Morgunblaðið - 15.02.1981, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981
Minning:
Sveinn B. Val-
fells iðnrekandi
Fæddur 26. september 1902.
Dáinn 6. febrúar 1981.
Það var haustið 1929 sem fund-
um okkar Sveins B. Valfells bar
fyrst saman. Við vorum samskipa
með e/s Lyru. Hann var á leið til
Englands til þess að kaupa inn
vörur fyrir heildverslun Garðars
Gíslasonar en ég var í minni
fyrstu utanlandsferð á leið til
Noregs. Þótt samfylgdin yrði stutt
að því sinni, Sveinn fór frá borði í
Þórshöfn, var ferðin til Færeyja
með gömlu Lyru í stormi og
stórsjó til þess að mynda traustan
kunningskap sem entist alla tíð.
Síðar þegar leiðir okkar lágu
saman í starfi og félagsskap var
gott að minnast fyrstu kynna frá
eftirminnilegri sjóferð.
Sveinn var Mýramaður, fæddur
á Grenjum í Alftaneshreppi, 26.
september 1902. Foreldrar hans
voru Bjarnþór Bjarnason bóndi
þar og kona hans Sesselja Níels-
dóttir. Fékk hann leyfi til að bera
ættarnafnið Valfells árið 1925.
Sveinn brautskráðist úr Verzlun-
arskóla Islands 1921. Hann var
ágætur nemandi í skóla og greind-
ur vel, en mest lærði hann í skóla
lífsins. Má segja að hann hafi
verið sjálfmenntaður hagfræðing-
ur sem hafði glöggan skilning á
efnahags- og fjármálum. Sveinn
var fjölfróður, víðlesinn og vel
minnugur á það sem hann las og
heyrði.
Ungur að árum, aðeins 14 ára að
aldri, byrjaði Sveinn verslunar-
störf í Borgarnesi hjá Jóni Björns-
syni frá Bæ. Fór hann þaðan 1920
til Reykjavíkur og vann hjá heild-
verslun Garðars Gíslasonar í full-
an áratug. í ársbyrjun 1932 stofn-
aði hann Vinnufatagerð íslands
hf. og var forstjóri hennar og
meðeigandi frá upphafi. Var
Vinnufatagerðin traust og gott
fyrirtæki undir stjórn hans.
Sveinn var mikill áhugamaður
um almennar framfarir í landinu.
Á stríðsárunum rofnuðu við-
skiptasambönd við Evrópu. Fór
Sveinn þá til Bandaríkjanna á
vegum Félags vefnaðarvöruinn-
flytjenda og var þar á árunum
1942—1946. Hafði hann aðsetur í
New York en ferðaðist víða um
Bandaríkin í því skyni að útvega
viðskiptasambönd. Sveinn var
duglegur og glöggur kaupsýslu-
maður og náði oft betri viðskipta-
kjörum en almennt gerðist. Hann
var athafnarmaður og efnaðist
vegna ráðdeildar og hygginda.
Hann átti sæti í stjórnum ýmissa
hlutafélaga og var ávallt tillögu-
góður og áhrifamikill, hvar sem
hann kom við sögu. Sveinn var
formaður Félags íslenskra iðnrek-
enda í mörg ár, formaður banka-
ráðs Iðnaðarbanka íslands var
hann um margra ára skeið, for-
maður stjórnar Iðngarða hf. var
hann frá stofnun 1962. í bygg-
ingarnefnd sýningar- og íþrótta-
húss í Laugardal var hann og í
Stóriðjunefnd á viðreisnarárun-
um, þegar grundvöllur var lagður
að víðtækri endurreisn atvinnu-
lífsins og bættum lífskjörum fyrir
almenning með stórvirkjunum,
stóriðju og öðrum víðtækum fram-
förum í iðnaði og öðrum atvinnu-
greinum í landinu. Sveinn var
rökvís og gerði sér fulla grein
fyrir því að ísland er gott land
með miklum möguleikum til arð-
gefandi atvinnureksturs og góðrar
lífsafkomu fyrir landsmenn alla.
Hann vildi nýta auðlindir landsins
á skynsamlegan hátt, til hagsæld-
ar fyrir þjóðina í nútíð og fyrir
komandi tíma.
Sveinn hafði góða hæfileika og
var heilsugóður til síðustu ára.
