Morgunblaðið - 15.02.1981, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981
Sveinn B. Valfells
„lífsfílósófí" eins og hann kallaði
það. Stóö kennslan nær 20 ár fram
að hádegi hans hinzta dags. í því
síðasta samtali ráðgerðum við að
vitja vesturstranda saman innan
skamms. Hugði ég gott til farar-
innar, því enn var margt ólært. En
nú glymur klukkan skyndilega og
kennsla er úti. Meistarinn farinn
en próf væntanleg. Kvíði er í
nemandanum við þessi tímamót
og hefði hann margt betur viljað
kunna, þó að hann finni að
ýmislegt hefur skýrzt í hans daufa
huga. Fyrir það verður hann
ávallt þakklátur. Lærisveinar
Sveins skipta tugum og hef ég
enga heildaryfirsýn yfir fjölda
þeirra né nöfn. Geri ég ráð fyrir,
að misjafn hafi orðið þroski þeirra
eins og gengur í skólum.
En eitt veit ég fyrir víst. Enginn
varð verri maður við kynni sín af
Sveini B. Valfells. En miklu fleiri
urðu betri. Slíkur maður var hann,
jákvæður, ráðhollur og umtals-
frómur um menn, jafnt þá, sem
áttu það skilið, og hina. Hann var
trölltryggur vinum sínum og
óþreytandi að leysa vandræði
manna og fyrirtækja, sem til hans
leituðu.
Hann var glaður maður, góður
og hlýr, snotur vel og spekingur að
viti. Kunni manna bezt að njóta
góðra stunda. Geiglaus og djarfur,
hvað sem að höndum bar, þó
vissulega fengi hann að kynnast
sorgum og mótlæti í lífinu. En
jafnaðargeð hans, rökhyggja og
umburðarlyndi, sem hann taldi
höfuðdyggðir manna, vísuðu hon-
um veginn, sem hann gat leitt
aðra eftir með sér. „Og blessaður
vertu, þetta fer einhvernveginn,"
sagði hann stundum, ef einhver
hafði áhyggjur af framtíðinni. Og
svo er það í Hfinu, áhyggjur leysa
engan vanda.
Ávallt fannst mér birta þar sem
hann kom og samræður tókust
góðar. Voru þá einatt fljót að
gleymast staður og stund, þegar
hann hélt athygli manna fanginni
með skemmtisögum af mönnum
og málefnum. En hann notaði
slíkt gjarnan sem dæmisögur, til
þess að beina hugsun viðmælenda
til réttra lausna á vandamálum
líðandi stundar. Er fáum gefin
slík samræðulist. Saman fórum
við víða vegu og gistum ókunn
lönd. Það voru ógleymanlegar
stundir og lærdómsríkar. Hann
var sannur heimsborgari og hafði
séð flesta lýði og lönd hér á jörð.
Minnið og athyglisgáfuna notaði
hann gjarna til þess að draga
lærdóma af atferli manna til
notkunar á nærtæk viðfangsefni.
Snobb fyrir fínum stöðum og
bruðl með ferðafé voru honum
fjarri. Samt höfðum við sífellda
veizlu og skemmtan með hagsýni,
sem gerði hvern skilding að tveim-
ur. Sói maður ekki, skortir mann
ekki síðar. Hinsvegar gat hann
verið svo djarfur með stórfé,
þegar ákvörðun um fjárfestingu
var tekin, að manni féll allur ketill
í eld. Hvað lífsviðhorf snertir,
held ég, að hann hafi álitið
manninn eiga aðeins einn höfuð-
óvin, en það er sína eigin heimsku.
Gegn heimskunni vildi hann berj-
ast, aðeins heimskan væri bölvald-
ur manna og það sem stæði í vegi
fyrir því, að flestum geti liðið
betur á þessari jörð.
Nú eru leiðarlok og lífi hans er
lokið. Eftir er aðeins bergmál í
hugum okkar, sem þekktum hann.
Það er freistandi að spyrja sjálfan
sig: Náði hann takmarki sínu á
langri ævi? Ég er ekki viss um
það. Þó okkur sýnist hann hafa
náð langt á sviðum, sem flestir
láta sér duga sem skilgreiningu á
velgengni, held ég samt, að hann
hafi haft hærri markmið. Ég
hygg, að hann hefði kosið að fá að
hafa meiri áhrif á mótun efna-
hagsstefnu fyrir þjóðina, og
hversu búið skuli að atvinnu-
rekstri í landinu, en honum auðn-
aðist. Hann hefði viljað leiða
íslendingum fyrir sjónir, að mörg
af þeirra mest brennandi vanda-
málum eru heimatilbúin, nóg væri
af tækifærum og landgæðum, allt
gæti verið auðveldara ef menn
beittu skynseminni fremur en
tilfinningunum. Ég held, að hon-
um hafi verið það vonbrigði, þó
hann flíkaði lítt, að oft náði rödd
hans ekki eyrum fjöldans né
foringjanna. Og það voru litlar
sárabætur, þegar stjórnmálamenn
fóru síðarmeir að myndast við að
framkvæma ýmsa hluti í efna-
hagsmálum, sem hann hafði hald-
ið fram áratug á undan en þá fyrir
daufum eyrum. Því oftar en hitt,
varð framkvæmdin hálfkák, — of
lítið of seint, og árangur eftir því.
