Morgunblaðið - 15.02.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.02.1981, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981 Nánast engar líkur á því að HM-einvígið verði haldið hér: Sá furðuljós á lofti SIGURÐUR Friðriksson, póst- maður, hafði samband við Mor«- unblaðið ok saxðist hafa séð eins konar furðuhluti hátt á norðaust- urhimninum seint siðastliðið fimmtudaKskvóld. „Ég var á gangi á „Hlemmi" er mér varð litið til lofts og sá ég þá sex hringlaga hluti, einhvers kon- ar ljósgula hringi hátt yfir lög- reglustöðinni við Hverfisgötu. Þeir virtust snúast um sjálfa sig án þess að hreyfast verulega úr stað. Ég horfði á þessi furðuljós, sem að mínu mati gátu alls ekki verið frá flugvél, í rúmar fimm mínútur, en er ég leit til þeirra aftur voru þau horfin," sagði Sigurður. Eins og kunnugt mun af fréttum hefur Hafskip hf. fest kaup á norska skipinu „Borre“, sem félagið hefur haft á leigu síðan í september 1979. Skipið hefur hlotið nafnið Skaftá og sigldi í fyrradag áleiðis til útlanda undir íslenzkum fána i fyrsta sinn. Ljósmyndari Morgunblaðsins, Emilia Björg, tók þessa mynd er verið var að breyta nafninu í gær. 10 aura vörupeningur frá Akureyri metinn á 2.000 kr. Steingrímur hafnaði útgáfu skákfrímerkja Almannavarnir ríkisins: ^thuganir á „öryggi Islendinga í ófriði“ haupmannahoín. 13. febr. Frá Kagnari Borg. A MYNTUPPBOÐI hjá Arne Bruun Rasmusscn i Kaup- mannahöfn á föstudag, var seld- ur afar sjaldgæfur íslenskur vörupeningur. 10 aurar frá N. Chr. Gram á Akureyri. Verslun N. Chr. Gram lét á sinum tíma, 1902, slá 10 og 25 aura og einnar og tveggja krónu peninga. Þannig hittist þó á, að rétt þegar peningar þessir höfðu verið slegnir voru sett lög sem bönnuðu notkun þeirra. Ég held að aldrei hafi verið sleginn nema tíu aura peningurinn svona sem prufa og að hann sé til í einu eða tveimur eintökum og sé annað þeirra peningurinn sem seldur var hjá Bruun Rasmussen. Danirnir vita vel hve sjald- gæfur þessi peningur er. Hann Þessi 10 aura vörupeningur var gefinn út af verzlun Niels Christian Gram á Akureyri um 1902 og álitið er að aðcins séu til tvö eintök af honum. er merktur RRR sem þýðir að hann er aðeins þekktur í 1—2 eintökum. Peninginn metur upp- boðsfirmað á 2000 krónur. I Islenskar myntir er þessi peningur skráður. Finnur Kol- beinsson segir mér að það sé af því hann hafi heyrt af honum, þótt hvorki hann né annar myntsafnari hafi séð hann. „BÆÐI póst- ok símamála- stjóri ok frímorkjaútKáfu- nefnd leKKjast mjöK hart geKn því að slíkt frímerki verði Kefið út,“ sa>íði Steinsrímur Ilermannsson samKönjíuráðherra í sam- tali við MorKunblaðið í Kær. En ráðherrann var spurður hvort eitthvað væri að frétta af ákvörðun um útgáfu frímerkja til að standa straum af kostnaði við heimsmeistaraeinvÍKÍð í skák hér á landi. „Þessir aðilar telja hvorki að þetta mál eða þessi útgáfa falli inn í verkefni Pósts og síma, né heldur að líklegt sé að það muni gefa þær tekjur sem Skáksam- bandið hefur hugsað sér,“ sagði Steingrímur ennfremur. „Ég treysti mér ekki til að fyrirskipa útgáfu frímerkja þegar þessir aðilar leggjast báðir gegn því.“ Steingrímur kvaðst ekki vilja segja til um hvort þessi niður- staða yrði til þess að þar með væri útséð um að einvígi þeirra Karp- ovs og Korchnois verði haldið hér á landi, en umræddur tekjustofn væri alla vega ekki í myndinni lengur. Vera kynni þó að aðrir væru fyrir hendi. Dr. Ingimar Jónsson, forseti Skáksambands íslands, sagði í samtali við Mbl. í gær að sáralitl- ar líkur væru á því að einvígið færi hér fram, fyrst frímerkjaút- gáfan hefði ekki náð fram að ganga. „Ég harma þessa niður- stöðu," sagði Ingimar. Hann sagði að stuttur tími væri til stefnu því skila ætti tilboðum fyrir hádegi á morgun, mánudag, „en samt höf- um við tíma til að ganga frá tilboði ef ríkisstjórnin hefur virki- legan vilja til að fá einvígið hingað til lands og hefur einhverj- ar aðrar hugmyndir en frímerkja- útgáfu,“ sagði Ingimar. margir hlutir eða vörur, sem þjóðin getur illa verið án. Þar mætti til dæmis nefna eldsneyti, lyf, varahluti í virkjanir og önnur tæki landsmanna, brýnustu mat- vörur og margt fleira. Landið væri að vísu tiltölulega vel sett og nær sjálfbjarga með matvæli, en það sama yrði