Hann var fátækur af reiðufé
þegar hann hóf göngu sína út í
lífið, en því ríkrai af hugsjónum,
dugnaði og hugmyndum um fram-
farir og batnandi tíma þjóðinni til
handa. Sveinn vann oft langan
vinnudag og afkastaði miklu, en
gætti ávallt hagsýni i ákvörðunum
og athöfnum. Hann fylgdist vel
með í landsmálum og hafði mik-
inn áhuga fyrir þjóðarhag. Hann
taldi ekki síður þörf á því að gæta
hagsýni í opinberum rekstri og
framkvæmdum ríkisins en hjá
einstaklingum eða einkafyrirtækj-
um. Sveinn ávann sér traust og
virðingu samferðamannanna og
sérstaklega þeirra sem kynntust
honum vel. Hann var aðalræðis-
maður fyrir Tyrkland og var
sæmdur ýmsum heiðursmerkjum,
innlendum og erlendum.
Sveinn taldi það sína mestu
gæfu að hafa eignast góða konu,
heimili og efnileg börn. Hann
giftist árið 1932 Helgu Ágústs-
dóttur prófessors H. Bjarnasonar.
Helga var góð kona, glæsileg og
vel að sér. Hún dó fyrir nokkrum
árum. Börn þeirra hjóna eru þrjú,
tveir synir og ein dóttir, Sigríður
og er hún prófessor við Banda-
rískan háskóla. Er hún nú á
sjúkrahúsi hér í Reykjavík eftir
slys er hún varð fyrir á sl. ári. Er
það von allra að hún megi fá
fullan bata sem allra fyrst. Syn-
irnir eru dr. Ágúst, prófessor í
Bandaríkjunum, en hann kennir
við Háskóla íslands í vetur. Er
vonandi að Háskóli íslands megi
njóta menntunar hans og hæfi-
leika til frambúðar. Sveinn er
starfandi verkfræðingur í Reykja-
vík.
Vinir og samferðamenn hverfa,
þessi í dag og annar á morgun, en
vissulega er gott að vita ekki
fyrirfram hver verður næstur.
Sveinn B. Valfells lauk miklu
dagsverki í umfangsmiklu starfi.
Hann var gæfumaður og sá marg-
ar vonir sínar og hugsjónir verða
að veruleika. Hann var mjög
vinsæll og er hans nú saknað af
vinum og samferðamönnum.
Ástvinum Sveins og vanda-
mönnum öllum vil ég votta fyllstu
samúð.
Ingóifur Jónsson
Ég var ungur að árum, er ég
hafði fyrst spurnir af Sveini
Valfells, rétt vaxinn úr grasi.
Sveinn var í þann tíma starfsmað-
ur umsvifamikils fyrirtækis í út-
og innflutningi. í starfi sínu átti
hann æði oft leið til minnar
heimabyggðar. Hafði ég þá tæki-
færi til þess, sem áhorfandi, að
fylgjast með því hvernig hann
vann. Það var nýtt og framandi.
Sveinn starfaði þá við sölustörf.
Þar var öðruvísi tekið til höndum
en maður átti að venjast. Maður-
inn var í senn vinur og ráðgefandi
sinna viðskiptamanna. Slíkt starf
býður gjarnan upp á að selja og
bara selja. í þá gröf féll Sveinn
aldrei. Hann þekkti markaðinn og
vissi gjörla hvað hann þoldi, var
alla jafnan með á boðstólum nýja,
ef til vill áður óþekkta, ódýra og
vandaða vöru. Við slíkar aðstæður
vildi það gjarnan henda að menn
kunnu sér ekki hóf og urðu
stórtækir í innkaupum sínum. Þá
komu í ljós þetta sem mér var svo
framandi og öðruvísi, en ég átti að
venjast í starfi annara manna er
við sölumennsku fengust, hann
blátt áfram steig ofan á kaupgleði
viðskiptamannanna. Benti þeim á
að markaðurinn væri ekki stór,
óvissa um afkomuna og líklega
rétt að ganga hægt um. Þetta varð
til þess að hann öðlaðist traust, að
hann var alltaf auðfúsugestur og
að margur kaupmaðurinn blátt
áfram fólu honum alfarið að sjá
um innkaup sín á þeim vörum er
þeir þörfnuðust og Sveinn hafði að
bjóða. Þetta fannst mér einstakt.