En nú er stundinni lokið og
klukkan hefur glumið í hinzta
sinni.
Ég vil þakka Sveini B. Valfells,
meistara, félaga og vini, fyrir
samfylgdina. Seint mun snjóa yfir
öll hans spor.
Halldór Jónsson verkfr.
Með Sveini Valfells er genginn
einn af fremstu athafnamönnum
samtíðarinnar, sem setti svip sinn
mjög á umhverfið. Segja má að sú
hagsæld, sem við búum við í dag,
sé ekki sízt þeim frumkvöðlum að
þakka, sem gerðu sér grein fyrir
því á fyrri hluta þessarar aldar að
aukinni þekkingu og tækni yrði að
beita í atvinnulifinu til að bæta
kjör þjóðarinnar. Sveinn stóð þar
framarlega í flokki.
Sveinn var brautryðjandi í iðn-
rekstri hér á landi og beitti sér um
áratuga skeið fyrir framþróun og
auknum skilningi á þeirri at-
vinnugrein. Þetta brautryðjanda-
starf mætti litlum skilningi fram-
an af, en í dag er svo komið að
iðnaður er sú atvinnugrein, sem
flest atvinnutækifæri veitir hér á
landi.
Sveinn ólst upp við naum kjör í
sveit í byrjun þessarar aldar og
starfaði sem unglingur við land-
búnað, sem segja má að þá hafi
tekið litlum breytingum allt frá
landnámstíð. Hugur hans snerist
snemma til viðskipta og athafna,
og þar sem saman fór óvenjuleg
greind, íhygli og framsýni, náði
hann miklum árangri á því sviði.
Æfi hans spannaði æfintýralegt
framfaraskeið íslenzku þjóðarinn-
ar frá fátækt til allsnægta og þar
gegndi hann þýðingarmiklu hlut-
verki.
Á margan hátt var Sveinn
framsækinn hugsjónamaður og þá
stundum misskilinn. Sárnaði hon-
um oft tómlæti og skilningsleysi
samferðamannanna. Þannig er oft
um brautryðjendur og hugsjóna-
menn, sem skara fram úr, því þeir
skyggja á aðra. íslendingum er
margt betur gefið en að meta
athafnamenn — í landi þar sem
slíkt er oft notað sem skammar-
yrði.
Sveinn hafði til að bera ákaf-
lega frjóan hug og átti auðvelt
með að gera sér grein fyrir
nýjungum í atvinnulífinu, og hvað
hentaði hér á landi í þeim efnum.
Beitti hann sér fyrir og átti þátt í
að innleiða nýja tækni á fjölmörg-
um sviðum í íslenzku atvinnulífi.
Hann var víðfróður, vel lesinn og
vel að sér, enda heimsborgari í
þess orðs beztu merkingu. Hafði
hann dvalið langdvölum erlendis,
bæði austan hafs og vestan og
kunni því góð skil á alþjóðlegu
atvinnulífi, auk þess að þekkja
íslenzkt atvinnulíf til hlítar.
í allri umgengni var Sveinn
blátt áfram og hispurslaus, enda
vinmargur og frændrækinn.
Hjálpsamur og greiðvikinn var
hann með afbrigðum. Hann hafði
Iétta lund og gamanyrði voru
honum afar töm. í fjölmenni var
hann hrókur alls fagnaðar. í
umræðum um flókin málefni átti
hann auðvelt með að skilja kjarn-
ann frá hisminu, gera flókin mál
einföld svo allir skildu.
Sveinn Valfells var afar starfs-
samur og reglusamur alla tíð.
Starfsþrek og góð heilsa entist
honum til æfiloka. Hann var
farsæll maður jafnt í einkalifi sem
í starfi, enda jákvæður og velvilj-
aður í öllu sem hann snerti.
Eftirlifandi ættingjum vottast
einlæg samúð.
Sigurður Helgason
Kynni mín af Sveini B. Valfells
hófust fyrst að ráði um 1960, en
um þær mundir komu fram hug-
myndir um að stofna félag, er
hafa skyldi að markmiði að reisa
hentug iðnaðarhús á félagslegum
grundvelli og skyldi öllum aðilurn
í landssamtökum iðnaðarmanna
og iðnrekenda boðin þátttaka.
