Morgunblaðið - 15.02.1981, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981
Rán - nýr veit
ingastaður
„VIÐ höíum skírt staðinn
upp að nýju. í stað Skrínunn-
ar nefnum við veitingastað-
inn Rán, sem var sjávargyðj-
an og kona Ægis. Og því er,
að þegar gestir okkar ganga
inn, þá koma þeir í brúna.
Aðrar innréttingar eru með
svipuðu sniði,“ sagði ómar
Hallsson, eigandi veitinga-
staðarins Ránar ásamt Rut
Ragnarsdóttur í stuttu
spjalli.
„Við leggjum áherzlu á góða
þjónustu en jafnframt ódýran
mat, þannig að hinn almenni
borgari geti farið út að borða
án þess mjög að koma við
pyngjuna. Því reynum við að
stilla verði rétta mjög í hóf, en
við erum með mun ódýrari
Eigendur veitingastaðarins Ránar, hjónin Rut Ragnarsdóttir og
Ómar Hallsson í brúnni. Mynd Mbl. Kristján.
rétti en sambærilegir staðir
með sambærilega þjónustu.
Það er „franskur stíll“ yfir
maðseðli okkar en kokkur
hússins er franskur, Paul Eric
Calmon. Á maðseðlinum eru
50 réttir. Margir hverjir sem
ekki eru annars staðar á
boðstólum. Við leggjum
áherzlu á nýjungar á matseðl-
inum,“ sagði Ómar. í Rán eru
létt vín og sterk á boðstólum,
leikið er á orgel fyrir gesti í
hádeginu, kaffinu og á kvöldin
fimm daga vikunnar. Og að
sögn Ómars þá mun í lok
mánaðarins verða frönsk vika
í Rán. Síðar stendur til að
halda ítalska viku og einnig
kínverska.
11 vióskiptamann
banka og sparisjóóa
Spariinnlán skiptast nú
í þrjá aðalf lokka
Verðtryggð innlán
Innlán meö verötryggingu, miðað við breytingar
á lánskjaravísitölu, auk 1% ársvaxta.
Hver reikningur hefur aðeins tvo útborgunar-
mánuði á ári, þannig að á sex mánaða fresti, talið
frá næstu mánaðamótum eftirstofnun reiknings,
verður unnt að taka út fjárhæð, sem staðið hefur í
fulla sex mánuði ásamt verðbótum. Seinni inn-
borganir eftir stofnun reiknings verða bundnar út
yfirstandandi 6 mánaða tímabil og til loka þess
næsta þar á eftir. Eigandi getur flutt úttektar-
heimild reikningsins yfir á aðra almanaksmánuði
með minnst sex mánaða fyrirvara. Vilji eigandi
sparifjár eiga kost á að losa það oftar þarf hann
að stofna til nýrra reikninga.
Verðbætur og vextir reiknast á óhreyfða stöðu
milli mánaðamóta, en um inn- og útborganir
gilda innan mánaðar sérstakar verðbætur, sem
nú eru hinar sömu og heildarvextir 12 mánaða
vaxtaaukareikninga.
Binditími tveggja ára verðtryggðra reikninga er
stofnaðir hafa verið frá 1. júlí 1980 styttist í 6
mánuði og falla þeir sjálfkrafa undir þennan
flokk.
Frá 1. apríl n. k. er viðskiptamönnum heimilt að
flytja innstæður úr
12 mánaða vaxtaaukareikningum
6 mánaða bókum
12 mánaða bókum og
10 ára bókum
inn á nýju 6 mánaða verðtryggðu innlánin með
bindingu frá flutningsdegi.
Vaxtaaukareikningar ' Innstæður með 3j mánaða uppsögn Vextir alls á ári 40,5%
Innstæður með 12 mánaða uppsögn 46 %
Vextir færðir um áramót og þá lausir í 12 mánuði. Sparisjóðsbækur Almennar bækur, innstæða laus án fyrirvara. 35 %
Sparisjóðsbækur með 6 mánaða uppsagnarfresti. 36 %
Sparisjóðsbækur með 12 mánaða uppsagnarfresti. 37,5%
Nánari upplýsingar um innláns- og útlánskjör eru veittar í bönkum og sparisjóðum.
13. febrúar 1981. ^
Samvinnunefnd banka og sparisjóóa