Morgunblaðið - 15.02.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981
15
Vortískan frá París:
UM ÞESSA helgi, eða 15. febrú-
ar, birtast í blöðum í 35 löndum í
fimm heimsálfum myndir frá vor-
sýningu Haute Coiffure Fran-
caise, þeim félagsskap hár-
greiðslufólks, sem stendur að
nýsköpun hártískunnar tvisvar
sinnum á ári. Meðlimir frá þess-
um 35 löndum komu til Parísar
og horfðu 1. og 2. febrúar á nýju
tízkulínuna á sýningu í sýningar-
salnum við Port Maillot, og mega
síðan opinbera og birta tízku-
greiðsluna nýju frá 15. febrúar.
Þeir tveir íslenzku hárgreiðslu-
meistarar, sem sóttu sýninguna
að þessu sinni, Elsa Haraldsdóttir
og Guðbjörn Sævar, lögðu nú í
vikunni hárið á þessum sýn-
ingarstúlkum, sem hér sjást á
myndinni, samkvæmt því sem þau
sáu þarna og ljósmyndari Mbl. tók
myndir.
Elsa sagði, að hárið væri sam-
kvæmt þessari tísku enn að stytt-
ast. Og það hefði sem fyrr létt
permanent og strípur. En áber-
andi væri hve mikil hæð væri
höfð í hárgreiðslunni uppi á höfð-
inu, og hárið því túperað. Ef hárið
væri sítt, þá mætti taka það í lítið
tagl eða láta liggja frjálst með
litlu permanenti. En mjög lítið
hefði verið um sítt hár á sýning-
unni.
Línan, sem nú er valin, er
kölluð Barner, kennd við
skemmtikraftana sem einu sinni
voru svo frægir, Barner og Bailey.
í rauninni er þarna um tvenns
konar úrvinnslu greiðslunnar að
ræða, en stutt hár í báðum. Önnur
línan er sportlegri og kannski
meira ætluð ungu stúlkunum og
sú er í aðeins síðara hár. Hin er
styttri, allt hárið stutt, og hærri
uppi á höfðinu. Klippingin enn
aðalatriðið. Og ættu myndirnar
hér á síðunni að skýra það.
- Hártízkan var sýnd með fata-
tízkusýningu frá tveimur fyrir-
tækjum, Loris Azzago, sem var
með mikið af pífum á fatnaðinum
og Bernard Perrio, sem sýndi hvít
föt, sem lítt henta fyrir íslenzkar
aðstæður. Enda sagði Elsa þennan
fatnað í allt öðrum stíl en mest
sést í fatabúðum í París nú. Það
er áberandi mikið af Bermúda-
buxum, þ.e. hnésíðum buxum. Gul-
ur litur virðist vinsælastur, auk
appelsínuguls.