Sveinn var aðalhvatamaður að
þessari hugmynd og árangurinn
varð stofnun Iðngarða hf.
Var stórmannlega á málinu
tekið og reis skjótt af grunni
myndarleg iðnaðarhús við Skeif-
una. Þar skyldi vera hátt til lofts
og vítt ti! veggja, og fyrst og
fremst hugsað um að nota mætti
fyllstu hagræðingu í iðnrekstri.
Var mjög gaman að vinna með
Sveini að þessum málum, þar sat
áhuginn, kjarkurinn og bjartsýnin
í fyrirrúmi.
Hann hafði óbilandi áhuga á
iðnaði og nýjungum í iðnaði og var
formaður Félags ísl. iðnrekenda
um margra ára bil.
Hann barðist ótrauður fyrir því,
að fá iðnaðinn viðurkenndan sem
atvinnugrein, er fyllilega stæði á
sporði gömlu atvinnuvegunum,
landbúnaðar og sjávarútvegs og
hann sá raunar lengra, hann sá að
auka þyrfti iðnaðinn og gera hann
að aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, ef
takast ætti að veita komandi
kynslóðum fulla atvinnu og bætt
lífskjör.
Hann krafðist því, að iðnaður-
inn nyti eigi lakari kjara en aðrir
atvinnuvegir, hvað varðaði fjár-
mögnun og fyrirgreiðslu stjórn-
valda.
Hann var mikla virðingu fyrir
fjármunum og vildi að fé yrði
varið til þeirra hluta, er gefa
mestan arð fyrir þjóðarheildina.
„Peningar eru vald þeirra hluta,
sem gera skal“, heyrði ég hann oft
segja. Sveinn var stjórnarformað-
ur Iðngarða frá stofnun og höfum
við samstarfsmenn hans þar notið
margra góðra ráða og ánægju-
legra samverustunda með honum.
Utan starfs var Sveinn sérlega
skemmtilegur, hann var hafsjór af
fróðleik og sögum og miðlaði þeim
óspart til félaga sinna. Var því oft
tilhlökkunarefni að eiga fundi
með honum.
Fyrst voru alvörumálin rædd og
reynt að finna lausn á þeim, en
síðan fenginn sér kaffibolli og
slegið á léttari strengi.
Við félagar hans í Iðngörðum
söknum góðs drengs, af honum er
mikill sjónarsviptir.
Ég votta eftirlifandi börnum
hans mína innilegustu samúð.
Sveinn K. Sveinsson
Þá Sveinn B. Valfells er kvadd-
ur að leiðarlokum, kemur upp í
huga okkar árviss ferð, sem farin
var til veiða og skemmtunar
síðastliðin tíu ár til Héðinsfjarð-
ar. I þeim var Sveinn félagi okkar
sjálfkjörinn foringi, vegna reynslu
hans á ferðalögum og fyrirhyggju
við hinar ólíklegustu aðstæður.
Naut sýn þar þekking hans, vís-
dómur og skipulagsgáfa.
Hann var ávallt hrókur alls
fagnaðar, sögumaður mikill og
frásagnargáfa hans var frábær og
litrík. Hann var sem félagi jafn-
vígur til leiks og starfa við veiði,
matreiðslu og smíðar, enda ber
eldhúsborðið í veiðihúsinu okkar í
Héðinsfirði vitni um hagleik hans,
sem við í daglegu tali kölluðum
„Sveinsstykki"
Ógleymilegar endurminningar
hlaðast upp í huga okkar frá
þessum ferðum. Og þar ber hæst
sú hin mikla kempa sem Sveinn B.
Valfells var. Kvöldvökurnar verða
okkur ávallt hugstæðar, vegna
hins létta skapferlis og síunga,
jákvæða viðhorfs hans til lífsins.
Með djúpstæðum söknuði kveðj-
um við félaga okkar Svein, og
færum börnum hans okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
F.h. veiðifélaganna i Héðins-
firði,
Þorgrímur Brynjólfsson.
-■
Norrænar
goðsagnir
endursagðar
Norrænar goðsagnir (The
Norse Myths) heitir b<)k, sem
út kom í Lundúnum i byrjun
febrúar. Ilún hefur að geyma
endursögn Kevin Crossley-
Hollands á fjölda goðsagna,
sem að mestu eru sóttar i
islenzk rit, fyrst og fremst
Snorra-Eddu.
Kevin Crossley-Holland er
ljóðskáld, rithöfundur, þýð-
andi og barnabókahöfundur,
auk þess sem hann hefur
ritstýrt margskonar útgáfu,
og m.a. verið blaðamaður hjá
The Observer. Hann hefur
gert talsvert af því að endur-
segja gamlar sögur og ævin-
týri fyrir börn. Bókin, sem nú
var að koma út, er fyrst og
fremst skrifuð fyrir fullorðna
lesendur, en ætlunin er að
umskrifa hana og einfalda
innan tíðar og gefa síðan út
sem barnabók.
