Morgunblaðið - 27.08.1980, Side 27

Morgunblaðið - 27.08.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980 27 Varnir íslands og At- lantshafsbandalagið Ari T. Guðmundsson kveður sér hljóðs í Morgunblaðinu 21. ágúst og fjallar um stöðu íslands og stríðshættuna. Tilefnið segir hann grein eftir undirritaðan, sem birt- ist í Morgunblaðinu 5. júlí (Staða íslands í vályndri veröld). í grein sinni segist Ari skoða 5 atriði, sem þar voru fram sett „og vona að Björn svari mér“. Af grein Ara ræð ég, að við séum sammála um nauðsyn varna á íslandi en okkur greini á um það, hvaða leiðir skuli farnar að markmiðinu. Ég er sammála þessari niður- stöðu Ara T. Guðmundssonar: „hernaðaralegt mikilvægi íslands er síst ofmetið og útílokað að landið fái að „vera í friði" eins og menn vona helst." Ég er einnig sammála Ara um það, að litlar líkur séu á því, að kjarnorku- sprengju verði varpað á ísland í upphafi styrjaldar. Kæmi til slíkra hörmunga yrðu þær liður í alhliða gjöreyðingarstríði. Enn er ég sammála þeim rökum Ara, sem hann færir fyrir þessari niður- stöðu sinni „að stríðsaðilum ber nauðsyn til að nota landið til eftirlitsstarfa, árása- eða verndar- aðgerða fyrir eigin hertæki." Síð- an ályktar Ari á þann veg, að annað hvort muni Bandaríkja- menn eða Sovétmenn reyna að ná landinu og sú keppni hafa hernað- arátök í för með sér. Segir hann okkur Islendinga vanbúna til þess að mæta slíkri atburðarás. Þarna er ég ósammála. Einmitt með aðild að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningnum við Banda- ríkin höfum við á friðartímum gert ráðstafanir, sem koma í veg fyrir slíkt kapphlaup á fyrsta stigi hernaðarátaka. Raunar er ég þeirrar skoðunar, að hernaðarlegt tómarúm á íslandi og óvissa risaveldanna um það, hvort þeirra næði fótfestu í landinu gæti, orðið neistinn, sem kveikti ófriðarbál. Við Ari T. Guðmundsson erum ósammála vegna þess, hve litla trú hann hefur á Atlantshafsbanda- laginu og hernaðarstyrk þess. Tel- ur hann bandalagið í raun hafa lamað frumkvæði og framtak ein- stakra bandalagsþjóða í vígbún- aði. Skýrast kemur þessi skoðun hans í ljós, þegar hann segir, að við íslendingar eigum að hervæð- ast og minnka tengslin við At- lantshafsbandalagið smátt og smátt miðað við eflingu eigin viðbúnaðar. Finnst mér hann leita langt yfir skammt í þessari rök- semdafærslu. Öflugustu varnir ís- lendinga sjálfra kæmust aldrei í hálfkvisti við þá tryggingu, sem felst í varnarsamstarfi við Banda- ríkin og aðildinni að Atlantshafs- bandalaginu. Ari segir, að „hættuleg leynd“ hafi hvílt yfir því „hvað NATO hyggst fyrir með ísland í stríði". Hann spyr hvort héðan eigi að hörfa eða flytja hingað „léttvopn- aða fótgönguliða“. Hann segir „allsendis óljóst hvernig NATO ætlar að verja ísland" eftir að aðvörun hefur borist um árás. Og spyr, hvort ég viti, hvernig það yrði gert. Varnarstefna Atlantshafs- bandalagsins byggir á þeirri grundvallarforsendu, að kjarn- orkuherstyrkur Bandaríkjanna sé nægilega öflugur til að fyrir- byggja árás á þau og bandalags- ríki þeirra. Um einstaka þætti þeirrar stefnu leyfi ég mér að vísa til greinar um hana í Morgunblað- inu 24. ágúst. Eftirlitsstarfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli er liður í framkvæmd hennar. Dugi þessar fyrirbyggjandi að- gerðir ekki og verði gerð árás á Atlantshafsbandalagslöndin þrátt fyrir þær, er það yfirlýst stefna