Morgunblaðið - 15.02.1981, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981
31
BSRB:
Módelsamtök
eða stéttarfélag?
AtkvæðagreiðKla: Talning.
Ennþá einu sinni hafa þeir
Kristján og Haraldur verið kvadd-
ir til undirskrifta. Þeir eru alltaf
að gera góða samninga. Unna sér
aldrei hvíldar. Við, almennir fé-
lagar í samtökum opinberra
starfsmanna, höfum ekki við að
fylgjast með sigurgöngu þeirra frá
samningi til samnings. Það er rétt
eins og þá er Gunnar á Hlíðarenda
sveiflaði atgeirnum. Þá sýndust
þrír á lofti. Ekki eru bírópennarn-
ir færri þá er Kristján tekur til
við undirskriftir. Hann er algjör
skrifari. Og sá kann nú að þakka
fyrir sig. Hjartnæmt var ávarp
hans og þakklætisorð í garð fjár-
málaráðherra er átti frumkvæði
að „launabótum". Þetta var sami
ráðherra er undirritaði samning-
inn góða á liðnu hausti. Sá samn-
ingur var ávöxtur margra mánaða
funda, umræðu og athugana und-
irnefnda, ferðalaga og atkvæða-
greiðslu. Um þann samning sagði
ráðherra í blaðaviðtali: „Ég er
mjög ánægður með niðurstöðuna
í atkvæðagreiðslunni. Þátttakan
var að vísu í dræmara lagi, en það
skýrist nú kannski fyrst og fremst
af sumarleyfum og þessum árs-
tíma. Þegar samningar hafa ver-
ið samþykktir svo til einróma i
samninganefnd, reikna flestir
með að máiið sé útkljáð og því tel
ég það nokkuð góða útkomu. að
75% þeirra, sem þátt tóku, skuli
lýsa yfir stuðningi við samning-
inn. Mér er sagt að þetta sé mjög
svipuð útkoma og var haustið 1977
eftir 2ja vikna verkfall og þótti sá
samningur mjög góður.“
Seinna kom í ljós, að ráðherr-
ann var fjarri því að vera ánægð-
ur. Málið var alls ekki „útkljáð".
Samningur sá er hann lýsti
ánægju sinni yfir þá er blekið var
rétt að þorna, kvað á um 14
þúsund króna kauphækkun
þorra félagsmanna BSRB. Tæp-
ast höfðu skjalaverðir náð að
hefta inn plögg sín og launadeild
að reikna út breytingar en
hljóðskraf hófst í palisanderkont-
órum Þjóðhagsstofnana og ráðu-
neyta um að nú þyrfti að gera
bragarbót og rifta nýgerðum
samningi. Það kom nefnilega í ljós
að„samráð“ við samtök launa-
manna eru síst vænleg. Enn var í
fullu gildi landsföðurleg yfirlýsing
frá liðinni tíð, „Vér einir vitum".
Rökrétt ályktun af orðtakinu
forna um að því verr gefist
heimskra manna ráð sem fleiri
séu samankomnir.
Á aðfangadag, meðan heimsglys
og glingur, jólaljós og grenigrein-
ar sefjuðu múgsálir og almúga
skunduðu stefnufastir herramenn
til fundar. Þeim kom saman um að
nú þyrfti að hafa snör handtök.
Mæltu sér mót á gamlársdag að
fullnægja réttlæti, án afskipta og
„samráðs". Og enn voru bírópenn-
ar á lofti. Sami fjármálaráðherra
er lýsti ánægju sinni með 14
þúsund króna kauphækkun á
haustmánuðum, taldi nú að miklu
hollara væri fyrir opinbera starfs-
menn að fá áramótakveðju er
hljóðaði upp á 30—40 þúsund
króna kauplækkun, frá 1. marz
nk. Hver voru viðbrögð forystu-
manna BSRB? Hvað um baráttu-
anda „bunumeistaranna" frá verk-
fallsráðstefnu BSRB í Munaðar-
nesi? Leituðu þeir samstarfs við
ASI um mótmælaaðgerðir og
verkfall svo sem gerðist árið 1978?
