Morgunblaðið - 15.02.1981, Síða 25

Morgunblaðið - 15.02.1981, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981 25 fræðandi. Hann bjó yfir kyngi- magnaðri frásagnargáfu og hug- arflug hans spannaði yfir öll svið mannlegs lífs. Hugsun hans var æ skapandi og sköpunargáfu sína notaði hann til dáða á sviði athafna og framkvæmda. Hugsun hans og afstaða til manna og málefna var jafnan jákvæð, og mótuð jafnvægi hugans, sem var sterkur þáttur í manngerð hans. Af hans hálfu heyrðist aldrei hnjóðsyrði um nokkurn mann. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til einlægs vinar míns og frænda fyrir þær fjöl- mörgu ánægjustundir, er ég hef átt með honum á heimili hans, í ótal ferðalögum víðs vegar um heim, og þá ekki sízt í ógleyman- legum veiðiferðum og skoðunar- ferðum um byggðir og óbyggðir Íslands. Ég og fjölmargir aðrir vinir, frændur og samstarfsmenn stönd- um í óbættri þakkarskuld við Svein B. Valfells, fyrir drengskap hans, félagsskap hans og góð ráð. Að honum er mikill sjónarsviptir og verður skarð hans vandfyllt. Það hefir verið hamingja ís- lands að hafa alið á fyrri hluta tuttugustu aldar allmarga syni og dætur, sem unnu að velferð þjóð- arinnar með líkum hætti og Sveinn B. Valfells gerði. Að mínu mati stendur hann þar framarlega í flokki. Fyrir það hefir Sveinn ekki aðeins áunnið sér þakkir vina, frænda og samstarfsmanna, heldur á hann skilið þakkir al- þjóðar. Að lokum votta ég börnum Sveins, tengdabörnum og barna- börnum mína innilegustu samúð. Gunnar Ilelgason Sveinn B. Valfells varð bráð- kvaddur í Reykjavík, aðfaranótt 6. febrúar sl., 78 ára að aldri. Hann var fæddur hinn 26. september 1902 að Grenjum á Mýrum, sonur hjónanna Bjarn- þórs Bjarnasonar frá Knarrar- nesi, Benediktssonar prests í Fagranesi, Björnssonar prests í Hítardal, Benediktssonar, og konu hans Sesselíu Soffíu Níelsdóttur, frá Helgastöðum í Reyðarfirði, Eyjólfssonar. Kona Níelsar Eyj- ólfssonar var Sigríður Sveinsdótt- ir, prófasts á Staðastað, Níelsson- ar, Sveinssonar, frá Kleifum í Gilsfirði. Kona Níelsar Sveinsson- ar var Sesselía Jónsdóttir að Barmi á Skarðsströnd, Guð- mundssonar á Vöðlum. Hjónin á Grenjum eignuðust 7 börn, þau voru: Þórdís, f. 1886, Sigríður f. 1888, Hildur f. 1889, Marta María f. 1891, Jón Valfells f. 1892, Ásgeir f. 1899 og Sveinn. Eftir á lífi er nú aðeins Ásgeir, hinn landskunni listmálari. Sveinn B. Valfells var löngu þjóðkunnur maður og í hópi um- svifamestu athafnamanna lands- ins. Verður hér aðeins stiklað á stóru um hina löngu og viðburða- ríku starfsævi hans. Sveinn vandist snemma öllum algengum sveitaverkum, smalaði kindum og sat yfir kvíaám með systkinum sínum, eins og tíðkaðist á íslenskum sveitabæjum uppúr aldamótunum. Faðir hans varð íshússtjóri í Borgarnesi, er hann brá búi 1909, og vann Sveinn hjá honum þar. Daginn eftir ferming- una fór Sveinn til vinnu í verzlun Jóns Björnssonar, frá Bæ, í Borg- arnesi. Meðfram þeim störfum stundaði hann nám í Verzlunar- skóla íslands, þaðan sem hann lauk prófi 1921, efstur í sínum árgangi. Hugur Sveins