Morgunblaðið - 15.02.1981, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981
Grafík og málverk
Edvards Munch
Síöasta verk fráfarandi for-
stjóra Norræna hússins, Eriks
Sönderholrh, varðandi kynn-
ingu norrænnar myndlistar,
var að fá hingað dálítið sýnis-
horn á verkum norska snill-
ingsins Edvard Munch. Jafn-
framt bauð hann forstjóra
Munchs-safnsins í Osló, Alf
Böe, að halda fyrirlestur um
list jöfursins í Norræna hús-
inu. Fyrirlesturinn var fjöl-
sóttur, enda var hér um stór-
merkan og óvenjulegan viðburð
að ræða og með fyrirlestrinum
var sýndur fjöldi litskyggna.
Forveri Alf Böe í starfi, dr.
Ragna Stang, átti raunar að
halda slíkan fyrirlestur fyrir
rúmum tveimur árum en úr
honum varð ekki af skiljan-
legum ástæðum, þar sem
Ragna lést í bílslysi í Mombasa
í Afríku 10 dögum áður. Hún
var þar í heimsókn hjá dóttur
sinni, sem um árabil hafði
unnið þar að líknarstörfum og
hlaut hún einnig sitt skapa-
Alf Böe forstjóri Munch-safnsins
í Osló er hér var á dógunum og
hélt fyrirlestur um list Edward
Munchs.
eftir að vinátta þeirra beið
skipbrot. Vigeland gerði, að
sögn, ágæta brjóstmynd af
Munch á yngri árum, en eyði-
lagði hana í reiðikasti að því
sagt er.
Eg hef verið svo lánsamur að
kynnast báðum fyrrnefndum
forstjórum Munch-safnsins og
Rögnu þekkti ég vel og hafði
þekkt í 10 ár er hún lézt. Eftir
hana liggur glæsilegasta bók
sem gefin hefur verið út um
list Munchs, sem kom út árið
1977 og hefur þegar verið þýdd
á fjölda tungumála. Hún er
meðal dýrgripanna í safni
mínu af listaverkabókum og
fagurlega árituð af höfundin-
um. Ragna var listsagnfræð-
ingur að mennt með endur-
reisnartímabilið sem sérgrein.
Það eru mikil býsn og undur
hve Edvard Much er almennt
lítt þekktur hérlendis miðað
við þá gífurlegu þýðingu sem
hann hafði á þróun málaralist-
arinnar í Evrópu, auk þess sem
hann umbylti grafík-tækninni
og hóf listgreinina til vegs og
virðingar á Norðurlöndum og
miklu víðar.
„Mannshöfuð umvafið konuhári" (1896).
dægur í hinu hörmulega bíl-
slys. Þar misstu frændur vorir
Norðmenn tvær mikilhæfar
konur.
Að vera forstjóri Munch-
safnsins er mikið starf og
vandasamt, því að auk mikilla
umsvifa á heimavettvangi,
fylgir því einnig, að vera á
faraldsfæti um allan heim í
sambandi við opnanir og skipu-
lagningu sýninga á verkum
Munch. Sagði Alf Böe undirrit-
uðum á góðri kvöldstund á
heimili mínu, að sér teldist að
hann væri á ferð 70—80 daga á
ári hverju í þessu augnamiði.
Afl Böe er listsagnfræðingur
að mennt með listiðnað sem
sérgrein, og hefur hann verið
forstjóri safnsins síöan um
áramótin 1976—’77. Hann nam
listasögu, ensku og sögu í
Bergen, Osló og Oxford. Auk
Munch-safnsins hefur hann
einnig með safn myndhöggvar-
ans Gustav Vigelands að gera.
Dálítið furðulegt því að Munch
og Vigeland voru litlir vinir um
dagana og töluðust ekki við
Edvard Munch virðist vera
furðu nálægur okkur í tíman-
um og þó var hann jafnaldri
Toulouse Lautrec, 16 árum
eldri en Paul Klee og átján
árum eldri en Picasso. A fyrstu
Listahátið Reykjavíkur var
mikil sýning á verkum hans í
nýbyggingu Iðnskólans og var
það tvímælalaust merkasti við-
burður hennar og sá er lengst
mun lifa í minnum fjölmargra.
Þetta voru eingöngu grafík-
verk en slík úrvalsverk að
áhöld munu vera um að önnur
slík sýning rekist hingað í bráð
og lengd. Á þeim rúmu tíu
árum sem liðin eru, hefur
frægð Munchs nefnilega aukist
á þá veru að langur biðlisti
mun vera um sýningar á verk-
um hans í virtustu söfnum
heims. I Japan er frægð hans
slík, að langar biðraðir eru
fyrir utan sýningarhallir er
hýsa verk hans og þeir hafa
gefið út stærstu og veglegustu
bækur með litmyndum á yerk-
um hans sem ég hefi augum
litið. Verð á verkum Munchs
hefur hlaupið upp úr öllu valdi,