Morgunblaðið - 15.02.1981, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981
21
svo sem marka má af málverki
hans „Stúlkurnar á brúnni" er
seldist á einn og hálfan millj-
arð gamalla króna á uppboði í
lok síðasta árs. Þessu fylgir að
vátrygging verka hans, sem
lánaðar eru á sýningar erlendis
hefur hækkað eftir því og þori
ég ekki að giska á þá voðaupp-
hæð sem viðlíka sýning og sú í
Iðnskólanum kæmi til með að
verða í dag.
Þótt sýningin í göngum og
bókasafni Norræna hússins
komist ekki í hálfkvisti við
Iðnskólasýninguna gefur hún
þó góða hugmynd um umfang
grafíklistar hans. Málverkin í
myndröðinni „Ævintýraskóg-
urinn", gefur hins vegar litla
hugmynd um stærð hans sem
málara og þó er merkilegt að fá
þau hingað því þau opinbera
vissa hlið á myndsýn hans.
Eiginlega var þeim uppruna-
lega ætla að skreyta barnaher-
bergi velunnara hans og stuðn-
ingsmanns dr. Max Linde í
Ltibeck en þau komu þó aldrei
til að gera það. Sagan segir
annars, að dr. Linde hafi verið
logandi hræddur um að Munch
myndi einungis mála myndir af
nöktum konum, sem hann gerði
mikið af á þeim tíma!
Myndlisl
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
Margar grafík-myndirnar
eru heimsfræg öndvegisverk en
þær njóta sín ekki sem skyldi í
þröngum göngum Norræna
hússins, hefði verið æskilegt að
koma þeim fyrir í kjallarasöl-
unum og þá í afmörkuðu en
hnitmiðuðu rými. Það er vissu-
lega undarleg tilfinning að
ganga fram hjá þessum mynd-
um í göngum og hugsa til þess
að sumar þeirra, þ.e. eintök af
þeim sem föl eru á frjálsum
markaði seljast á því sem
svarar 55.000 enskum pundum.
Eg ritaði langa grein um
grafík Edvards Munch í sam-
bandi við fyrrnefnda listhátíð-
arsýningu ( 5. júlí 1970) og
bendi fróðleiksfúsum að nálg-
ast hana vilji þeir fá ítarlegri
upplýsingar, hér tel ég óþarfa
að vera að koma með endur-
tekningar.
Það sem meginmáli skiptir
með þessari sýningu, er að hún
veki athygli og áhuga almenn-
ings á myndum þessa mikla
málara, sem mikinn hluta lífs
síns var vanmetinn af löndum
sínum og reyndar ofsóttur á
yngri árum. Aldrei hef ég lesið
heiftarlegri árásir á verk eins
myndlistarmanns og í norskum
blöðum frá því í lok síðustu
aldar. Til samanburðar tel ég
árásirnar á Septembersýn-
ingarnar íslenzku hér forðum,
blíðuhót ein!
Edvard Much, August
Strindberg og Henrik Ibsen
urðu til þess með Iist sinni, að
sú ramma setning varð fleyg á
meginlandinu „ljósið kemur úr
norðrinu14. Ég býst við að
flestir skilji hvað átt er við og
til gamans skal það upplýst að
frægar myndir af Ibsen og
Strindberg prýða sýninguna í
Norræna húsinu.
Skyldi það svo ekki vera
samviskuspurning hvers og
eins, hvort hann hafi efni á að
láta þennan listviðburð fram
hjá sér fara ...
Hrein sýndarmennska af
hálfu Alþýðubandalagsins
- segir Davíð Oddsson um viðræður við fóstrur um kjör þeirra
„ÞAÐ ER greinilegt að umræð-
urnar um þetta mál í horgarstjórn
og tillöguflutningur um málið eru
hrein sýndarmennska af hálfu
Alþýðubandalagsins. engin alvara
var þar að baki.“ sagði Davíð
Oddsson, borgarfulltrúi i samtali
við Morgunblaðið í gær. En á
fundi borgarráðs i gær lögðu þeir
Albert Guðmundsson og Davíð
Oddsson fram eftirfarandi fyrir-
spurn:
„Að tilhlutan talsmanns Alþýðu-
bandalagsins í félgsmálum sam-
þykkti borgarstjórn á síðasta fundi
sínum að taka upp að nýju viðræð-
ur um kjaramál fóstra. Spurt er:
1. Hafa þessar viðræður átt sér
stað?
2. Hvaða tillögur hefur Alþýðu-
bandalagið fram að færa í sam-
bandi við þær viðræður?
3. Stendur til í framhaldi af þess-
ari samþykkt að opna á ný almenn-
ar viðræður milli launamálanefnd-
ar og STRV vegna annarra starfs-
hópa?“
Sem svar við þessari fyrirspurn
kom eftirfarandi bókun frá Björg-
vin Guðmundssyni, borgarfulltrúa
Alþýðuflokksins:
„Ég hefi þegar átt viðræður við
formann Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar um kjaramál
Reykjavíkurborgar almennt og þar
á meðal um kjaramál fóstra. í þeim
viðræðum var það meðal annars
rætt, hvaða afleiðingar það hefði
fyrir kjarasamning Reykjavíkur-
borgar og starfsmannafélagsins ef
kjörum fóstra yrði breytt. Fundur
verður í launamálanefnd Reykja-
víkurborgar mánudaginn 16. febrú-
ar. Þar verður rætt um framan-
greind mál og þar á meðal það
atriði, sem spurt er um í 3. lið
fyrirspurnar borgarráðsmanna
Sjálfstæðisflokksins."
Sigurjón Pétursson borgarfull-
trúi og oddviti Alþýðubandalags-
ins, óskaði einnig að gera bókun um
málið, og er hún svohljóðandi:
„Vegna fyrirspurnar Davíðs
Oddssonar og Alberts Guðmunds-
sonar um samþykkt borgarstjórnar
um viðræður við fóstrur er rétt að
taka eftirfarandi fram:
1. Tillagan var samþykkt í borgar-
stjórn með atkvæðum allra borg-
arfulltrúa og verður að vænta þess
að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
hafi haft einhverjar hugmyndir um
hvað þeir voru að samþykkja.
2. Alþýðubandalagið mun beita sér
í þessum viðræðum fyrir því að
finna viðunandi lausn á kjaramál-
um fóstra í þeirri von að takast
megi að koma i veg fyrir lokun
dagvistunarstofnana.
3. Að mínu áliti eiga þessar við-
ræður ekki að leiða til nýrra
allsherjarsamninga við STFR.“
Sem fyrr segir taldi Davíð
Oddsson í samtali við Morgunblað-
ið í gær, að þessi viðbrögð og
fyrrnefndar bókanir bæru þess vott
að um hreina sýndarmennsku hefði
verið að ræða af hálfu Alþýðu-
bandalagsins, er samþykkt var að
taka upp á nýjan leik viðræður við
fóstrur um kjör þeirra.
baðinnréttingar
í öllum málum
og gerðum
*Y
Eigum fyrirliggjandi
sturtuklefa og hurðir fyrir
sturtubotna og baðkör.
Ofnþurrkaður furupan-
ill á lager til afgreiðslu
strax.
BS
Tréval hf. ~=sa
Nýbýlavegi 4, Kópavogi, sími 40800.
Góðir
greiðsluskilmálar
og stuttur
afgreiðslufrestur.
Heimsækift okkur
í sýningasal okkar.