Og árin líða, ósköp uppburðalít-
ill ungur maður, nánast alger
sveitamaður, er í sinni fyrstu
utanlandsreisu. Iðandi mannhaf,
umferð og umsvif í einni af stærri
borgum veraldar er vægast sagt
truflandi. Einmanaleiki sótti að á
stundum. í þann mund, fyrir
röskum þrem áratugum hófust
kynni okkar Sveins fyrir tilstilli
sameiginlegs vinar. Sveinn heims-
maður, þekkti líf, atvinnuhætti, og
sögu þessar miklu þjóðar. Þar var
ég algjör þiggjandi, hann veitandi.
I hugann koma nú, upp óteljandi
unaðsstundir, er setið var yfir
bjórglasi, og rætt voru hin óskyld-
ustu efni. Líf og starf okkar litlu
þjóðar í gegnum aldirnar, framtíð
hennar og nútíð, þann metnað,
sem hann hafði fyrir hennar hönd
og þá möguleika, sem yrði að nýta,
leiðir til bættra lífskjara. I þann
mund hafði Sveinn ærið að starfa.
Hann þurfti ekkert til mín að
sækja, eigi að síður, var hann
ávalt reiðubúinn til að leggja
lykkju á leið sína mér til aðstoðar.
Aka um langan veg til að sýna
mér það er athyglisvert var og
benda á það sem rétt væri að
íhuga. Þá urðum við Sveinn vinir
er entist æ síðan.
Og seinna þegar komið var á
heimaslóðir var þráðurinn tekinn
upp að nýju. I amstri daganna var
gott að leita á vit þessa stór-
brotna, hugljúfa og gáfaða manns.
Honum var fátt mannlegt óvið-
komandi. Hugstæðast var honum
þó allt það er að atvinnu og
fjármálum laut og var þá oft
gaman að fylgjast með honum á
fluginu. En Sveinn lét ekki sitja
við orðin ein. Hann var athafna-
maður í orðsins fyllstu merkingu.
Á þeim vettvangi kom hann víða
við, ruddi nýjar brautir, fylgdi
þeim eftir af kjarki, fyrirhyggju
og framsýni, er honum var svo
eðlislæg.
Sveinn var ekki langskólageng-
inn maður, en eigi að síður var
hann stórvel menntaður maður á
minn mælikvarða, lífsreynslan,
lestur góðra og hagnýtra bóka,
umburðarlyndi, heilbrigð lífsvið-
horf, ljúf kímni, gerði það að
verkum.
Maðurinn var hafsjór af fróð-
leik, sem svo sannarlega kom
manni æði oft algjörlega á óvart.
Og svo þegar líka kom til mikil og
góð frásagnargáfa og gleði var
ekki að undra að manni liði vel í
návist hans.
Svo sem fyrr er sagt var Sveinn
maður mikilla umsvifa og at-
hafna, en hann hélt sér ekki
alfarið við sinn hestastein. Mörg-
um manninum hjálpaði hann til
að koma góðum hugmyndum í
framkvæmd, og ætlaðist ekki til
launa. Gleðin yfir, ef vel til tækist,
var honum nóg.
Og nú er ég kveð þennan góða
vin minn er mér mikill söknuður í
huga, og ég hugsa til ástvina hans,
sem hafa misst svo mikið, þeim
sendi ég einlægar samúðarkveðjur
og bið þeim velfarnaðar. Sveinn
var stórbrotinn persónuleiki, er
gaf mér með sinni elskulegu við-
kynningu, margt það er ég vildi
síst án vera, og lifa mun í
vitundinni þar til yfir lýkur.
Björn Guðmundsson,
Vestmannaeyjum.
Kveðja frá Félagi ís-
lenskra iðnrekenda.
Nú er horfinn af sjónarsviðinu
einn heiðursfélagi Félags ís-
lenskra iðnrekenda.
Það var ekki að ástæðulausu, að
Sveinn B. . Valf,ells var kjörinn
heiðursfélagi íslenskra iðnrek-
enda. Hann var um margra ára
skeið í stjórn félagsins og var
formaður félagsins á erfiðum tíma
og stýrði því með þeim yfirburða
gáfum og hæfileikum, sem honum
voru gefnir.
Sveinn hafði alla tíð brennandi
áhuga á íslensku efnahagslífi og
því að bæta lífskjör þjóðarinnar.
