Morgunblaðið - 27.08.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980
31
Framarar urðu
bikarmeistarar
Framarar urðu hikarmeistar-
ar i öðrum aldursflokki i knatt-
spyrnu i gærkvöldi, en þeir sigr-
uðu þá KR-inga i úrslitaleik með
tveimur mörkum gegn einu. Stað-
an í hálfleik var 1—0 fyrir Fram.
Framarar voru vel að sigrinum
komnir, einkum léku þeir betur i
siðari hálfleik, en þá komu og
fóru nokkur góð marktækifæri
sem ekki nýttust. Nú bíða menn
spenntir eftir því hvort Fram
leiki sama leikinn i meistara-
flokki, en á sunnudaginn mætast
Fram og ÍBV i úrslitaleiknum i
bikarkeppni KSÍ Hjá Fram hef-
ur nú 2. flokkur vísað veginn.
Kristján ljósmyndari Einarsson
smellti þessari mynd af hinum
nýbökuðu bikarmeisturum i
leikslok i gærkvöldi.
Sigurður enn með nauma forystu
ir w ***j£fá*fi i
f \
bEGAR þrjár umferðir eru eftir i
1. deild íslandsmótsins i knatt-
spyrnu, er ljóst að baráttan um
hæstu meðaíeinkunn i stigagjöf
Morgunblaðsins mun einkum
standa milli 6 manna. Þeir eru
Sigurður Grétarsson, UBK, Guð-
mundur Þorbjörnsson og Magnús
Bergs úr Val, Trausti Haraldsson
og Marteinn Geirsson úr Fram
og loks Ragnar Margeirsson úr
iBK.
Eins og staðan er nú, hefur
Sigurður Grétarsson naumt for-
skot á hina fimm, raunar hefur 1
Sigurður leitt kapphlaupið í allt
sumar. Sigurður hefur hlotið 98
stig í 14 leikjum, eða meðaleink-
unnina 7,0.
Tveir eru með 6,9 í meðaleink-
unn og eru það Framararnir
Trausti og Marteinn. Trausti hef-
ur hlotið 90 stig í 13 leikjum, en
Marteinn 104 stig í 15 leikjum.
Það er stutt í Ragnar Margeirs-
son, hann hefur hlotið 102 stig í 15
leikjum, eða 6,8 í meðaleinkunn.
Magnús Bergs hefur fengið 100
stig í 15 leikjum, 6,6, og Guðmund-
ur Þorbjörnsson hefur hreppt 91
stig í 14 leikjum, eða 6,5 í
meðaleinkunn.
Það er athyglisvert, að aðeins
einu sinni hefur einkunnin 9,0
verið gefin fyrir frammistöðu leik-
manns í sumar, það var í síðustu
umferð og var það Bjarni Sigurðs-
son, markvörðurinn ungi hjá IA,
sem braut ísinn. Vonandi sjá
blaðamenn Mbl. sér fært að veita
oftar þá stóru tölu.
Björn vann tvöfalt
— en Geir fór holu í höggi
• Sigurður Grétarsson.
Á skólabekk
með Heiden
KRISTINN Björnsson lék ekki
með Skagamönnum gegn KR á
laugardaginn, enda kappinn
kominn til Ósló. þar sem hann
hefur setzt á skólabekk eftir að
hafa staðizt inntökupróf i
iþróttaskólann þar með sóma.
Margir íslendingar hafa setið
þarna á skólabekk og nú er þar
nemandi ekki ófrægari maður en
Erik Heiden, margfaldur
ólympiumeistari á skautum í
Lake Placid sl. vetur.
BJÖRN Morthens, GR, sigraði i
„Chrysler“-keppninni í golfi, sem
fram fór á Grafarholtsvellinum
um helgina. Sigraði Björn bæði
með og án forgjafar. Annars bar
það helst til tiðinda, að Geir
Þórðarson fór holu i höggi á
sjöttu braut, en hún er 165
metrar.
