Morgunblaðið - 15.02.1981, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981
gagntekinn af þeirri djúpu þörf
Islendinga að heimta handritin
frá Danmörku. Hann var þá
dagblad. Hann er nú forstjóri og
aðairitstjóri Ritzaufréttastofunn-
Bent A. Koch
Hann stofnaði þá sérstaka nefnd til að vinna að
framgangi handritamálsins í Danmörku og var óþreyt-
andi talsmaður árum saman að íslendingar fengju
þjóðargersemar sínar heim.
Bent A. Koch birti nú um helgina endurminningar
sínar í Berlingske weekendavisen frá þessum tíma og
fer greinin hér á eftir í lauslegri þýðingu og örlítið
stytt. Eins og fram kemur í grein Bent A. Koch var
hlaðið sem birti þessa minningaþanka hans eitt
margra danskra blaða sem á sínum tíma var á móti
afhendingu handritanna. Bent A. Koch hefur sjálfur
valið þessum kafla þann titil sem hann ber í íslenzku
þýðingunni.
Ótímabærar
endurminningar:
um handritamálið
Fleiri hljóta að geta sagt frá
sams konar reynslu. Allt í einu er
framandi land komið inn í tilveru
okkar. Háif ringluð verðum við þess
áskynja eftir nokkra hríð að þetta
land skiptir æ meira máli í vitund
okkar. Það er orðið annað föðurland
okkar, eins og má orða það.
Þannig fór mér, þegar ég hélt til
íslands 1957, tregur nokkuð. Rit-
stjóri minn á Kristeligt dagblad,
Edv. Petersen hafði vegna starfa
síns innan KFUM hitt sr. Friðrik
Friðriksson, æskulýðsleiðtogann
mikla, prestinn og rithöfundinn
(síðast lýst með aðdáun í endur-
minningabók Pouls Hartlings) og
nú vildi hann að Kristeligt dagblad
lýsi í greinaröð Islandi eftirstríðs-
áranna.
Ég vissi satt að segja ákaflega
lítið um ísland og hefði einhver
sagt mér í flugvélinni á leiðinni til
Sögueynnar, að ég myndi fara þessa
för meira en tuttugu sinnum og
eiga fyrir höndum að gegna hlut-
verki í mjög viðkvæmu tilfinn-
ingamáli milli bræðraþjóðanna
tveggja, hefði ég starað vantrúaður
á þann hinn sama.
Ég var ekki einu sinni sérstak-
lega jákvæður gagnvart Sögueynni.
Á æskuheimili mínu í Gentofte var
ísland ekki hátt skrifað. Lýðveld-
isstofnunin 1944 fannst okkur í
hæsta máta óviðfelldin. „Það hefði
nú mátt hlífa gamla konunginum
við þessu," sagði móðir mín.
Og svo fór fyrir mér, eins og
mörgum öðrum efagjörnum tómas-
arsálum, sem koma í fyrsta skipti
til íslands. Koman hafði á mig
Eftir Bent A. Koch
ómæld áhrif. Fólkið, samfélagið,
menningin, geðslagið, birtan, þessi
djúpi andardráttur. Land elds og
ísa. Er það kannski dramað sem
ísland í fortíð og nútíð er, og verkar
svo heillandi á flatlendisbúa. Eru
það hinir miklu drættir í náttúr-
unni og mannfólkinu?
Erik Balling sagði eftir að hafa
stjórnað kvikmynd á íslandi: „Is-
lendingar ganga í stórum skóm.
Þeir eru ekki alltaf með reimum.
En stórir eru þeir.“
Þegar ég kom heim úr ferðinni
1957 skrifaði ég tólf greinar um
„Sögueyna á atómöld". Minna mátti
það nú ekki vera.
Það hafði ekki sízt áhrif á mig að
finna áhuga Islendinga á fornbók-
menntum þeirra. Hvarvetna var
lögð fyrir mig spurningin: „Hvenær
fáum við handritin heim?“ Það gat
enginn farið í grafgötur með hversu
mikla þekkingu allir höfðu á þess-
um gömlu bókum. í öllum bókahill-
um voru íslendingasögurnar í við-
hafnarútgáfum. Þegar ég var einu
sinni í rútubíl á ferð um holótta
íslenzka vegi spurði ég samferða-
mann minn hvað væri í útvarpinu
og hann sagði: „Heyrirðu ekki að
það er Njáls saga. Hún er útvarps-
saga í ár.“
Eg skipi fljótlega um skoðun,
hvað varðaði slit íslendinga frá
Danmörku, enda höfðu allir á
Islandi gengið út frá þeim sem
gefnum að loknum 25 árum frá því
að landið fékk fullveldi.
Ég skildi að íslenzkir stjórnmála-
menn litu á það sem sjálfsagðan og
eðlilegan hlut að losa ísland frá
Danmörku með hliðsjón af stöðu
Danmerkur meðan á hernáminu
stóð, og hugsanlega veika stöðu
eftir sigur bandamanna.
Þau tengsl sem ég hafði myndað
við ýmsa fyrrverandi og núverandi
lýðháskólamenn frá Askov, fyrst og
fremst C.P.O. Christiansen, Jörgen
Bukdahl, Poul Engberg og Holger
Kjær, höfðu einnig opnað augu mín
fyrir ýmsum nýnorrænum hugsun-
um, sem þessi hópur hélt á lofti.
