Morgunblaðið - 27.08.1980, Page 25

Morgunblaðið - 27.08.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980 25 fclk f fréttum Vinsælar fyrirsætur + John og Greg Rice eru 28 ára gamlir tví- burar. Þeir eru aðeins metri á hæð og vega 32 kg. Ricebræðurnir hafa getað notfært sér útlit sitt og eru vinsælar fyrirsætur, sérstaklega í auglýsingamyndum. Margrét fímmtug + Margrét Bretaprinsessa átti fimmtugsafmæli um daginn. Hún ber aldurinn vel eins og sjá má af þessari mynd sem var tekin af henni í tilefni dagsins. Feitasti maður Englands + George Macaree er feitasti maður Englands og auk þess hefur hann verið titlaður feitasti maður heims í heimsmetabók Guinnes undanfarin 18 ár. En nú er George, sem vegur 273 kg orðinn leiður á allri fitunni, hann ætlar sér að láta öðrum titilinn eftir og fara í strangan megrun- arkúr. „.v. j ' i mP J fmvi má + Ekki er hægt að segja að stúlkan hér á myndinni sé klædd eftir nýjustu tísku en þó eru fötin hennar svo verðmæt að hún þarfnast lögregluverndar til að gæta þeirra. Hún keypti fötin á uppboði i London þar sem notuð föt af frægu fólki voru seld. Buxurnar, sem stúlkan er i, átti Elvis heitinn Presley, jakkann átti poppstjarnan Phil Lyn- ott (i hljómsveitinni Thin Lizzy), hatt- urinn tilheyrði hljómsveitinni Madness og boxhanskana átti Ray Robinson. Sveinn Ólafsson: Til umhugsunar V Leið til að lækka persónuskatta - sem enginn minnist á Eins og bent var á hér í fyrri hugleiðingum um ágóða, hagnað eða gróða, eins og það nefnist, þá er sú leið sem nú virðist vera „Leiðin til Mekka“ í skattlagningu hérlendis vera búin að ganga sér svo til húðar, að enginn fær vegur sé lengur til í þjóðfélaginu til að afla fjár til sameiginlegra þarfa önnur en skattpínsla og rányrkja, sem ekki tekur neitt tillit til ásigkomulags stofns og undir- stöðu. Rányrkja er sagt vegna þess, að hér virðist ekki lengur ríkja það skynsemissjónarmið, að taka beri tillit til getu fyrirtækja og ræktunarsjónarmiða, heldur er allt kreist og pínt; — það skal bara láta þetta og hitt af hendi, hvað sem getu líður og framtíðarhorf- um um afkomuna eða gjaldstofn- inn. Sé á þetta horft hlutlausum augum, verður ekki annað séð en að rangt og óviturlega sé að farið, því eftirtekjan verður minni en hægt væri með öðrum aðferðum að ná, auk þess sem óeiningu og mótstöðu, sé boðið heim. — Rang- indum mæta menn gjarnan með óhlýðni og undandrætti hvar sem færi gefst. Svikaviðleitni er boðið heim og menn eru þegar þeir eru í nauðvörn að eigin dómi ekki í neinum vandræðum með að rétt- læta slíkt fyrir sér, hversu rangt og brotlegt, sem slíkt er í rauninni gagnvart ríkjandi, en vitlausum, lagaboðum. Slíkt er mikil ógæfa, þar sem það grefur undan siðgæð- inu og kyndir undir misskilningi, óvild, grunsemdum og allskyns neikvæðri þróun í samfélagslegum efnum. Lögin missa gildi sitt, — eru vanvirt. Það hefir jafnan þótt auðkenni góðs landsföður og bónda að rækta vel jörð sína. Skattstofa þarf að rækta. Þar er hægt að auka uppskeruna, — ef menn eru ekki með annarleg viðhorf og láta ekki vitleysuna villa og brengla allt sitt skyn. — Flestum er þannig varið, að ef þeir eru aflögufærir, þá eru þeir glaðir að greiða sinn skerf af samfélags- legum útgjöldum. Ef ranglætið hinsvegar heldur innreið sína þar, þá snýst þetta við. — Hve margir segja ekki nú: „helv ... ríkið“ og annað ámóta, og gleyma þá líka, að þetta ríki er bara við öll í sameiningu. — En það hefir samt ekki leyfi til að misbjóða tilfinn- ingu eigenda sinna fyrir sann- girni, réttlæti og siðgæði. Þjónar þess, stjórnmálamennirnir og embættismennirnir, verða að skilja það, — annars eru þeir á villigötum, og grafa undan lög- hlýðninni. Allir stjórnmálamenn vilja — a.m.k. látast vilja — létta skatt- birðina á