Sem fyrr segir sigraði Björn
Morthens. Með forgjöf lék hann á
67 höggum nettó, Árni Guð-
mundsson, GOS, varð annar á 69
höggum nettó og á 71 höggi nettó
léku þeir Janus Bragi, GL, Gunn-
ar Haraldsson, GR, Kjartan
Borg, GR, og Sveinjón Jóhannes-
son, GR. Þriðja sætið hreppti
Janus.
í keppninni án forgjafar lék
Björn á 81 höggi, annar varð
Janus á 85 höggum og þriðji varð
Annel Þorkelsson á 86 höggum.
Gunnar Haraldsson lék einnig á
86 höggum.
KA og Þór
ráða þjálfara
ÞÓR og KA á Akureyri hafa bæði
ráðið handknattleiksþjálfara
fyrir komandi keppnistimabil.
KA hefur ráðið Birgi Björnsson
og er það þriðja árið i röð sem
Birgir sér um þjálfun liðsins.
Þórsarar hafa hins vegar ráðið
Hreiðar Jónsson.
sor.
Það er mikið á döfinni hjá GR
um þessar mundir. Langt er kom-
inn „Olíubikarinn" svokallaði og
keppni um hann lýkur 7. septem-
ber. „Jón Agnars“-keppnin er
einnig langt komin og lýkur um
helgina. Þar keppa strákar og
stelpur 14 ára og yngri. Firma-
keppnin er einnig í fullum gangi
og lýkur 6. september. Loks má
geta þess að leikin verður fjór-
menningskeppni á Grafarholts-
vellinum á sunnudaginn kemur.
Hefst keppnin klukkan 13.30.
Fjórmenningur er þess eðlis, að
tveir keppa gegn tveimur og slá
menn til skiptis sömu kúlu ...
Fortuna er efst
- Atli og félagar í 9.-12. sætinu
Getrauna- spá M.B.L. o ’•© -C s s tc Um o s Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World Sunday Telegraph SAMTALS
1 X 2
Arsenal — Tottenham X X X X X X 0 6 0
Aston Villa — Coventry X 1 1 1 1 1 5 1 0
Brighton — WBA 1 X X 1 1 1 4 2 0
Ipswich — Everton 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Leeds — Leichester X 1 1 X 1 X 3 3 0
Liverpool — Norwich 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Man. Utd. — Sunderland X 1 1 1 1 1 5 1 0
Middlesbr. — Man. City 1 X 1 1 1 1 5 1 0
Nott. Forest — Stoke 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Southampt. — Birmingh. X 1 1 1 1 1 5 1 0
Wolves — Cr. Palace 2 X 1 1 X 1 3 2 1
Chelsea — QPR 2 2 X X X 1 1 3 2
FORTUNA Dússeldorf, bikar-
meistari Vestur-Þýskalands tvö
síðustu keppnistimabilin, hefur
forystuna í vestur-þýsku deilda-
keppninni þegar þremur umferð-
um er lokið. Liðið sigraði Bayern
Múnchen 3—0 á heimavelli sin-
um um helgina og skoruðu AII-
ofs-bræðurnir Klaus og Thomas
hvor sitt markið, Seel það þriðja.
Frammistaða Dússeldorf hefur
vakið nokkra furðu, það hefur
fyrst og fremst verið bikarlið í
gegn um árin, og var t.d. meðal
neðstu liða i deildinni á siðasta
keppnistimabili. Úrslit leikja um
helgina urðu annars þessi:
1860Múnchen — Núrnb. 2—4
Hamburger SV — Kaisersl. 3—2
Suttgart — FC Köln 3—0
Leverkusen — Frankfurt 3—2
Bielefeldt — Mönc. gladb. 2—3
Schalke 04 — Uerdingen 3—1
Dússeldorf — Bayern 3—0
Bochum — Duisburg 1—1
Karlsruhe. — Bor. Dortm. 1—1
Atli Eðvaldsson og félagar hans
hjá Dortmund máttu gera sér
jafntefli að góðu gegn Karlsruhe,
en Dortmund er nú í 9.—12. sæti
deildarinnar með 3 stig eftir jafn
marga leiki. En efsta liðið hefur 6
stig, þannig að öll nótt er alls ekki
úti enn. Það er HSV sem er í öðru
sætinu sem stendur, liðið hefur
hreppt 5 stig. Frankfurt, Bayern,
Stuttgart, Mönchengladbach,
Kaiserslautern og Duisburg hafa 4
stig hvert. Neðst eru Armenia
Bielefeldt og Bayer Uerdingen
með samtals ekkert stig...