Það var því engin tilviljun, að
hugur hans snerist að því að
hyggja upp alhliða heilbrigt at-
vinnulíf í landinu og að hann varð
einn helsti atvinnurekandi á sviði
iðnaðar og það var heldur engin
tilviljun, að hann var málsvari
iðnaðarins í marga áratugi.
Öruggt er að afburða minni hans
og rökhyggja hafa reynst honum
mikilvægt vopn í þeim mörgu
orrustum, sem hann neyddist til
að heyja fyrir hönd íslensks iðnað-
ar.
Sá, sem þetta skrifar átti þess
kost að kynnast Sveini og starfa
með honum í hartnær tvo áratugi.
Ég verð að játa, að í fyrstu stóð
mér ógn af þessum manni, ógn
vegna gáfna hans og kunnáttu.
Það kom þó strax í ljós á okkar
fyrsta fundi, að þessi ótti reyndist
með öllu ástæðulaus, því Sveinn
reyndist vera hið mesta ljúfmenni,
sem tók mér afburða vel og tókst
einhvern veginn að koma skoðun-
um sínum til skila á þann hátt, að
ég varð ekki var við hvernig hann
mótaði mínar.
Sveinn var afburða fróður mað-
ur og minnið óbrigðult. Hann
hafði þann hæfileika að kunna að
segja skemmtilega frá og annan
hæfileika, sem er jafnvel enn
fágætari með þessari þjóð, að
hann kunni að hlusta. Það fór því
ekki hjá því, að hvar sem Sveinn
kom, var hann hrókur alls fagnað-
ar og miðpunktur þess hóps, sem í
kringum hann var.
Okkur, sem berjumst fyrir
frjálsum atvinnurekstri og hags-
munum íslensks iðnaðar, er því
mikill vandi á höndum, þegar við
ekki getum lengur leitað til Sveins
til skrafs og ráðagerða. Og þrátt
fyrir það, að til sé íslenskur
málsháttur sem segir „maður
kemur í manns stað“, þá er ég þess
fullviss, að þessi málsháttur á
ekki við, þegar rætt er um Svein B.
Valfells.
Ég kveð gamlan góðan vin. Hafi
hann þökk fyrir áratuga leiðsögn
og órofa tryggð.
Davið Sch. Thorsteinsson
Við andlát Sveins B. Valfells
koma upp í huga mér margar og
góðar endurminningar um hann
frá því 30 ára skeiði, sem við
höfum þekkst og starfað saman að
ýmsum málum iðnaðarins.
Þau kynni hófust 1951, þegar ég
tók sæti í stjórn Félags ísl.
iðnrekenda, en Sveinn var þar
fyrir í stjórn og einn mestur
áhrifamaður þar. Hann var svo
formaður félagsins árin 1956—
1963. Stjórnarfundir voru tíðir og
voru kynni okkar því náin. Var
það mér góður skóli að vinna með
svo víðsýnumog fróðum manni
sem Sveinn var.
Á þessum árum hófust regluleg
samskipti félagsins við hliðstæð
samtök, aðallega á Norðurlöndum,
og fórum við Sveinn margar ferðir
saman til útlanda. Var Sveinn þar
frábær fulltrúi íslands og ís-
lenskra iðnrekenda vegna ágætrar
málakunnáttu og mikillar þekk-
ingar á mönnum og málefnum
bæði innlendum og erlendum. Sér-
staklega naut sín vel þekking hans
á íslenskri og norrænni sögu, er
við sóttum fundi til hinna Norður-
landanna. Á mannamótum var
Sveinn alltaf ræðinn og skemmti-
legur. Hann hafði góða kímnigáfu
og kunni vel að segja frá. Eru það
einhverjar skemmtilegustu stund-
ir, sem ég hef átt að sitja og hluta
á Svein og Kristján Jóh. Krist-
jánsson segja sögur, en Kristján
var eins og kunnugt er formaður
Félags ísl. iðnrekenda á undan
Sveini.
Það sem ber hæst af störfum
Sveins í þágu iðnaðarins á eftir
formennsku hans í Félagi ísl.
iðnrekenda er formennska í
bankaráði Iðnaðarbanka íslands
hf. Hann var einn af hvata-
mönnum að stofnun bankans og
var kjörinn varamaður í bankaráð
á stofnfundi hans. Hann var svo
kosinn aðalmaður í bankaráð
1%2. Bankaráðið kaus hann for-
mann ráðsins og gegndi hann því
embætti allt til ársins 1973.
