Morgunblaðið - 15.02.1981, Síða 1
72 SIÐUR
38. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Simamynd-AP.
Allt brann sem brunnið gat í næturklúbbnum og björgunarmenn fundu lík víðs vegar um húsið.
Næturklúbbur í Dyflinni
breyttist í logandi víti
- að minnsta kosti 48 ungmenni biðu bana og 130 slösuðust
Walesa á
fundum
Vnrejá, 14. (ebrúar. AP.
LECH WALESA, leiðtogi óháðu
verkalýðshreyfingarinnar i Pól-
landi, ræddi i dag við fulltrúa
rikisstjórnarinnar i von um að ná
samkomulagi um ný verkalýðslög
og útkljá deiluna um verkalýðs-
hreyfingu bænda.
Stúdentar í Lodz, Poznan, Bi-
elsko-Biala, Varsjá og Kraká halda
áfram rúmlega þriggja vikna mót-
mælaverkfalli, þótt stjórnvöld hafi
gengið að flestum kröfum þeirra um
aukið sjálfstæði æðri mennta-
stofnana og námsbækur.
Nú er helzti ásteytingarsteinninn
eins árs herskylda stúdenta, er var
tekin upp fyrir tveimur árum. Stúd-
entar hafa veitt frest til miðnættis
til að gengið verði að kröfum þeirra.
Fjöldamorð
í Atlanta
Atlanta, Georgiu. 13. (ebr. AP.
LÍK blökkubarns hefur fundizt i
úthverfi Atlanta og þar með hafa
fundizt lik 16 svartra barna, sem
hafa verið myrt i borginni á undan-
förnum 19 mánuðum að sögn yfir-
valda. Þar að auki er þriggja ungra
blökkumanna saknað.
Barnið virtist vera á aldrinum 10
til 14 ára. Litil hauskúpa hefur auk
þess fundizt t Fulton County. Um 45
lögreglumenn voru sendir á vett-
vang.
í fyrradag skoruðu prestar í Atl-
anta á safnaðarmeðlimi í borginni
að fasta á hverjum miðvikudegi og
biðja til guðs þangað til lögreglan
hefði hendur í hári þeirra sem bæru
ábyrgðina á morðunum.
Jules Verne
yfir Indlandi
Nýju Dehll, 14. (ebrúar. AP.
ÞEIR félagarnir Maxie Ander-
son og Don Ida, sem fyrstir
manna ætla að ferðast umhverf-
is jörðina i loftbelg, sáust i
morgun yfir Indlandi og var
búist við að þeir myndu lenda
skammt frá Nýju Dehli siðdegis
I dag.
Þeir félagar sögðu að leki hefði
komið að loftbelgnum Jules
Verne, en svo virðist sem þeim
hefði tekist að vinna bug á þeim
erfiðleikum.
Tilræði við
Kennedy-mann
Washinirton, 14. (ebrúar. AP.
HELZTA aðstoðarmanni Edward
M. Kennedys oldungadeildar-
manns, Richard E. Burke, hefur
nokkrum sinnum verið hótað lifláti
að undanförnu, brotizt hefur verið
inn f fbúð hans og litlu munaði að
kúla tilræðismanns hæfði hann i
höfuðið, að sögn blaðsins Washing-
ton Post í dag.
FBI var falið að kanna málið, því
að í einu hótunarbréfi til Kennedy-
mannsins var einnig hótað að myrða
Ronald Reagan forseta. Rannsókn
málsins hefur staðið í hálfan mánuð,
en ekkert leitt í ljós.
Blaðiö segir, að Burke hafi ráðið í
sína þjónustu leynilögreglumenn
fyrirtækis, sem er undir stjórn
Charles F. Vance, eiginmanns dóttur
Gerald Fords fyrrverandi forseta,
Susan, og njóti verndar allan sólar-
hringinn.
Dydlnni, 14. febrúar. AP.
AÐ MINNSTA kosti 48 ung-
menni biðu bana og 130 slösuðust
þegar eldur kom upp i nætur-
klúbbi i Dyflinni á írlandi i nótt.
Af hinum 130 eru 30 hroðalega
brennd og i lífshættu. Eldurinn
kom upp i Stardust-næturklúbbn-
um i norðurhluta borgarinnar
um tvöleytið i nótt. „fcg sá blossa
skammt frá sviðinu og eins og
hendi væri veifað læstist eldurinn
í sviðstjöld og svartur reykur
barst um allt,“ sagði einn þeirra,
sem komst lífs af úr hildarleikn-
um.
Gifurleg skelfing greip um sig,
en um 700 ungmenni voru saman-
komin í húsinu, en þar fór fram
diskódanskeppni. Allt rafmagn fór
af húsinu skömmu eftir að eldsins
varð vart og jók það á ringulreið-
ina. Fæstir vissu hvert halda
skyldi. Fólk þreifaði sig áfram í
myrkrinu og að sögn sjónarvotta,
þá gengu sumir inn í eldhafið og
biðu bana.
Þá tróðust margir undir þegar
fólk þusti í átt til dyra. Fólk
reyndi að komast út um glugga, en
stálrimlar voru fyrir þeim og
neyðarútgönguhurðir voru lokað-
ar. „Ég sá mann reyna að rífa
stálrimla frá glugga með berum
hnúum. Hendur hans voru alblóð-
ugar, en hann réðst ótrauður að
rimlunum þar til hann hneig
niður. Kæfandi reykurinn yfirbug-
aði hann,“ sagði einn sjónarvotta.
Slökkviliðsmenn fundu sex lík við
einn gluggann og var greinilegt,
að ungmennin höfðu leitað út-
gangs þar.
Logandi eldtungur náðu til
margra. „Ég sá stúlku og allt hár
hennar var brunnið, svo og andlit.
Hún hlýtur að vera dáin,“ sagði
einn gestanna. „Við innganginn
mætti ég ungmenni. Andlit hans
var skaðbrunnið. Hann var
óþekkjanlegur. Það var skelfilegt,"
sagði einn slökkviliðsmanna.
Næturklúbburinn var til húsa í
gömlu vöruhúsi. Orðrómur barst
út að um íkveikju hefði verið að
ræða, en lögreglan sagðist ekkert
hafa í höndunum, sem benti til
þess, en málið er í rannsókn. Allar
líkgeymslur Dyflinnar yfirfylltust
og þar mátti sjá örvæntingarfulla
foreldra leita barna sinna, en
jafnframt biðjandi þess, að finna
þau ekki. „Þetta er hræðilegt. Fólk
er vitstola og biður þess, að finna
ekki dóttur sína eða son,“ sagði
lögreglumaður á vakt í einu lík-
húsinu. Flestir þeirra sem biðu
bana, voru á aldrinum 17 ára til
um og yfir tvítugs. í fyrstu var
talið, að 56 ungmenni hefðu beðið
bana, en lögreglan lækkaði töluna
í morgun í 48. „Líkin voru svo
mörg og ringulreiðin svo mikil, að
erfiðleikum var bundið að fá rétta
tölu,“ sagði yfirmaður í lögregl-
unni.