Knatt-
spyrnu-
úrslit
VEGNA þrenKKla I Mbl. I gær. var ekki
hæftt aft birta úrslit i neúri deildum ensku
knattspymunnar eða I skosku deildar-
keppninni. Þar sem vitað er aA álitlegur
hópur hefur al þvi yndi að fylgiast með
ðllu sem við kemur ensku knattspyrnunni.
verða umrædd urslit birt nú.
3. deild:
Brentford — KeadinK
Bimley — Chesterfleld
Chester — Carlfsle
Colchester — Walsall
GillinKham — Barnsley
Buddersfield — Blaekpool
Hull — Eieter
Newport — Millwall
Plymouth — Charleton
Porthsmouth — Rotherham
Sheffield Utd — Oxford
Swindon — Fulham
4. deild:
Aldershot — Créwe
Bournemouth — Northampton
Bradford — Scunthorpe
Darlimcton — Stockport
Doncaster — PeterbrouKh
Halifax — Bury
Lincoln — WlKan
Mansfield — Hereford
Rochdale — Hartlepool
Wimhledon — Port Vale
York — Torquay
Skotland. úrvalsdeild:
Alrdrie — Aberdeen
Celtic — RanKers
Dundee lltd — Morton
Partick — Kilmarnock
St. Mlrren — Hearts
Þremur umferðum er lokið
deildarkeppninni ok eru RanKers og
Aberdeen efst ok jðfn með fimm sÚk hvort
félax. Celtie hefur 4 stlK.
1-2
1-0
1-0
1-1
1-1
1-1
3-3
2-1
1-1
3-1
1-0
3- 4
2-0
0-0
0-0
2-2
0-4
4- 2
2-0
4-0
1-1
1-0
0-4
1-2
1-1
0-1
1-3
skosku
KR í stað
Víkings
HANDKNATTLEIKSLIÐ
KR mun taka þátt I fjögurra
liða mótinu sem Víkingar
hugðust taka þátt I í Vestur-
Þýskalandi innan skamms.
Eitthvað voru Vikingarnir
illa undir það búnir að vera
með og gengu KR-ingar þá
inn í þeirra stað. Auk KR
keppa á móti þessu Valur og
vestur-þýsku liðin Danker-
sen og Nettelstadt. — K8
Markhæstir
í Englandi
ÞEGAR þremur umferðum er
lokið í ensku knattspyrnunni,
er John Hawley, miðherji Sund-
erland, markhæsti leikmaður 1.
deildar ásamt þeim Garth
Crookes hjá Tottenham og Just-
in Fashanu hjá Norwich. Allir
hafa skorað fjögur mörk í
leikjunum þrem. Bæði Hawley
og Fashanu hafa skorað sina
þrennuna hvor, en Crookes hef-
ur hins vegar skorað í ölium
leikjum Tottenham til þessa.
Félagi Crookes hjá Totten
ham. Glenn Hoddle, hefur skor-
að þrjú mörk, einnig þeir
Frank Stapelton hjá Arsenal og
Clive Allen hjá Palace. Þess má
geta, að Allen skoraði öll mörk
sin i sama leiknum. í 2. deild er
Malcolm Poskett, Watford
markhæstur með 4 mörk, en
Ray Bishop. Cardiff, Trevor
Christie, N. County og Brian
Kidd hjá Bolton hafa allir
skorað þrivegis.
Handknattleiksþjálfari
óskast
íþróttafélagið Stjarnan, Klaksvík, Færeyjum óskar að
ráöa þjálfara. Góð laun og hlunnindi í boði.
Nánari upplýsingar í síma 30859 milli kl. 14—17.