stóð til að læra endurskoðun, en komst hvergi að til náms. Sveinn réðst þá til heildverzlunar Garðars Gíslason- ar, sem þá var hvað stærsta fyrirtæki í sinni grein á landinu og starfaði bæði að út- og inn- flutningi. Var Sveinn fljótlega settur í hin mestu trúnaðarstörf hjá Garðari og annaðist fyrir hann mikil innkaup og sölu á meginlandi Evrópu og í Bretlandi. Dvaldist Sveinn af þessum sökum langdvölum erlendis á vetrum, t.d. var hann 8 jól í Hamborg á vegum Garðars næstu 11 árin. Einnig fór hann langar söluferðir fyrir Garð- ar á sumrin innanlands og kom þá á alla verzlunarstaði landsins og hitti alla kaupmenn. Kynntist hann á þessum árum þvílíkum aragrúa af fólki, að hreint ótrú- legt gat verið hversu þekking hans á mönnum og staðháttum var mikil. Varð ég oftar en einu sinni vitni að því, að ókunnugt fólk rak í rogastanz, þegar það hafði sagt nokkur deili á sér og Sveinn tók síðan við að fræða það um ættir þess sjálfs. Og ekki voru þessi tilvik einskorðuð við Island og íslendinga, því svipuð atvik komu fyrir utanlands og erlendir menn áttu í hlut. Sveinn hafði þá kannski þekkt feður þeirra eða afa í Hamborg eða annars staðar. Stálminni og óþrjótandi, jákvæð fróðleiksfýsn voru áberandi þættir í fari Sveins alla þá tíð, sem ég hafði af honum kynni. Þó hann væri af léttasta skeiði, þegar ég réðst til starfa á útvegi hans, varð ég aldrei var við það, að neinn þyrfti að leiðrétta misminni hjá honum. Bar hann sig þó stundum upp undan því, að ekki væri nú minnið eins gott og það hefði verið í gamla daga. 24.3. 1932 stofnaði Sveinn með fulltingi mágs síns, Friðriks Jónssonar, bróður hans, Sturlu kaupmanns, og fleiri manna fyrir- tækið Vinnufatagerð íslands hf. Það fyrirtæki hefur starfað með miklum blóma alla tíð síðan og fært þjóðinni ýmsar nýjungar, sem í dag þykja sjálfsagðar, svo sem íslandsúlpur, vinnuvettlinga, ketilgalla og rauða tóbaksklúta, þessi aðalsmerki íslenzkra neftób- aksmanna. Varð Sveinn fljótlega aðaleigandi fyrirtækisins. Kom nú vöruþekking hans og reynsla frá Garðarsárunum betur að notum en endurskoðunarfræðin sem ekki fengust, og dugði til þess að lyfta fyrirtækinu yfir keppinautana. Hann ferðaðist um víða vegu, keypti inn efni og vélar og aflaði nýjunga af hagsýni og harðfylgi. Þannig skaut hann keppinautum sínum aftur fyrir sig, meðan jafnt var að tafli staðið. En það er hinsvegar hvað Ijótastur kafli í íslenzkri viðskiptasögu seinni tíma, þegar pólitíkin var notuð til þess að hygla sumum en bana öðrum eins og varð t.d. um Gísla J. Johnsen í Eyjum, Sæmund í Hólminum, Stefán Th. og Wathne-bræður fyrir austan. Mátti Sveinn þola, að margur steinn væri í götu hans lagður af pólitískum stigamönnum þeirra tíma. Gerði þetta baráttuna enn erfiðari og jafnvel tvísýna stund- um. En Sveinn lét ekki erfiðleik- ana buga sig, heldur brauzt áfram af alefli, sistarfandi og árvakur. Maður kom ekki heim án kvíaánna þótt þokan væri dimm. Hann dróst með tímanum inn í, eða stofnaði beint, tugi annarra fyrirtækja. Enda fóru menn fljótt að leita til hans með ráð, þegar