Morgunblaðið - 15.02.1981, Side 3
3
Loðnuveiði
á 2 svæðum
ÁTTA loðnuskip eiga nú eftir að
fylla upp í kvóta sinn á þessari
vertíð, en aðeins er eftir að veiða
um 16 þúsund lestir. Siðastliðna
nótt fengu nokkur skip ágætan
afla á tveimur veiðisvæðum, ann-
ars vegar um 10 milur austur af
Langanesi og hins vegar á Hval-
bakssvæðinu, og var um 9 tima
stim á milli veiðisvæðanna. Fimm
skip höfðu tilkynnt Loðnunefnd
um afla fyrir hádegi i gær og
héldu 3 þeirra tii Eskifjarðar, 1
til Seyðisfjarðar og 1 hélt heim-
leiðis til Vestmannaeyja.
Eftirtalin skip tilkynntu um
afla: Helga Guðmundsdóttir 650,
Svanur 570, Kap II 500, Guðmund-
ur 500, Sæberg 300.
Lubbi talinn af
„NEI, LUBBI hefur ekki
komið fram enn, við erum
helzt á þeirri skoðun, að hann
hafi lagzt undir snjóinn.
sennilega til að deyja. Hann
var orðinn anzi gamall, á
sextánda ári, og farinn að
verða heilsuveill,“ sagði Auð-
ur Laxness, kona skáldsins,
er Morgunblaðið spurðist
fyrir um Lubba.
„Við höfum verið á eilífum
þeytingi undanfarna viku við
að skoða hunda, sem við höf-
um fengið ábendingar um, en
allt hefur komið fyrir ekki,
Lubbi hefur ekki fundizt og
við teljum hann nú af. En það
er alveg ótrúlegt hvað hundar
eiga marga vini meðal mann-
fólksins, það höfum við fengið
að reyna að undanförnu og við
erum þakklát öllu því fólki,
sem hefur gefið okkur ábend-
ingar," sagði Auður.
Hafið þið hugsað ykkur að
fá nýjan hund?
„Nei, Lubbi kom hér fyrst
fyrir tilviljun, stelpurnar
komu með hann heim sem
hvolp og björguðu honum
þannig frá lífláti. Hann
ílengdist síðan hjá okkur og
við höfðum af honum mikla
ánægju, en um nýjan Lubba
verður aldrei að ræða."
Seinni lands-
leikurinn
er í kvöld
SEINNI landsleikur íslendinga
og A-Þjóðverja i handknattleik
fer fram i Laugardalshöllinni i
kvöld, sunnudag og hefst klukk-
an 20. Þjóðverjarnir unnu fyrri
leikinn 18—16 eftir jafna og
spennandi viðureign.
Hilmar Björnsson landsliðs-
þjálfari tjáði Mbl. í gærmorgun að
hann væri ekki búinn að velja liðið
fyrir leikinn í kvöld. Hann sagði
liðið yrði byggt upp á sömu
leikmönnum og léku fyrri leikinn
en þó yrðu hugsanlega gerðar 2—3
breytingar.
Fáir lögðu inn
fyrsta daginn
ENN ER lítið um það að fólk hafi
lagt fé inn á hina nýju verð-
tryggðu sparifjárreikninga
hankanna, sem nú verða aðeins
bundnir til 6 mánaða. Er Morg-
unblaðið hafði i gær samband við
nokkra banka, kom i ljós, að fólk
virtist vera fremur hikandi við
það vegna ónógra upplýsinga og
flókinna auglýsinga.
í Sparisjóði Reykjavíkur og
nágrennis höfðu innan við 10
slíkir reikningar verið opnaðir, í
aðalbanka Landsbankans og
Verzlunarbankans höfðu á milli 20
og 30 reikningar verið opnaðir.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981
Golf,
Skotlandi
Útsýn efnir til hópferöar til Skotlands
fyrir golfáhugamenn 8. maí nk. í 2
vikur.
Gisting á Pond Hotel, Glasgow. Sam-
iö hefur veriö um sérstakt „greenfee“
fyrir þátttakendur.
Utsýn mun gangast fyrir golfkeppni
16. maí í Dunblane.
Verö frá kr. 6.100,- m/hálfu fæöi og
akstri á golfvelli.
%»: ,. „„ ■■■<*.*» yt ■'*„ .
SKIÐAFERÐIR til
Akureyrar og Húsavíkur
Ódýrar helgarferdir
Brottför alla föstudaga. Verö frá kr. 549.-.
Feróaskrifstofan
UTSÝN
Muniö Valentínshátíö Útsýnar
Hótel Sögu í kvöld,
— skemmtun í sérflokki —
JMarbella.
— staður hinna vandlátu
Marbella er einn glæsilegasti baðstaðurinn á suðurströnd Spánar — Costa
del Sol — og eftirlætis dvalarstaður þeirra, sem gera kröfur um góðan
aðbúnað. Útsýn býður nú viðskiptavinum sínum, í fyrsta sinn, ferðir á
þennan fræga tískubaðstað og að venju býður Útsýn beztu gististaðina:
Glæsilegt íbúðahótel í fögrum garði um 5 mín. gang frá
miðborg Marbella, sem stendur andspænis hinu fræga
hóteli Don Pepe. Vel búnar, rúmgóðar íbúðir, góð
sólbaðsaðstaða, sundlaug, matsölustaður o.fl. — Verð frá
kr. 4.680.-.
Sjón er sögu ríkari
— PANTIO RÉTTU F£RO(NA TIMANLEGA —
Hótel
Andalucia Plaza
Mjög gott fjögurra stjörnu hótel,
innréttað í andalusískum stíl.
Góð herbergi, inni- og útisund-
laug, tveir matsölustaðir, barir og
setustofur. Verð frá kr. 6.330.-
m/hálfu fæði.
Marbella Club Hotel
— Puente Romano
Eitt glæsilegasta hótel Spánar,
með öllum hugsanlegum þægind-
um, fyrir þá allra vandlátustu.
Verð frá kr. 8.310.-m/morgun-
verði.