Morgunblaðið - 15.02.1981, Page 23

Morgunblaðið - 15.02.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981 23 kjörið hann sinn foringja, af því að þeir treystu honum, gerð hans allri." I trúarmynd forfeðra okkar, ásatrúnni, var einnig hin klass- íska aftaka. Þar var Baldur, ásinn hvíti, hliðstæða Krists. En í Asgarði var jafnvægið brostið. Æsirnir höfðu tekið inn í hóp sinn hinn lævísa og vélráða Loka — „rógbera Asanna ok frum- kveða flærðanna ok vömm allra goða ok manna" — eins og komist er að orði í Eddu. Hann úthugsaði atburðarásina og fékk blindingjanum eina vopnið, sem gat grandað Baldri. í útfærslu Loka á leikflétt- unni, sem leiddi til dauða Bald- urs, felst viðvörun til allra manna á öllum tímum að gæta þess að hreppa ekki hlutskipti nytsama sakleysingjans, verða ekki annarra verkfæri og standa einn dag blindaður með banatein annars manns í hendi og láta ekki þau örlög henda sig að verða peð, sem skákað er til og frá, þegar leikin er refskákin. Enn má sjá hina miklu hryggð, sem sló allan heim, þegar Baldur var veginn — enn er hann grátinn þegar gras döggvast. En við það situr. Þar skilur enn á milli heiðni og kristni. Krossfestingin á Golgata var atburður, sem virtist óhjá- kvæmilegur á þeim tíma og þeim stað miðað við ríkjandi ástand. Þau málsatvik hafa ótal sinnum verið rakin hér, af kenni- mönnum kirkjunnar og öðrum og eru öllum kunn. Dauði hins einstaka á krossin- um er uppsvelgdur í sigur allra og gefur von um líf í friði, ef vilji er fyrir hendi. Lausnin er fólgin í skilningi á gullinni reglu, sem Kristur eftirlét okkur mönnun- um. Ég vil láta það eftir mér hér að taka dæmi af eigin reynslu. I fjölskyldu minni er það á vitorði, að afi minn og amma höfðu hugboð hvort um annað, áður en þau hittust og að frá þeirri stundu, er þau mættust, féllu hugir þeirra í einn farveg og stóð svo í hálfa öld. Þau lifðu lífi hvors annars og hvorugt mátti af hinu sjá. Tími minn og þessarar ömmu minnar lá aldrei saman og ég á enga gripi úr hennar eigu. Þó hefur mér tæmst arfur eftir hana — lífs- fyrirmæli á þessa leið: „Gerðu aldrei illt verra, reyndu ávallt að gera gott betra.“ Þetta eru svo sem ágæt fyrir- mæli, sagði ég við son þessarar konu, en ég get ekki farið eftir þeim nema ég viti, hvað er gott og hvað er illt. Hvernig fer ég að því? Og hann sagði — lykillinn fylgir með, hann er mjög gamall, en afar einfaldur: „Gerðu öðrum það, sem þú vilt að aðrir geri þér.“ Ef farið er eftir þessari auð- skildu gullnu reglu, kemst hið langþráða jafnvægi á. Hún býr yfir frjómagni friðar og góðvilja — hún er uppspretta kærleikans. Nái þessi regla að ríkja í sam- skiptum manna, munum við ekki framar eiga þess von að óvin- veittur maður komi, meðan við hvílumst, og sái illgresi í akur okkar. — Umbun góðra verka er fólgin í þeim sjálfum. — Eins og vér sáum munum vér og uppskera — Biðjið og yður mun gefast Leitið og þér munið finna — Knýið á og fyrir yður mun upplokið verða Heyrum hvað Páll postuli hafði að segja: — Þótt ég talaði tungum mann og engla, en hefði ekki kær- leika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. — Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. — Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að ég yrði brenndur, en hefði ekki kærleika væri ég engu bættari. — Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður; kærleik- urinn öfundar ekki; kærleik- urinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp; hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin; hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa; hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. — Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. — Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. (I. Kor. 13. 1-8.) Á ofanverðri okkar öld er enn verið að uppgötva þennan sann- leik. Ingmar Bergmann hefur tekið kvikmyndina, listgrein 20. aldarinnar, í þjónustu sína. Hann leggur aðalpersónu mynd- arinnar „Haustsónata" eftirfar- andi lokaorð í munn: „Við verð- um að láta okkur annt hvert um annað.“ Og John Lennon, sem hefur einnig með tækninni náð til milljónanna, syngur: „Við mun- um komast af — Kærleikur er allt sem við þörfnumst." í „Núvist", nýútkominni ljóða- bók eftir Ingimar Erlend Sig- urðsson er þessi litla perla um Ljós heimsins: Ljóe á litlu kerti 8em kærleikur snerti. Hér hefur skáld opnað okkur hug sinn og gefið okkur hlutdeild í vissu sinni. Og ljóðið í „Græðarinn" eftir sama höfund er sem andsvar við angistarákalli Kolbeins Tuma- sonar: Hann mun koma <>K krÍHtna kalin vé Þá mun vaxa hid visna vonartré Hann mun græto hlA Kisna — KuAdómnhlé. Hér á við sannarlega að taka undir sem haft var á orði við landsmenn um seinustu áramót: „Meðan ung skáld yrkja slík ljóð með þessari þjóð, þarf hún ekki að örvænta um sinn hag.“ Lokaorð ræðu minnar vil ég fella að kvæðinu „Tilbrigði um kross úr sömu bók. Erindin eru þrjú og í hverju fyrir sig krist- alla hið jákvæða og neikvæða — ávöxtur áf góðu frækorni og illu, hefnd og fyrirgefningu: HjufCftu þeir tréA; hver fuffl til himins fló — féii til jarAar væntclaus off dó reistu þeir tréA; hans traust til himins Hmauff. hvert orA til jarAar aftur fiaug. Hjuffffu þeir tréA; hvert lauf til himins hófst — hneiff til jarAar litlaust off tfróíst reintu þeir tréA; hann baA til himins bæn, hún berst tU jarAar aftur tfræn. Hjuffffu þeir tréA; hver ffrein til himins ffnaat — <>ff laut tii jarAar liflaus off brast reistu þeir tréA; hans kvöl til himins kleif og ást til jarAar aftur 8veif. w r ROWER LEVEL ( WATTS-I ^Meðmæli eru óþörf i i ^^grkiö segir sitt. ht. w mm Skipholti 19. ^ . mmm sími 29300. • a. |r—-1 ^ BÚ&IN Ferðatæki PMS-7004 kr. 6.495- f 1 tkl W / iÉÍa>S \ ÍV-VlMk. 1 mrJm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.