þeir sjálfir ei fleiri kunnu. Er mér kunnugt um, að fyrir ráð hans og atbeina risu ýmis, nú þjóðkunn, fyrirtæki úr öskustó, sem ella hefði ekki orðið af lengri saga. Rek ég það ekki lengra, en fullyrði, að hundruðir manna og kvenna í íslenzku þjóðfélagi myndu i dag stunda aðra atvinnu, hefði hans atbeina ekki notið við. Hann lét félagsmál iðnrekenda til sín taka og var formaður samtaka þeirra um árabil. í gegn- um þau störf, auk setu í Stóriðju- nefnd, átti hann mikinn upphafs- þátt í, að fenginn var áliðnaður inn í landið. Hann var einn helzti hvatamaður að stofnun Iðnaðar- banka íslands hf. og formaður bankaráðs hans var hann á annan áratug. Bar hann hag samtakanna og málefni iðnaðarins og bankans mjög fyrir brjósti aila tíð. Hann var stofnfélagi í Rotaryklúbbi Austurbæjar. Áhugasamur veiði- maður á lax og silung og ferða- glaður í besta lagi. Hann hafði dálæti á trjágróðri og ræktun, eins og sjá má við sumarbústað hans í Grafningi, þar sem fjöl- skyldan dvaldist oftlega og fagn- aði gestum. Siðasta vor gerði hann enn stórátak í plöntun þar og gekk sjálfur fremstur að verki, því hann var hraustur og heilsugóður fram á síðustu ár. Meðalmaður var hann á hæð, þéttvaxinn og svipmikill, en glaðlegur og jafnan stutt í brosið. Sveinn kvæntist 1932 Helgu Ágústsdóttur, H. Bjarnasonar prófessors og k.h. Sigríðar Jóns- dóttur, ritstjóra ólafssonar. Var Sveini mjög hlýtt til tengdafor- eldra sinna og vitnaði oftlega i verk dr. Ágústs í mín eyru. Hjónaband þeirra Helgu var hið ágætasta meðan bæði lifðu, en Helga lést í nóvember 1974. Harmaði Sveinn hana mjög, þótt segði fátt, því kært var með þeim. Þeim varð 3 barna auðið: Dr. Ágúst, efna- og kjarnorkuverk- fræðingur, kvæntur Matthildi Ólafsdóttur frá Suður-Vík, eiga þau 3 börn, dr. Sigríður, málvís- indamaður, ógift, og Sveinn, verk- fræðingur og rekstrarhagfræðing- ur, kvæntur Svövu Jónsdóttur úr Reykjavík. Eiga þau 2 börn. Þau Sveinn og Helga dvöldust með börnum sinum í Ameríku 1943—1946, er Sveinn tók að sér innkaupastjórastarf við sameigin- lega innkaupaskrifstofu tslend- inga í New York, sem stofnuð var þar vegna stríðsins. Stóð hugur Sveins til áframhaldandi veru þar í landi, því honum fannst líklega bándariskt þjóðfélag, með tæki- færum sinum fyrir alla og mark- aðsstærð, henta sér betur en kotríkið ísland og sá landlægi klíkuháttur og viðskiptaþröng- sýni, sem þar hefur lengst af ráðið ríkjum. En hugur Helgu stóð til heimalandsins og samvista við foreldra, ættingja og vini þar og varð svó, að þau fluttust heim til íslands. Heimkomin reistu þau sér veglegt hús í Blönduhlíð 15 í Reykjavík, þar sem gott var að koma, þiggja hollráð og njóta rausnar og viðmóts húsráðenda. Stóð heimilið þar með rausn alla tíð síðan, til þessa dags, að nú eru bæði í brottu. Miklir erfiðleikar voru í íslenzk- um atvinnurekstri eftir stríðið, mikið fyrir vanhugsaðar efna- hagsaðgerðir íslenzkra stjórn- málamanna, sem beittu pólitísku valdi í bönkum og nefndum, til þess að knésetja andstæðinga. Stóð svo fram til valdatöku við- reisnarstjórnarinnar, að