bandalagsríkjanna að halda óvin- inum í skefjum eins nálægt eigin landi hans og frekast er unnt. Fráleitt er að ímynda sér, að átakalaust verði hörfað frá Norður-Noregi og íslandi. Næði Ara T. Guðmunds- synisvarað óvinurinn íslandi á sitt vald, væri Noregur þar með fallinn og ógnvekjandi hætta myndi steðja að siglingaleiðunum yfir Norður- Atlantshaf — lífæð Atlantshafs- bandalagsins. Árás á ísland yrði gerð af sjó eða úr lofti. Aðvörun- artíminn er skemmstur fyrir loft- árás, nema óvinaher sækti gegn landinu í dulargervi svo sem á togurum, rannsóknaskipum og kaupskipum eða úr flugvélum, sem hér hefðu fengið lendingar- leyfi. Sveit orrustuflugvéla á Keflavíkurflugvelli hefur það hlutverk að bægja óvinveittum og óþekktum flugvélum frá landinu. Henni gæti borist liðsauki á þeim tíma, sem það tekur að fljúga orrustuflugsveit frá Bandaríkjun- um til íslands — lengsti tími — og á skemmri tíma, ef flugvélamóð- urskip væri nærri landinu eða flugvélar yrðu sendar hingað til dæmis frá Bretlandi. Samhliða yrðu landgönguliðasveitir sendar flugleiðis frá Bandaríkjunum til Islands og birgðaflutningar hafnir með skipum. Ég tel, að í stórum dráttum yrði þannig brugðist við innrás í ísland. Úr nauðsyn liðsflutninga mætti draga með tvennum hætti, að hér væru fleiri erlendir hermenn að staðaldri samkvæmt sérstöku samkomulagi við íslensku ríkis- stjórnina eða Islendingar hæfu vopnabúnað eins og Ari T. Guð- mundsson hallast að en þá hugsun orðar hann með þessum hætti: „Hið rétta er að íslendingar sjálfir verða að vera viðbúnir og búa til varnarkerfi sem byggist á góðum almannavörnum, birgðasöfnun í landinu, margþættum hindrunum fyrir hernámslið og skipulögðu andófi.“ Og á öðrum stað: „ísland eflir sinn eiginn viðbúnað við styrjöld." Ég hef á það bent, að það drægi úr trausti manna á getu Bandaríkjamanna til þess að verja ísland, að aldrei hefðu verið æfðir liðsflutningar til landsins. Vafa- laust má rekja það til pólitísks tvískinnungs okkar sjálfra, að engin slík æfing hefur farið fram. Raunar er ekki við neina aðra en okkur sjálfa að sakast, ef okkur finnst ekki nóg að gert til varnar íslandi. Eins og Ari T. Guð- mundsson lætur liggja að, hefur það verið „feimnismál" að ræða varnir íslands „án þess að hugsa þær hugsanir til enda sem hljóta að vaknajiegar menn velta fyrir sér stöðu Islands". Við slíkar hugrenningar hljóta menn þó að taka mið af stöðunni eins og hún er á hverjum tíma. Nú er hún þannig, að Bandaríkja- menn hafa hér eins marga menn og íslensk stjórnvöld heimila og bardagasveitir aðeins á einu horni landsins. Þeir eru skuldbundnir til að verja landið allt. Áætlanir þeirra miðast við að geta staðið við þessar skuldbindingar. Finnist íslendingum þessar áætlanir ekki trúverðugar, verða þeir auðvitað sjálfir að láta það álit í ljós og krefjast breytinga eða fram- kvæma þær sjálfir með eigin viðbúnaði. íslenskar ráðstafanir yrðu þó marklausar, ef þær fælust í því að höggva á tengslin við Atlantshafsbandlagið og Banda- ríkin. Mér finnst hættan af dulbú- inni árás af sjó eða úr lofti ein réttlæta efasemdir um, að viðbún- aður sé ekki nægur í landinu. Röksemdir þær, sem Ari T. Guðmundsson færir fyrir því, að varnarstefna Atlantshafsbanda- lagsins sé haldlaus, eru ekki sann- færandi. Hann má ekki gleyma því, að burðarás bandalagsins er skuldbindingin um að árás á eitt bandalagsríki sé árás á þau öll. Bandalagið