Þeir töldu að samvinna milli Norð-
urlandanna yrði ekki efld með því
að hver beygði annan, heldur með
því að hver einstök þjóð fengi að
þróast sjálfstætt og viðurkenndur
yrði réttur hennar til menningar-
legs og pólitísks sjálfstæðis.
Það var á þessum forsendum,
sem ég setti saman nefnd í sept-
ember 1957 sem kallaðist „Nefnd
um íslenzku handritin, 16. sept.
1957“. Mér var frá upphafi ljóst, að
íslendingar áttu engan lagalegan
rétt — eins og margir þeirra álitu
— til að fá handritin sem geymd
voru í Konunglega bókasafninu og
Árnasafni, en út frá sjálfsögðum og
þjóðfélagslegum sanngirniskröfum
hlutu þeir að fá þjóðarhelgidóma
sína.
Menningargljúfur
Ástæðan fyrir því að ég kastaði
mér af þvílíkum áhuga út í barátt-
una, sem á stundum varð slík að
öldur risu hátt (má líkja því við
landamæradeiluna 1945 og síðar
EBE) var sú, að deilan endurspegl-
aði gamla menningargjá í Dan-
mörku. Öðrum megin voru menn-
ingarvitarnir, prófessorarnir, vís-
indamennirnir og últraíhaldssamir
aðilar (vasaimperialistar eins og
Jens Kruuse kallaði þá). Handan
gjárinnar voru lýðháskólamennirn-
ir, menn úr Venstre og Radikale,
sem höfðu orðið fyrir áhrifum
lýðháskólanna, jafnaðarmenn og
einstaka borgaralegir hugsjóna-
menn (Thestrup, Björn Kraft, St.
Hurwitz og Haakon Stangerup, sem
m.a. í afburða verki sínu „Menning-
arbaráttan" hafði gert sér grein
fyrir þeim andstæðu meginprins-
ippum sem lágu að baki). Örgustu
andstæðingar utan Kristjánsborgar
voru próf. Johns. Bröndum Nielsen,
Viggo Starcke og Palle Lauring.
I stjórnmálalegu tilliti skipti það
sköpum að Jörgen Jörgensen fann
samhljóm með Erik Eriksen, sem
aldrei hafði heldur afneitað
grundviskri arfleifð sinni. Án sam-
vinnu þeirra hefði málið aldrei
komizt í höfn. Svo mikilvægt póli-
tískt mál hefði aldrei verið útkljáð í
þinginu ef atkvæðamagn hefði stað-
ið í járnum. En með meira en
helming af Vestre að baki Erik
Eriksen, alla frá Radikale, jafnað-
armenn og SF sem voru fylgjandi
afhendingu, ásamt einstaka íhalds-
manni, var augljós meirihluti sem
myndaðist í báðum þeim þingum,
sem greiddu atkvæði um málið.
Deilan varð bitur og tók oft á sig
móðursýkislegar myndir, ekki sízt í
blöðunum. Erhardt Larsen við
Mannfjöldi á bryggjunni
Sjællands Tidende barðist af of-
forsi gegn afhendingunni, Ber-
lingske blöðin með Terkel A. Terk-
elsen í broddi fylkingar sömuleiðis.
Merete Björn Hansen („Diana") og
Dan Larsen höfðu málið í sínum
höndum í BT og Berlingske Aften-
avis af einurð (en blaðamennsku-
lega séð á háu plani) og skrifuðu
gegn því að handritin yrðu afhent.
Information og Politiken voru
volg í málinu, ekki hvað sízt vegna
þess að margir háskólamenn voru í
lesendaröðum þeirra. Jyllandspost-
en og Aalborg og Aarhus Stifs-
tidende tóku undir óskir íslendinga
um afhendingu, þótt það kunni að
virðast mótsagnakennt. Aktuelt
mælti með því í forystugrein að
íslendingar fengju handritin, í
fréttaskrifum var það á móti.
Kristeligt dagblad og Land og Folk
voru einu blöðin, sem unnu að því
heils hugar alla tíð, að gömlu
handritin færu heim til íslands.
Þrýstihópurinn
Þegar við stofnuðum þessa nefnd
okkar árið 1957 og lögðum fram
tillögu sem í reynd þýddi að íslend-
ingum yrðu gefin handritin, var það
að hluta til gert til að fá stökkpall,
að hinu leytinu til að koma upp
þrýstihópi. Ég hafði unnið það lengi
við fjölmiðla að ég vissi hvílíka
möguleika nefnd hefur umfram
einstakar persónur — sama hversu
fáir stæðu að þeirri viðkomandi
nefnd. Aðrir verða að dæma um það
hvort dálkahöfundinum Paul
Hammer ratast rétt orð á munn,
þegar hann kvað upp úr með það að
starf þessarar þrýstinefndar sé eitt
af beztu dæmum sem til sé i
Danmörku í þeirri iðju sem í
Washington kaílast „lobbying". En
hann hefur rétt fyrir sér þegar
hann skilgreinir tilgang og árangur