nokkuð jafnrétti var tekið upp og verzlun- arfrelsi innleitt í fyrsta sinn frá því í kreppunni miklu. Gerbreytti þetta þjóðfélaginu i einni svipan, svo að unglingum núna þykir ótrúlegt, að fyrir rúmum tveimur áratugum fengust ekki epli í búðum nema á jólunum. Nú hefur þetta frelsi ríkt svo lengi, að unga kynslóðin fer að hætta að skilja gildi þess og hvers konar hafta- postulum vex ásmegin með þjóð- inni, sem boða henni leiðina til ánauðar á ný. En það er önnur saga. Þau verkefni, sem Sveinn hafði við að glíma í atvinnurekstri urðu allstórvaxin. Það, sem hann hafði umleikis, varð fyrirferðarmikið í hlutfalli við það, sem hann hleypti heimdraganum með fyrir 65 árum. En það var aðallega eins og hann lýsti því sjálfur, tvær hendur, eitt höfuð, og tveir sterkir smalafæt- ur. Og sé minnst á fætur, þá get ég sagt frá því, að það var mér erfið fótaraun að ganga með honum heilu dagana milli fyrirtækja á Manhattan, sem hann var að heimsækja í viðskiptaerindum, svo skrefdrjúgur var hann þó kominn væri á áttræðisaldurinn. Og hvarvetna biðu hans vinir í varpa þarna í skýjakljúfunúm. Suma hafði hann skipt við í yfir 30 ár og þeir fögnuðu honum á löngu færi, eins og menn gera til sveita hér. Og svona gekk þetta dag eftir dag. Hann var óþreytandi að reka erindi sín og annarra og maður sá glöggt hversu vel honum leið þarna í hringiðu viðskiptalifsins. Og þá var margt skrafað sér til ánægju og fróðleiks. Hvern mann geymdu höfuð hans og hjarta? Ekki er ég fær um að gefa tæmandi lýsingu á þvi. Til þess þekkti ég of lítinn kafla úr æfi hans og sögu. En það sem ég sá var mikið undur. Ekki hefur einstakur maður annar lagt sig eins í líma við að kenna mér SJÁ NÆSTU SÍÐU Erþérsama tnver/uþú stturr CHRYSLER YMOUTH árgerð 1979 með ölllu. Verð ca. 128.000.- Pað er fljótlegast að telja upp þá aukahluti, sem eru ekki í þessum bílum. Hill fullkomni bíll. DODGE árgerð 1980. 4. d. Verð ca. 105.000.- 3. d. - 024 HATfLHBACK. Verð ca. 119.500.- Framhjóladrifjnn, sjálfskiutmwd^og kraftmikill en eyðir samt eQerfíema 8,5 lítrum í bcejarakstri. TALBOT llOOLET^ð 19Si Þennan þrai kynna íslenc vagn, ser örfáuja^^fíiútur Atb^þoenginn fólJ sn^fog SIMCA 11C _ *oþarft að xer með undir- fcekka eða hcekka á 'eemst jafnlangt í BýÖur nokkur betur ? PREMIER STATION árgerð 1980. Verð ca. 138.000.- Þessir lúxusbílar eru með öllum fáanlegum aukahlutum, og meira að segja Stereo- útvarpi m. kassettutceki og DOLBY- SYSTEM. TALBOT HORIZON árgerð 1980. Verðca. 79.500.- Framhjóladrifinn kraftmikill verðlauna- bíll margfaldur sisgmegari, vegna hönnunar ofcrfO Wijrg/r hafa reynt að líkja eftÍTéhMjwon en enginn þeirra hefur hlotið vimrkenningu á heimsmarkaðinum VARIST EFTIRLÍKINGAR. KAUPIÐ HORIZON. TALBOT SIMCAtröiuð 1100 VF2 Sendibíll árgerð 1980. Verð ca. 59.500.- Húsbóndaholla TRÖLLIÐ sem hefur þjónað fjöUntrirtcekja af mikilli prýði í StillanlegMryfdðrabúnaður, mjög spar- neytinn. HANN ER DUGLEGRI í SNJÓ EN AÐRIR SENDIBÍLAR. ö Vfökull hf. Armúla 36 Simi: 84366

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.