almenningi. Einhvern- veginn er eins og þetta renni alltaf út í sandinn. Það er eins og engum detti í hug leið, sem þó er víða þekkt, en troði sífellt sama slóð- ann, hugsunarlaust og, að því er virðist, blint. — Geta menn ekki séð, að m.a. ein leiðin er t.d., að auka velgengni og bæta afkomu fyrirtækjanna. Þau eru vaxtar- broddur allrar peningagetu al- mennings. Þar verður afrakstur- inn til, sem allir neyta af. Ef hagur þeirra er bættur og ágóðinn aukinn, fyrir bætta aðstöðu og skilning stjórnendanna, í þjóðfél- aginu þá geta þau greitt meira en nú í sameiginlegan sjóð. — Þetta segir það í einvöldu máli, að ef sameiginlegur kostnaður — skatt- ar — eru 100% og almenningur hugsanlega greiðir nú t.d. 90% en fyrirtækin með harmkvælum 10%, er þá ekki ljóst, að, ef afrakstur þeirra eykst, fyrir skynsamlegar ráðstafanir með al- mannahag fyrir augum, þá gæti þetta hlutfall breyzt. — Ef það t.d. breyttist þannig að fyrirtækin hefðu ágóða og gætu borið að greiða án ofsköttunar t.d. 25 — eða 30 hundraðshluta, þá þarf almenningur ekki að greiða nema 70—75. — Þetta gæti þannig lækkað skatta á almenningi veru- lega með beinum hætti og það er engin ástæða til að ætla að ágóði fyrirtækjanna kæmi frá almenn- ingi í hækkuðu vöruverði heldur gæti hann komið fram einfaldlega fyrir bættan rekstur og aukna hagkvæmni, enda dæmin um slíkt mýmörg og vel þekkt. Ekki er ástæða til að fara frekar hér út í nánari atriði, en að fyrirtækjum þarf að búa vel, og leyfa þeim að setja fé í bættan tæknibúnað, aukna þekkingu, þjálfun og slíkt, sem allsstaðar hefir verið vaxtarbroddur betri afkomu, eins og t.d. tæknivæðing fiskveiða Islendinga er hvað bezt dæmi um. — Það er vagga ríki- dæmis þjóðarinnar í dag, því þjóðin er rík. Ef menn vilja hinsvegar alltaf halda fyrirtækjunum „fátækum", þá skyldu menn ekki gleyma máitækinu: „Það er dýrt að vera fátækur" — og það á jafnt við þótt fátæktin sé heimatilbúin og af stjórnvöldum stafi af eigin heimsku og skammsýni. Og sjálfsskaparvítin eru verst. Það er líka til annað máltæki, sem er merkilegt vegna þess sannleika, sem það felur í sér: „Það dýrasta er oft það ódýrasta," sem merkir, að með því að kaupa vandaðasta og bezta hlutinn strax, fæst hlut- fallslega meira út úr hlutnum, en það sem greitt er umfram. Vér Islendingar ættum eins og nú er komið að leiða að því hugann, hvort ekki sé kominn tími til að innleiða hér á landi meira af almennri skynsemi í meðferð fyrirtækjanna en hingað til hefir leyfst, að hafa þar t.d. hliðsjón af frændum vorum Færeyingum, sem hafa borið gæfu til að snið- ganga þá öfund, tortryggni, óein- ingu og heimsku í mörgum efnum, sem hér hefir tröllriðið öllu um langt árabil, — og efnast vel á því. Lækkun skattanna á almenn- ingi, hækkun þeirra á fyrirtækj- unum, fyrir aukna arðsemi og ágóða þeirra, skynsamlegan skiln- ing á eðli þeirra og því, að þau eru í raun hluti af sameignarsjóði þjóðfélagsins, sem ber að rækta og hlúa að, — er raunhæfur möguleiki, sem ekkert nema heimaalinn skortur á viti og skynsemi, getur staðið í vegi fyrir. — Enginn ávöxtur getur orðið til, og enginn getur etið af neinu ávaxtatré, fyrr en búið er að rækta það upp. — Það borgar sig ekki að reyna að grafa upp ræturnar og eta þær, því þá er sulturinn á næsta leiti. — Og hvað höfum vér íslendingar gert í þessum efnum á undanförnum áratugum — sjálfum oss til boiv- unar, en ekki raunhæfs gagns séð frá heildarinnar sjónarmiði? Er ekki mál að linni? Er það ekki þarft hverjum og einum að athuga málið í ljósi þess, hvað vænlegast er oss hverjum og einum til raunverulegra hagsbóta, í stað þess að vaða í þeirri villu að hagnaður annarra sé tap fyrir aðra, — þegar raunveruleikinn er hið gagnstæða?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.