Öðru nær. Það voru hljóðir og
hógværir menn er muldruðu og
tautuðu í barminn eitthvað sem
enginn skildi sem mótmæli. Þar
fylgdi enginn hugur máli.
„Gersemi ertu hve þú ert mér
eftirlátur," sagði Hallgerður á
sínum tíma.
Hvar var nú hagfræðingurinn í
rissblokk BSRB? Var ekki fullt
eins mikil ástæða til þess að taka
hús á ráðherrum þeim er misvirtu
samtök opinberra starfsmanna,
hundsuðu samráðsákvæði og settu
bráðabirgðalög, eins og að taka
sendiráðið í Stokkhólmi á sínum
tíma? Hvar voru línurit og töflur
hagfræðingsins er sýndu áhrif 7%
kjaraskerðingar? Hvers vegna
tóku fulltrúar okkar þegjandi við
30 — 40 þúsund króna kauplækk-
un, þeir hinir sömu er þóttust
hafa fært 14 þúsund króna björg í
bú?
Greinarhöfundur hefir verið að
geta sér til um hugrenningar
fjármálaráðherra þá er hann rit-
aði undir samning við BSRB á
liðnu hausti í því skyni að „tryggja
vinnufrið". Niðurstaðan er þessi:
Það þýðir náttúrlega ekki að
ógilda samning fyrr en búið er að
skrifa undir hann. Það sér hver
heilvita maður. Allt verður að
fara eftir röð og hvað hefir sinn
tíma. Fyrst samninga- og sátta-
fundir mánuðum saman. Skipun
oddvita sáttanefndar, valinkunns
sómamanns, Vilhjálms Hjálmars-
sonar. Þá lögleg undirskrift, stað-
fest með allsherjaratkvæða-
greiðslu. Síðan ógilding með
bráðabirgðalögum. Þá er allt
klappað og klárt. í taðkvörnina
með allt helvítis klabbið. Vil-
hjálmur Brekkubóndi hefir ekkert
vit á fjárhagsstöðu Ríkissjóðs. Og
Kristján er alltaf til með pennann.
Þar er á vísan að róa. Enda kom
Kristján með verkfallsvopnið í
haust og bað mig að koma því í
trygga geymslu. Hann sagði eins
og Gunnar á Hlíðarenda um at-
geirinn: „Þetta er flugbeittur
fjandi. Ég gæti bara skaðað mig á
þessu.“ Eitthvað á þessa leið gætu
hugleiðingar ráðherra verið.
Nú þurfa opinberir starfsmenn
að krefjast allsherjaratkvæða-
greiðslu um nýgerðan samning við
fjármálaráðherra. Þeir þurfa að
skera upp herör gegn samninga-
makki og undanhaldi. Fulltrúar
Módelsamtakanna í BSRB er taka
að sér að sitja fyrir hjá ljósmynd-
urum við undirskrift samninga
hafa í störfum sínum sýnt að þeir
ganga erinda stjórnvalda og hopa
hvert sinn þá er að þeim er sótt.
Þeir eiga ekki að fjalla um kjara-
mál. En þeir gætu tekið að sér
fyrirsætustörf hjá Karon eða
Módelsamtökunum við undirskrift
samninga.
Pétur Pétursson þulur
Teppaverksmiðja Álafoss -
eina teppaverksmiðja landsins
ÁLAFOSS h/f boðaði nýverið
til fundar með islenskum arki-
tektum i Iðnaðarmannahúsinu
við Hallveigarstig. til að kynna
þeim og gera grein fyrir teppa-
verksmiðju Álafoss, sem er eina
starfandi teppaverksmiðjan
hérlendis.