íslendingar hafa löngum
hælt sér af því að eiga tungu,
svo hreina og upprunalega, að
hvert barn geti án erfiðismuna
lesið fornbókmenntirnar —
menningararfinn — og geri
það sér til ánægju. Svo rótgró-
in virðist þessi kenning vera,
að það er með hálfum huga, að
Kevin Crossley-Holland
nokkur maður hefur annað á
orði, þótt ástæða sé til að efast
um að þetta eigi við rök að
styðjast.
Hér á landi hefur lítið verið
af því gert að endursegja
fornar sögur og kvæði, svo
auðskilið verði hverju barni, ef
undanskildar eru frásagnir í
kennslubókum í Islandssögu,
en fornbókmenntirnar eru
fjársjóður sem nýta mætti
miklu betur en nú er gert,
bæði sem efnivið í barnabæk-
ur og fyrir fullorðna.
Bók Crossley-Hollands hef-
Baldurs
draumar
Ásinn kveinkaði sér. Hann
engdist sundur og saman, þar sem
hann lá, og reyndi að flýja þessar
myrku myndir. Hann saup hveljur
og stundi enn. Svo vaknaði hann.
Langa hríð lá hann í rökkrinu,
hinn hvíti ás. Hárið var bjart og
hann var skínandi hvitur á brún
og brá, skínandi eins og hið
hvítasta meðal blóma. Og þar sem
hann lá elti hann draumurinn og
reyndi að gripa hann, reyndi að
nefna hverja mynd og bægja
henni frá sér. En svipirnir hörf-
uðu undan, inn í skuggana, og
þegar hann vaknaði sá hann ekki
lengur móta fyrir þeim. Smám
saman varð beygurinn að óljósum
fyrirboða. Hann lét aftur augun
og lét hugann reika.
Jafnskjótt og honum rann aftur
í brjóst læddust þessar óboðnu
hausaskeljar enn fram á sjónar-
sviðið og reyndu að draga frá
honum ljósið og gleypa það. Hann
bylti sér. Hann hrópaði hátt og
vaknaði við ópið. Enn kenndi hann
ótta, umkomuleysis og fordæm-
ingar.
Er æsir og ásynjur spurðu
drauma Baldurs þyrptust þau
saman til að ráðgast um hver
fyrirboðinn væri. Þau voru á einu
máli um að hann væri ljúfastur
ása, öðrum miskunnsamari og
vinsælli, og sá er sízt ætti skilið að
fá slíka næturgesti. Þeim bar
saman um að á Breiðabliki aldrei
fyrr hefði slíkan ófögnuð borið að
garði. En allt sem á góma bar varð
til þess að auka angur þeirra.
Baldurs draumur var þeim hulin
ráðgáta.
„Ég fer sjálfur," kvað Alfaðir,
sem átti Baldur að syni, „og sæki
ráðninguna." Hann kunni fyrir sér
og var jafngamall og tíminn.
Hann reis á fætur og hraðaði sér á
braut. Hann lagði á Sleipni og
hleypti honum yfir tindrandi
regnbogann. Brátt var hann kom-
inn út á veginn langa, sem liggur í
norður frá Miðgarði, niður í
myrka móðu og ginnandi glýju
Niflheima.
Rakkinn, sá er úr helju kemur,
heyrði Óðin nálgast. Blóðkleprar
voru á makka hans og bringu.
Hann geyjaði af hamrinum sem
leið opnast niður í undirheima.
Rúnafaðir lét sér hvergi bregða.
Hann hleypti Sleipni, svo hratt að
glumdi og skall í freðnum sverði
undan hófunum átta, og linnti
ekki fyrr en hann kom að háum
heljar ranni.
Þar sté hann af baki og
skyggndist inn. Náir fylltu salinn,
sem var allur í gulli og gersemum.
Hann teymdi Sleipni austur fyrir
dyr þar sem hann vissi um leiði
völvu einnar. Hann stóð við haug-
inn og skaut á það fránu auga og
hóf særingar. Um síðir reis fölur
svipur völvunnar upp úr haugn-
um, tók á sig mynd i móðunni og
gnæfði yfir honum.
„Hver er hinn ókunni maður,
sem raskar ró minni og ýfir angur
mitt?“ gól hún. „Ég hef legið í
fönn, verið slegin regni og dögg
hefur seytlað í gegnum mig. Ég er
löngu dauð.“
„Nafn mitt er Vegtamur og ég
er sonur Valtams. Seg mér úr
helju, ég þekki alla aðra heima.
Hví er gullhringum stráð um alla