ólympíumeistarar og heims-
meistarar. íþróttasambandið í
Manitoba hélt hátíðlegt tíu ára
afmæli sitt (áhugamannasam-
tökin), og var þá jafnframt sett á
laggirnar sérstök stofnun, sem í
framtíðinni á að varðveita nöfn
þekktustu íþróttamanna fylkis-
ins, MANITOBA SPORTS
HALL OF FAME. Að þessu
sinni voru tilnefndir níu ein-
staklingar og eitt félagslið, Fálk-
arnir.
Einn leikmannanna er enn á
lífi, Mike Goodman. Auk þess að
vera einn af bestu mönnum
íshokkýliðsins vann hann sér
það til frægðar að sigra eitt sinn
á Norður-ameríska skautamót-
inu, North American Speed
Skating Championship.
Mike Goodman hefur verið
búsettur á Florida síðustu ára-
tugi, en kom til Winnipeg til
þess að vera viðstaddur í hófinu,
sem efnt var til af fyrrgreindu
tilefni, og um sex hundruð
manns sátu. Undirritaður átti
þess kost að ræða við Goodman
stutta stund, og minntist hann
félaga sinna með hlýjum orðum.
Einnig bað hann fyrir kveðju
heim til íslands. Sagan af skaut-
unum hans var rifjuð upp. Það
þótti með ólíkindum hve maður-
inn var fljótur á skautum, og
engir höfðu roð við honum.
Komst þá sá orðrómur á kreik á
Ólympíuleikunum, að skautarnir
hans væru húðaðir með ein-
hverju efni, sem hefði verið
framleitt sérstaklega til þess að
auka skriðið. Um þetta áttu
auðvitað engir að vita. Svo
háværar urðu þær raddir, sem
héldu þessu fram, að svo fór, að
Mike fékk fjölmörg tilboð í
skautana, og segir sagan, að
sumir hafi viljað borga allt að
eitt hundrað dollurum fyrir þá,
og var það ekki lítil upphæð í þá
daga. Það ætti að vera óþarft að
taka fram, að skautana lét Mike
aldrei frá sér.
Við heimkomuna frá Ant-
werpen fengu Fálkarnir höfðing-
legar móttökur. Þeim voru
haldnar veglegar veislur í Tor-
onto og Winnipeg, og þeim var
margvíslegur annar sómi sýnd-
ur.
Free Press segir meðal annars
svo frá: „í gærkvöldi stóð múgur
manns fyrir framan ritstjórn-
arskrifstofur blaðsins og beið
fjöldinn þolinmóður eftir úrslit-
um leiksins frá Ólympíuleikun-
um í Antwerpen. Jafnskjótt og
þau voru kunn voru þau birt í
glugganum, og þá laust mann-
fjöldinn upp fagnaðarópi. Þá
voru úrslitin látin berast til
allra kvikmyndahúsa og leik-
húsa í bænum, þar sem þau voru
síðan tilkynnt um hæl öllum
áhorfendum, sem einnig fögnuðu
þessum ánægjulegu tíðindum."
íslensku blöðin í Manitoba
létu auðvitað ekki sitt eftir
Iiggja. í Heimskringlu segir
meðal annars á þessa leið:
„Sjaldan hefur verið jafnmikið
um dýrðir í Winnipeg og þegar
íslensku Fálkarnir komu heim
úr frægðarför sinni. Bæjarstjór-
inn veitti þeim móttöku með
hinni mestu viðhöfn, fagurlega
skreyttar bifreiðar þutu fram og
aftur um borgina með nöfnum
þeirra og myndum, og blöðin
gerðu þá að umtalsefni, — fluttu
af þeim myndir með alls konar
lofi, og kvæði, sem um þá var
ort, þar sem þess var greinilega
getið að þeir væru Islendingar. í
öllum búða- og skrifstofuglugg-
um voru skrautprentuð nöfn
þeirra, og stórletruð spjöld voru
á hverjum strætisvagni bæjar-
ins, þar sem menn sögðust vera
stoltir af þeim. Þeim var haldinn
hver dansinn eftir annan og
hvert heimboðið rak annað.
íslenska þjóðin hefur aldrei
fengið betri auglýsingu hér í
landi.“
— já