ekki sagt um aðra vöruflokka. Guðjón sagði einnig, að landlæknir hefði vakið athygli á því að huga þyrfti vel að því að hér væru til næg lyf. Þá sagði hann náið samband vera milli Almannavarna og olíufélaganna, sem sendu inn upplýsingar um magn eldsneytis í landinu. Einnig sagði Guðjón að nefnd- irnar úti um land könnuðu þessi mál, hver á sínum stað, einkum þar sem um ræddi svæði er gætu lent í hafnbanni af völdum íss. Annars kvað hann ekkert sér- stakt að gerast í þessum málum núna, og ákvörðunar væri ekki að vænta alveg á næstunni. Hins vegar væri nú í undirbúningi að kanna alla þætti ófriðarmála, ör- yggi íslendinga í ófriði. „Það er stefnumörkun sem er ákveðin," sagði Guðjón, „meðal annars vegna ófriðlegs ástands víða um heim, þar sem allir fyrrnefndir þættir eru meðal annars kannað- Endurskoðun á rekstri Rafha er á lokastigi NÚ STENDUR yfir gagnger endurskoðun á rekstri Rafha- verksmiðjunnar í Ilafnarfirði og að sögn Ingva I. Ingasonar for- stjóra hefur endurskoðunin verið i gangi um langt skeið, en er nú á lokastigi. Sagði Ingvi að skýrslur um stöðu fyrirtækisins og fyrirhugað- ar breytingar hefðu verið lagðar fyrir nefndir á vegum ríkisstjórn- arinnar, en vildi ekki tjá sig verulega um málið fyrr en að umsögn frá þeim hefði fengizt. Hann sagði þó, að í stórum dráttum væri meginþreytingin í því fólgin að halda 'áfram með þá framleiðslu, sem fyrir væri og að reyna að finna einhverja fleiri hluti til að framleiða hér heima, jafnvel í samvinnu við erlenda aðila. „Sú framleiðsla sem fyrirtækið er með nú, er of lítil, við erum með umtalsvert húsnæði, sem ekki er nýtt nægilega vel í dag. Rekstur- inn hefur skroppið svolítið saman á undanförnum árum vegna hinn- ar hörðu samkeppni og mikils innflutnings, en við vonumst til að - málum okkar verði mætt með ■ -skilningi og úr þessu rætist á ^jiæstunni," sagði Ingvi. Keypti sér nýja hnappa í gærmorgun leit „Captain Baines" inn í Rammagerðina til að fá sér hnappa á mokkajakkann sinn. Þar voru honum auk þess afhent íslenzk föt. Hér spjallar hann við þá Hauk Gunnarsson í Rammagerðinni og fatahönnuðinn Colin Porter. Ljósm. Mbl. Rax. ALMANNAVARNIR hafa nú til athugunar og umræðu. hvort hér á landi séu nægilegar birgðir af ýmiskonar varningi, írá örygg- issjónarmiði séð. „Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvað gerðist ef siglingar til landsins tepptust,“ sagði Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almanna- varna rikisins, i samtali við Morgunblaðið. „Rætt er um að siglingar gætu teppst einhverra hluta vegna,“ sagði Guðjón, „svo æm vegna ófriðar eða af öðrum orsökum. En ástæða þess að ekki hefur verið tekið á þessu máli í almannavarnaráði er sú. að lögin gera ekki ráð fyrir því að þetta heyri undir Almannavarnir, hcld- ur sé málið viðskiptaráðuneytis- ins. Hvort æskilegt væri að breyta því fyrirkomulagi, er mál sem ég er ekki reiðubúinn til að tjá mig um að svo stöddu.“ Guðjón Petersen sagði, að út frá öryggissjónarmiði væru það fjöl- Benedikt Gröndal um sovézku rannsóknarskipin: „Diplómatísk aðgerð til að minna á styrk og nálægð Sovétríkjanna“ BENEDIKT Gröndal segir í við- tali við Alþýðublaðið í gær, að heimsókn sovézku rannsókn- arskipanna þriggja, sem Morg- unblaðið skýrði frá í fyrradag sé „diplómatísk aðgerð til að minna á styrk og nálægð Sovét- ríkjanna, cinmitt þegar varnar- stöðin í Keflavík er stórmál í isienzkri pólitík“. I viðtalinu segir Benedikt Gröndal: „Mér virðist útilokað, að tilviljun ráði heimsókn þriggja stórra hafrannsóknar- skipa frá Sovétríkjunum til Reykjavíkur, einmitt nú. Allar upplýsingar benda til þess, að íslenzkir aðilar hafi verið óvið- búnir þessari heimsókn og verð- ur því að álykta, að hún sé diplómatísk aðgerð til að minna á styrk og nálægð Sovétríkj- anna, einmitt Jægar varnarstöð- in í Keflavík er stórmá! í ís- lenzkri pólitík. Þetta er raunar algengur leikur á taflborði heimsmálanna og fyrir íslend- inga er ekkert að gera nema taka þessu af vinsemd — en skilja hvað verið er að segja við þá. Hér er um að ræða dæmi, þar sem Sovétríkin koma til stuðn- ings Aiþýðubandalaginu i við- kvæmu varnarmáli, þótt það sé gert á viðurkenndan hátt og verði ekki gagnrýnt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.