Sveinn hafði mikla þekkingu í
fjármálum. Skoðanir hans í efna-
hagsmálum voru mjög ákveðnar
og fylgdi hann þar stefnu frjáls
markaðskerfis og var eindregið
fylgjandi frjálsu gengi ísl. krón-
unnar. í ræðum hans á aðalfund-
um bankans kemur glöggt fram
skilningur hans á vandamálum
efnahagslífsins og þörfin á því að
efla arðbæran rekstur. Sveinn var
bjartsýnismaður, en þegar honum
blöskruðu athafnir ráðamanna í
efnahagsmálum gat hann ekki
orða bundist og kallaði gerðir
þeirra „algert fíflarí".
En þó Sveinn hneykslaðist
minnist ég þess ekki, á öllum þeim
árum sem ég þekkti hann, að hafa
nokkru sinni séð hann reiðan.
í formannstíð hans efldist Iðn-
aðarbankinn og opnuð voru útibú í
Hafnarfirði, á Akureyri og tvö í
Reykjavík. Hann fylgdist vel með
daglegum rekstri bankans og
hafði náið samband við banka-
stjóra. Sveinn var mjög vel látinn
af starfsfólki bankans, enda lét
hann sér annt um hag þess. Hann
var mjög tíður gestur „innan
búðar" í bankanum einnig eftir að
hann let af formennsku í banka-
ráði. Til marks um það hve
starfsfólk kunni vel að meta
félagsskap hans, var hann ein-
róma kjörinn heiðursfélagi starfs-
mannafélagsins árið 1975.
Okkur hjónum var Sveinn mjög
kær og var sérlega góð vinátta
milli Elínar konu minnar og hans,
enda mat hún mikils hlýtt viðmót
hans og kímnigáfu. Fáum vikum
fyrir andlátið var hann gestur á
heimili okkar og lék þá á alls oddi
og hvarflaði þá ekki að okkur, að
þetta væri síðasti fundur okkar.
Við hjónin vottum aðstandendum
hans hans innilegustu samúð við
fráfall þessa góða vinar okkar. Þá
flyt ég þeim dýpstu samúðarkveðj-
ur starfsmanna, bankastjóra og
bankaráðs Iðnaðarbankans, en í
sögu bankans mun hans ávallt
verða minnst sem ötuls og farsæls
leiðtoga.
Gunnar J. Friðriksson.
ísland er þekkt fyrir fornbók-
menntir sínar. í þeim ber Njála
hvað hæst. Hún greinir frá merkri
persónu á söguöld, Snorra goða.
Höfundur Njálu lýsir Snorra svo,
að hann hafi verið vitrastur
manna sinnar samtíðar, en hafi
skort hæfileikann til framsýni eða
forspár.
Við fráfall vinar míns og
frænda, Sveins, kom mér í hug
þessti tilvitnun úr Njálu. Fram-
angreind mannlýsing höfundar
Njálu gæti átt við Svein að því
leyti, að hann var gæddur frábær-
um og óvenjulegum vitsmunum,
en framsýni og forspá átti hann
umfram Snorra goða.
Fyrir mínum hugskotssjónum
verður Sveinn að teljast sem
fullgildur jafnoki þeirra goða, sem
mestir voru á söguöld. Þeir
mannkostir, sem hann hafði til að
bera, áttu rót sína að rekja til
meðfæddra hæfileika, til ómetan-
legs veganestis úr foreldrahúsum
á æskuheimili hans í Álftanes-
hrepp á Mýrum, til staðgóðrar
menntunar, til víðtækrar starfs-
reynslu hérlendis og erlendis á
sviði verzlunar og atvinnurekstrar
og skilnings hans á möguleikum
íslenzks samfélags til sköpunar
verðmæta og aukinna framfara.
Sveinn kom víða við á sínum
athafnaferli. Hann reyndist ein-
lægur og ötull stuðningsmaður
fjölmargra einstaklinga, sem leit-
uðu ráða hans og aðstoðar við
stofnun og rekstur atvinnufyrir-
tækja og mun þar á stundum hafa
verið um að ræða fjárhagslegan
stuðning, sem skipti sköpum. Hika
ég ekki við að fullyrða, að ráð hans
hafi jafnan reynst hollráð.
Sveinn var frábær félagi, glaður
og hvetjandi, hugmyndaríkur og sí