Morgunblaðið - 27.08.1980, Side 32

Morgunblaðið - 27.08.1980, Side 32
^SÍminn á afgreiðslunni er 83033 JH«T0unbUit>i& At'GLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JWorounblabit) MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1980 Ríkisstjórnin frestar ákvörðun í vaxtamálum RÍKISSTJÓRNIN frestaði i >?ær ákvörðunartöku um vaxtahreyt- insar 1. september meðan vaxta- málin verði endurskoðuð i heild í samræmi við aðrar aðxerðir í efnahatfsmálum. Samkvæmt Ólafslögunum svo- nefndu átti verðtryggingarmarki vaxta að vera náð í lok ársins og eru til þess tveir áfangar eftir; 1. september og 1. desember. Við- miðunarvextir eru nú 40,5% og vantar þá 9,5% upp á 50% verð- bólguspá Þjóðhagsstofnunar, sem ríkisstjórnin segir ekki rétta við- miðun, þar sem ekki sé gert ráð fyrir neinum efnahagsaðgerðum af hennar hálfu. Efnahagsnefnd stjórnarinnar leggur til, að viðmiðunarvextir verði ekki hækkaðir 1. september, en framsóknarmenn munu vilja halda í Ólafsiög meðan alþýðu- bandalagsmenn vilja hins vegar vaxtalækkun. I tillögum efnahags- nefndarinnar er fjallað um fleiri atriði varðandi stefnu og aðgerðir í vaxtamálum og mun því ákvörð- un ríkisstjórnarinnar geta tafizt meðan þau eru til meðferðar. Sjá frétt um tillögur efna- hagsmálanefndarinnar á bls. 2. Þjófur gripinn með aðstoð vitnis LÖGREGLUNNI tókst í gær að hafa upp á manni einum, sem stal i fyrradag þremur úrum i verzlun- inni _Úr og klukkur- að Laugavegi 47. Naut lögreglan ómetanlegrar Ferskt hrossa- kjöt selt til Frakklands f GÆRMORGUN voru flutt utan með flugvél íscargo 1500 kiló af fersku hrossakjöti en kjötið fer til Parísar. Hér er um að ra'ða tilraun á vegum Bú- vörudeildar SÍS og Hagsmuna- samtaka hrossabamda en kaup- andinn í Frakklandi er fransk- ur kjötkaupmaður. Óvist er um framhald á útflutningi hross- kjöts héðan til Frakklands, þar sem islenska kjötið þykir of feitt. Jóhann Steinsson hjá Búvöru- deild SÍS sagði, að kjötið hefði verið flutt til Rotterdam og þaðan átti kælibíll að flytja það til Parísar. Hann sagði, að áhugi væri fyrir því hjá Frökkum að kaupa meira af fersku hrossa- kjöti héðan en ekki er markaður þar fyrir fryst hrossakjöt. Verð- ið gæti verið sæmilegt en fram- haldið væri þó vafasamt vegna þess hversu íslenska kjötið væri feitt. Þannig hefði vegna þessa útflutnings verið slátrað 20 full- orðnum hrossum á Selfossi í fyrradag og hefðu þau öll verið sérstaklega valin með tilliti til þess að kjöt af þeim væri ekki feitt. Hins vegar hefði aðeins verið unnt að senda út kjöt af 7 hrossum en miðað væri við að fita á síðu væri innan við þrjá sentimetra. aðstoðar manns nokkurs, sem sá þjófnaðinn og lagði mikið á sig til að hann upplýstist. Telur lögreglan frammistöðu mannsins lofsverða og Oðrum til eftirbreytni. Maður þessi ók í fyrradag eftir Laugavegi. Veitti hann því athygli er þjófurinn, sem staddur var í verzl- uninni, teygði sig eftir úrunum og stakk þeim á sig. Maðurinn stöðvaði bifreið sína og elti þjófinn niður í Austurstræti. Hann komst í síma og gerði lögreglunni viðvart en missti þá sjónar af þjófnum. Maðurinn taldi sig hafa séð þjóf- inn oft áður á gangi í miðbænum. Var brugðið á það ráð í gær að maðurinn fór með lögreglunni í ferð um miðbæinn til að svipast um eftir hinum grunaða. Sú ferð varð árang- ursrík, því hann sást þar á gangi og var gripinn snarlega. Viðurkenndi hann brot sitt og komust úrin þrjú til skila. Eiríkur um borð í Ægi EIRÍKUR Kristófersson skipherra, sem gat sér frægð í þorskastrfðinu 1958, lætur engan bilbug á sér finna þótt orðinn sé 88 ára gamall. Landhelgisgæzlan bauð Eiríki með i yfirstandandi ferð varðskipsins Ægis sem heiðursgesti og sést hann hér á brúarvængnum ásamt Bjarna Helgasyni skipherra, er skipið kom inn til Húsavikur á mánudaginn. Eiríkur var um árabil skipherra á gamla Ægi. Ljósm. Mbl. SÍKurður P. Bjornsson. Ollum flugmönnum Flugleiða sagt upp? AÐAL erfiðleikar Flugleiða varð- andi uppsagnir þeirra 400 starfs- manna félagsins, er standa fyrir dyrum miðað við 1. desember, eru i sambandi