er ekki yfirríkjastofn- un, sem segir aðildarlöndunum fyrir verkum eða leggur á þær nokkrar hömlur. Sameiginlegar varnaráætlanir á vegum þess og herstjórnir NATO eru til orðnar, svo að unnt sé að svara árás með samræmdum hætti. Með fullyrð- ingu sinni um það, að hugmyndir Atlantshafsbandalagsins um liðs- og birgðaflutinga frá Norður- Ameríku til Evrópu séu með öllu óraunhæfar, sýnir Ari, að hann hefur ekki kynnt sér áform banda- lagsins nægilega. Sú kenning hans, að Sovétmenn hafi síðan 1970 æft árás úr suðri og norðri á skipalestir frá Ameríku til Evr- ópu, kemur á óvart. Flotaæfingar Sovétmanna á Atlantshafi hafa nær eingöngu ef ekki algjörlega falist í gagnkafbátahernaði hér á Norðurslóðum til varnar víg- hreiðrinu á Kóla-skaga og virðast byggjast á þeirr von, að sovéski flotinn geti ráðið yfir töluverðum hluta Noregshafs. Atlantshafs- bandalagslöndin leggja hins vegar ríka áherslu á að æfa varnir siglingaleiðanna yfir Atlantshaf, svo að þau verði við öllu búin, og fer ein slík fram á næstunni samhliða því sem æfð er land- ganga til dæmis í Norður-Noreg. Ari T. Guðmundsson er ósam- mála mér um það, að varnarsam- starf Norður-Ámeríku og Evrópu sé óskastaða frá íslenskum bæjar- dyrum séð. Kemst hann að þeirri niðurstöðu „í ljósi vaxandi stríðs- hættu og ónothæfrar hernaðar- stefnu NATO“. Ari vill sem sé hverfa aftur til áranna fyrir síðari heimsstyrjöldina. Reynsla Vestur- landa af þeim átökum varð ein- mitt hvatinn að stofnun Atlants- hafsbandalagsins. Með þeirri ráðstöfun að sameina varnarmátt- inn á friðartímum hefur friður verið tryggður á bandalagssvæð- inu i rúma þrjá áratugi. Ari T. Guðmundsson hefur ekki bent á neina skynsamlega forsendu fyrir því að kasta svo haldgóðu friðar- kerfi fyrir róða. Hann segir i lok greinar sinnar „Þegar ég fletti dagblöðum frá 1938 og 1939 mætti halda að styrjöldin hefði hafist áratug siðar en raun varð á.“ Ara hlýtur að hafa orðið hugsað til þess við þennan lestur sinn, að andvaraleysið á þessum árum má ekki sist rekja til þess, að þá höfðu menn ekki sannfærst um nauðsyn samhæfðra varna á friðartímum. Eftir dýrkeyptar hörmungar styrjaldarinnar voru menn reynsl- unni ríkari og til þess má rekja stofnun Atlantshafsbandalagsins. Merkilegast finnst mér að sjá það af lestri greinar Ara T. Guðmundssonar, að kjörorðið „ís- land úr NATO. Herinn burt.“ þýðir í hans huga: „Varið land. Islendingar hervæðumst!" Björn Bjarnason FLUGKLÚBBURINN H.F. Flugáhugamenn athugið: Fyrirhugaö er aö bóklegt námskeiö til einkaflug- manns hefjist 1. september n.k. Upplýsingar í símum 28970, 71771 og 43761 á kvöldin. Komið og skoöiö HQLUWOOD COLTINN /nmúcl Heimilið í sýningardeild á sýningunni Þátttakendur í Ungfrú Hollywood keppninni koma í höll ina í kvöld og kynna Coltinn og Samúel. , Og svo bregöa sér allir í Hollywood á eft | kvWJ pa< **' Umboðssímar H8LUW6QÐ EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU * AIGLYSINGA- SIMINN F.R: 22480 TAKIÐ ÞATTI ÞRAUTINNI í Alpa básnum í Laugardalshöll, hangir uppi stafli af Alpa smjörlíki. Sýningargestir geta reiknaö út hve mörg stykki og hve mörg kíló af Alpa eru í honum. Svörum er síöan skilaö á staðnum. Aö lokinni sýningu verður dregið úr réttum lausnum og þrenn aöalverö- laun veitt auk 10 aukaverðlauna. Alpa — ómissandi á brauöiö, í baksturinn, á pönnuna. • smjörliki hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.