Morgunblaðið - 27.08.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 27.08.1980, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980 + Móöir okkar, amma og tengdamóðir, ELÍSABET MARÍA SIGURBJÖRNSDÓTTIR (ELLA MAJA), Lönguhlfö 23, lést í Landspítalanum 24. ágúst. Fyrir hönd vandamanna. Sigurbjörn Bernótusson, Sigríöur Bernótusdóttir, Jórunn Bernótusdóttir, Þóra Bernótusdóttir, Anna Fríða Bernótusdóttir, tengdabörn og barnabörn. \ Faöir minn, GUNNAR HELGMUNDUR ALEXANDERSSON, lést 26. ágúst í hjúkrunarheimilinu Grund. Guóríöur Gunnarsdóttir. + RANNVEIG KJARAN, Móvahlíó 44, er lést í Landspitalanum 19. ágúst veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 23. ágúst. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Rauöalæk 2, Reykjavík, sem lést 17. ágúst veröur jarösungin frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Hannes Árni Wöhler, Kirstín G. Lórusdóttir, Bryndís Kristiansen, Ketill Pólsson Bragi Kristiansen, og barnabörn. + Eiginkona mín, móöir, dóttir, tengdamóöir og amma, HULDA FJOLA MORK, Keldulandi 21, sem andaöist aö heimili sínu 20. þ.m. veröur jarösungin í Fossvogskirkju miövikudaginn 28/8 kl. 10.30. Ulf Mork, Björn Mork, Bippe Mork, Elfn Söebech, Hafdís Albertsdóttir og barnabarn. + Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, SKÚLA A. STEINSSONAR, forstjóra, Heiöargerði 19, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Krabbameins- félaglö. Gyöa Brynjólfsdóttir, Bryndís Skúladóttir, Póll Árnason, Gunnsteinn Skúlason, Sigrún Gunnarsdóttir, Guölaug Skúladóttir, Vilberg Skúlason, Sigrún Skúladóttir, Jón Sverrisson, Haildór Skúlason, Jóna Ágústa Helgadóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim fjölmörgu sem vottuöu okkur samúö og vinarhug viö fráfall og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ATLA BALDVINSSONAR, fyrrum framkvssmdaatjóra, Hveravöllum. Steinunn Olafsdóttir, Sigríóur Atladóttir, Vigfús Jónsson, María Atladóttir, Unnsteinn Jóhannsaon, Ólafur Atlason, Alda Pólsdóttir, Baldvin Atlason og barnabörn. Atli Þór Helgason úrsmiöur - Minning Fæddur 19. janúar 1950. Dáinn 7. ágúst 1980. Það er örugg vissa og staðreynd að dauðinn vitjar okkar allra að lokum. En hvar og hvenær það augnablik kemur sem verður okkar síðasta í þessum heimi vitum við yfirleitt ekki fyrirfram sem betur fer „því enginn veit sína æfina fyrr en öll er“. Það er í sjálfu sér ofur eðlilegur atburður þegar aldurhnigin manneskja, þrotin að kröftum og heilsu, sofnar í hinsta sinn þreytt eftir starf langrar ævi og yfirgef- ur þetta tilverusvið. En því erfiðar gengur okkur að skilja þann til- gang og sætta okkur við, þegar ungir atorkumenn í blóma lífsins, eru kallaðir burt frá þessu lífi mitt í dagsins önn á sólfögru sumri. Þá stöndum við jarðarbörn harmi slegin, og brestur skilning á tilgangi forsjónarinnar. Eg kom úr stuttri heimsókn á æskustöðvarnar síðla kvölds 7. ágúst sl. glaður og hress, en næsta morgun biðu váleg tíðindi. „Hann Atli Þór drukknaði í gær.“ Þetta var voðafregn. Atli var góðvinur okkar hjónanna. Þessi fáu kveðju- og þakkarorð til góðs drengs og vinar megna þó tæpast að tjá hug okkar allan á erfiðri stund. Ég kynntist Atla ungum að árum vegna nábýlis okkar og foreldra hans. Þessi glaðlegi, röski og síhressi strákur vakti athygli mína. Við drógumst fljótt hvor að öðrum vegna sameiginlegs áhuga á dægurmálum, bílum, tæknibún- aði o.fl., en hjá honum kom maður ekki að tómum kofanum þegar slíkt var til umræðu. Síðar þegar við vorum báðir félagar í Kiwanisklúbbnum Þyrli, kynntumst við enn betur. Þar ávann Atli sér virðingu allra, úrræðagóður