fækkun flugmanna féiagsins, sem nú cru liðlega 100. Stéttar^élög flugmanna eru tvö og þarf félagið að ákveða hvort eingöngu verður sagt upp flug- mönnum Félags Loftleiðaflug- manna, sem flogið hafa á Amer- ikuieiðinni, eða hvort starfsaldur félaga FÍA og FLF á að ráða, en yrði svo er iiklegt að hópur félaga FÍA yrði stærri. Telja sumir flugmenn jafnvei likicgt að Flugleiðir segi upp öllum flugmönnum sinum og endurráði þann fjölda sem þarf og á þær flugvélategundir sem notaðar verða tii að sinna verkefnum féiagsins i næstu framtíð. Upplýsingar um hvernig upp- sögnunum yrði háttað fengust ekki hjá Flugleiðum í gær og höfðu stéttarfélögin ekki heldur fregnað neitt um þær. Kvað Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða líklegt að frá þessum málum yrði skýrt á morgun, en skýrt hefur verið frá að fyrir dyrum standi uppsagnir um 200 innlendra starfsmanna félagsins og jafnmargra erlendra. Kvað Sveinn ljóst að m.a. yrði að loka einhverjum skrifstofum félagsins erlendis. Stéttarfélögin búa sig undir að halda félagsfundi um málin strax og uppsagnirnar hafa verið ákveðnar. Skólastjóradeilan í Grundarfirði: Skólastjórinn verður á- fram og kennarar einnig Eiginkona skólastjórans lætur af störfum yfirkennara SKÓLASTJÓRADEILAN í Grundarfirði hefur nú verið leyst. Aðalatriði samkomulags, sem gert var í gær, er að Örn Forberg verður áfram skóla- stjóri, en eiginkona hans, Guðrún Agústa Guðmundsdóttir, vikur úr sæti yfirkennara fyrir Birgi Guðmundssyni, sem gegndi þeirri stöðu síðastliðinn vetur. Þá er gefið fyrirheit um að skólahald i vetur verði í sama anda og var í fyrra, en þá telja kennarar að öll stjórn skólans hafi verið betri en áður var, það er áður en Örn Forberg fór í ársleyfi. Samkomulag þetta kemur í kjölfar borgarafundar í Grundar- firði, þar sem yfirgnæfandi meiri- hluti nemenda við grunnskólann í kauptúninu lýsti því yfir að þeir óskuðu þess að reynt yrði að ná sáttum í málinu. Aður höfðu kennarar hótað að hætta störfum, yrði Örn áfram við skólann, og Ingvar Gíslason menntamálaráð- herra hafði sagt að þá yrðu stöður þeirra augiýstar lausar til um- sóknar. Aðfinnslur þær, er kenn- arar höfðu uppi um Örn Forberg, voru þær, að hann væri ósam- vinnuþýður og áhugalaus í starfi. Menntamálaráðherra hafði sagt, að ásakanir kennara á hendur Erni væru svo léttvægar, að ekki kæmi til greina að víkja honum úr starfi þeirra vegna. Vegna þessar- ar deilu sagði skólanefndin í Grundarfirði einnig af sér. í gærkvöldi tókst ekki að ná í skólastjórann eða eiginkonu hans, og ekki heldur Birgi Guðmundsson yfirkennara. Garðar Eiríksson, formaður skólanefndar þeirrar er sagði af sér, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann vildi ekki tjá sig um málið að svo komnu. Verið gæti hins vegar að síðar yrði það skýrt nánar, einkum hvað varðaði þátt menntamálaráðherra í því. Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra hafði þetta um mál- ið að segja í gærkvöldi: — Ég er mjög ánægður með þessi málalok og að þeir skyldu hafa séð að sér kennararnir og lauk málinu á þann hátt sem ég hafði beðið um að því lyki. Þar sem samdráttur Flugleiða verður mestur á leiðinni yfir Norður-Atlantshaf telja félags- menn FIA að uppsagnir flug- manna eigi fyrst og fremst að miða við þá flugmenn er starfað hafa á DC—8 þotum og flogið hafa á Ameríkuleiðinni og hyggjast mótmæla, verði það sjónarmið ekki látið ráða. Verði sameigin- legur starfsaldur flugmannafélag- anna beggja látinn ráða, koma uppsagnirnar mest niður á yngstu flugmönnunum, sem fljúga eink- um Fokker vélunum. í stað þeirra yrði að þjálfa nýja menn á Fokker vélarnar, sem kosta myndi millj- ónir. Ekki tókst að fá upplýsingar um það hversu mörgum flugmönn- um hugmyndin er að segja upp. Flugmenn nefna milli 20 og 30 og allt upp í 40 menn og telja hugsanlegt að til að höggva á hnútinn myndi öllum flugmönnum verða sagt upp. Fulltrúar FLF vildu ekki tjá sig um málið á þessu stigi, en sem fyrr segir er búist við að málin skýrist á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.