Það kom m.a. fram á fundin-
um að fyrir 10 árum þegar
íslendingar gengu í EFTA, voru
6 teppaverksmiðjur starfandi
hérlendis. Teppaverksmiðja Ála-
foss lifði ein hina erlendu sam-
keppni. Ástæðuna fyrir því,
töldu forráðamenn fyrirtækisins
vera, að þeir hafi verið viðbúnir
samkeppninni, og einnig að
gólfteppaframleiðsla fyrirtækis-
ins væri einungis 8% af heildar-
umsetningu þess. Pétur Eiríks-
son sagði að verksamkeppnin
hafi ekki verið íslenskum fyrir-
tækjum hvað erfiðust, heldur
hafi það fyrst og fremst verið
það mikla úrval sem innflutta
framleiðslan hafði uppá að bjóða
— verksmiðjurnar hérlendis
hafi flestar verið svo litlar. —
Við hjá Álafoss, sagði Pétur,
höfum á hinn bóginn svo til
eingöngu framleitt fyrir dýrasta
markaðinn sem gerir mestar
gæðakröfurnar. Það hefur alltaf
verið 100% ull í okkar teppum,
og innfluttu alullarteppin eru
a.m.k. tvöfalt dýrari en okkar
framleiðsla.
Pétur sagði, að forráðamenn
Álafoss hefðu viljað vekja at-
hygli arkitekta á því, að það
væri til teppaverksmiðja á land-
inu, sem gæti framleitt teppi
eftir óskum atkitekta og við-
skiptavina, einungis ef magnið
væri nægjanlegt.
Pétur Sigurjónsson hjá Iðn-
tæknistofnun talaði næstur, og
vildi brýna fyrir mönnum, að
velja sér teppi í híbýli eftir því
hvar þau ættu að vera, teppi í
svefnherbergi gætu t.d. ekki ver-
ið þau sömu og teppi í forstofur.
Þá sagði Pétur að Álafoss-menn
væru brautryðjendur á því sviði
hérlendis að láta hlutlausa aðila
rannsaka gæði framleiðslu sinn-
ar, og þó teppaverksmiðja Ála-
foss væri ekki mikil að vöxtum,
þá legðu forráðamenn hennar
sig í líma við að laga sig að
kröfum neytendanna.
Þá talaði Guðjón Hjartarson,
og fór nokkrum orðum um helstu
teppategundir hér í heimi, og
ræddi um mun á þeim teppum,
og sagði hverjar tegundir Ála-
foss framleiddi.
Ólafur Ottósson sagði, að það
væri orðið ljóst að Álafoss lifði
af samkeppni við tollalausa út-
lenda framleiðslu. En nú ætluðu
forráðamenn Álafoss að fá úr
því skorið, hvort teppafram-
leiðsla á íslandi ætti sér ein-
hverja framtíð.
Til að standa undir endurnýj-
un tækja þyrfti framleiðsla
teppaverksmiðjunnar að vaxa
heilmikið frá því sem hún væri
núna. Ólafur sagði Álafoss geta
framleitt með fyllstu gæðum það
sem viðskiptavinirnir óskuðu, en
fyrirtækið hefði ekki möguleika
á að liggja með mikið úrval á
lager. Tilgangurinn með þessum
fundi, væri sá, eins og fram hefði
komið, að kynna arkitektum,
sem iðulega réðu miklu um
teppaval húseigenda, þá mögu-
leika sem teppaverksmiðja Ála-
foss byði uppá.
Að endingu báru atkitektarn-
ir, sem á fundinum vocu, fram
fjölmargar og ólikar fyrirspurn-
ir.
Forráðamenn Álafoss standandi á og haldandi á nýjungum í
framleiðslunni: ólafur Ottósson. framkvæmdastjóri, Guðjón Iljart-
arson, framkvæmdastjóri, Einar Egilsson, verslunarstjóri, Steinar
Jónasson, sölustjóri i teppadeild. og Pétur Eiriksson, forstjóri.
Ljósm. Kristinn.