og fljótur að átta sig á málefnum, og það sem mest um var vert, alltaf síkátur og drífandi og hreif okkur hina með sér til dáða. Það var oft að ég var á gangi um götur bæjarins með daprar hugsanir vegna einhverra tilfall- andi erfiðleika, að bíll Atla renndi upp að gangstétt og kallað var: „Ertu að fara eitthvað sérstakt? Ég skal skutla þér“. Þá vildi oft teygjast úr ökuferðinni, en að lokum skilaði Atli mér á áfanga- stað og hafði þá með sínu glaða og góða viðmóti hresst svo upp sinni mitt að þegar leiðir skildu, var ég glaður og hress á ný. Þetta var honum eiginlegt. Hann var því sannkallað sólskinsbarn á meðal okkar, og því var vel við hæfi hve sólin skein bjart og heitt þegar við kvöddum hann öll í hinsta sinn, og hlýr sumarandvarinn gerði sitt besta til að þerra tárin sem féllu.— Það er svo sárt að sjá á bak ungs vinar í blóma lífsins. Hann átti svo margt ógert, hann ætlaði að gera svo margt í framtíðinni. Hann hafði aflað sér vandaðrar menntunar hér heima og erlendis í + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför sonar okkar, bróöur og frænda, TRYGGVA ÓSKARSSONAR, Þórshöfn. Klara Guójónsdóttir, Óskar Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Hughellar þakkir til þeirra mörgu sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug viö andlát og útför elglnmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, KARLS SVEINSSONAR, aöalbókara, Skipasundi 57, Reykjavfk. Fyrir mína hönd, barna mlnna, tengdabarna og barnabarna. Bergþóra Sigmarsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför bróður okkar, SIGMUNDAR JÓHANNSSONAR frá Skógum. Sérstaklega færum viö alúöar þakklr læknum, hjúkrunarfræöing- um og starfsllöi öllu á deild 8 Landspítalanum fyrir frábæra umönnun í langvarandi veikindum hans. Systkinin. + Viö þökkum innilega alla þá samúö og vináttu sem okkur hefur veriö sýnd viö andlát og útför, ATLA ÞÓRS HELGASONAR, úrsmiös, Akranesi. Sigrfóur Óladóttir og börn, Hutda og Helgi Júlíusson, Hallfríöur Helgadóttir, Pjetur Már Helgason. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengdafööur, SIGURDAR GUNNARSSONAR, prentara frá Selalsek. Sigrfóur Ólafsdóttir, Sigrföur Siguröardóttir, Helgi Kristbjarnarson, Ólafur Sigurðsson, Sólveig K. Pátursdóttir. iðn föður síns og hlotið meistara- réttindi í úrsmíðum, þeir feðgar voru samstarfsmenn og félagar. Og framtíðarheimilið beið fjöl- skyldunnar eftir fáa daga. Við hann voru svo miklar vonir bundnar. Sár er því harmur Helga og Huldu og ástvina allra, því þau hafa mikið misst. Atli Þór var sá gæfumaður að eiga góðan lífsföru- naut. Fyrir rúmum sex árum á þjóðhátíðarári gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína Sigríði Óladóttur einstaka atorku- og myndarkonu. Þau eignuðust gott og fagurt heimili, enda samhent og bæði óvenju atorkusöm. Börnin voru orðin þrjú á aldrinum 2 mánaða til 6 ára þegar faðirinn var kallaður til annars tilveru- sviðs. En móðir þeirra hefur sýnt slíkt þrek á raunastundum að fágætt er. Ég bið guð að veita henni og börnunum styrk og hugarró á þessum erfiðu stundum. Allar góðu minningarnar eru okkur öllum huggun og styrkur meðan tíminn líður og dregur sviðann úr sárunum. Við hjónin óskum aðstandendum Atla Þórs alls góðs í framtíðinni. Við teljum okkur það mikið lán að hafa fengið að njóta samvista við hann á liðnum árum. Það auðgaði hugi okkar af minningum um ágætan vin. Minningin um góðan dreng mun lifa á meðal okkar allra, og það eru bjartar minningar og kærar. Hafðu þökk fyrir samveruna vinur. Stefán Lárus Pálsson. Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.